Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 8
Utlönd ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 Stuttar fréttir i>v Bill Clinton heitir áframhaldandi loftárásum á Júgóslavíu: Þúsundir flóttamanna komu til Albaníu í nótt Rúmlega þrjú þúsund flóttamenn frá Kosovo streymdu inn til Alban- íu í morgunsárið yfir aðallanda- mæristöðina við Morina, um 250 kílómetra norðan við höfuðborgina Tirana, að því er starfsmenn Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá í morgun. Flóttamennirnir komu frá héraðs- höfuðborginni Pristina og bæjunum Prizren og Zlatina. Þetta er mesti flóttamannastraumurinn í þrjá daga. Albanar hafa tekið við rúm- lega þrjú hundruð þúsund flótta- mönnum frá Kosovo að undanförnu. Þar til sigur vinnst Bill Clinton Bandaríkjaforseti hét því í gær að halda loftárásunum á Júgóslavíu áfram á sama tíma og bandaríska landvarnaráðuneytið fer yfir beiðni frá Atlantshafsbanda- laginu (NATO) um þrjú hundruð flugvélar til viðbótar 1 loftárásirnar. Bandaríkjaforseta flutti tölu í bækistöðvum bandariska flughers- ins i Louisiana þar sem hann vísaöi í sífellt fleiri fréttir af voðaverkum Serba í garð albanska meirihlutans í Kosovo. Hann varaði Slöbodan Milosevic Júgóslavíuforseta við því UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri ______sem hér segir: Mánabraut 9, þingl. eig. Böðvar Björg- vinsson og Ástríður Andrésdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóðurríkisins, mánu- daginn 19. april 1999, kl. 14.00._______ SÝSLUMAÐURDÍNÁAKRANESI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, ______sem hér segir:______ V.S. Andrea, skipaskrnr. 2241, þingl. eig. Viktoríubátar ehf., gerðarbeiðandi Ferða- málasjóður, mánudaginn 19. aprfl 1999, kl. 11.00.___________________. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. að árásunum yrði haldið áfram þar til sigur væri í höfn. „Milosevic getur bundið enda á þennan harmleik á morgun. Það liggur ljóst fyrir hvað honum ber að gera," sagði Clinton. Þar átti hann við að Milosevic yrði að kalla burt serbneskar hersveitir í Kosovo, leyfa flóttamönnum að snúa aftur til síns heima og heimila erlendum friðargæslusveitum að koma til Kosovo. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og rússnesk- ur starfsbróðir hennar, ígor ívanov, héldu í morgun fund um Kosovo- málið í nágrenni Gardermoen-flug- vallarins við Ósló. Ekki höfðu borist nein tíðindi af fundinum þeg- ar DV fór í prentun. Albright gaf hins vegar til kynna í gær að Rúss- um yrði hugsanlega boðið að taka þátt i aðstoðinni við flóttamennina. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC í morgun að Vesturveldin myndu fagna samstarfi við Rússa við að finna lausn á átökunum í Kosovo. Einhugur hjá NATO Utanríkisráðherrar NATO héldu fund í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær. Þar ríkti einhugur um að halda loftárásunum áfram þar til Milosevic hefði fallist á kröf- ur þeirra. Ráðherrarnir kenndu stjórnvöldum í Belgrad um þær miklu hörmungar sem hefðu dunið yfir albanska íbúa Kosovo og hétu því að fylgja flóttamönnum aftur til sins heima. íbúar í Belgrad sögðust hafa heyrt sprengingar i borginni í nótt og opinbera júgóslavneska frétta- stofan greindi frá því að helsta olíu- hreinsistöð landsins væri óstarfhæf eftir loftárásir helgarinnar. Þá urðu bækistöðvar hersins í Belgrad einnig fyrir skemmdum. