Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Síða 1
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Reynsluakstur Honda HR-V Sport Honda virðist hafa slegið naglann á hausinn rétt einn ganginn með hönnun og markaðssetningu HR-V bílsins, eða „gleði- maskínunnar" eins og Bretar kalla þennan bíl (Joy Machine). Það síðasta sem við íslendingar höfum fengið að kynnast er stóri bróðir CR-V, jepplingur sem þegar varð mjög vinsæll hér sem víða annars staðar. Nú um helgina kynnir Honda-umboðið f Vatnagörðum svo nýja bíiinn HR-V sem um margt er byggður á svipaðri tækni og CR-V bíllinn en er minni. Fyrir bragðið er hann um sumt fátækari en jafnframt er hann enn liprari og í heimi þar sem litlir bflar eru stöðugt að vinna á má segja að HR-V sé orð í tíma talað. Sjá bís. 30 Jón Stefánsson, sölustjóri hjá Sólningu hf., með stafla af ContiViking Contact 2 „naglalausum nagladekkjum". Dekk af þessu tagi eru góð vetrardekk en slitna fljótt séu þau notuð sem sumardekk. Spænum ekki vetr- ardekkin upp með sumarakstri: Spörum vetrardekkin - og nýtum vetrarkosti þeirra mun betur Næstkomandi fimmtudag, 15. apríl, er komið sum- ar á íslenskum þjóðvegum og þorpagötum - þá er ekki lengur heimilt að hafa nagladekk undir bílnum. Raunar hafa margir komist að því að dekkjafram- leiðendur eru famir að framleiða það sem kalla mætti „naglalaus nagladekk" - vetrardekk sem ekki er ætlast til að verði negld. Þessi dekk hafa meira grip í snjó og háiku heldur en venjuleg vetrardekk sem ekki hafa verið negld. Aukið grip byggist fyrst og fremst á stamara og gripmeira efni; munstur og flipaskurður eru ekki svo verulega ólíkt því sem ger- ist á venjulegum vetrardekkjum. Augljóst er að þeir sem eftiuðu sér í haust í þessi „naglalausu nagladekk" lenda ekki í sektum þó þeir trassi að skipta um dekk undir bílnum 15. aprfl - þeir eru ekki með neina nagla. En það er samt ástæða tfl að hvetja menn eindregið til að skipta um dekk - ekki aka inn í sumarið á vetrardekkjunum. Ástæðan er fyrst og fremst efnið í dekkjunum. Það er ekki gert fyrir akstur, allra síst hraðan akstur, í hitastigi vel yfír frostmarki. Sé það gert spænast þau upp á undraskömmum tíma, þannig að þegar aftur kemur haust og vetur eru þau orðin slitin og hafa glatað eiginleikum sínum í hálku og snjó. Það sem sparaðist við að skipta ekki yflr á sumardekkin glat- ast fljótt, og meira til, með miklu tíðari dekkjakaup- um og/eða akstri á dekkjum sem duga ekki lengur til þess hlutverks sem þeim var ætlað. Svipað gildir um harðkomadekkin, sem sóluð eru á íslandi og eiga hér nokkra sérstöðu. í sjálfu sér bannar ekkert að nota þau allt árið - annað en heil- brigð skynsemi og spamaðarsjónarmið þegar tfl lengri tíma er litið. Rétt er að benda á að það sem hér er sagt á ekki við um heilsársdekk. Þau em að sjálfsögðu, eins og nafnið bendir til, ætluð tfl nota allt árið. Hitt er svo matsatriði hversu góð vetr- ardekk þau era, eða hversu góð sumardekk þau era. Sjá bls. 36 ■j . ij;i. ■ —„w -... lANDSfRÆGT URVAí- Nissan Patrol 2,8 dísil, f. skrd. 17.09.98, ekinn 4.000 km, 35“ breyttur og mikið af aukahlutum, m.a. tölvukubbur, grænn/silfurl., bsk., verð 4.390.000. MMC Pajero 2,5 dísil, f. skrd. Hyundai coupé, f. skrd. 29.05.98, ekinn 52.000 km, 3 14.05.97, ekinn 16.000 km, dyra, bsk., hvítur, bsk., guiur, verð 2.100.000. verð 1.090.000. MMC Lancer 4x4 skutbíll, f. skrd. 17.02.94, ekinn 62.000 km, grár, 5 dyra, verð 1.240.000. Suzuki Vitara 4x4 dísil, f. skid. 29.07.98, ekinn 10.000 km, grænn, bsk., verð 2.200.000. VW Passat 1,8 Comfortline, f. skrd. 13.06.97, ekinn 11.000 km blár, ssk., fallegur bíll, verð 1.950.000. Honda Accord, f. skrd. 15.03.96, ekinn 18.000 km, blár, ssk., 4 dyra, verð 1.650.000. iF*'- ■ ■."'HHam -f— VW Golf CL, f. skrd. 20.06.95, VW Polo 1400, f. skrd. ekinn 64.000 km, d-blár, bsk., 09.05.97, ekinn 15.000 km, 3 dyra, blár, ssk., 3 dyra, verð 880.000. verð 1.000.000. Renault Tvingo, f. skrd. 30.10.96, ekinn 32.000 km, rauður, bsk., verð 690.000. VW Golf GL, f. skrd. 09.06.97, ekinn 25.000 km, dökkblár, ssk., 5 dyra, verð 1.360.000. VW Golf Basicline, f. skrd. 03.06.98, ekinn 14.000 km, gulllitaður, bsk., 5 dyra, verð 1.510.000. Renault Espace RT, f. skrd. 22.09.93, ekinn 93.000 km, 7 manna, rauður, ssk., verð 1.990.000. Mazda 323 F, f. skrd. 31.03.93, ekinn 74.000 km, bsk., 5 dyra, blár, verð 660.000. Renault 19 GTS, f. skrd., 26.06.92, ekinn 85.000 km, bsk., 3 dyra, hvítur, verð 510.000. áSi Toyota Land Cruiser LX 3,0, dísil, f. skrd., 11.06.98, ekinn 15.000 km, bsk., blár, verð 2.830.000. MMC Lancer GLX, f. skrd., 28.04.94, ekinn 80.000 km, ssk., hvítur, 4 dyra, verð 890.000. Nissan Primera, f. skrd., 03.04.98, ekinn 19.000 km, bsk., rauður, 4 dyra, verð 1.320.000. Skoda Felicia LX, f. skrd. 29.06.95, ekinn 60.000 km, bsk., 5 dyra, rauður, verð 350.000. Opel Corsa, f. skrd. 09.12.98, ekinn 9.000 km, bsk., 3 dyra, gulur, verð 1.120.000. MMC Pajero SW dísil, f. skrd., 15.12.95, ekinn 103.000 km, 5 dyra, ssk., grár/blár, verð 2.490.000. Opið: mánud.- föstud. kl. 9-18, laugardaga kl. 12-16. rii BILAÞIN N O T A Ð I R B í L A R LAUGAVEGI 174 • SIMI 569 5660 • FAX 569 5662 SKQÐIÐ URVALIÐ A HEIIflASIÐU ©KKAR, WWW.HfiKLA.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.