Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 6
, útlönd LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 DV Jeltsín Rússlandsforseti byrstir sig við Vesturlönd: Sogið Rússland ekki inn í stríðið stuttar fréttir Gegn skattahækkun Spænsk stjórnvöld hafa ítrek- að gagnrýni sína á þau áform Evrópusambandsins að sam- ræma skatta á orku þar sem slíkt mundi koma niður á fátækari ríkjum á borð við Spán. Vilja fá Zhu í heimsókn Stjórnvöld á Taívan lýstu í gær yfir velþóknun sinni á þeirri uppástungu BiÚs Clintons Bandaríkjafor- seta að Zhu Rongji, forsæt- isráðherra Kína, heim- sækti eyjuna. Stjómmála- I skýrendur segja hins vegar að slík heimsókn sé næsta útilokuð ■ vegna djúpstæðs pólitísks ágrein- í ings. Læknir sló sjúkling Yfirlæknir á sjúkrahúsinu í I Frederikshavn í Danmörku hefur Iveriö dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi og til sektar- greiðslu fyrir að slá 94 ára gaml- an sjúkling i desember í fyrra. Klakastykki úr flugvél Minnstu munaði að klaka- stykki á stærð við fótbolta sem féll úr flugvél yfir Svíþjóð ylli mannskaða þar sem það kom nið- ur í nokkurra metra fjarlægö frá börnum að leik. i Lögmenn í hár saman Lögmaður danska ríkisins í Ískaðabótamáli Thule-búa frá Grænlandi íhugar alvarlega að klaga mótherja sinn f'yrir brot á siðareglum lögmanna. Strangir en mildir Æðsti maður dómsmála í íran hvatti stjórnvöld í gær til að halda uppi íslömskum siðferðis- gildum en ganga þó ekki fram með offorsi gagnvart þegnunum * við að framfylgja þeim. Enga astarleiki í bílnum ítölsk pör sem láta undan ástríðunum og gera það í baksæt- inu á bílnum eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði þau gripin glóðvolg. Ekkert til skiptanna Friörik, krónprins af Dan- mörku, heldur upp í fjögurra mánaða hunda- sleðaferð yfir Grænlandsjök- ul í febrúar á næsta ári. Hætt er við að krón- prinsinn hafi það ekki eins gott og nú því j ekki verða sokkar til skiptanna nema á fjórtán daga fresti og ann- | að eftir því. Maturinn verður að mestu einhvers konar þurrmatur Meirihluti Dana styður aðgerðir 74% Dana eru þeirrar skoðunar aö danskir hermenn eigi að taka þátt í hugsanlegum hemaðaraðgerð- um NATO á landi í Kosovo fyrst Danir á annað borð taka þátt í bandalaginu. Hvort NATO eigi yfir- höfuð að senda her til Kosovo eru Danir þó ekki eins einhuga um: 46% em því sammála en 37% em á móti. Þetta em niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Jyllands-Posten. Úrtakið var 1040 manns frá 17 ára aldri. Hans Hækkerap, vamarmála- ráðherra Dana, segir í samtali við dagblaðið Politiken að þessar niður- stöður séu mjög mikilvægar fyrir ríkisstjórnina þar sem hún hafi ákveðið að senda bæði flugsveitir og landhersveitir til Albaníu. Varnarmálaráðherrann sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá hjá NATO að senda hersveitir inn i Kosovo en komi til þess sé ljóst að stuðningur við þær meðal Dana sé mun meiri hlutfallslega en meðal hinna NATO-þjóðanna. -SÁ Borís Jeltsín Rússlandsforseti var hvassyrtur í garð Vesturlanda í gær þegar hann varaði Atlantshafs- bandalagið (NATO) við því að draga Rússland inn í stríðið í Kosovo. Slíkt gæti