Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 DV sviðsljós Elizabeth Taylor aftur á stjá: Vill rúmsenur Elizabeth Taylor er æst í að kom- ast aftur í kvikmyndirnar og á dag- skrá er mynd sem er skrifuð af Carrie Fisher fyrir móður hennar, Debbie Reynolds, Shirley MacLaine og Liz. Myndin íjallar um þrjár gamlar prímadonnur sem koma saman til að taka upp síðustu mynd sína. Liz á að leika umboðsmanninn sem kemur þeim aftur saman. Eina krafa Elizabeth er að öll atriðin hennar verði tekin í rúminu. Hún mun því fara fram úr rúminu að morgni, aka að tökustað og fara aft- ur í rúmið. Það sem menn eru spenntastir fyrir eru atriðin þar sem Elizabeth og Debbie leika saman. Faðir Carrie og fyrrverandi maður Debbie yfir- gaf þær nefnilega fyrir Elizabeth fyrir alltof mörgum árum. Courtney Love: Sár og svekkt í Courtney Love hélt nýverið tón- leika í Portland í Oregon þar sem hún hitaði upp fyrir hinn djöfullega Marilyn Manson. Þótti henni áhorf- endur ekki standa sig sem skyldi og rauk út af sviðinu með sveit sína, Hole, skömmu eftir að tónleikarnir hófust. Áður en hún yfirgaf sviðið sagði hún við áhorfendur að annað hvort væru þeir ánægðir að hún væri frá Oregon eða ekki. Þessi um- mæli þykja furðuleg þar sem sam- kvæmt öllum upplýsingum er hún frá San Fransisco og hefur alla sína tíð búið í Seattle og LA. Þremur dögum síðar hætti hún síðan á tónleikaferðalaginu og var opinber ástæða sú að kostnaður hefði verið of mikill. Margir telja þó að raunveruleg ástæða sé sú að hún hafi verið svekkt yfir því að flestir komu til að sjá Marilyn Manson en ekki hana. Courtney lét hafa það eft- ir sér að henni þætti Marilyn „trú- arlega særandi og vondur“. Kannski hún ætti frekar að fara á tónleika- ferðalag með Cliff Richard. Noah Wyle: Trúlofaður Noah Wyle, sem er þekktastur fyrir að leika fyrrverandi lækna- nemann Carter og núverandi lækni í Bráðavaktinni, hefur tilkynnt að hann og Tracy Warbin, fórðunar- meistari, hafi trúlofað sig. Þau kynntust við tökur á myndinni The Myth of Fingerprints árið 1996. Þau eru ekki enn búin að ákveða hvaða dag þau giftast. Laurence Fishburne: Sagði símboða stríð á hendur Það er ósjaldan sem einhver í leikhúsinu hefur gleymt að slökkva á úrinu sínu eða það sem verra er: á símtækjum þeim sem hann ber innan klæða. Flestir leikarar hafa látið sig hafa þetta en svo er ekki með Laurence Fishburne. Hann var að leika á móti Stockard Channing (sem lék Rizzo í Grease) í leikritinu The Lion in Winter á Broadway þeg- ar símboði fór í gang í salnum. Eitt- hvað var eigandinn svifaseinn þannig að boðinn hljómaði í meira en hálfa mínútu. Þá fór Laurence úr karakter og öskraði: „Viltu slökkva á [ritskoðað] símboðanum, takk fyr- ir“. Áhorfandinn hljóp skömmustu- legur út úr salnum á methraða. Aðr- ir áhorfendur stóðu hins vegar á fætur og klöppuðu fyrir Laurence. Síðan hélt leikurinn átram. Paul Simon og Bob Dylan: Saman á konsert Stórstimi sjöunda áratugarins, Bob Dylan og Paul Simon, munu væntanlega halda konserta í sumar. Þeir félagar eiga enn eftir að stað- festa sögusagnir en þessu er haldið fram ÍXA-Times. BALENO Bfll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og þaðleynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Gott endursöluverð? • Allan þennan staðalbúnað?: 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa • Litaðar rúður Samlitaðir stuðarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.