Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Stuðningsmenn Hamars hafa stutt lið sitt rækilega og eiga þeir stóran þátt í að liðið er komið f hóp þeirra bestu f körfuboltanum. Áhangendur liösins settu skemmtilegan svip á umgjörð leikjanna f úrslitakeppninni á dögunum eins og sést á myndinni. Mikill áhugi er á körfubolta f Hveragerði og yfirleitt fullt út úr dyrum á heimaleikjum liðsins. Áhuginn minnkar örugglega ekki eftir að liðið vann sér sæti f úrvalsdeildinni. DV-mynd Hilmar Þór Ævintýralegur uppgangur körfuboltans í Hveragerði: „Stóö aldrei til að fara upp í úrvalsdeildina" „Stefnan í upphafi tímabilsins var að komast í flög- urra liða úrslit og láta þar við sitja. í fyrra lentum við í fimmta sæti og því var markmiðið núna að bæta þann árangur. Allt fram yfir það var bara bónus og gaman. Reyndin varð sú að við fórum upp og það rík- ir mikil tiihlökkun fyrm næsta tímabili í úrvalsdeild- inni,“ sagði Lárus Ingi Friðfmnsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hamars, í spjalli við DV i gær. Uppgangurinn í Hveragerði er engu líkur Uppgangur Hamarsmanna er engu líkur. Deildin var stofnuð fyrir sjö árum og í dag er liðið komið í efstu deild. Samfara þessum árangri meistaraflokks karla hefur áhuginn á körfubolta í bænum rokið upp úr öllu valdi og var þó töluverður fyrir. Áhugi bama og ung- linga hefur aukist til muna og segir Lárus Ingi þetta um leið jákvætt því að það sé gott uppbyggingar- og forvamarstarf að unglingar stundi íþróttm almennt. - Er það ekki nokkuö ljóst að þið verðið að styrkja ykkur fyrir komandi leiktíð? „Við verðum að styrkja okkur eitthvað. Þetta má hins vegar ekki fara út i neina vitleysu því að í þessum málum, sem og öðmm, verður skynsemin að ráða ferðinni. Hér á Suðurlandi er gríðarlega mikið af ung- um og efnilegum körfuboltamönnum svo við þurfum ekki að óttast að við fáum ekki góðan mannskap á næstu árum. Við eram fulltrúar Suðurlands í úrvals- deildinni og þá ábyrgð ætlum við að axla. Það verður stutt fyrir Sunnlendmga að koma til okkar og ef ein- hverjir aðrir vilja bætast við era þeir velkomnir. Við þurfum eflaust að styrkja okkur með 1-2 leikmönnum og með þá innanborðs tel ég liðið tilbúið í baráttuna miðað við önnur lið,“ sagði Láras Ingi. - Hvemig kom þaö eiginlega til að körfuboltinn festi rætur í Hvergerði? „Ég hef búið hér í Hvergerði síðan 1990 og þá var Hamar nýtt félag og engin körfuknattleiksdeild mnan félagsins. Ég tók mig til ásamt nokkrum félögum mm- um héðan og stofnaði körfuknattleiksdeild. í dag er ég orðinn sá eini sem eftir er úr þeim hópi. í fyrstu voru engar körfur i íþróttahúsinu en bæjaryfirvöld sáu um að þær vora fljótlega settar upp. Þetta var að gerast í kringum 1992 og fór rólega af stað og þátttakan í hér- aðsmótum. Maður var að aka krökkum til og frá, dæma og þvo búninga. Það má segja með sanni að maður hafi verið allt í öllu. Ég held að það fari þokka- lega gott orð af okkur hér. Við stöndum við það sem við segjum, bjóðum aldrei meira en við getum staðið við, og það spyrst út.“ „Það höfðu aldrei verið útlendingar hjá Hamri og því fannst mörgum nokkuð djarft teflt þegar hingað var fenginn Úkraínumaður fyrir þremur árum. Hann kom hingað fyrir okkar tilstilli og hafði Axel Nikulásson milligöngu um það. Hann hefur staðið undir öllum væntingum og er mikið prúðmenni í alla staði. Það era aldrei nein vandamál í kringum hann og ég held að hann festi rætur hér í Hveragerði. Hér vill hann vera, sem og öll fjölskyldan, sem er mjög ánægð með veruna í Hveragerði. - Það hlýtur að vera mikil kynning fyrir stað eins og Hveragerði að eiga lið í efstu deild i flokkaí- þrótt á íslandi. „Það er það tvímælalaust. Lengst af var Hveragerði þekkt í fréttum fyrir jarðskjálfta og pólitík en nú hef- ur körfuboltinn bæst við og er það mjög jákvætt fyrir staðinn. Það er margt gott að gerast í hænum og hér býr ungt og kraftmikið fólk. Allir ætla að hjálpast að næsta vetur þegar liðið leikur i úrvalsdeildinni. Það voru á milli 500 og 600 manns á heimaleikjum okkar í vetur og íþróttahúsið rúmar ekki fleiri.