Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 37 Gildrumezz í Mosfellsbæ. Vangað í Mosó „Við erum með eitt mjög gott vangalag á prógramminu; Long as I Can See the Light, það er mjög gott að vanga við það,“ segir Karl, trommuleikari í Gildrumezz, sem stefnir á spilamennsku um land allt á næstunni með Creedence Clearwater í farteskinu - og ekk- ert annað. „Við erum allir sér- stakir áhugamenn um Creedence og það jafnast ekkert á við að spila þetta,“ segir Karl en með honum í hljómsveitinni eru gítar- leikarinn Sigurgeir Sigmundsson, Birgir Haraldsson söngvari og Jó- hann Ásmundsson, bassaleikari úr Mezzoforte. Skemmtanir „Þegar við keyrum upp fjöriö þá spilum við Hey Tonight og það klikkar aldrei," segir Karl en hljómsveitin verður á kránni Ála- foss föt best í Mosfellsbæ í kvöld og annað kvöld Þorsteinn Valdimarsson - fyrst og síöast Kópavogsbúi. Kópavogs- skáld heiðrað Annað kvöld heiöra Kópavogsbú- ar bæjarskáld sitt, Þorstein Valdi- marsson, með veglegum hætti í nýju tónlistarhúsi sínu. Jónas Ingi- mundarson píanóleikari og Sigurð- ur Geirdal bæjarstjóri ffytja ávörp, Skólakór Kársness syngur, svo og Hamrahlíðarkórinn, Signý Sæ- mundsdóttir syngur einsöng og ljóðalestur annast Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson og Guðný Helga- dóttir. Samkomur Þorsteinn Valdimarsson var sannkallað Kópavogsskáld og gætir þess víða í verkum hans og þó sér- staklega i kvæðinu Kópavogur. Þor- steinn var fjölmenntaður, hætti í læknisfræði og fór í guðfræði. Stundaði tónlistarnám bæði hér heima og í Vín í Austurrríki og kenndi í Stýrimannaskólanum. En fyrst og síðast var hann Kópavogs- búi af lífi og sál. Þorsteinn Valdimarsson gaf út átta frumsamdar ljóðabækur og eru þeirra kunnastar Hrafnamál, Limr- ur og Smalavísur. Auk þess vann hann mikið og sérstætt þýðingar- starf sem seint verður fullþakkað. Vaka til heiðurs Þorsteini Valdi- marssyni hefst í Tónlistarhúsi Kópa- vogs annað kvöld klukkan 20.30. Þeir minna stundum á Knold og Tot, myndlistarmennirnir Birgir Andrésson og Ólafur Lárusson þeg- ar þeir spranga um götur höfúð- borgarinnar með svo heitar hug- myndir í kollinum að upp úr rýkur. Nú ætla þeir að opna samsýningu í Listasafni Ámesinga á Selfossi á morgun enda báðir ættaðir af Suð- úrlandi þó heimsborgarar séu. Birgir Andrésson hefúr verið áberandi í íslenskri nýlist og ekki haldið færri en 18 einkasýningar Sýningar viða um heim. Ólafur félagi hans hefur heldur ekki legið á liði sínu og þó hann hafí ekki sýnt í jafn- mörgum erlendum borgum og Birg- ir þá hefur hann í staðinn sýnt í borgum sem Birgir hefur aldrei komið til. Þannig ganga þeir sam- síða í listinni - stundum saman og stundum sundur; annar fæddur á Stokkseyri, hinn í Flóanum. Nú Birgir og Ólafur á leiö á Selfoss. verða þeir saman á Selfossi og eiga vafalaust eftir að setja svip sinn á bæinn líkt og þeir gera hvar sem þeir fara. Verk þeirra eru áhuga- verð og allrar athygli verð. Selfyss- ingar eiga von á góðum gestum. Nýlist á Selfossi: Birgir og Ólafur — Knold og Tot Snjórinn snýr aftur Veður fer smám saman kólnandi þegar hann snýst i norðankalda og stinningskalda um land allt. Víða Veðríð í dag verður éljagangur og snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, eins él framan af degi suðvestan- og vestan- lands en síðan rofar til á þeim slóð- um. Að mestu verður úrkomulaust á Suður- og Austurlandi og þar verður hiti um og rétt ofan við frost- mark i dag en annars staðar frystir. í Reykjavik verður létt yflr en kalt. Hiti verður ekki nema 1 til 3 stig en frystir í kvöld. Sólarlag í Reykjavík 20.42 Sólarupprás á morgun 6.15 Veðrið kl . 