Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 Fréttir „íslenski“ leikskólaleiðbeinandinn Sonja Zogaj i óvissu vegna Kosovo-striðsins: Ég veit ekki um manninn minn „Ég veit ekkert hvar maðurinn minn er. Hann átti að koma hingað til íslands um daginn en svo skall stríðið allt í einu á,“ sagði Sabrije „Sonja“ Zogaj, kosovo-cdbanski leik- skólaleiðbeinandinn í Kópavogi sem bíður nú sem fyrr eftir að eiginmað- ur hennar, Samidin, komi heim til hennar og fjölskyldunnar. „Ég veit ekkert hvað hann er að gera eða hvar hann er. Sennilega er hann að hjálpa fólki. Ég veit ekk- ert,“ sagði Sonja í samtali við DV í Kópavoginum. Hún er rúmlega tvi- tug. Hún fór utan til Kosovo í janú- ar til að giftast Samidin. Á heimleið- inni sættu hún og samferðafólk hennar ofbeldi og andlegum hrotta- skap af hálfu Serba á landamærum Kosovo og Serbíu. Á síðustu mánuð- um hefur verið reynt að fá dvalar- leyfi fyrir manninn hennar hér heima. Sonja sagði í samtali við DV nokkrum dögum áður en loftárásir NATO hófust á Balkanskaga að Samidin ætti að „koma heim í næstu viku“. En hann komst ekki vegna ófrið- arins. Albert, bróðir Sonju, sem hefur dvalið hér í nokkur ár og starfar hjá Skeljungi, fór með TF-SÝN, Fokker- vél Landhelgisgæslunnar, til Makedóníu til að aðstoða Rauða krossinn og Gæsluna við túlkun og samskipti. Ljóst þykir að enginn af ættingjum systkinanna nær að koma heim tn íslands á næstunni. Þau eiga 12 ættmenni, m.a. foreldra, sem hafi búið misjafnlega lengi hér á landi. tslensk stjórnvöld hafa sagt Fegurðardrottning Norðurlands: Vopnafjarðar- mærin tók titilinn DV, Akureyri: Bjarney Þóra Hafþórsdóttir, 19 ára gömul stúlka frá Vopnafirði, bar sigur úr býtum í Fergurðarsam- keppni Norðurlands þar sem keppt var um titilinn Ungfrú Norðurland, en keppnin var haldinn um helgina og þar kepptu 11 stúlkur. t 2. sæti varð Erla Jóna Einarsdóttir, 19 ára Húsavíkurmær, og i þriðja sæti Freydís Helga Árnadóttir, tvítug Akureyrarstúlka. Þessar þrjár munu allar taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú ísland. Bjarney Þóra, sem stundar nám á Akureyri, var einnig valin besta ljósmyndafyrirsætan, Freydís Helga var valin „sport-stúlkan“, Hanna Dögg Maronsdóttir frá Ólafsfirði var valin vinsælasta stúlkan og Svana Rún Símonardóttir var valin „Knickerbox-stúlkan". Sigurður Gestsson hjá Vaxtar- ræktinni á Akureyri, sem sá um þjálfun stúlknanna fyrir keppnina, segir að keppnin hafi gengið mjög vel og almenn ánægja verið ríkjandi með niðurstöður keppninnar og þær stúlkur sem munu verða full- trúar Norðurlands í Fegurðarsam- keppni Islands. -gk að reynt verði að haga því þannig til að þeir flóttamenn sem hingað komi vegna stríðsins verði sem flestir ættingjar þeirra tæplega eitt hundrað Kosovo-Albana sem hér eru fyrir. -Ótt Bjarney Þóra Hafþórsdóttir, fegurðardrottning Norðurlands. Milljarður er ekki mikið Eftir því sem þeir segja hjá sjúkrahúsun- um í Reykjavík, vantar milljarð upp í rekstur- inn miðað við fjárveit- ingar til sjúkrahús- anna á fjárlögum. Þeir hafa sosum séð annað eins, spítalamenn, enda hefur rekstrar- halli spítalanna verið árlegt umræðuefni. Nú bregður hins veg- ar svo við að forstjóri Ríkisspítala heitir Magnús Pétursson, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðu- neytinu, en Magnús hafði það hlutverk á þeim bæ að undirbúa fjárlög. Nú er Magnús sem sé kominn hinum megin við borðið og uppgötvar þá allt í einu þau mistök hjá sjálfúm sér að hafa ekki gert ráð fyrir 2000-vandanum og heldur ekki launahækk- unum starfsfólks. Það er ekki á hverjum degi sem embættismenn komast í þá stöðu að uppgötva sín eigin mistök ef mistök skyldi kalla, enda hefur það verið siður við gerð fjárlaga að afgreiða sjúkrahúsin með minni upphæðir en umsóknir fela í sér, vegna þess að menn eru að spara í sjúkrahúsarekstri, eins og alkunna er, með því að rukka sjúklingana fyrir mismuninum. Svo hefur ríkissjóður náttúrlega i mörg hom að líta og kosningar kalla á margvíslegar fram- kvæmdir og góðverk úti um allt land og þá er ekki mikið til skiptanna og embættismenn í fjár- málaráðuneytinu verða að bregðast við eðlilegum