Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 19
18 23 Bland í oka US Masters í golfi hófst í gær: T FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Iþróttir Enn eiga nokkur lið Nissandeildar eftir að ráða þjálfara fyrir næstu leiktíð: Óskar ræðir við Eyjamenn Óskar Bjarni Óskarsson, unglingaþjálfari hjá Val, mun í dag hitta forráöamenn 1. deildarliðs ÍBV í handknattleik á fundi í Eyjum, en þeir vilja fá Óskar til aö taka viö þjálfun liösins af Þorbergi Aöalsteinssyni, sem er hættur eftir þriggja ára starf. Óskar hefur náð mjög góöum árangri meö unglingalið Vals og hann var aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar, þjálfara Vals, þegar Hlíðarendaliöiö vann tvöfalt á síðustu leiktið. Geir vill fá Óskar sem aðstoðarmann Óskar, sem er nýráðinn íþróttafulltrúi hjá Val, er með fleiri tilboð á sinni könnu. Eitt þeirra er frá Geir Sveinssyni, nýráðnum þjálfara Vals, sem viil fá Óskar sem aðstoöarmann á næsta tímabili. Úr herbúðum Vais er það að frétta að Guðmundur Hrafn- kelsson markvörður er á fórum til útlanda og stööu hans mun taka Sigurgeir Höskuldsson, sem lék meö Gróttu/KR í vetur. Eins og fram hefur komiö snýr Júlíus Jónasson heim frá Sviss og mun leika með Val næsta vetur en Geir Sveinsson mun ein- göngu sjá um þjálfunina. Óvíst er hvað Erlingur Richardsson gerir, en hann var einn besti leikmaður Vals í vetur. Þá renn- ur samningur homamannsins Davíðs Ólafssonar út í maí. Davíö hefur verið orðaður við lið Aftureldingar og samkvæmt heimildum DV hafa forráðamenn Mofellsbæjarliðsins rætt við Davíð. Samningar útlendinganna hjá ÍBV ekki end- urnýjaðir Eyjamenn telja Óskar góðan kost, enda hafi hann sannaö sig sem góður og metnaðafuilur þjálfari. Það er hugur í forráða- mönnum ÍBV fyrir næstu leiktíð og þeir segjast ætla að tefla fram sterkara liði en í vetur. Það er ljóst að „lundarnir" Guö- finnur Kristmannsson, Sigurður Bragason, Svavar Vignisson og Daði Pálsson verða allir með ÍBV á næstu leiktíð og Eyja- menn binda vonir við að Sigmar Þröstur haldi áfram, þó svo að hann segi á hveiju ári að hann sé hættur. Samningar út- lendinganna tveggja sem léku með ÍBV í vetur verða ekki framlengdir og eru Eyjamenn þegar farnir aö leita fyrir sér er- lendis að leikmönnum til að fylla skörð þeirra. Allt óráðið enn þá hjá Fram Framarar eru eitt fárra liða sem eiga eftir að ganga frá ráðn- ingu á þjálfara fyrir næsta tímabil, en Guðmundur Guðmunds- son hættir með liðiö i lok timabils og tekur við þjáifun þýska liðsins Dormagen. Forráðamenn Fram sögðu við DV í gær að þeir væru að skoða málin og ekkert væri komið á hreint hver yröi eftirmað- ur Guðmundar. Samkvæmt heimildum DV er Þorbergur Aðal- steinsson einn þeirra sem eru inni í myndinni og þá eru Fram- arar einnig aö skoða sig um erlendis. -GH Fram (11) 22 FH (15) 25 0-1, 1-1, 1-5, 4-6, 5-10, 6-12, 7-12, 7-14, 9-14, 9-15 (11-15), 12-15, 14-15, 16-19, 17-20, 19-20, 21-21, 22-22, 22-23, 22-24, 22-25. Mörk Fram: Guðmundur Helgi Pálsson 8, Björgvin Björgvinsson 5, Oleg Titov, 4/4, Njörður Ámason 3, Kristján Þorsteinsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Varin skot: Sebastian Alexanders- son 18/2. Mörk FH: Guðjón Ámason 8, Lár- us Long 4, Knútur Sigurðsson 4/2, Hálfdán Þórðarson 3, Valur Amarson 3, Kristján Arason 1, Gunnar Bein- teinsson 1, Guðmundur Pedersen 