Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRIL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar 5ölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Silkihúfurnar töpuðu stríðinu í gamla daga voru drykkfelldir og arflitlir yngri synir brezkra aöalsætta gerðir aö liðsforingjum eöa sendiráðu- nautum til aö þurfa ekki að hafa ofan af fyrir þeim. Þetta var handhæg leið við að koma vandamáli úr augsýn og er enn notuð víða, einkum þó í þriðja heiminum. Þegar horft er á óskipulagðar og óundirbúnar aðgerð- ir Atlantshafsbandalagsins á undanförnum vikum, er nærtækt að spyrja, hvort þar hafi safnast saman þeir, sem sízt hafi dugað í sveitum liðsforingja og sendiráðu- nauta heima fyrir og verið sendir í útlegð. Þegar þjóðahreinsun Serba hófst í Kosovo, fór Nató að skipuleggja aðgerðir. Bandalagið hafði ekki tilbúnar neinar aðgerðir niðri í skúffu. Þegar viðbrögð Serbiu- stjómar voru önnur en reiknað hafði verið með, voru ekki tilbúnar neinar varaáætlanir niðri í skúffu. Hvað hafa silkihúfur Atlantshafsbandalagsins verið að gera á undanförnum árum? Þær hafa að minnsta kosti ekki fylgst með því, hvernig Bosníuvandinn gróf um sig. Þær hafa að minnsta kosti ekki fylgst með því, sem skrif- að hefur verið og spáð um Kosovovandann. Allar aðstæður voru slíkar, að Nató átti að hafa tilbún- ar áætlanir með ótal afbrigðum, rétt eins skákmeistari við taflborð. Hvergi voru meiri líkur á vandræðum á landamærum Vesturlanda en einmitt í arfaríkjum Júgóslavíu af völdum Slobodans Milosevics. Ekki var svarað grundvallarspurningu eins og þeirri, hvað gera skyldi, ef Milosevic tæki ekki mark á hótun- um. Enn síðar var svarað, hvað gera skyldi, ef Milosevic tæki ekki mark á loftárásum. Samt var búið að segja bandalaginu, að hann mundi á hvorugu mark taka. Komið hefur í ljós í Kosovo, að Nató er pappírstígris- dýr. Það getur ekki stundað annan hernað en takmark- aðan og síðbúinn lofthernað. Flugvélar fara bara á loft, þegar veður er gott. Jafnvel þá er hittni í lágmarki, svo sem áður hafði komið í ljós í loftárásum á írak. Talsmenn Nató eru veruleikafirrtir, þegar þeir gorta af árangri loftárásanna. Hann er hefur enginn verið í heil- ar þrjár vikur. Slobodan Milosevic hefur ótrauður hald- ið áfram þjóðahreinsun og hefur losnað við meira en helming íbúa Kosovo úr landi í fang Vesturlanda. Löngu áður en Kosovo-stríðið byrjaði, var ljóst, að eng- inn árangur mundi nást, nema Atlantshafsbandalagið treysti sér til að senda þangað hundrað þúsund manna landher. Þetta vissi Milosevic og þetta vissu vestrænir fréttaskýrendur. Þetta vissu allir nema Nató. Stríðið við Slobodan Milosevic minnir á stríðið við Saddam Hussein í írak. Það kemur aðallega niður á börnum, konum og gamalmennum, en hittir ekki fýrir ábyrgðarmennina. Loftárásir hámarka volæði almenn- ings, en treysta setu dólganna í mjúkum valdastóli. Úr því að bandalagið treysti sér ekki til að fara með landher inn í Kosovo, átti það ekki að skipta sér af mál- efnum Júgóslavíu og allra sízt að taka ábyrgð á lífi og limum fólks. Aðild Nató hefur gert illt ástand enn verra og bandalagið situr eftir rúið trausti og virðingu. Það hlálega er, að blásnauðu smáríki aftan úr grárri fomeskju Balkanskagans hefur tekizt það, sem Sovétríkj- unum og Varsjárbandalaginu sálugu tókst aldrei, að nið- urlægja Atlantshafsbandalagið og sýna umheiminum fram á, að það er geymslustofnun fyrir silkihúfur. Það eru stór orð að segja, að