leitt til styrjaldar í Evr- ópu, ef ekki heimsstyrjaldar. Háttsettir embættismenn í Was- hington og Moskvu vora í stöðugu sambandi í gær eftir að rússneska fréttastofan Interfax greindi frá því að Jeltsín hefði fyrirskipað að kjamorkuflaugum Rússlands yrði beint að NATO-löndunum sem vörp- uðu sprengjum á Júgóslavíu. Bandarísk stjórnvöld sögðu að Rússlandsstjóm hefði fullvissað þau um að Rússar myndu ekki blanda sér í átökin í Kosovo og að kjam- orkuvopnum hefði ekki verið beint Lífið í Stankovic-flóttamannabúð- unum í Makedóníu, nærri landa- mæranum að Júgóslavíu, er enda- laus bið. Meira en tuttugu þúsund albansk- ir flóttamenn frá Kosovo standa þar í endalausum biðröðum eftir matar- skammti og vatni. Þá þurfa þeir að bíða til að komast á illa lyktandi kamrana, að ekki sé talað um margra klukkustunda biðina eftir því að skrá sig í flug til erlendra að löndum NATO. Þótt fréttin um kjamorkuflaug- amar hefði verið vísað á bug, kvað viö nýjan tón hjá Jeltsín þegar hann brá út af fyrri skilyrðislausu af- stöðu um að Rússar myndu ekki sogast inn í átökin. „Ég sagði NATO, Bandaríkja- mönnum, Þjóðverjum að ýta okkur ekki út í hernaðaraðgerðir,“ sagði hann á fundi með forseta neðri deildar þingsins sem sýndur var í sjónvarpinu. „Annars verður áreið- anlega stríð í Evrópu, ef ekki heims- styrjöld." ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hittir bandarískan starfsbróður sinn, Madeleine Al- bright, í Ósló á þriðjudaginn kemur til að ræða ástandið í Kosovo. ríkja sem koma flóttamönnunum til aðstoðar. Aðallega bíða flóttamennimir þó eftir að fá aftur einhverju ráðið um eigið líf. „Ég vildi geta farið til Pristina til að hitta vini mína, fjölskyldu, kenn- arana mína og til að fara á diskó- tek,“ sagði Mimosa, nemandi i sál- fræði sem dreymir um dansa við kærasta sinn við undirspil Céline Dion. Kærastinn er týndur. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gær að þús- undir flóttamanna sem enginn vissi hvað hefði orðið um væra komnar í leitimar. Flóttamennirnir fundust ýmist í Makedóníu, þar sem þeir hurfu á miðvikudag, og í Albaníu. Bresk stjómvöld sögðu að sífellt bærast fleiri frásagnir af grimmdar- verkum Serba í Kosovo. Fregnir herma meðal annars að 35 manns hafi verið drepnir i þorpi einu. Þá er sagt að Serbar hafi jarðsett fjögur vörabílshlöss af líkum og kveikt í einu. NATO hélt loftárásum sínum áfram í gær, 17. daginn í röð. Tals- maður bandalagsins viðurkenndi að fiugskeyti hefði lent í íbúðahverfi í Pristina, höfuðborg Kosovo. Dvölin í flóttamannabúðunum er þó kærkomin hvíld fyrir þúsundir Kosovo-Albana sem fóra á vergang vegna stríðsátakanna á heimaslóð. „Þetta er eins og að hafa komið frá helvíti til paradísar," sagði Burbuque þar sem hún þvoði fátæk- leg föt barna sinna með litlu sápu- stykki í plastbala. Enginn veit hversu lengi flótta- mennimir verða í búðunum eða hvort þeir eigi afturkvæmt heim. Schröder fær vaxtalækkun í afmælisgjöf Gerhard Schröder Þýska- | landskanslari hefði sjálfsagt ekki getað hugsað sér betri af- mælisgjöf en | vaxtalækkun- ina sem nýi seðlabanki Evrópu til- kynnti á fimmtudag. Schröder varð * nefnilega 55 ára í