1/1. Varin skot: Magnús Ámason 15/1. Brottvísanir: Fram 6 mín., FH 8 mín. Dómarar: Einar Sveinsson og Þor- lákur Kjartansson. Gerðu mörg mis- tök sem bitnuðu jafnt á liðunum. Áhorfendur: Fullt hús, um 600 manns. Maður leiksins: Guðjón Árna- son, FH. íþróttir „Ætlum aö klára þetta í næsta leik“ „Við vorum betri og fyrri hálfleikurin var frábær. Þar vorum við að leika í beinu framhaldi af Stjörnuleiknum. Við sýndum frá: bæran leik, bæði í vörn og sókn. í þetta sinn vorum við bara einfaldlega betri og þó að þeir næðu að jafna héldum við alltaf haus. Þeir fundu það að þeir myndu aldrei hafa okkur og við vorum bara sterkari. Ef þessi framliggjandi vöm smellur saman er mjög erfltt að leysa hana. Framliðið hefur örugglega eitthvað unnið í þessari vöm, en við gáfum bara aldrei tækifæri á okkur. Við ælum að klára þetta dæmi í næsta leik,“ sagði Guðjón Ámason. -JKS „Mínir menn voru ekki tilbúnir" „Mínir menn voru einfaldlega ekki tilbúnir þegar flautað var til leiks. Fyrri hálfleikurinn fór alveg með okkur. Við komum til baka en það kostaði mikla orku og það var ekki nóg. Slakur varnarleikur í fyrri hálf- leik verður okkur aö falli að minu viti. Við erum að fá á okkur 15 mörk sem segir sína sögu. Baráttan var ekki til staðar í byrjun og það olli því aö þeir náðu sex marka forystu. Við vorum að vinna þetta upp allan leikinn. Lánið lék ekki við okkur og við misnotuðum víti á krítísku augnabliki og því fór sem fór. Ég er ekki hræddur um næsta leik og menn verða tilbúnir i hann,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram. -JKS „Bjóst alltaf við spennufalli" „Þetta var mjög ánægjulegur sigur en við komum mjög vel stemmdir til þessa leiks. Við lékum sömu vörn og gegn Stjörnunni og það virtist koma Framliðinu í opna skjöldu og ég var svolítið hissa á því. Þetta er fantavörn sem við leikum og það erfitt að leika á móti henni. Framarar léku vel á hana og leikurinn var í jafnvægi í síðari hálfleik. Þeir þurftu að hafa mikið fyrir þvi að jafna leikinn, þannig að hver mistök hjá þeim voru mjög dýrkeypt. Þegar vítakastið fór for- görðum hjá Titov voru möguleikar Framara úr sögunni. Þetta var kafla- skiptur leikur og það var erfitt fyrir okkur að halda dampi eftir gífurlega keyrslu sem við vorum að sýna í fyrri hálfleik, sem var frábær af okkar hálfu. Ég bjóst alltaf við einhverju spennufalli, en viö náðum okkur aftur á strik og kláruðum leikinn. Laugardagsleikurinn verður erfiður en við stefhum að því að klára hann,“ sagði Kristján Arason þjálfari FH. .jks „Sýnum klærnar í Krikanum" „Viö byrjuðum alltof seint - menn voru ekki tilbúnir í byijun einhverra hluta vegna. Við sáum það þegar við byrjuöum að leika okkar leik að við getum hvað sem er. Við lékum ekki vörn fyrr en í sfðari hálfleik og sóknarleikurinn var upp og ofan. Viö eigum fullt inni og æflum aö sýna klærnar í leiknum í Kaplakrika á laugardag," sagði Guðmundur Helgi Pálsson. -JKS NBA-DEILDIN Urslit leikja í nótt: Toronto-Boston..............89-101 Carter 31, Willis 19, Christie 14 - Ander- son 23, Walker 18, Mercer 18. Cleveland-Orlando ...........69-73 Kemp 17, Knight 14 - Hardaway 23, Harpring 14, Austin 8. Houston-San Antonio .........83-92 Olajuwon 27, Dickerson 15, Mobley 12 - Elliott 19, Duncan 18, Elie 14. Utah-Golden State .......... 