Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 2 í&éttir Stór réttarhöld fram undan - rlkislögreglustjóri gegn „Njarðvikingi" og „Hafnfirðingi": Nígeríumenn neita öllum sakargiftum - annar haföi keypt miöa fyrir íslenska unnustu til Flórída fyrir handtöku Annar Nfgeríumannanna hylur andlit sitt þegar hann kemur í réttarhald með verjanda sínum í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. DV-mynd ÞÖK Tveir Nígeríumenn, 24 og 28 ára, sem hafa verið búsettir hér á landi síðustu misseri og í sambúð með ís- lenskum konum, neita algjörlega sök um ákæru ríkislögreglustjóra á hendur þeim fyrir rúmlega 11 millj- óna króna fjársvik og skjalafals gagnvart íslandsbanka í febrúar. Þeir mættu báðir fyrir dóm í gær. Annar mannanna er skráður búsett- ur í Njarðvík en hinn í Hafnarfírði. íslenska lögreglan hefur m.a. verið erlendis að undanfomu til að rann- saka þetta mál, sem talið er hluti af alþjóðlegri fjársvikakeöju. Yngri maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag 22. febrúar siðastliðinn. Hann hafði þá samkvæmt sakargiftum keypt farseðil fyrir íslenska sambýliskonu sína til Flórída. Maðurinn var með 247 þúsund íslenskar krónur á sér, 1.100 dollara og 1.860 pund. Lögregl- an gefur honum að sök að hafa lagt 30 þúsund dollara (ca. 2,1 milljón) inn á reikning tveggja aðila í Bandaríkjunum sama dag. Þá hafi hann einnig, skömmu fyrir hand- töku, afhent manni sem notaði nafn- ið Mike Brown og hinum framan- greinda Nígeríumanninum milljón- ir króna - afganginn af þeim tveim- ur fölsuðu tékkum sem þeim eru gefín að sök að hafa svikið út úr ís- landsbanka. Síðamefndi Nígeriumaðurinn (sá eldri, úr Hafnarfirði) er ákærður fyrir að hafa útvegað þessa tvo tékka hjá erlendum samverkamönn- um beggja Nígeríumannnanna í Bretlandi, til þess að blekkja fólk til viðskipta með þá hér á landi. And- virði þessara tékka, sem voru 56 þúsund og 40 þúsund pund, var lagt inn á gjaldeyrisreikning í eigu ís- lenska félagsins ehf./Ice-Group Ltd. í útibúi íslandsbanka við Lækjar- götu. Nígeríumennirnir em m.a. ákærðir fyrir að hafa komið hluta af andvirði tékkanna undan, um greiðslumiðlun til manns aö nafni Timi Fufeyin í London. Annar mannanna reyndi jafnframt að fá Landsbankann til að millifæra á aðra milljón króna á reikning bróð- ur síns í bandarískum banka. Aðeins var „lagt hald á“ innan við 3 milljónir króna við rannsókn málsins. Þannig á eftir að skýra af- drif um 8 milljóna króna í þessu sakamáli. íslandsbanki leggur fram bótakröfu upp á 11,2 milljónir króna á hendur mönnunum. -Ótt Sameiginleg sölu- og markaðsstarfsemi þýsku útgerðarrisanna: SH missir mikil viðskipti - eru vonbrigði, segir framkvæmdastjóri markaðsmála SH DV, Akureyri: Samningur þýsku útgerðarfyrir- tækjanna Deutsche Fishfang Union sem er í meirihlutaeigu Samherja hf., og Mecklenburger Hochseef- ischerei, sem til skamms tíma var í meirihlutaeigu Útgerðarfélags Ak- ureyringa, um stofnun sameiginlegs markaðs- og sölufyrirtækis hefur vakið umtalsverða athygli enda hafa þessi fyrirtæki undanfarin ár barist harkalega, sérstaklega um út- hlutun þýskra stjómvalda á veiði- heimildum. Nýja sölu- og markaðsfyrirtækið, sem verður með höfuðstöðvar í Cux- haven í Þýskalandi, mun annast alla sölustarfsemi fyrir þýsku fyrir- tækin, í nánu samstarfi við sölu- og markaðsskrifstofu Samherja hf. á Akureyri og Þorsteinn Már Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Sam- herja, segir að þessi samningur styrki starfsemi Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson: „Þessi samningur styrkir starfsemi okkar.“ Það vekur athygli að þýsku fyrir- tækin, sem gera út 9 öfluga frysti- togara, hafa lýst yfir vilja á að taka upp samstarf um fleiri rekstrar- þætti, og það leiðir hugann að því hvort þessir þýsku útgerðarrisar muni e.t.v. sameinast á næstunni. „Ég held að það sé ekki að gerast en við höfum á undanfömum mánuð- um verið að vinna okkur út úr þeim leiðindamálum sem voru áður á milli fyrirtækjanna, s.s. um þýska kvótann, og nú ríkir sátt um þau mál. Sameining þessara fyrirtækja er þó ekki á borðinu í dag,“ segir Þorsteinn Már. SH-menn vonsviknir Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna hefur undanfarin ár annast öll sölu- mál með afurðir Mecklenburger Hochseefischerei en verður nú af þeim viðskiptum sem hljóta að vera veruleg. Mecklenburger gerir út 4 öflug frystiskip og er því um um- talsverð viðskipti að ræða. „Það er lítið um þetta að segja, þetta er staðreynd," segir Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri mark- aðsmála hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. „Þetta eru okkur von- brigði, við höfum unnið vel með þýska fyrirtækinu undanfarin 6 ár og byggt úti á mörkuðunum mjög sterka gæðaímynd þeirra þannig að þetta eru vonbrigði. Þetta hafa ver- ið þónokkur viðskipti," segir Krist- ján. Á dögunum var gengið frá viljayf- irlýsingu Samherja og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna um hugsanlega samvinnu á sölumálum afurða Samherja í Bandaríkjunum. Þorsteinn Már segir að það sem nú hefur gerst í Þýskalandi því máli al- gjörlega óviðkomandi og það hafi engin áhrif á hugsanlega samvinnu Samherja og SH í Bandaríkjunum. „Þá var fyrst og fremst verið að líta á Bandaríkin, það var ekki neitt rætt um Evrópu og þá enda óskyld mál. En hvernig þau mál þróast áfram er ómögulegt að segja neitt um í bili,“ sagði Kristján Hjaltason hjá SH. -gk Þingmaður hylltur DV, Selfossi: Samherjar Guðna Ágústssonar al- þingismanns vöktu hann og fjöl- skyldu hans um sjöleytið í gær- morgun við heimili hans á Selfossi til að fagna með þeim fimmtugsaf- mæli þingmannsins. Þar var mikið sungið og Guðna færðar ámaðar- óskir.Hann hefur barist fyrir minn- ingu Fjalla-Eyvinds og Höllu og mættu skötuhjúin í afmælið. Færðu þau fyrrum mjólkureftirlitsmannin- um mjólk á vískípela sem þau hafa eflaust stolið í einhverju fjósinu á leiðinni á Selfoss. Þá voru mættir fulltrúar hestamanna á reiðskjótum en á vordögum kom Guðni því til leiðar á Alþingi að stofnað var landslið hestamanna til að standa heiðursvörð á stórum stundum. -ME Fjöldi manns fagnaði Guðna Ágústssyni eldsnemma í gærmorgun og Fjalla- Eyvindur og Halla voru meðal þeirra og færðu honum mjólk á viskípela. DV-mynd Margrét stuttar fréttir Samræmdar leikreglur Karl Björnsson, bæjarstjóri á I Selfossi og formaður Launanefnd- 1 ar sveitarfé- laga, segir í viðtali við Dag að brýnt sé að samræma laga- ramma opin- I bera og al- menna vinnu- 1 markaðarins. ; Hann kallar á aðgerðir í málinu. ÍForstjóri hættir Sigurgeiri Jónssyni, forstjóra Lánasýslu ríkisins, hefur að eigin | ósk verið veitt lausn frá störfum frá 1. maí næstkomandi. Pétri Kristinssyni, framkvæmdastjóra innlendra verðbréfaviðskipta, ;hefur verið falið að veita Lána- | sýslu ríkisins forstöðu þar til nýr í forstjóri verður skipaður. Gular stangir á Gullinbrú Ökumenn á leið úr Grafarvogi voru allt annað en ánægðir í gær- Imorgun er þeir komu að Gullinbrú því búið var að setja gular stangir á miðja brúna og eftir henni endi- langri. Tilgangurinn aö sögn Morg- unblaðsins er sá að hægja á um- ferðinni um brúna og reyna að koma í veg fyrir „nudd“ eins og gatnamálastjóri oröaði það. Vilja opnunarákvæði Á aðalfundi Verkamannafélags- ins Hlífar í fyrrakvöld var sam- þykkt ályktun um að næsti heild- arkjarasamningur verði ekki til Ílengri tíma en 12 mánaða nema að í honum verði öruggt ákvæði um opnun ef aðrir launahópar fá meiri hækkanir í sinn hlut. Vantar áhættumörk Pétur Rafnsson, formaður j Ferðamálasamtaka íslands, telur að öryggismörk j í ferðaþjónust- unni séu allt of óljós og spyr I Degi hversu ör- yggisleysi þurfi að vera mikið j áður en við spillum sjálf ímynd ferðaþjónustunnar og p landsins og hversu mikið öryggis- leysið geti verið áður en hætta jverður á óþarfa slysum og stór- felldum skaðabótakröfum. Vilja barnaspítalann Fundur í Félagi íslenskra barnalækna lýsir stuðningi við fyrirhugaöa byggingu bamaspít- I ala á Landspítalalóðinni. Stjórn- völd eru jafnframt hvött til að ; fylgja áður samþykktri áætlun j um byggingu barnaspítalans. Klám í heimahúsi Lögreglan í Reykjavík gerði upptækar mörg þúsund klámspól- ur í heimahúsi í höfuðborginni jfyrir stuttu. Málið er enn í rann- sókn hjá lögreglu. RÚV greindi r frá. Frönsk þyrluflugkona Marion Herrera er fyrsta konan á fslandi tU að ljúka þyrluprófi, en hún flaug í fyrsta skipti ein á í; föstudaginn langa. Marion, sem er 26 ára, er frá Nice í S-Frakklandi, 1 fluttist tU íslands fyrir um þremur Iárum og starfar sem tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Akur- eyrar og er hörpuleikari í Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Morg- unblaðið greindi frá. Siguröur endurkjörinn Sigurður T. Sigurðsson verður sjálf- kjörinn í emb- ætti formanns í 1 sameinuðu I verkalýðsfélagi | Verkakvenna- ; félagsins Fram- tíðarinnar og j Verkamannafélagsins Hlifar í Hafnarfirði. Varaformaður nýja félagsins verður Linda Baldurs- dóttir sem verið hefur formaður Fi-amtíðarinnar. -GLM-SÁ vmææMmmmmmmmmmmmmMMmmmmMmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.