Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 13
mmsm- S -' jliv" 1 \ ' LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 eran w Hræsni og lygar í Reykjavík David Freeman leikstýrir óperettunni Leðurblökunni sem frumsýnd verður í íslensku óperunni á föstudaginn. Hann segir að í verkinu sé skyggnst undir yfirborðið hjá fólki sem allt læst vera ann- að en það er. DV-mynd E.ÓI. Nú er staddur á íslandi leikstjór- inn David Freeman en hann leik- stýrir óperettunni Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss, sem fyrst var sýnd í Vínarborg árið 1874 en verð- ur sýnd i íslensku óperunni á fóstu- daginn. David Freeman er heimsþekktur leikstjóri sem bæði hefur sett upp óperur og leikrit víða um heim. Sýningar hans hafa verið settar upp í Metropolitan, Royal Albert Hall og víðar en hvarvetna hefur Freeman hlotið athygli fyrir nýstárlegar upp- setningar og jafnvel verið hylltur sem einn fremsti leikstjóri Evrópu. Að loknum þessum aðfararorðum liggur beinast við að spyrja: Hvað er maðurinn þá að gera hér? David hlær rosalega þegar hann fær þessa spurningu. „Hvað er ég að gera hér? Það er nú einkennileg til- viijun, get ég sagt þér. Fyrir þremur árum hringdi Garðar Cortes í mig og bað mig að koma hingað og leik- stýra Cosi Fan Tutte. Ég var einmitt laus vegna verkefnis sem hafði ver- ið seinkað og mig hafði alltaf langað að fara til íslands. Ég sló til þegar ég fékk þetta óvænta tilboð.“ Afraksturinn þekkja þeir sem sáu nýstárlega uppsetninguna á Cosi Fan Tutte. Skemmtilegasta tilviljun- in var þó að í nóvember á síðasta ári var aftur laus stund hjá David, sem ekki gerist oft, einnig vegna þess að verki sem hann hafði tekið að sér var frestað. „Þá hringdi Garðar Cortes aftur og í þetta sinnið baö hann mig að koma og leikstýra Leðurblökunni. Ég sagðist ekkert vita um Leður- blökuna, en mér þótti svo gaman að vera hér þegar við settum upp Cosi að ég ákvað að kýla bara á það.“ Ég hef heyrt að leikstjór- ar sem njóta velgengni í stórum húsum úti í heimi komi á útkjálka eins og ís- land til þess að stunda til- raunastarfsemi. Noti ís- lenskt leikhús- og óperu- fólk sem nokkurs konar tilraunarottur. Er þetta rétt? „Ég geri tilraunir á hverju því verki sem ég kem nálægt og þá skiptir ekki máli hvar það er sett upp. Ég setti upp Brúð- kaup Fígarós sem á að ger- ast á átjándu öldinni. Ég fór með alla söngvarana í átjándu aldar kastala þar sem þeir höfðust við eins og átjándu aldar fólk í nokkra daga. Það er mun stærri tilraun en ég er að gera hér.“ Þú staðfærir Leðurblök- una. Lætur verkið gerast í Reykjavík samtímans. Hvað er unnið með því? „Staðreyndin er sú að verk eru eingöngu skrifuð til þess að þau séu sett upp á þeim tíma sem þau eru skrifuð á. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að skrifa það. Ef einhver ætlar sér að skrifa meistaraverk allra tima þá endar hann með hrokafullt kjaftæði í höndunum. Það er þó alltaf spum- ing um hvar á að setja spennuna í uppfærslunni. Oft er hún á milli sviðsins og áhorfendanna, tímans sem verkið er skrifað og tímans sem horft er á það. Þá er fólk að ímynda sér hvemig hlutimir hafl verið á ritunartíma verksins. Það getur ver- ið mjög áhugavert, en skoðun mín er að satírur verði að gerast í sam- tímanum. Leðurblakan er satira og mér þykir nauðsynlegt að skopstæla hræsni samtímans en ekki einhvers annars tíma. Ég set spennuna í verkinu inn á sviðið í stað þess að hafa hana fyrir framan tjaldið.“ David segir að verkið sé þó engin heimild um Reykjavík samtímans því að hræsni fólks og lygar þess í samskiptum við aðra fyrirfmnst í öllum borgum heims. Engar vett- vangsrannsóknir þurfi til þess að koma auga á það. „Það sem er athyglisvert er að verkið varð ekki vinsælt þegar það var sýnt í Vinar- borg heldur þegar það var sýnt í Berlín mörgum ámm síðar. Vínarbúar höfðu háleitar hugmyndir um sig og voru ekkert fyrir að hlæja að sjálfúm sér en Berlinarbúar gátu aftur á móti hlegið að Vínarbúum. Álit mitt er að þessir svokölluðu töfrar Vínar- borgar hafi alltaf verið blekking. Maður einn sagði þegar hann var spurður hvað honum fyndist um Vínarborg eftirstríðsár- anna: „Vínarborg er eins og konfektmoli, fylltur með skít!“ Og það held ég að sé rétt. Það var ýmislegt mis- jafnt að finna þegar skoðað var undir súkkulaðihúð- ina.“ David segir að verkið fjalli aðallega um framhjá- hald og hann hefur stund- um sagt að það sýni að framhjáhald geti verið skemmtilegt. „Þetta er gamanleikur fyrir fullorðið fólk og markhópurinn er því fullorðið fólk. Verkið er allt frekar kinkí. Sem dæmi um það má nefna að það fyrsta sem Rósalinda segir þegar fyrrverandi elskhugi birtist henni að óvörum: „Úff, nú heldur hann að ég sé orðin ástfangin af öðrum manni, þegar það eina sem ég hef gert er að gifta mig.“ Já, þetta er fullorðinsverk," segir David og hlær. -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.