vikunni. Enn betur kæmi það honum ef hershöfðingjar NATO tækju nú upp á því að stöðva loftárásirnar | á Júgóslavíu. Þá mætti hann eiga J von á að verða krýndur foringi ■ jafnaðarmanna á aukaþingi flokksins á mánudag án nokkurs í múðurs. Sem stendur er þó allt útlit fyr- í ir að vinstrisinnar innan flokks- ; ins muni sækja að honum. Ekki | aðeins fyrir markaðsstefnuna ) sem hann hefur fylgt, heldur einnig fyrir að hafa látiö af frið- arstefnu Þjóðverja undanfarna hálfa öld með þátttöku í árásun- um á Júgóslavíu. Þokan kostar 5 milljarða i —_________________________ 1 DV.Ósló: Flugfélögin segjast hafa tapað ; fimm milljörðum islenskra króna I á þokunni á Gardermoen fyrsta hálfa árið sem nýi alþjóðaflug- 1 völlurinn norðan Óslóar hefur Íverið í notkun. Þrálátri þoku er kennt um ástandið en auk þess hefur enn ekki tekist að búa völl- in svo vel til blindflugs sem ætl- I unin er. í vetur hefur orðið að aflýsa þrjú þúsund og þrjú hundruð flugferðum til og frá Garder- | moen, og tafir hafa orðið á nær I níu þúsund feröum. Þetta era 40% af allri umferð um völlinn og ofbýður Norðmönnum hvem- ig tekist hefur til með rekstur flugvallar sem átti að verða hinn fullkomnasti í allri Evrópu og 1 kostaði 100 milljarða íslenskra I króna. Ástandiö er verst á morgnana I og kvöldin þegar þokan leggst yf- | ir völlinn. Flugfarþegum fækkar vegná þess að æ fleiri leita ann- | arra farkosta til að komast leiðar : sinnar meðan flugfélögin rífast : við flugvallarstjórnina um ástæð- I ur þess að ekki gengur betur að halda vellinum opnum. -GK Forseti Níger féll í valdaráni Ibrahim Baré Mainassara, for- : seti Afríkuríkisins Níger, féll í I valdaráni í gærmorgun. Ríkis- stjóm landsins staðfesti að forset- inn hefði verið drepinn en frétt- 1 um ber ekki saman hvar forset- inn var drepinn. Talið er að for- setinn hafi verið að reyna að i flýja höfuðborgina þegar hann var skotinn af eigin lífvörðum, I að talið er. Finnar hrifnir af Monicu Monica Lewinsky vakti mikla lukku í einu úthverfa Helsinki í ; gær þegar hún áritaði endur- minningabók I sína. Hundrað Íforvitinna Finna gerðu sér ferð í bóka- búöina til að berja þessa 1 frægu stúlku augum. „Mér líst I vel á hana. Hún er viðkunnanleg, ung, falleg og spennandi," sagði L stúdínan Riitta Jantunen þegar hún hafði fengið áritað eintak sitt af bók Monicu í hendumar. Bóksalinn var líka kátur og sagði söluna hafa verið mikla. Kauphallir og vöruverð erlendis London Sykur 400 300 200 100 0 $/t s 195 2000 1500: 1000 500 olj $/t s Frankfurt 6000 /(YV) 5068,75 | 1 4vw 2000, DAX-40 S 0 N D Tokyo Bomín 95 okt. IH Bensin 98 okt. 180 170 160 150 140 130 120 ; $/t S Hong Kong j 'VWVI 11914,11 í zUUUu 10UUU 10000 5000 HangSeng j 0 N D Hráolía 25 20 ] 15 10 i _ 5 5 0 í/ - tunnaS Gamla albanska konan frá Kosovo gat ekki annaö en grátið örlög sín í Stankovic-flóttamannabúðunum skammt frá Skopje, höfuðborg Makedóníu, í gær. Á bak við hana ryðjast karlmennirnir fram til að reyna að fá nöfn sín skráð á lista yfir þá sem fá að fara til Þýskalands. Símamynd Reuter Stankovic-flóttamannabúöirnar: Lífið er endalaus bið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.