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna sem var í föruneyti Clintons í Louisiana, sagði að menn hefðu orðið varir við aö liösandinn í júgóslavneska hern- um væri ekki upp á það besta, enda hafa júgóslavneskar hersveitir í sí- vaxandi mæli orðið fyrir barðinu á loftárásum NATO. Háttsettur bandarískur embættis- maður, Brian Atwood, sagði í gær að serbneskar hersveitir þvinguðu flóttamenn til að ganga samsíða skriðdrekum og öðrum brynvörðum hertólum til að reyna þannig að koma í veg fyrir loftárásir NATO. Þá sagði Atwood að gervitungla- myndir sýndu um eitt hundrað ný- teknar grafir nærri bæ einum í Kosovo. Bandaríkjamenn hafa einnig frásagnir flóttamanna af fjöldanauðgunum og aftökum. Lítill drengur af kosovo-albönskum uppruna horfir dapur út um rútuglugga eftir komuna til Stenkovax- flóttamannabúðanna í gær. Símamynd Reuter NATO sprengdi upp farþegalest Flugskeyti frá Atlantshafs- bandalaginu sprendi farþegalest í suðausturhluta Serbíu í loft upp í gær. Að minnsta kosti tíu manns týndu lífi og sextán slösuðust. Lestin var á leið yfir brú þegar flugskeytið hæfði hana. NATO hefur beint skeytum sínum að samgöngumannvirkjum i loft- árásunum á Júgóslavíu. Breskar sér- sveitir í Kosovo Talið er að félagar í bresku sér- sveitunum SAS séu í Kosovo til að leiðbeina herflugvélum NATO í loftárásum þeirra, að því er breska blaðið Thnes skýrði frá í morgun. Bretar hafa viðurkennt að upplýsingar um skotmörk séu betri nú en þegar árásirnar hófust. Þeir viðurkenna hins veg- ar aldrei hvort og hvar sérsveitar- mermirnir hafa verið að störfum á ófriðarsvæðum. Ný stjórn í Finnlandi Bftir maraþonumræður flmm stjórnmálaflokka í Finnlandi var mynduð ný rik- isstjórn snemma morgun. Lipponen for- sætisráðherra sagðist mjög ánægður með viðræðurnar en flokkur hans, Jafnaðarmanna- flokkurinn, fær sex ráðherrastóla og sama gildir um íhaldsflokkinn. Vinstrabandalagið fær tvo, Sænski þjóðaflokkurinn og Græn- ingjar einn hvor. Á slóð Bins Ladens Sérþjálfaðir hermenn úr Bandaríkjaher hafa komið sér fyr- ir við landamæri Afganistans þar sem þeir vonast til að góma hryðjuverkamanninn Bin Laden á næstunni. Schröder formaður Kanslari Þýskalands, Gerhard Schröder, var í gær kjörinn for- maður Jafnaðarmannaflokksins, SPD. Schröder, sem var einn í framboði, hlaut 76% atkvæða. Flugrán Farþegavél með 46 innanborðs var rænt skömmu eftir flugtak í norðausturhluta Kólumbiu í gær og neydd til að lenda á ólöglegri flugbraut. Flugræningjarnir til- heyra hópi marxískra uppreisnar- manna. Tlu iátast í óeirðum Tíu létust og fjórum var rænt í árás múslímskra uppreisnarmanna í suðvesturhluta Alsír í gær. Árangursríkur fundur Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, hitti Nelson Mandela, forseta S-Afr- íku, að máli á mánudag. Leið- togarnir ræddu málefni Palest- ínu og fyrir- hugaða yfirlýs- ingu um sjálf- stætt riki þann 4. maí næstkomandi. Arafat sagði fundinn afar árangursríkan. Sonur Suhartos fyrir rétt Yngsti sonur Suhartos, fyrrum forseta Indónesíu, kom fyrir rétt í gær en hann hefur verið ákærður fyrir fjármálamisferli. Sonurinn, Mandala Putra, er fyrsti meðlim- ur forsetafjölskyldunnar sem kemur fyrir rétt í kjölfar afsagnar föður síns. Lestarslys Þrir létust og 47 slösuöust þeg- ar lest féll af svifbraut i borginni Wuppertal í Þýskalandi. Svif- brautin er aldargömul en verið var að vinna aö endurbótum á henni og talið líklegt að viðgerö- armenn hafi skilið eftir krók á teinum með fyrrgreindum afleið- ingum. Blair í viðbragðsstöðu Friðarviðræður hefjast í Belfast á N-írlandi í dag eftir nokkurt hlé. Tony Blair, forsætisráö- herra Breta, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, eru í viðbragðs- stöðu og tilbún- ir að grípa inn I viðræðurnar ef þörf krefur. Bjart- sýni manna á árangur er lítil í ljósi þess að IRA hafnaði friðartil- lögum ráðherranna á dögunum. í gluggalausan klefa Anwar Ibrahim, fyrrum fjármálaráðherra Malasíu, getur búist við aö verða settur í gluggalausan klefa með aðeins bert gólfið til að sofa á, verði hann dæmdur til fangavistar á morgun. Fangelsi í Malasíu uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur um aðbúnað að mati mannréttindasamtaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.