heimska, vanþekking og reynsluleysi ráði ríkjum í Atlantshafsbandalaginu, en er • þó ekki annað en það, sem liggur í augrnn uppi. Jónas Kristjánsson Tvö álagningarkerfi fast- eignaskatta eru hér á landi. Hefðbundin álagning er á höfuðborgarsvæðinu en álagningarstofn fasteigna- galda á landsbyggðinni er faglega marklaus. Mann- virki eru metin eins og þau væru í Reykjavík. Skatt- byrði á höfuðborgarsvæð- inu ræðst af raunvirði eigna. í dreifbýlinu ræðst hún af ímynduðu verði. Eignir eru skattlagðar eins og þær væru I Breiðholtinu. Sveitarstjórnarmenn börð- ust sjálfir fyrir þessu fyrir- komulagi. Tilgangurinn var að fela háar álagningarpró- sentur fasteignagjalda. Hefðbundnir fasteigna- skattar Fasteignagjöld eru einn helsti tekjustofn sveitarfé- laga. Segja má að gjöldin séu þríþætt. Þjónustugjöld, sem eru sorphirðugjald og vatnsskattur og lóðarleiga, 'UIHIl,. „innan höfuðborgarsvæðisins er fasteignaverð mjög breytilegt. Til dæmis eru eignir á Seltjarnarnesi 10% verðmeiri en almennt gerist á svæðinu." - Frá Sel- tjarnarnesi. Tvöfalt kerfi fasteignaskatta Til þess að halda sömu tekjum og hin þyrftu þau hærri álagningar- prósentu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu notuðu lágar prósentur en höfðu samt meiri skatttekjur en sveitarfé- lög á landsbyggðinni. Um þetta varð á sínum tíma mikil umræða á þingum sveitarstjómar- manna. Landsbyggðar- menn töldu að breyta þyrfti skattlagningunni og auka tekjur sveitarfé- laga sinna. Beinast lá við að rýmka heimildir til að hækka álagningar- prósentuna. Það þótti „Hér hefur lengi veriö mikill verð- munur á eignum í ólíkum sveitarfé- lögum. Skattstofnar sveitarfélaga eru þannig misjafnlega háir. Miöaö viö fasta álagningarprósentu mundu sveitarfélög meö lágt fast- eignaverö fá litla fasteignaskatta. “ Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur sem greiðist fyrir afnot af landi, era óháð fasteigna- mati. Fasteigna- skattinn sjálfan þarf hins vegar að reikna af einhverj- um skattstofni. Skatturinn var ákveðin prósenta af fasteignamati eigna. í þeim til- gangi voru allar fasteignir á land- inu metnar. Matið var grundvöllur eignaskatta og fast- eignaskatta eins og enn gerist í öðrum löndum. Það mið- ast við gangverð eigna á frjálsum markaði. Fast- eignaeigendur greiddu skatt til sveitarfélaga í sam- ræmi við verðmæti fasteigna sinna. Menn hefur oft greint á um skatt- prósentu fasteigna- skatta en ekki að þá skuli reikna af raunvirði eigna. íslenska landsbyggöarleiöin Tekjur sveitarfélaga af fast- eignagjöldum ákvarðast af heild- arfjárhæð skattstofnsins og álagn- ingarprósentunni. Fasteignaverð er í öllum löndum breytilegt frá einu landsvæði til annars. Hér hef- ur lengi verið mikill verðmunur á eignum í ólíkum sveitaifélögum. Skattstofnar sveitarfélaga eru þannig misjafnlega háir. Miðað við fasta álagningarprósentu mundu sveitarfélög með lágt fast- eignaverð fá litla fasteignaskatta. mönnum slæm lausn. í ljós hefði komið að íbúar sumra sveitarfé- laga greiddu hærri skatta af eign- um sínum en íbúar annarra. Þá vaknaði sú hugmynd að finna glæ- nýjan álagningarstofn sem væri nánast hinn sami um allt land. Menn sættust á að meta öll mann- virki eins og þau væra á höfuð- borgarsvæðinu. Allar eignir í Reykjavík Fasteignamat miðast við mark- aðsverð eigna. Fyrir því er löng hefð og reynsla i mörgum löndum. Fasteignaskattar á höfuðborgar- svæðinu eru enn reiknaðir af fast- eignamati