Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 irijenning Bíódagar í Höfn Reykjavík er betri leikhúsborg en Kaupmannahöfn, en Kaupmanna- höfn er meiri bíóborg. Þó eru marg- ar kvikmyndir sameiginlegar kvik- myndahúsum Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar núna eins og venju- lega. Nýjar amerískar kvikmyndir: Shakespeare ástfanginn, Amerísk saga X, Stóri Joe Young, Ronin . . . Einhverjar bandarískar myndir eru komnar til Reykjavíkur sem eru ókomnar til Hafnar, til dæmis Skuldadagar Mels Gibsons. Ein óamerísk mynd er sameiginleg báð- um borgum þegar þetta er ritað: ítölsk verðlaunamynd hins óviðjafn- anlega Roberto Benigni, La vita e bella, Lífíð er dásamlegt. Þar með er úrvalið í Reykjavík upptalið en Kaupmannahöfn er rétt að byrja. Meðal óamerískra mynda í bíóhús- um Hafnar er My Name is Joe eftir Ken Loach með Peter Mullan í aðal- hlutverki, sem fékk verðlaun fyrir vikið í Cannes í fyrra; nokkrar franskar; Vetrarsvefn eftir Thomas Tykwer, einn ungra leikstjóra sem þykja boða langþráða dögun í þýskri kvikmyndagerð, og rúmensk-franska bíómyndin Hinn ókunni (Gadjo Dilo) sem Tony Gatlif leikstýrir og segir frá ungum Frakka sem villist inn í sígauna- þorp í Rúmeniu og verður vitlaus í stúlkunni Sabinu. Hún er leikin af rúm- ensku söngkonunni Ronu Hartner og er svo sexý, segir einn danskur gagnrýnandi, að Hollywoodpíurnar verða eins og gamalt tyggigúmmí samanbornar við hana! Einnig dregur að nýjasta kvikmynd Jims Jarmusch, Year of the Horse, tónleikamynd um Neil Young og Crazy Horse, sem tekin var 1996. Dogma kveikir í Efst á vinsældalista kvikmyndahúsanna í Danmörku þessar vikumar er dogmamynd númer þrjú, Mifunes sidste sang eftir Sören Kragh-Jacobsen. Þetta er gamansöm mynd um háalvarlegt efni, jafn gamalt mannkyn- inu: Á ég að gæta bróður míns? Ungi uppinn Kresten er að giftast dóttur forstjórans í byrj- un myndar og tengdapabbi lýsir honum í ræðu sinni sem dásamlega frjálsum manni og algerum „opkomlingi“, án fjölskyldu, án fortíðar. Það reynist blekking. Hveitibrauðs- dagamir eru nýbyrjaðir þegar fortíðin eltir Kresten uppi: pabbi hans er dáinn heima á hrörlega bóndabýlinu á Lálandi og bróðirinn Rud, sem er þroskaheftur, er einn eftir og eftirlitslaus. Kresten ætlar rétt að skreppa og kippa þessu í liðinn, en það verður ferðin endalausa. Mifune sem titillinn vísar til er sjöundi samúrajinn i kvikmynd Kurosawa um Samúrajana sjö. Hann var falskur sam- úraji, rétt eins og Kresten er „falskur uppi“, báðir eru í raun og veru sveitalubbar. Mynd- in er rífandi skemmtilega skrifuð og leikin, hefúr sama kost og fyrri dogmamyndir - að þegar tæknin er í lágmarki, eins og kveðið er á um í skírlífisheiti þeirra dogmareglu- bræðra, þá stækkar hlutur leikarans. Aðals- merki dönsku dogmamyndanna þriggja, Veislunnar eftir Thomas Vinterberg, Idíótanna eftir Lars von Trier og Mifune, er leikurinn, innlifaður og ferskur. Kresten sjálfan leikur Anders W. Berthelsen, sem aðdáendur sjón- varpsþáttanna Taxa kannast við í hlutverki hins óútreiknanlega René, vangefna bróður- inn leikur Jesper Asholt óhugnanlega sannfær- andi og ráðskonuna Livu, sem einnig er á hröðum flótta frá fortíð- inni, leikur Iben Hjejle, forkunnarfalleg stúlka sem einnig heillar danska leikhúsgesti um þessar mundir sem per- sónugervingur tálsins í leikritinu Donna Ju- anna í Östre gasværk leikhúsinu. Rebecca Liljeberg og Alexandra Dahlström