“ - Hvemig gengur að halda úti unglingastarfl? Áhuginn þar hlýtur að vera á uppleið. „Það er bara í góðum höndum, get ég sagt. Við höld- um úti í dag einum 7-8 flokkum og i minniboltanum eram við með þrjú lið. Þetta gengur bara vel og þá er allt mjög gaman. Ég sé ekki eftir að fara oft á fætur á sunnudagsmorgnum til að þvo húninga á meðan aðr- ir sofa.“ „Nú fylgir því töluverð meiri umgjörð að leika í úrvalsdeild. Hvemig ætli þið að bregðast við? „Það er hugur í bæjarbúum og allir ætla að hjálpast að. Ég vona að menn standi við þau orð sem búin era að falla, að allir leggist á plóginn. Við vitum kannski ekki alveg hvað við eram að fara út í. Það hefur ekk- ert annað lið héðan náð svona langt. Við höfum fram að þessu sniðið okkur stakk eftir vexti og á þeirri braut munum við halda áfram. Við höfum aldrei sleg- ið lán eða staðið í svoleiðis ragli. Við höfum átt fyrir þvi sem við höfum verið að gera. Við höfum ekki stað- ið í því að fá einhveijar stjömur til okkar en menn sem hafa komið til okkar hafa leikið með hjartanu og farið langt á því.“ „Pétur Ingvarsson tók við þjálfun liðsins í vetur og verður það áfram. „Pétur hafði samband við mig og spurði mig hvort við hefðum metnað í Hveragerði. Ég vissi varla hver Pét- ur Ingvarsson var en haföi aö vísu heyrt af honum. Hann breytti þessu úr þremur æflngum á viku í flmm og var þetta alveg nýtt fyrir leikmenn liðsins. Þegar maður fær þjálfara eins og Pétur þá dregur hann að, eins og reyndin hefur orðið. Pétur skrifaði undir í vikunni skrifaði Pétur síðan undir nýjan samning við Hamar, enda búinn að ná frábærum árangri með liðið. - Ætli þið að sækja leikmenn til útlanda fyrir næsta tímabil? „Það getur vel verið að við fáum einn útlending. Ég lét þetta bara upp í hendumar á Pétri. Hann þekkir þessi mál og því er best aö láta þjálfarann stjóma þessu. Stjómin er ekki á leikvellinum heldur ræður hún hvað hlutimir eiga að kosta. Ég vil hafa þetta þannig.“ - Úr þvi sem komið er hlýtur stefna ykkar að festa ykkur í sessi sem úrvalsdeildarlið. „Það er alveg á tæra. Ég hef verið að horfa á úrslita- keppnina í úrvalsdeildinni í sjónvarpinu og þar sér maður að þetta er allt önnur deild. Það hafa einungis tveir leikmenn frá okkur reynslu i því að leika í úr- valsdeild. Þetta era þeir Pétur þjálfari og Óli Bardal frá Tindastóli. Hinir era leikmenn sem hafa eingöngu reynslu úr 1. deild og af héraðsmótum. Það verður því mikil breyting fyrir okkur að leika í efstu deild. Ég hef trú á mínum mönnum. Þeir leika með hjartanu og hafa gaman af því sem þeir era að gera. Það stóð aldrei til að fara upp og við vorum ekki að hugsa um það. Við vorum bara allt í éinu komnir upp.“ - Fáið þið einhvem stuðning frá yfirvöldunum í bænum? „Já, þau hafa gert ágætlega við okkur. Ég hef aldrei kvartað yfir nokkrum sköpuðum hlut. Við eram þakk- látir fyrir allan stuðning sem við fáum. Við vorum með Norðurlandamót unglinga hér í Hveragerði á milli jóla og nýárs og enn fremur aðrar fjáraflanir. Ég held ég geti sagt að við reynum að bjarga okkur. Það verður svakalega gaman að taka á móti stórliðunum næsta vetur og við verðum fyrst og fremst að halda haus. Það er alveg öruggt að við fáum einhverja skelli en liðið kemur öragglega til með að skólast með hverri raun. Við stefnum hiklaust á áframhaldandi setu í deildinni. Suðurland er mikið körfuboltasvæði og því nauðsynlegt fyrir það að eiga lið í efstu deild. Uppgangurinn í körfubolta er mikil á Suðurlandi og hefur verið það lengi.“ Liðsheildin og skynsemi er það sem skipt- ir máli „Mér fmnst alveg skelfilegt hvemig úrvalsdeildarlið- in hafa verið að reka og ráða erlenda leikmenn. Þetta er öragglega búið að kosta deildimar hundrað þús- unda króna. Mér fmnst að þar sé verið að fara illa með fjármuni. í sumum tilvikum er verið að reka 4-5 Bandaríkjamenn yfir tímabilið. Það er ekkert vit í þessu, svo ekki sé talað um kostnaðinn þessu samfara. Einn leikmaður vinnur ekki leikina. Liðsheildin og skynsemin er það sem skiptir máli,“ sagði Láras Ingi Friðfinnsson í spjallinu við DV í gær. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.