kröfum og óskum ráðherranna og af því að töl- umar hjá Ríkisspítulunum em svo háar, má alltaf skera eitthvað niður í þeim fjárveitingum svo lítið beri á. Milljarður er þess vegna ekkert til að gera veður út af, þótt Magnús hafi áttað sig á því að þetta er ekki beint gott fyrir sjúkrahús- in, eftir að hann er farinn að stjóma sjúkrahús- unum. En þetta leysist og ef launin eru of há má alltaf fækka starfsfólki og til að fækka starfsfólki má alltaf fækka sjúklingum og til að fækka sjúkling- um má alltaf fækka lækningum og þá drepst fólk- ið fyrr og þannig lækkar kostnaðurinn. Þetta var það sem Magnús fjármálaráöuneytis- stjóri var búinn að margsegja þeim hjá Ríkis- spítulunum meðan hann var í ráðuneytinu og nú verður Magnús, forstjóri Ríkisspítalanna, aö sýna mönnum hvemig á að fara að þessu og af því að Magnús forstjóri hefur reynslu sem ráðu- neytisstjóri, getur fyrrverandi ráðuneytisstjórinn sagt núverandi forstjóranum fyrir verkum og sparað milljarð á næstu mánuðum. Hæg verða heimatökin þegar Magnús fer að ræða við Magn- ús um fjárhagsvandann og lausn hans og hvern- ig spítalamir geti þjónað hlutverki sínu með því að skera niður bæði starfsfólk og sjúklinga. Ef ekki væri starfsfólkið og sjúklingarnir væri rekstur spítalanna í góðu standi. Þetta veit Magnús af fyrri reynslu og getur sagt Magnúsi. Dagfari Goggunarröðin í opnuauglýsingu Samfylkingar- innar á laugardag voru mismunandi stórar myndir af frambjóðendum. Með mælingu þeirra þykjast menn geta ályktað um gogg- unarröðina þar á bæ. Litlir spámenn, 5,0 cm mynd, eru því Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Össur Skarphéð- insson og Ágúst Einarsson. Aðeins merkilegri, 5,5 cm mynd, eru Kristján Möller, Bryndís Hlöðversdóttir, Mörður Árnason og Örlygur Hnefil Jóns- son. Nálægt þeim fullorðnu, 5,8 cm mynd, er Sighvatur Björgvinsson. Fullvaxin, 6,0 cm mynd, er Rannveig Guðmundsdóttir. Guðmundur Árni Stefánsson er heldur fullvaxn- ari með 6,3 cm mynd og í sumovigt, 9,2 cm mynd, eru síðan Jóhanna Sig- urðardóttir og loks oddvitinn sjálf- ur, Margrét Frímansdóttir.... Kossaflens Á laugardagskvöld var svokallað- ur Kosningaskjálfti í Inghóli á Sel- fossj. Stöð 2 stendur fyrir skemmtun- inni, þar sem reynt er að fá frambjóðendur til að sýna á sér hina hliðina. Kjai-tan Björnsson rakari brá sér í gervi úteyj- arbóndans úr Eyj- um. Margrét Frí- mansdóttir söng Kenndu mér að kyssa rétt og rifjuðu þá marg- ir upp koss hennar og Sighvatar Björgvinssonar á dögunum. Ekki þótti stafa mikilli útgeislun frá þeim kossi. En þeir hafa reyndar verið að batna, sem lýsir sér m.a. í því að Margrét er farin að syngja um þá.... Biðu Eggerts Eftir að ísólfur Gylfi Pálmason hafði flutt Framsóknarsömbu sina á samkomunni var komið að undirfata- sýningu. Biðu menn þá hvað spennt- astir. Héraðshöfðinginn Eggert Haukdal haföi enn ekki troðið upp og héldu gestir að hann myndi birtast á sviðinu í fagurlega hönnuðum undir- fótum. En af því varð ekki heldur tipluðu ungar og glæsilegar sunn- lenskar stúlkur léttklæddar um sviðið. En fyrst nefndur Eggert er til umflöllunar er vert að segja frá því að gárungamir á Suðurlandi spyrja hvort hann verði næsti fjár- málaráðherra í ríkisstjóm Sverris Hermannssonar. En aðrir segja að það gangi ekki upp og minna á um- mæli þess síðarnefnda forðum: „ Verst að Eggert skyldi ekki vera heima þegar Njálsbrenna varð.“ Afmælishátíð Bónus hélt mikla afmælishátíð í Gullhömrum um helgina. Þar var að vonum margt um manninn og ýmis- legt brallað. Júhus Jónsson, versl- unarstjóri í Nettó, þótti fara á kost- um, söng og trallaði og náöi upp heljar- góðri stemningu. Gaf hann Jóhannesi Jónssyni eitthvert miðarifrildi sem hann sagði hluta- bréf í Nettó. Jó- hannesi mun hafa lítið til þess koma, en virtist þó skemmta sér hið besta. Minna þótti hins vegar til hins geð- þekka FH-ings, Steins Ármanns Magnússonar, koma. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir náði hann ekki salnum og fékk, að sögn tíðinda- manns Sandkoms á staðnum, heldur óblíðar móttökur hjá sumu Bónus- fólkinu.... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.