leika Agnesi og Elínu sem sitja fastar í Fucking Aamaal. ís- lenskir unglingar eiga eftir að fíla þessa kvikmynd - ef þeir fá tækifæri til. Kvikmyndir Silja Aðalsteinsdóttir til dæmis verður þess ekki vart að haldið sé á kvikmyndatökuvélinni í höndunum eins og reglurnar fyrirskipa. Þó fmnst áhorfanda hér, eins og í Veislu Tómasar Vinterbergs, hann stundum beinlinis vera á staðnum, ekki aðeins sem áhorfandi heldur þátttak- andi í atburðum. Enn eitt sem dogmað hefur gefið dönskum kvikmyndaáhugamönnum er eins konar ný og frjó viðmiðun í umræðu Uppgjör bræðranna tveggja í Mifunes sidste sang. Anders W. Berthelssen og Iben Hjejle á flótta frá fortíðinni í Mifu- nes sidste sang. Með og móti dogma Dogmað er besta auglýsingabrella evr- ópskra kvikmynda í þrjátiu ár, segir Sören Kragh, en haiin hengir sig ekki í dogmaregl- um þó að þær eigi sinn þátt í hvað kvik- myndin hans er raunsæisleg og nærgöngul; um bíómyndir. Menn skrifa fram og aftur með og gegn dogma, og snúa upp óvæntustu hliðum. Til dæmis benti gagnrýnandi nýlega á að í dogmareglum segi að dogmamyndir eigi ekki að leggja áherslu á einstaklingsein- kenni heldur sameiginleg einkenni; þær eigi að bera sama svip, vera „uniform“, en þetta hafi fullkomlega mistekist. Þessar kvik- myndir séu í hæsta máta sérstæðar og beri skýran svip leikstjóra sinna. Einhæfar, fjöldaframleiddar Hollywoodmyndir fari miklu nær því að vera samkvæmt dogmareglum. Nú er verið að gera fyrstu dogmamyndina í Bandaríkjunum og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Hættulegur dávaldur og óánægðir unglingar Á topp tíu listanum i Höfn er líka dansk- sænska bíómyndin Magnetisörens femte vinter, gerð af danska leikstjóranum Morten Henriksen eftir skáld- sögu P.O. Enquist með sænskum, dönskum og norskum leikunun. Þetta er ekki dogma- mynd því hún gerist í byrjun 19. aldar (það er bannað í dogma að mynda annað en sam- tímann) og fjallar um dávald sem gerir kraftaverk á ungri blindri stúlku í smábæ í Svíþjóð og er tekinn i guðatölu af íbúum bæjarins. En hylli lýðsins reynist sem jafnan ótraust. Mynd- in er fantalega vel gerð og spennandi og danski leikarinn Ole Lemmeke hreint háskalega heillandi í aðal- hlutverkinu. Þriðja norræna myndin á list- anum er sænska unglingamyndin Fucking Ámál eftir Lukas Moodysson, þrítugan sænskan leikstjóra, sem hef- ur notið einstakra vinsælda í heima- landinu (nærri milljón áhorfendur í Svíþjóð) og sópar nú að sér dönskum unglingum (á öllum aldri!) í haugum. Hún fjallar um unglingahóp í tíðinda- lausum smábæ („fucking kúka Aama- al“, eins og börnin orða það tæpitungu- laust), þar sem unglingunum finnst álíka spennandi að búa og í kirkjugarð- inum, og hávaðann sem verður þegar ný stelpa ílyst til bæjarins og þær fregnir berast út meðal jafnaldranna að hún sé lesbía. „Það er flnt, svoleiðis ætla ég að vera líka,“ segir Elín, sú sætasta á svæðinu, en hinum krökkunum finnst það ekkert sniðugt. Sænsku krakkarn- ir, 15-17 ára, leika eins og atvinnumenn; enda má kannski segja að unglingar viti allt sem vita þarf um kvikmyndaleik eftir allt sem þeir hafa innbyrt af bíómyndum frá frumbernsku. Lukas segist í viðtali aldrei hafa ímyndað sér að myndin næði út fyrir Norðurlönd, en varð að kyngja því að fá verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum, þar sem Mifunes sidste sang fékk raunar silfurbjörninn sjálfan, og það þýðir fyrir sitt leyti að þeim verður dreift vítt um Evrópu. Vonandi er ísland þá í Evrópu. Sveinn talar um Fedru í haust mun Þjóðleikhúsið setja upp eitt af úrvalsverkum leikbókmenntanna, Fedru eft- ir Racine hinn franska, sem uppi var á 17. öld, en í því verki þykja tilfmningar margslungnari og ástríður meiri en víðast hvar annars staðar í frönskum leikritum. Það er Sveinn Einarsson sem leik- stýrir, en hann var á sín- um tíma nemandi franska leikhúsfræðingsins Jacques Scherer við Sor- bonne-háskóla. 