Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 2
30 LAUGaRDAGUR 10. APRÍL 1999 JLlV þílar Reynsluakstur Honda HR-V Sport: Fjölhæfur bíll fyrir íslenskar aðstæður þægilegur fólksbíll og býsna knár jepplingur Nýi HR-V bíllinn frá Honda flís- fellur undir skilgreiningu jepplinga (sjá meðfylgjandi rammagrein) og er því fjölhæfur fólksbíll sem nýtist vel við íslenskar aðstæður. Hann er nettur um sig og aðeins til tveggja dyra - eða þriggja dyra eins og framleiðendum er títt að kalla bíla með tvær hurðir og hlera aftan á. Hann er með aldrifi, sams konar og CR-V jepplingurinn: stöðugt drif á framhjólunum en ef mishröðun verður á þeim - þau fara að spóla - skutlar seigjukúpling afturhjólun- um inn. Sumir segja að með þessum bún- aði komi afturhjólin ekki inn fyrr en of seint, t.d. þegar taka þarf af stað í snjó eða lausum sandi. Vissu- lega þurfa framhjólin að byrja að spóla til þess að seigjukúplingin taki við sér, en aðeins örlítiö. Sú var a.m.k. reynslan á þessum bíl. Ég renndi honum upp í mjúkan skafl nokkuð brattan, stöðvaði hann þar og reyndi síðan að taka af stað aft- ur, upp i móti. Það tókst í öllum til- vikum, jafnvel þó bíllinn sykki svo í að snjórinn heyrðist strjúkast undir botn. Já, bíllinn var á dekkjunum sem hann kemur á, venjulegum sumardekkjum, alls ekki snjódekkj- um. Afturhjóladrifið kom svo fljótt inn að áhorfendur greindu ekki tímamismun milli fram- og aftur- hjóla. Stendur í öll sín hjól í sjálfu sér er HR-V býsna knár jepplingur. Vélin er 4 strokka, 105 ha., með handskiptum 5 gira kassa. Einnig er fáanleg stiglaus sjálfskipt- Topplúgan opnast aðeins að aftan en gefur góða loftræstingu. Hlera innan á henni er hægt að taka frá ef maður vill fá góða ofanbirtu og hlerinn á sinn samastað neðan á hillunni yfir farangursrýminu. HR-V er fremur rúnnaður að framan en þver fyrir að aftan. Þetta er svokölluð „sport“-útgáfa af bílnum, á álfelgum, með þakboga og vindkljúf yfir afturhlera. Myndin er tekin á Landmannaleið og sjá má að bíllinn hefur nokkuð óhreinkast á akstri á blautum malarvegum. Mynd DV-bílar SHH ing, CVT. Veghæð er 19 cm miðað við fullsetinn bíl og hjólahafið 2350 mm. Bíllinn fer dável á vegi, með frekar stinna fjöðrun og kastar sér ekki þó holur verði krappar, ber heldur ekki mikið á grjótkasti upp undir hann þó ekið sé á óbundnu slitlagi með lausri möl. Auto Motor und Sport segir að hann sé ekki góð- ur í elgsprófínu, en þó var þýski ökumaðurinn það klárari en sá sænski sem velti A-Benzinum forð- um, að þessi lét sér nægja að aka bílnum á tveimur hjólum nokkur spöl en lenda honum svo á réttunni heilu og höldnu. Raunar eru svipt- ingar eins og í elgsprófinu tæplega iðkaðar af venjulegum ökumönnum með sæmilega greind. Við alla eðlilega notkun á HR-V er óhætt að fullyrða að hann stend- ur í öll sín hjól. Hann er lipur og snar í snúningum. Það er afar gott að aka honum, vélin tekur vel við þegar hún er komin upp undir þrjú þúsund snúninga eða hærra, kúp- lingin er létt og gírskiptingin lipur, ratvís og liggur vel við. Hann er þægilegur í stýri, rásfastur og legg- ur þokkalega á. Það sér vel út úr honum á flesta vegu; einna helst að fyrirferðarmiklir útispeglar, sem annars eru góðir til sins brúks, skyggi að hluta á hliðarsýn til hægri, svo sem við gatnamót. Bíll- inn er sæmilega hljóðlátur og þó þaklúgan sé höfð opin eykur