92-85 Malone 38, Russell 15, Anderson 12 - Coles 20, Mills 18, Starks 14. Seattle-Portland ............87-86 Payton 20, Schrempf 17, Baker 12 - Wallace 14, Gran 112, Jackson 12. LA Clippers-Minnesota...... 99-91 Taylor 20, Douglas 16, Murry 14 - Garr- nett 15, Jackson 12, Hammonds 12. -JKS Bland i oka FH-ingar fagna sigrinum gegn Fram í Framhúsinu í gærkvöld. Lárus Long (11) fagnar góðum sigri með samherja sínum. Á innfelldu myndinni sést Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, hvetja sína menn - greinilega óhress með gang mála. DV-mynd ÞÖK FH komið með annan fótinn í úrslit Nissandeildarinnar: - FH vann góðan útisigur á Fram og liðið er til alls líklegt Chelsea náði aðeins jafhtefli gegn Real Mallorca í fyrri leik liðanna í undanúrslit- um Evrópukeppni bikarhafa á Stamford Bridge í gær- kvöld. Lokatölur urðu 1-1 og það var Norðmaðurinn Tore Andre Flo sem jaihaði fyrir Chelsea. í hinum undanúrslitaleikn- um iéku Lokomotiv Moskva og Lazio og þeim leik lyktaði einnig með jafntefli, 1-1. Haukar og Afturelding leika annan leik sinn í und- anúrslitum Nissandeildar- innar í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram i Hafharflröi og hefst kl. 20.30. Steinar Hoen, norski há- stökkvarinn sem atti kappi við Einar Karl Hjartarson íslandsmeistara á stökkmóti ÍR fyrir nokkru, hefur feng- ið Svíann Patrick Sjöberg til að þjálfa sig. Sjöberg til- kynnti fyrir skömmu að hann væri haettur keppni vegna þrálátra meiðsla. ÍS og KA leika til úrsliía á morgun í bikarkeppninni í blaki karla kl. 13.30 í Aust- urbergi. Peter Schmeichel, mark- vörður Manchester United, sem leikur sinn 35. Evrópu- leik fyrir United í Torino og jafiiar met Bills Foulkess, segir að United eigi. enn góða möguleika á að komast í úrslitin. „Ég hef það á til- finningunni að við munum vinna síðari leikinn. Við eigum miklu meira inni og ég efast ekki um að Alex Ferguson finnur einhver ráð til að brjóta niður leik Juventus,“ segir Sch- meichel. -GH/-SK Frábær fyrri hálfleikur FH- inga lagði grunninn að sigri þeirra gegn Fram, 22-25, i fyrsta leik liöanna í undanúr- slitum Nissandeildarinnar í handknatfleik í Framhúsinu í gærkvöld. Að sama skapi voru Framarar afspyrnuslakir í fyrri hálfleik og segja má aö þeir hafi aldrei farið í gang. FH-ingar léku framliggjandi vöm, sem átti í sjálfum sér, ekki að koma Framliðinu á óvart eftir að FH beitti henni gegn Stjörnunni á dögunum. Hafnfirðingar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þar fór fremstur á meðal jafningja Guðjón nokkur Ámason. Hann skoraði sex mörk í hálfleiknum og réðu Framarar ekkert við hann. Varnarleikur FH-inga var sterkur, en það sama verð- ur ekki sagt um Framvörnina sem hefur verið einn sterkasti hlekkur liðsins í vetur. Það var alveg ljóst frá upphafi að Fram- arar voru ekki meö hugann við efnið. Hvernig var leikur liðs- ins lagður upp og hver voru markmiðin? Þetta var spuming sem margir veltu fyrir sér eftir leikinn. Framarar þreyttu þetta próf en féllu á þvi með miklum hvelli. Þegar flautað var til leikhlés vom Framarar búnir að minnka muninn i fiögur mörk. 1 upphafi síðari hálfleiks skomðu Framarar þijú mörk í röð og allt í einu var munurinn orðinn eitt mark. Það fór mikil orka í þennan kafla hjá Fram og þrátt fyrir að þeir jöfnuðu metin í fyrsta sinn þegar átta mínútur vom tfl leiksloka, hafði maður einhvem veginn á tilfmningunni að þeim