1 tilefni þessarar uppsetningar mun Sveinn halda fyrir- lestur um Fedru á vegum Alliance Francaise, Austur- stræti 3 inngangur frá Ingólfs- torgi) annað kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Áhugamenn um Racine og franska leikritun ættu ekki að láta þennan fyrirlestur Sveins framhjá sér fara. Af eitt hundrað úrvals- höfundum t síðustu viku var á þessari síðu skýrt frá yfirgripsmikilli könnun sem gerð var i Bret- landi á þvl hvaða andans verk bæru af þeg- ar til síðustu tvö þúsund ára væri litið. Og þar áður var sagt frá könnun sem verið er að gera hér á landi um bestu skáldverk eftir ís- lendinga sem gefin hafa verið út á þessari öld. Kannanir af þessu tagi eru sem sagt í tísku um þessar mundir. Berast nú tíðindi af könnun sem Spánverjar hafa gert um eitt hundrað bestu bókmenntaverk sem rituð hafa veriö síðastliðin tvö þús- und ár. Fjórir höfundar báru klárlega af; Gabriel Garcia Marquez fyrir Hundraó ára einsemd, William Shakespe- are fyrir Hamlet, Dante fyrir Gleöileikinn guödómlega og Miguel de Cervantes fyrir Don Kíkóta. Um fjórðungur þeirra höfunda sem komust á blað í könnuninni voru annað hvort spænskir eða portúgalskir, og aðeins einn þeirra var ekki af evrópsku eða ensku málsvæði, Egyptinn Naguib Mahfouz. Einungis sjö kon- ur komust á þennan lista yfir úrvalshöf- undana eitt hundrað. Listasöfnin á Netinu Listasafn íslands er nú búið að opna heimasíðu; slóðin er www.listasafn.is, og geta menn nú grennslast fyrir um starfsemi þess án teljandi fyrirhafnar. í því sambandi er ekki úr vegi að benda áhugasömum á slóðir nokkurra helstu listasafna í Banda- ríkjunum og Evrópu. Heimasíða Louvre í París er mistral.culture.fr/louvre; þar hafa menn aðgang að um 900 myndum af verkum, auk þess sem hægt er með 70 mynd- skeiðum að fara 360° hring í 50 sölum safns- ins. Sem er gott og blessað, nema fyrir þá sem vilja gaumgæfa einstök verk. National Gallery of Art í Washington er með slóðina www.nga.gov, en heimasíða þess er ein sú besta, þ.e. aðgengilegasta, sinnar tegundar. Ágæta leiðsögn er að frnna á síðunni, auk þess sem heilmiklar upplýsingar er að finna um 100.000 listmuni í eigu safnsins. Heima- síða National Gallery í Lundúnum er með slóðina www.nationalgallery.org.uk; en hún er ekki sérlega gagnleg, þrátt fyrir fal- legt útlit, því hvorki er fjallaö gaumgæfilega um sathið í heild sinni né einstök verk. Heimasíða Tate Gall- ery i Lundúnum, www.tate.org.uk, er hins vegar til mikillar fyrirmyndar, því þar má fletta upp á þeim 35.000 listaverkum sem safnið á, auk þess sem 8000 þeirra eru á mynd. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um hvaða verk hanga uppi í sölum safhsins á hverjum tima. Og þeir sem vilja tékka á því helsta sem er aö gerast í nýlistinni bresku geta kallað upp heimasíðu The White Cube Gallery i Lundúnum, slóðin er www.whitecube.com. Umsjón Aöalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.