hún ekki vindhljóð að neinu marki. Klaufalegur frágangur á framsæti Framsætin eru góð og halda ágæt- lega við, aftursætin eru líka ágæt og þokkalega rúmt þar um þá tvo sem Vatnskassar • Vatnskassaviðgerðir Millikælar • Iðnkælar • Skiptivatnskassar Miðstöðvarelement • Okukælar Fyrir fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, Tceki og báta. YPnduö S. 535 9063/535 9066 HR-V er skáeygur eins og nú tíðkast gjarnan, með fjaðrandi plast„gleri“ yfir framljósum. Toppbogar liggja langsum aftur eftir bílnum en vind- kljúfur á milli þeirra aftast. þar er ætlað að vera, en þetta er að- eins fjögurra manna bíll. Farþega- sætið frammi í rennur vel fram þannig að tiltölulega auðvelt er að komast í aftursæti þeim megin og úr því aftur. Megingalli er að við það fer framsætið í fremstu stöðu með bakið i lóðréttustu stöðu, hefur sem sagt ekki minni. Maður hefði búist við að vandaður og metnaðar- fullur framleiðandi leysti þetta bet- ur. Ökumannsmegin fer enginn full- orðinn í eða úr aftursæti. Hliðarrými er ágætt, bæði í fram- sætum og aftursætum, og bíllinn er mörgum góðum hirslum búinn. Meðal annars er netvasi á hliðinni á sætisbaki farþegastóls frammi í. Tvö hanskahólf eru fram af farþega- sæti en líknarbelgnum er komið fyr- ir þar ofan á. Tvö gróp fyrir drykkj- arílát eru í armhvílu fyrir hægra aftursæti, en ekkert hinum megin. Hvemig ætli standi á því? Að vísu tyllt íláti í gróp aftast á gírstokk og fólkið í framsætunum á gróp fram- an við gírstöng. Sniðugur öskubakki Sniðug nýjung í Honda HR-V er að öskubakkinn er vönduð krús sem passar í glasahaldarana, hvar sem þá er að flnna. Þetta er sniðugt að því leyti að sá sem þarf að reykja getur haft öskubakkann hjá sér á meðan, en því næst látið hann ganga til þess sem næstur þarf. Eða, ef enginn xeykir í bílnum, eins og nú tíðkast æ meir, er hreinasti óþarfi að hafa krúsina með. Þessi lausn Honda er sniðugur millileikur í stöðunni. Aftan við aftursæti í HR-V er 285 lítra farangursrými. Yfir því er hilla í hæð við efri brún á aftursætum, liggur í grópum að framan en hengd upp í hlera að aftan og lyftist með honum þeim megin. Nokkuð bar á því í reynslubílnum að þessi hilla skrölti i grópum sínum þegar ekk- ert var látið liggja á henni. Heldur dró úr skröltinu þegar hlíf undan topplúgu var fest neðan á hana, eins og gert er ráð fyrir þegar menn vilja njóta birtunnar um topplúguna. Undir gólfi farangursrýmis er smá- munabakki yfir varadekkskjallar- anum. Aftursætisbökin má leggja fram og verður þá ekki mikil mis- hæð á gólflnu alveg fram að fram- sætum. Þannig eykst farangursrými til muna, enda bíllinn þá aðeins orð- inn tveggja manna. Honda HR-V hentar fólki á öllum aldri sem hefur gaman af að aka og nýtur möguleikans á að komast meira en á venjulegum fólksbíl sömu stærðar, en hefur í sjálfu sér kannski ekki mikið við jeppa að gera. Þeir sem að staðaldri þurfa að nota aftursætið fyrir stálpaða krakka eða fullorðið fólk myndu lík- lega frekar fá sér bíl með fjórum hliðarhurðum. r Agætlega búinn bíll Honda HR-V er vel búinn. Topp- lúgan hefur verið nefnd. Líknar- belgir eru tveir, bremsur læsivarð- ar. Allt byggingarlag bilsins er sam- kvæmt kröfum nútímans um krumpusvæði og styrkingar. Á bíla- sýningunni í Genf var sérstök áhersla lögð á að bíllinn væri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.