Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 13 íþróttavöllurinn á Akureyri. Framtíð hans er enn óráðin. DV-mynd gk íþróttavallarmálið á Akureyri: Ekki komið að ákvarðanatöku DV, Akureyri: Enn hefur ekki verið tekin um það ákvörðun hvemig brugðist verður við beiðni Kaupfélags Ey- firðinga og Rúmfatalagersins um að fá að byggja stórmarkað á svæði að- alleikvangs Akureyrarbæjar skammt frá miðbænum. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, vildi ekki láta hafa neitt annað eftir sér um málið þegar DV ræddi við hann í gær en að það væri ekki komið að ákvarð- anatöku í málinu en væntanlega mundu línur skýrast áður en langt um liði. Umsókn fyrirtækjanna um að fá að byggja stórmarkað á þessum stað hefur valdið talsverðum titringi i bænum. Margir em hlynntir því að stórmarkaður verði byggður á vall- arstæðinu og frekari uppbygging heíjist strax á íþróttasvæðum KA og Þórs til að koma þar upp sambæri- legri aðstöðu og tapast á aðalleik- vanginum. Aðrir, og sennilega em þeir fjölmennari, mega varla heyra á það minnst að leikvangnum verði fómað undir stórmarkað og er lals- verður hiti hefur verið í umræð- unni. Skipulagsnefhd bæjarins skipaði þriggja manna undimefnd sem er með málið til skoðunar og mun skila niðurstöðu sinni til skipulags- nefndarinnar sem siðan leggur mál- ið fyrir æðstu stjóm bæjarins. -gk Glæsilegur hópur stúlkna sem taka þátt í fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum. DV-mynd Arnheiður Fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum: Þrettán fögur fljóð DV, Suðurnesjum: Fegurðardrottning Suðurnesja verður krýnd laugardaginn 10. apríl í félagsheimilinu Stapanum í Njarðvík. Þrettán stúlkur taka þátt í keppninni. Þær eru Ásdís Ýr Amardóttir, Keflavík; Ásta Soffía Aspelund Lúð- víksdóttir, Keflavík; Bima Margrét Guðmundsdóttir, Keflavík; Bjarnheið- ur Hannesdóttir, Keflavík; Dagný Hulda Erlendsdóttir, Sandgerði; Eva Stefánsdóttir, Njarðvík; Gunnhildur Eva Amoddsdóttir, Keflavík; Helga Guðmundsdóttir, Njarðvík; Hildigunnur Guðmundsdóttir, Kefla- vík; Kristín María Birgisdóttir, Grindavík; Matthildur Magnúsdóttir, Grindavik; Sandra Dögg Guðlaugs- dóttir, Grindavík; og Tanja Sif Áma- dóttir, Reykjavík. Lovísa Guðmundsdóttir er fram- kvæmdastjóri keppninnar á Suður- nesjum. -AG Holræsabíll bjargaði rútu Stór langferðabifreið er illa farin eftir að eldur kom upp í henni á Viðarhöfða í Reykjavík i gærmorg- un. Bílstjórinn var einn í bifreið- inni og sakaði ekki. Eldurinn kom upp í vélarhúsi bif- reiðarinnar en svo vel vildi til aö næsti bíll á eftir langferðabiffeið- inni var „holræsabílT og gátu þeir sem á honum vom sprautað á vélar- hús langferðabifreiðarinnar og haldið eldinum í skefjum þar til slökkvilið kom á vettvang ör- skömmu síðar. -gk Fréttir Fjölbrautskóli Suðurnesja: Netagerðarbraut við skólann Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, og Vi'ðir Sigurðsson, skóla- meistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, undirrita samstarfssamninginn. DV-mynd Arnheiður DV, Suðumesjum: Föstudaginn 26. mars var formlega opnuð að- staða við Fjölbrautaskóla Suðumesja fyrir sérgreinar netagerðarbrautar og jafn- ffamt undirritaðir sam- starfssamningar við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og Sjávarútvegsskóla Sam- einuðu þjóðanna. Samning- urinn við Stýrimannaskól- ann felur í sér samstarf um kennslu og þróun námsefn- is í veiðarfærafræðum, en á milli skólanna em bæði kennarar og aðstaða samnýtt. Á vegum Sjávarútvegsskóla Sam- einuðu þjóðanna koma tveir nemend- ur næsta haust til náms í veiðarfæra- gerð við Fjölbrautaskóla Suðumesja, en skólinn hefur kennt sérgreinar veiðarfæragerðar síðan árið 1991 og er eini skólinn á landinu sem býður upp á þetta nám til sveinsprófs. Deildarstjóri brautarinnar er Láms Pálmason. Námið tekur þrjú ár á samningi hjá meistara og mikið þró- unarstarf hefur verið unnið við skipulagningu og góðir atvinnu- möguleikar em fyrir hendi í grein- inni, bæði hér heima og erlendis. Undirbúningur er hafmn að fjar- kennslu sérgreina í samstarfi við Fræðsluráð málmiðna og fagnefnd netagerðar. Við athöfnina flutti m.a. Hjörleifur Einarsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins, erindi og fjallaði um mikilvægi þess að stofn- anir á þessu sviði ynnu saman, en einn starfsmaður RF hefur kennt við deildina í vetur. -AG "BAK VIÐ TJÖLDIN ÍSLENSKUR KVIKMYNDAÞÁTTUR!! jU. MEÐ VÖLU MATT afc/ár^ F I M M T U D A G A KL.22i0Q OST IAUGADAGA KL.16i00 OPIN OG ÓKSYPIS DAQSKRÁ FYRIK ALLAÍ t!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.