tækist aldrei að ná yfirhöndinni. FH- ingar slepptu aldrei frumkvæð- inu þrátt fyrir að hafa misst leikinn frá sér um tíma. FH- ingar mættu einfaldlega vel stemmdir til leiksins en Fram- arar ekki og þar liggur munur- inn. FH-liðið vann sína heima- vinnu en Framarar ekki. Það gengur í sjálfu sér ekki upp aö tveir af lykilmönnum Framliðsins komist ekki á blað. Þetta voru þeir Andrei Astafjev og Gunnar Berg Viktorsson. Þessir menn skora venjulega samtals 6-8 mörk i leik en ekk- ert í þessum leik. Þeir félagar vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Það stóðu ein- ungis þrír leikmenn upp úr í Framliðinu, þeir Sebastian í markinu, Guðmundur Helgi Pálsson og Björgin Björgvins- son. Oleg Titov tekur einungis vítaköst liðsins og brást boga- listinn í einu þeirra á mikil- vægasta tímapunkti leiksins. Ljóst er að Framliðið verður að bretta upp ermamar fyrir leik- inn í Hafnarfirði á morgun. Flesta þætti liðsms þarf að taka til rækilegrar endurskoðunar og tímann fram að leik þarf að nýta til hins ýtrasta. FH-liðið lék við sinn hvem fingur lengstum í þessum leik. Vörnin var frábær og sóknar- leikurinn fylgdi á eftir. Krist- ján Arason batt vömina saman og kórónaði síðan leik sinn með marki úr hraðaupphlaupi. Lárus Long vex með hverri raun og Guðjón Ámason var frábær í fyrri hálfleik. Liðs- heildin sem slík skóp þennan sigur og nú er það undir FH- ingum komið að klára dæmið á heimavelli í Kaplakrikanum á morgun. Magnús Árnason varði ágæt- lega á mikilvægum augnablik- um. Þaö hefur verið mikill upp- gangur á liðinu síðustu vikurn- ar og svo virðist sem liðið sé að smella saman á réttu augnbliki. -JKS íþróttafréttir eru einnig á bls. 24 Gary Flitcroft, leikmaðurinn snjalli hjá Blackbum Rovers, er orðinn heiU heilsu eftir 6 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Óttast var að ferili hans væri á enda, en hann er allur að braggast og reiknað er með að hann verði með Blackbum á lokasprettinum. Englendingurinn Roy Hodgson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Austurrik- ismanna, en lið Austurríkis er þjálfara- laust eftir að Herbert Prohaska sagði starfi sínu lausu í kjölfar 9-0 ðsigurs gegn Spánverjum. Otto Baric er þó á undan í röðinni hjá forráðamönnum austurríska landsliðsins, en hafni hann tilboðinu verður Hodgson boðinn stað- an. Það em fleiri sem vilja krækja í Hodgson en félög í Þýskalandi og á Spáni hafa borið víumar í hann. Henning Berg, vamarmaður Manchest- er United, meiddist á hné í leiknum gegn Juventus í fyrrakvöld og varð að fara af leikvelli í hálfleik. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hversu alvarleg meiðslin eru, en líklegt má telja að Berg verði ekki með í undanúrslitaleik bikarkeppn- innar gegn Arsenal á sunnudaginn. Júgóslvarnir Kristij- an Djordevic og Sreto Ritic, sem leika með Stuttgart í þýsku A- deildinni í knattspymu, segjast reiðubúnir að leika gegn Eyjólfi Sverrissyni og félögum hans í Hertha Berlin á laugardaginn. Áður höfðu þeir óskað eftir því að fá frí vegna loft- árása NATO á Júgó- siavíu. Bayern Múnchen á möguleika á að verða fyrsta þýska félagið til að vinna meistaradeildina, þýsku deildina og bik- arkeppnina á einu og sama keppnistíma- bilinu. „Ég vil vinna allt því við vitum ekki hvenær við getum teflt svona sterku liði fram aftur. Lítum á Real Ma- drid. Liðið