Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 9
ÞRIDJUDAGUR 13. APRIL 1999 Utlönd Susan McDougal sýknuð í Whitewater-máli: Fleinn í hjartað á Kenneth Starr Susan McDougal, gömul vinkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta og einn sakborninga í svokölluðu Whitewater-hneyksli, var í gær sýknuð af ákæru um að hafa hindr- að framgang réttvísinnar þegar hún neitaði að bera vitni fyrir ákæru- kviðdómi sem rannsakaði þátt for- setans í málinu. Niðurstaðan þykir mikið áfall fyrir saksóknarann Kenneth Starr sem hefur varið fjölda ára og óhemjufé í rannsókn hneykslisins. „Ef eitthvað rekur flein í hjarta Kenneths Starrs þá er það þetta," sagði Mark Geragos, lögmaður McDougal. Susan McDougal var himni og lýsti yfir sigri dómhússins i Little Arkansas. Sýknudómurinn yfir McDougal var þó ekki nema óbeinn þar sem tólf manna kviðdómurinn gat ekki komið sér saman um hvort hún i sjöunda á þrepum í Rock Susan McDougal hrósaöi sigri í gli'mu við Kenneth Starr í gær. Hér fær hún koss frá lögmanni sínum. væri sek eða saklaus. Dómarinn átti því ekki annars úrkosti en að ógilda réttarhöldin. Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að forsetinn væri ánægður með niðurstöðuna. Susan McDougal sagðist ekki síst ánægð vegna þess að í réttarhöldun- um hefði henni gefist tækifæri til að segja frá öllum þeim skaða sem rannsókn Starrs hefur valdið á lífi fólks sem tengist málinu. Skrifstofa Starrs sendi frá sér yf- irlýsingu þar sem hún sagðist sætta sig við niðurstöðuna en leitað yrði eftir heimild dómarans til að ræða við kviðdómendurna i réttarhald- inu. McDougal sat inni í átján mánuði fyrir að hafa áður neitað að bera vitni fyrir ákærukviðdómi Starrs þegar hann rannsakaði ákærur um hagsmunaárekstra Clintons og eig- inkonu í Whitewater-málinu. Jeltsín fær gálga- frest í Dúmunni Dúman, neðri deild rússneska þingsins, hefur frestað umræðum sem áttu að fara fram á fimmtudag um hvort ákæra eigi Jeltsín Rússlandsfor- seta og svipta hann embætti. Tals- menn forsetans segja að hann hefði heldur viljað fá atkvæðagreiðsluna nú en síðar. Ekki er búist við að hún verði fyrr en í maí. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. apríl 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. ftokki 1996 3. flokki 1996 29. útdráttur 26. útdráttur 25. útdráttur 24. útdráttur 20. útdráttur 18. útdráttur 17. útdráttur 14. útdráttur 11. útdráttur 11. útdráttur 11. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. apríl. ¦ Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 W Á wi ^x ^ ) 1§§ Heilabilun af völdum Alzheimer sjúkdóms er æ meira áberandi með auknum fjölda aldraðra. Alzheimer sjúkdómur rænir einstaklinginn og fjölskyldu hans þv[ sem mestu varðar, minni og annarri vitrænni getu, og veldur miklum mannlegum þjáningum auk mikilla fjárhagslegra útgjalda. Rannsóknir hafa þegar aukið innsæi í meingerð Alzheimer sjúkdómsins og það er raunhæft að vænta þess að á næstu árum og áratugum komi fram meðferðarleiðir er bægja frá þessum ógnvaldi. Lionshreyfingin gerir vel í því að stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir óldrunarsviðs Sjúkraháss Reykjavíkur Kona í samtökum landlausra bænda í Brasilíu þvær þvott á meðan börnin hennar svamla í San Fransisco-ánni skammt frá bænum Cataluníu. Samtök landlausra bænda hafa það að markmiði að krefjast lands fyrir félagsmenn sína og taka það stundum með valdi ef svo ber undir. Símamynd Reuter Afsögn Ásbrinks fjármálaráðherra: Persson brugðið Erik Ásbrink, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði óvænt af sér í gær, aðeins tveimur dögum áður en rík- isstjórnin hugðist kynna nýjar ráð- stafanir í efnahagsmálum. Ásbrink skýrði afsögnina á þann veg að hann hefði ekki lengur átt vísan stuðning forsætisráðherrans, Görans Perssons. Þeir höfðu meðal annars verið ósammála um svigrúm til skattalækkana á næsta ári. Ráð- herrarnir tveir höfðu deilt um ýmis mál að undanfórnu en kornið sem fyllti mælinn, að mati Ásbrinks, var sjónvarpsviðtal við forsætisráðherr- ann á sunnudagskvöld þar sem hann sagði hagspár benda til að hægt yrði að lækka skatta á næsta ári. Hagspárnar voru ekki unnar i fjármálaráðuneytinu. Persson var greinilega brugðið við afsögnina en hann tilnefndi Bosse Ringhohn í embætti fjármála- ráðherra í gær. Persson sagðist ekki hafa beðið Ásbrink að endurskoða afsögn sína en fjármálaráðherrann hefði misskilið orð sín á sunnudags- kvöld. Afsögnin þykir mikið áfall fyrir Persson, en Ásbrink er þriðji ráð- herrann til að segja af sér á hálfu ári. Formaður Hægri flokksins, Carl Bildt, sagði stjórnarkreppu ríkja í landinu. Sænskir fjármálamarkaðir brugðust við afsögninni með hækkun vaxta og gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni. ÍSLANDSBANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.