Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 6
ÞRIDJUDAGUR 13. APRIL 1999 Viðskipti r>v Þcttð hdstl .. .Lítið að gerast á Verðbréfaþingi, viðskipti aðeins 232 m.kr. ... Mest viðskipti með Granda sem hækkar um 2,1% ... Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn selur 1% í íslandsbanka ... Kílóið af þorski á 104,70 krónur .,. Hlutabréf lækka í London ,., Dollarinn enn sterkur og pundið heldur sínu gagnvart evrunni ... Afkoma iðnfyrirtækja: Erfiðleikar fram undan - raungengi krónunnar og vaxtamun um að kenna Afkoma iðnfyrirtækja á Verð- bréfaþingi íslands var slök á síðasta ári og horfur eru á að starfsskilyrði þeirra verði erfið á þessu ári. Á síð- asta ári var samanlagður rekstrar- hagnaður Marels, Járnblendifélags- ins og Hampiðjunnar 436 milljónir, en var 599 milljónir árið áður. Það vekur athygli að stór hluti af rekstr- arhagnaði fyrirtækjanna eru vegna óreglulegra rekstrarliða. Eiginlegur hagnaður fyrirtækjanna var aðeins 172 milljónir miðað við 605 milljón- ir árið 1997. Það er mat sérfræðinga Fjárfestingarbanka atvinnulífsins að miðaö við afkomu félaganna á síðasta ári þá sé gengi bréfa í þess- um félögum of hátt skráð. Til dæm- is má nefna að hagnaður Marels hf. á síðasta ári var aðeins 9 milljónir, en miðað við gengi bréfa í Marel hf. hefði hagnaður þurft að vera 250-300 milljónir. Samkeppnisstaöa slæm Það eru nokkrar ástæður fyrir slæmum horfum í iðnaði. Fyrst ber að telja að raungengi krónunnar er hátt og kemur það illa niður á fyrir- tækjum í útflutningi. Hátt raun- gengi þýðir að færri krónur fást fyr- ir hverja framleidda einingu. Miðað við óbreytt ástand eru ekki horfur á miklum breytingum á gengi krón- unnar. Enn fremur hefur mikið launaskrið verið meðal iðnaðar- manna og vaxtamunurinn milli ís- lands og samkeppnislanda okkar eykur kostnað fyrirtækja. Allir þessir þættir rýja samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar. Helsta hættan sem fólgin er í þessari þróun er sú að fyrirtæki mæti þessum kostnaðar- auka með verðhækkunum og þá get- ur verðbólgudraugurinn komist á kreik. Fyrirtækin í landinu eru uppspretta hagvaxtar og því ættu stjórnvöld að beita sér fyrir því að efla samkeppnishæfi íslenskra fyrir- tækja og halda áfram að halda verð- lagi í skefjum. Lyfjafyrirtæki standa vel - horfur á harðnandi samkeppni Islensk fyrirtæki í hátækniiðnaði hafa staðið sig vel á undanförnum misserum. Lyfjafyrirtækin hér á landi eru á meðal þeirra og er af- koma þeirra góð. Hagnaður fyrir- tækjanna Pharmaco og Lyfjaversl- unar íslands af reglulegri starfsemi nam 87 milljónum króna á síðasta ári. Þessi fyrirtæki gera enn fremur ráð fyrir góðri afkomu á þessu ári. Eftir að smásala á lyfjum á íslandi var gefin frjáls hefur samkeppni á þeim markaði aukist gífurlega. Þessi þróun hefur skilað sér í lækkuðu lyfjaverði en þetta getur haft slæmar afleiðingar fyrir stóru íslensku lyfja- fyrirtækin. Ástæðan er sú að margir spá því að lyfjabúðir muni taka sig saman og hefja sjálfstæðan innflutn- ing á lyfjum. Þetta mun auka sam- keppni og lækka verð á lyfjum frá framleiðendum. Þetta getur minnk- að hagnað fyrirtækja í lyfjaiðnaði hér á landi. Hins vegar ber að geta þess að ekki er loku fyrir það skotið að samstarf geti náðst um slikan innflutning á milli lyfjafyrirtækj- anna og smásöluaðila. -BMG Góð afkoma Spari sjóðs vélstjóra Æ. Síðastliðið ár var eitt hið besta í sögu Sparisjóðs Vélstjóra. Hagnaður ársins var 114,3 millj- ónir króna og arðsemi eigin fjár var 10%. Sparisjóðurinn hefur stækkað mikið og er nú orðinn meðal öflugustu sparisjóða á landinu. Eigið fé hans var í árs- lok 1.138,3 milljónir og jókst um 13,6% á árinu. Helstu viðkiptavinir Sparisjóðsins hafa verið einstaklingar og meðalstór fyrirtæki, en með auk- inni veltu og traustari eiginfjárstöðu er nú hægt að sinna stærri verkefn- um. Sparisjóðurinn á stóran hlut í nokkrum öflugum fyrirtækjum. Þar ber hæst hlutur í Kaupþingi hf., illP^^k*** ——l-' Kreditkorti hf. og Sparisjóðabankan- um hf. Mikil áhersla hefur verið lögð á bætta þjónustu og tók Sparisjóður- inn í gagnið nýtt rafrænt afgreiðslu- kerfi á árinu, sem eykur skilvirkni og flýtir afgreiðslu. Horfur eru á áfram- haldandi uppbyggingu og er framtíðin björt. -BMG Vaka-Helgafell kaup- ir lceland Review Vaka-Helgafell hefur keypt Iceland Review ehf. Kaupin fara þannig fram að Haraldur J. Hamar, stofnandi og aðaleigandi Iceland Review, verður hluthafi í Vöku-Helgafelli. Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu sem kynnt var þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins keypi helmings hlut í fyrirtækinu. Hún gengur út á að breikka starfssvið félagsins í útgáfu- starfssemi. Með þessum kaupum bæt- ist við fjölbreytt og vönduð útgáfu- starfsemi fyrir innlendan markað, en megin viðbótin er fólgin í þjónustu við erlandan markað. Vaka-Helgafell hefur á undanförnum árum breyst úr bókaútgáfu í alhliða miðlunar- og út- gáfufyrirtæki, sem sendir á markað bækur, blöð, tímarit, safnefni, geisla- diska o.fl. Iceland Review hefur ein- beitt sér að þjónustu við útlendinga og meðal helstu verkefna þeirra er út- gáfa flugtímaritanna Atlatica og Ský. Einnig gefa þeir út daglega fréttir á ensku á Internetinu. Vonir standa til að i sameiningu verði þessi fyrirtæki enn öflugri. -BMG Fáir gjaldmiðlar hafa hækkað.. Norsk krðna ~J0M SDR Z}1,m Sænsk króna Z>n* Storllngspund ^Jim Bandarfkjadalur 15,76% Kanadadalur 1 7,64% en flestir hafa lækkað frá áramótum Hollenskt gytini -3,48« Fmnsktmark -3,47* Franskur h-ankí -3,47* Belgískurfranki -3,47* Aushimskur sUdngur -3,47* Irsktpund -3,47* -3,47* Evra Þýsktmark -3,46* -3,46* rÚUka PortúgalsJuir skiiti -3,46« Spánskur peseti -3,46* Donskkróna -3#* Japansktjen -348* Grískdrakma -2,99* Svissneskur franki -2,«* rCT Islenska krónan sterk íslenska krónan hefur verið sterk það sem af er ári og hefur gengi annarra gjaldmiðla gagnvart henni yfirleitt lækkað. Þannig hefur hinn nýi gjaldmiðill Evrópu, Evran lækkað gagnvart krónunni um 3,5% frá fyrstu skráningu. Sterk staða Bandaríkjadollars á alþjóða mörkuðum endur- speglast í hækkun hans gagnvart krónunni. Svipað er að segja um Sterlingspundið. Hlutabréfavísi- tölur taka dýfu Eftir lokun markaða á föstudag- inn sendi bandaríski tölvufram- leiðandinn Compaq frá sér af- komuviðvörun. Hagnaður fyrir- tækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var meira en helmingi minni en markaðurinn hafði bú- ist við. Compaq er stærsti fram- leiðandi PC tölva í heiminum og búist er við að hlutabréfavísitölur um allan heim taki dýfu við þess- ar fréttir. Gengi bréfa í tæknifyr- irtækjum lækkuðu strax á mánu- dagsmorgun við þessar fréttir. Ekki verður þó hægt að ráða al- mennilega hvað þetta þýðir fyrr en viðbrögð bandariska markað- arins verða ljós. 148 milljónir í arð Aðalfundur Granda samþykkti sl. föstudag að greiða hluthöfum 10% arð, eða alls um 148 milljónir króna. Á fundinum voru eftirtald- ir kosnir í stjórn: Árni Vilhjálms- son, Ágúst Einarsson, Einar Sveinsson, Grétar Br. Kristjáns- son, Gunnar Svavarsson, Jón Ingvarsson. Einar Sveinsson er nýr í stjórn í stað bróður síns Benedikts. Sigurgeir hættir Sigurgeiri Jónssyni, forstjóra Lánasýslu ríkisins, hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum frá 1. maí næstkomandi. Pétri Kristinssyni, framkvæmdastjóra innlendra verðbréfaviðskipta, hef- ur verið falið að veita Lánasýslu ríkisins forstöðu þar til nýr for- stjóri verður skipaður. Umskipti Hagnaður Sparisjóðsins í Kefla- vík nam 80.3 milljónum króna, samanborið við 55,2 milljóna tap árið 1997. Engar breytingar Aðalfundur Síldarvinnslunnar á laugardaginn samþykkti að greiða hluthöfum 7% arð. Stjórn félagsins er óbreytt, en hana skipa: Kristinn V. Jóhannsson formaður, Guðmundur Bjarnason, Kristinn ívarsson, Halldór Þor- steinnsson og Þórður Þórðarson. Varamenn: Smári Geirsson, Har- aldur Jörgensen, Karl Jóhann Birgisson, Hjörtur Arnfinnsson og Viggó Sigfmnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.