eins og tíðkast erlendis. Innan höfuðborgarsvæðisins er fasteignaverð mjög breytilegt. Til dæmis eru eignir á Seltjarnarnesi 10% verðmeiri en almennt gerist á svæðinu. Matsverð samanstendur af lóðarmati og mati mannvirkis. Verðmunur eftir staðsetningu kem- ur fram í breytilegu lóðarmati. Þetta kerfi hefur reynst vel. Kerfi það sem íbúar landsbyggðarinnar búa við er séríslensk uppfinning. Skattar miðast við sérstakan álagn- ingarstofn. Við útreikning hans er gengið út frá þvi að öll mannvirki séu á höfuðborgarsvæðinu en lóðir þó metnar miðað við verðlag í hverju sveitarfélagi. Sú matsstærð sem kemur út er markleysa sem hvorki er unnt að útskýra fyrir fag- mönnum né almenningi. Lækkun fasteignaverðs veld- ur hærri sköttum Skattbyrði fólks á landsbyggð- inni ræðst nú af húsnæðisverði á einu einasta landsvæði, höfuð- borgarsvæðinu. Það hefur ýmsar sérkennilegar afleiðingar. Fast- eignaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú hátt vegna mikillar eftir- spurnar. Hluti af henni skapast vegna þess að fólk flytur í stórum stíl af landsbyggðinni. Jafnframt lækkar fasteignaverð í dreifbýlinu og fasteignamat eigna einnig. í venjulegu efnahagskerfi mundi skattbyrði íbúa sem eftir eru létt- ast. Fasteignaskattkerfi lands- byggðarinnar virkar hins vegar þveröfugt. JSú verðþensla sem bú- setuflutningarnir valda á höfuð- borgarsvæðinu hækkar sjálfkrafa álagningarstofn fasteigna á lands- byggðinni. Um leið þyngist skatt- byrðin í dreifbýlinu. Stefán Ingólfsson Skoðaiúr annarra Endurvinnsla sorps „En hvernig eigum við að gera það upp við okkur hvort rétt sé að endurvinna eöa urða sorp? Sjálfsagt telja ýmsir (ekki síst sjálfskipaðir umhverfisverndar- sinnar) svarið við þessari spurningu einfalt: „Við verð- um að endurvinna til að heimurinn drukkni ekki í sorpi.“ En svarið er ekki svona einfalt. Það er afar mis- jafnt hve land undir urðun er aðgengilegt. í Bandaríkj- unum, sem era þekkt fyrir að vera mesta neysluþjóðfé- lag í heimi, er talið að til þess að farga öllu sorpi sem fellur þar til á næstu öld þurfi 100 metra djúpa holu sem nær yfir 0,002% af öllu landi. Hér á landi er staðan sjálf- sagt svipuð og í Bandaríkjunum en í þéttbýlum löndum getur dæmið litið öðruvísi út.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 11. apríl. Mismunandi lífsskoðanir „Ein af ástæðum fyrir sigrum vinstri manna síðustu ár er mikilvægi velferðarmála. Vinstri hreyfingin er sprottin úr jarðvegi verkalýðsbaráttu sem er samofin baráttu fyrir jafnari lífskjörum og samhjálp á sviði heil- brigðis- og velferðarmála. Þessir þættir skipta vaxandi máli hérlendis. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin endurspegla mismunandi lífsskoðanir og brýnt er að kjósa milli þeirra." Heimaslða Ágústs Etnarssonar 12. april. Samskipti við námsmenn „Þetta er skrýtin röksemdafærsla og stenst alls ekki, því að ég tók við málefnum LÍN í miklu uppnámi og þótt Röskva færi með mál námsmanna við HÍ og margir teldu LÍN-málin helsta pólitíska vandamálið i samstarfi innan ríkisstjórnarinnar náðist góð sátt um breytingar á iögunum um LÍN. Næsta skref var að bæta hag náms- manna með því að hækka lánin og það er unnt að gera nú þegar reynsla hefur fengist af hinum nýju lögum. Fráleitt er að ræða mál með þeim hætti, að samskipti mín við námsmenn byggist á því, að ég sé óvinur allra námsmanna.“Björn Bjamason á heimasíðu slnni 11. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.