Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 13. APRIL 1999 Spurningin Hvað hræðist þú mest? María Skaftadóttir hjúkrunar- fræðingur: Ætli það séu ekki skor- dýr. Sif Þóroddsdóttir, 12 ára: Ég er hræddust við eiturslöngur. Tara Sif Þrastardóttir, 12 ára: Ég er hræddust við drauma, en ég sá einn þegar ég var litil. Sigurbjörg Bára Brynjarsdóttir, 6 ára: Ég er hræddust við martröð. Sæmundur Arnór Sigurðsson, 15 ára: Ég er hræddastur við snáka, en ég hef séð snák. Anný Ðögg Helgadóttir, 9 ára: Ég hræðist risaeðlur mest. Ég veit samt að þær eru ekki til. Lesendur Húsnæðismál í Kópavogi Guðjón Ólafsson skrifar: Mig langar að minnast á þann seinagang og óöryggi sem fólk i Kópavogi og öðrum sveitarfélögum býr við i dag eftir stofnun íbúðalánasjóðs. Ég og min fjölskylda lentum í því í fyrra að þurfa að selja okkar íbúð einni milljón króna undir markaðsverði áður en við misstum hana á uppboði vegna skulda. Við fengum eftir mikla leit mjög litla leiguíbúð í risi sem var alltof lítil fyrir okkur við höfum búið þar frá 1. apríl á síðasta ári en nú hefur þessi ibúð verið seld og við þurfum að yera farin út 1. maí nk. Ég sótti um félagslega íbúð hjá Kópavogsbæ fyrir um hálfu öðru firi og lítið hefur gerst í þeim málum, að undanskildu því að ég fékk bréf um það að ekki væru til leigubúðir hjá bænum. Og ef ég spyr hvað ég eigi að gera ef ég er ekki búinn að fá leiguibúð fyrir þennan tíma, þá er mér bent á Félagsmálastofnun þar sem mér er tjáð að það séu eng- in úrræði handa mér og minni fjöl- skyldu. Þá spyr ég: Ef Félagsmálastofnun hefur ekki úrræði handa mér, hver hefur þau þá? Ég ræddi við félagsmálastjóra Kópavogs sem sagði mér að leita til annarra sveitarfélaga eftir íbúðum. Finnast mér það hálfkuldaleg svör Greinarhöfundur telur að skortur á félagslegum íbúðum í Kópavogi sé mikili. þar sem fjölskyldan er skattgreið- andi í Kópavogi. Ég hef sömuleiðis rætt við Sigurð Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, sem bendir á sína undirmenn. Mér er tjáð að Kópavogsbær sé mjög illa staddur hvað félagslegar íbúðir varðar. Það stingur mikið í augun að á meðan fólk er að berjast fyrir að reyna fá íbúðir hjá Kópavogsbæ þá er bærinn að byggja glæsi- og menningarhóll eins og þetta nýja tónlistarhús. Og leiguverðið er kom- ið út fyrir allt velsæmi. Ég hef heyrt tölur allt upp í 90.000 krónur á mán- uði og allt að 12 mánuði fyrir fram. Hver hefur efni á þessu? Nú spyr ég. Verð ég að fara með konu og tvö börn á götuna eða í tjald, því það eru engar bjargir leyfðar hjá mér? Hver hefur svör við því? Samfylkingín verður forystuafI Breiðhyltingur skrifar: Ég verð að segja að ég skil ekki þetta tal um að Samfylkingin hafi tapað svo og svo miklu fylgi. Þetta er nýtt stjórnmálaafl sem er að mælast i skoðanakönnunum með um og yfir 30 prósenta fylgi í hverri könnuninni á fætur annarri. Svo kemur könnun, sem birt er á vefsíð- unni Visi.is, og þar er Samfylkingin komin í 25 prósent. Það staðfestist svo í næstu könnun að þessi var ekki í neinum takti við það sem raunverulega var að gerast og Sam- fylkingin er þar sem hún hefur ver- ið, með fylgi um þriðjungs þjóðar- innar. Ég man það að hér áður fyrr var talað um skekkjumórk í svona könnunum og þau gætu jafnvel numið nokkrum prósentustigum til og frá. Sérstaklega þegar talað er um svona stóra flokka, eins og Samfylk- ingin mun augljóslega verða. Á sama tíma er litið á það sem ein- hverja stórsókn að þessir græningj- ar bæta við sig einu prósentustigi og þeim er hampað eins og einhverj- um sigurvegurum. Öðruvisi mér áður brá. Samkvæmt því sem hinn virti stjórnmálafræðingur, Ólafur Þ. Harðarson, segir er á mörkunum að þeir nái manni á þing ef þetta yrðu úrslitin. Auðvitað eru tíðindin þau að hér er að verða til stjórnmálaflokkur sem hefur fulla burði til að keppa við Sjálfstæðisflokkinn um forystu í landsmálunum á nýrri öld. En það er ekki nema von að íhaldspressan hafi ekki áhuga á að auglýsa það. Bíleigendum til viðvörunar Birgir Sigurðsson, formaður samvinnufélagsins Hreyfils, skrifar: Það er ekki svo að Bílgreinasam- bandiö sé stofnun sem bifreiðaeig- endur geta leitað til ef bifreiðaum- boð svikja þá. Þessu til staðfesting- ar vil ég segja að fyrir rúmum tveimur mánuðum varð tengdason- ur minn fyrir því að billinn hans bilaði, glussatjakkur fór að leka. Bifreiðin er af gerðinni Citroen BX og er tjakkur þessi ein af lífæðum bifreiðarinnar. Strax var haft sam- band við Brimborg sem hefur um- boð fyrir bílinn. Þar var eiganda bif- reiðarinnar tjáð að því miður hefðu