6 í morgun: Akureyri snjókoma 0 Bergsstaðir snjókoma -1 Bolungarvík snjóél -2 Egilsstaóir 1 Kirkjubœjarkl. skýjaó 0 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 2 Raufarhöfn alskýjaö -1 Reykjavík úrkoma í grennd 1 Stórhöfói úrkoma í grennd 3 Bergen alskýjaö 8 Helsinki skýjaó 3 Kaupmhöfn súld 6 Úsló 6 Stokkhólmur 8 Þórshöfn rigning 6 Þrándheimur rigning 8 Algarve heióskírt 18 Amsterdam þokumóóa 8 Barcelona Berlín þoka á síó. kls. 5 Chicago rigning 10 Dublin skýjaó 9 Halifax þokumóöa 4 Frankfurt skýjaö 7 Glasgow skýjað 10 Hamborg alskýjaö 6 Jan Mayen úrkoma í grennd 0 London þokumóöa 11 Lúxemborg þokumóöa 5 Mallorca léttskýjaó 6 Montreal skýjaö 4 Narssarssuaq heiöskírt -6 New York heiöskírt 15 Orlando hálfskýjaö 20 París léttskýjaö 4 Róm skýjað 10 Vin skýjað 8 Washington skýjaó 11 Winnipeg heiöskirt 6 Litli Laxdal Eins og glögglega má sjá finnst Bjarka Laxdal Baldurssyni gaman að vera til enda var hann rúm 4000 grömm og 54 sentímetrar þegar hann fæddist á Landspítalanum Barn dagsins 15. nóvember síðastliðinn. Litli Laxdal á þrjár hálfsystur, Birgittu Rós sem er með honum á mynd- inni, Kristínu Helgu og Sigrúnu. Foreldrar hans eru Hafdís Björk Laxdal og Baldur Öxdal Kjartans- son. Það skemmtilegasta sem Bjarki litli gerir er aö brosa. Greiðfært um þjóðvegi landsins Þó vel sé greiðfært um alla aðalþjóðvegi landsins er aurbleytu fariö að gæta víða. Þungatakmarkanir hafa verið settar af þessu tilefni og auglýstar sér- Færð á vegum staklega síunkvæmt venju. Þá er hálka og hálku- blettir á fjallvegum eins og eðlilegt má teljast á þessum árstíma. Eru ferðalangar beðnir að hafa þetta i huga. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast (3 Hálka Ófært ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir EQ Þungfært (£) Fært fjallabílum Dásamlegt! Regnboginn heldur áfram að sýna ítölsku óskarsverðlauna- myndina La vita e bella eða Lífið er dásamlegt fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld - og ætti ekki að koma neinum á óvart. Roberto Begnini, sem þar leikur umhyggjusaman föður og eiginmann með óskarsár- angri skrifaði einnig handrit myndarinnar og leikstýrði henni að auki. Fjölhæfni hans og aug- ljósir snilldartaktar skipa honum á ///////// bekk með meistara ////'/Á Kvikmyndir Chaplin sem var van- ur að sjá um sína hluti sjálfur. Likt og Chaplin fær Begnini áhorfendur til að hlæja og gráta samtímis. Fyrir hlé hlær salurinn tryhtum hlátri en í hléinu tekur myndin u-beygju og áhorfendur sitja grátandi eftir - en þó glaðir í bragði þvi Begnini boðar von og kærleika og hæðist aö hínu Ula. Þama fer hugsuður sem kann tök- in á þeirri tækni sem hann hefur valið sér tU tjáningar. Margir hafa reynt en allt of fáum tekist. Begn- ini er eins og útsprungin rós á mykjuhaug myndbandanna. Þeir sem enn hafa ekki séð myndina ættu að gera ítalska bíóferð að takmarki helgarinnar. Gengið Almennt gengi LÍ 09. 04. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,980 73,360 72,800 Pund 117,130 117,730 117,920 Kan. dollar 48,700 49,010 48,090 Dönsk kr. 10,5880 10,6460 10,5400 Norsk kr 9,3470 9,3980 9,3480 Sænsk kr. 8,7910 8,8390 8,7470 R. mark 13,2140 13,2930 13,1678 Fra. franki 11,9770 12,0490 11,9355 Belg. franki 1,9476 1,9593 1,9408 Sviss. franki 49,3100 49,5800 49,0400 Holl. gyllini 35,6500 35,8700 35,5274 Þýskt mark 40,1700 40,4100 40,0302 it. líra 0,040580 0,04082 0,040440 Aust sch. 5,7100 5,7440 5,6897 Port. escudo 0,3919 0,3942 0,3905 Spá. peseti 0,4722 0,4750 0,4706 Jap. yen 0,601200 0,60480 0,607200 írskt pund 99,760 100,360 99,410 SDR 98,760000 99,35000 98,840000 ECU 78,5600 79,0400 78,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.