vann meistaradeildina í fyrra en nú er liðið hvergi með í baráttunni um sigur,“ segir Stefan Effenberg, leikstjómandinn snjalli hjá Bæjumm. Bœjarar eru komnir með aðra höndina á þýska meistaratitil- inn, en forysta þeirra er 15 stig. Þá em þeir komnir í úrslit bik- arkeppninnar, þar sem þeir mæta Werder Bremen i úrslita- leik í Berlin þann 12. júlí. Uli Hoeness, stjóri Bayem, segir að Bæjarar tefli nú fram sinu sterkasta liði í yfir 20 ár og liðið i dag sé jafnvel sterkara en liðið sem varð Evrópumeistari þrjú ár i röð, 1974-1976. John Toshack, fyrrum leikmaöur Liverpool og núverandi þjálfari Real Madrid, sagði í viðtali við spænska blaöið Ásinn í gær að hann hefði hafnað tilboði frá Liverpool síðasta sumar um að veröa aðstoðarmaður Roy Evans. Róöurinn verður þungur fyrir lið Manchester United þegar það mæt- ir Juventus i síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeild- arinnar í knattspymu í Torinó eftir hálfan mánuö. f 53 heimaleikjum í Evrópu- keppninni hefur Juvent- us aðeins tapað þriveg- is. Manchester United hefur aldreið unnið leik gegn itölskum fé- lögum á útivelli og tvö undanfarin ár tapaði United fyrir Juventus i Torino með sömu marka- tölu, 1-0. -GH __________________________________ Þrumur og eldingar - allt í einum hnút eftir fyrsta daginn Veður setti mjög mark sitt á fyrsta dag US Masters stórmótsins í golfí, sem hófst á Augusta National golfvellinum í Georgíu í gær. Þrír kylfmgar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari. Það eru þeir Davis Love, Scott McCarron og Brandel Chamb- lee en hann hefur aldrei leikið á þessu stórmóti áður. Annars er allt í einum hnút á toppnum. Mark O’Meara, sigur- vegarinn frá í fyrra, er á 70 höggum, tveimur höggum undir pari og sömu sögu er að segja af Skotanum Colin Mont- gomerie, að margra mati besta kylfmgi sem ekki hefur enn unnið eitt af stóru mótun- um fjórum. Eins og áður sagði setti slæmt veð- . ur strik í reikninginn. Um tíma varð að ffesta keppninni um eina og hálfa klukkustund vegna mikiflar rigningar og þrumuveðurs. Þá áttu 33 kylfingar enn eftir að ljúka leik. Ekki náðu allir kylfmgamir að klára fyrsta hring- inn þegar keppnin var sett af stað aftur. Á meðal tólf kylfinga sem verða að ljúka fyrsta hringnum í dag, áður en annar hringurinn hefst, er Bandaríkjamaðurinn David Duval. Þegar keppnin í gær var blásin af vegna myrkurs var Duval á einu höggi undir pari og átti hann eftir eina holu þegar hætt var. í gær náðu 20 kylfmgar að leika undir pari og voru þeir flestir á ferðinni áður en veður versnaði mjög. Tiger Woods lennti í miklu basli um tíma og lék meðal annars par 5 holu á 8 höggum. Woods kom inn á parinu og náði að laga stöðu sina með góðum lokaspretti. Keppendur höfðu á orði í gær að vöflurinn vari jafn erfiður og hann væri fallegur. Flest- ir voru sammála um að holustaðsetningar væru mjög erfiðar mið- B að við fyrsta dag og minntu marga kylfmg- ana á staðsetningar hol- anna á lokadegi mótsins. Þess má geta að í fyrra tókst ekki heldur að ljúka keppni á fyrsta degi vegna veðurs. -SK David Duval, besti kylfingur heims, einbeittur á svip á fyrsta hring í gær. Ðuval var einn undir pari og átti eina holu eftir, þegar keppninni var frestað vegna myrkurs, og verður því að leika 19 holur í dag. ' ”“ - Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.