þeir degi áður verið að selja síðasta stykkið af þessari gerð en von væri á nýrri sendingu innan þriggja vikna. Nú líður og bíður og ekki er stykkið til eftir einn og hálfan mán- [LͧH» þjónusta allan sólarhrin^njjtíg Aðéllls 39,90 niímitan ingið í síma iO 5000 ÍÍIIi kl. 14 og 16 Bflar bíða afgreiðslu í Sundahöfn. - Bréfritari telur að allt of löng bið sé eft- ir varahlutum í bíla. uð. Tók ég þá að mér að tala við Bil- greinasambambandið en þar var ætið símsvari fyrir svörum. Svo gerist það að eftir hálfs mánaðar bið að hringt er til mín og í símanum er maður sem segist vera fram- kvæmdastjóri sambandsins. Þegar ég bar fram kvörtun mína við hann sagði hann að Brimborg væri ekki innan þeirra vébanda og þó svo væri kæmi þetta ekki Bilgreinasam- bandinu við. Ég þakkaði manninum skýr og góð svör. Bifreiðaeigendum ætti því að vera til umhugsunar hvort ekki ætti að leggja svona stofnanir niður og það strax. Pólóið skiptir engu Gunnar hringdi: Ég get ekki orða bundist út af þeim áróðri sem er gegn forseta landsins, Ólafi Ragnari Grímssyni. Það virðist sem einhvers konar ófrægingarherferð sé í gangi. í opinberri heimsókn forset- ans tU Póllands hafði einhver sam- band við lesendasíðuna og furðaði sig á því hvor dóttir hans væri með hon- um í för. Hvaða máli skiptir það? Og hvað er svona óeðlUegt við að dóttir forsetans sé með honum í opinberri heimsókn. En það sem fyUti mælinn voru fáránlegar athugasemdir tveggja lesenda hér í DV um afdrif súkkulaði- stykkja, sem forsetanum voru færð að gjöf í PóUandi. Átti hann að fara að senda alþingismönnum Prins Póló í pósti út um aUt land? Smáþjóðin og stórfyrírtækið Binna hringdi: Ég sá það skrifað i Fókusi um dag- inn, að verið var að telja upp atriði sem gerðu ísland að smáþjóð. Eitt þeirra var að „íslensk erfðagreining kom tU íslands". Hvernigí ósköpunum á maður að skih'a þetta? Ég hélt að það væri hrós fyrir íslendinga ef stórfyrir- tæki settist að á landinu og hvað þá eins og í þessu umrædda tilfeUi. Fyrir- tækiö hefur skapað tugum sérfræði- menntaðra íslendinga störf sem ekki þekktust áður hér á landi. Sömuleiðis komu vel menntaðaðir íslendingar heim í hrönnum tU að starfa hjá fyrir- tækinu. Yfirleitt fólk sem ekki fann vinnu við sitt hæfi áður. Svona eiga hlutirnir að vera. Háskólakynning Sveinn Óskar skrifar: Um helgina fór fram kynning á námi á háskólastigi og var að sögn frekar vel sótt. Hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum standi á þvi að á íslandi skuli vera einn stór háskóli, sem sér um meiri- hluta af allri háskólamenntun í land- inu. Þessi stofnun er orðin svo stöðnuð og er nýleg stofnun Viðskiptaháskóla íslands gott dæmi um það. Þar komast færri að en vUja, enda boðið upp á fjöl- breytt og hagkvæmt nám. Viðskipta- deUdin í Háskólanum hefur helst úr lestinni og er hugsanlega samkeppnis- hæf við Færeyjar og Grænland. Það er löngu kominn tími tU að skipta háskól- anum upp í nokkrar deUdir og reyna tryggja að þeir lúti ekki aUir sömu yf- irstjórn eins og í dag. Það leiðir tU betri háskólamenntunar. Bjóðum flótta- fólkinu störf Hilmar skrifar: Það var án efa hetjuskapur hjá ís- lendingum að bjóða fióttafólkið frá Kosovo tU landsins. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig þessu fólki Uður, en það hefur gengið í gegn- um hörmungar sem engin orð fá lýst. Rauði kross íslands á skUdar miklar þakkir fyrir gott starf, sem og aðrar hjálparstofnanir sem að komu þeirra stóðu. Nú hafa fióttamennirnir sagt að þeir vilji vera hér eins lengi og íslensk stjórnvöld vUja leyfa. Og ekki stóð á svarinu hjá utanríkisráðherra sem sagði að þeir gætu verið hér eins lengi og þeir vUja. Ég hvet aUa atvinnurek- endur tU að bjóða fólkinu störf. Hver sá sem býður flóttamanni starf hér á landi má treysta á mín viðskipti. Von- andi er náungakærleikurinn tú staðar. Gæði handboltans Jóhann Ingi hringdi: Ég trúi því nú varla að FH-ingar ætli að komast í úrslitaleikinn í hand- bolta í ár með því að tefia fram leik- mönnum sem voru upp á sitt besta fyr- ir 5-7 árum síðan. í fyrri (fyrsta) leik liðanna, Fram-FH, voru það Guðjón Árnason, Kristján Arason og Gunnar Beinteinsson sem tryggöu FH-ingum sigurinn. Segir þetta ef tU vUl mikið um gæði handboltans á íslandi, en ég tel ljóst að boltinn hafi verið betri fyr- ir nokkrum árum. Flestir landsliðs- mennirnir leika i útlöndum og það gengur hægar en áður að skUa góðum leikmönnum upp úr yngri flokkunum í meistaraflokk. Bregðumst við áður en það verður of seint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.