Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRIL 1999 13 Frelsið kemur Arni Bergmann rithöfundur ritaði grein i DV þann 25. mars, þar sem hann fjallaði um viðtal sem tekið var við mig í Stúdentablað- inu fyrir skömmu. Virðist hann hafa misskilið eitt svar mitt, sem ég hefði sjálfsagt getað orðað skýrar. í viðtalinu sagði ég að þótt ég hefði skoðanir um að frelsi ætti að vera meginregla i öllum málum, þ.m.t. í fíkniefnamálum, þá teldi ég að forystu- menn Sjálfstæðis- flokksins ættu að ¦ velja mál á stefnu- skrána sem líklegt er Kjallarinn Gunnlaugur Jónsson stjórnarmaður í Heimdalli að hljóti ir við að betri hljómgrunn. Þessi orð má vissulega ekki skilja á þann hátt að ég vilji að Sjálfstæð- isflokkurinn setji hvaða mál sem er á stefnuskrána, sem llk- legt er að hljóti góðan hljómgrunn. Hann á að einbeita sér að þeim stefnumálum sínum sem raunhæft er að nái fram að ganga. Fullur hugur verður að fylgja máli. Vali baráttumála á stefnu- skrána á flokkurinn að haga þannig að sem mest frelsi náist á sem skemmstum tíma. Hins vegar held ég raunar að flokksmenn séu stundum of hrædd- boða frelsi. Þeir ættu oft að ganga lengra, því máttur rök- semdanna fyrir frelsinu er mikill. Frelsið er betra en atkvæð- in Árni spyr hvort við ungliðarnir í Sjálfstæðisflokknum séum að segja að frelsi sé að visu gott, en atkvæðin betri. Svarið er nei. Frelsið er betra en atkvæðin. Mér er sama þótt við fáum engin at- kvæði, svo lengi sem við njótum „Árni spyr hvort við unglidarnir í Sjálfstæðisflokknum séum að segja að frelsi sé að vísu gott, en atkvæðin betri. Svarið er nei. Frelsiö er betra en atkvæðin." Frá landsfundi Sjálfstœóisflokksins. „Þessi orð má vissulega ekki skilja á þann hátt að ég vilji að Sjálfstæðisflokkurinn setji hvaða mál sem er á stefnuskrána sem líklegt er að hljóti góðan hljómgrunn. Hann á að ein- beita sér að þeim stefnumálum sfnum sem raunhæft er að nái fram að ganga." frelsis, Eg veit það þó að þetta verður að fara saman. Til þess að auka frelsi þurfum við atkvæði. Atkvæðin má hins vegar ekki fá á fölskum forsendum og afkvæðin mega ekki fást með lýðskrumi heldur með því að útskýra hug- sjónir okkar svo að fólk skilji þær. Það hefur verið ágætis fyrir- komulag á frelsisbaráttu Sjálf- stæðisflokksins á síðustu áratug- um. Flokkurinn hefur náð miklum árangri. Þróun mála hefur gjarnan verið þannig að fyrst boða unglið- arnir hugsjónir um frelsi á ein- hverju sviði, sem hljóma jafnvel framandi og stuðandi. Stuðningur við þær eykst smám saman í þjóð- félaginu. Sjálfstæðisflokkurinn tekur málið upp á arma sína og nær breytingum fram á Alþingi. Nokkrum árum slðar eru svo tek- in viðtöl við vinstri menn sem stóðu gegn breytingunum og þeir spurðir hvers vegna í ósköpunum þeir hafi verið á móti. Þeir svara þá yfirleitt þannig að þeir telji að breytingarnar hafi ekki verið tímabærar, eða þá að þeir hafi bara verið á móti framkvæmdinni. Hægriróttæknin er ekki bara meinlaus Árni telur að þessi hægriróttækni sé meinlaus. Ég er sammála honum um það. Hún er ekki bara meinlaus __, heldur er hún til þess fallin að bæta mjög hag manna. Hún hefur fært okkur mikið frelsi á síðustu áratug- um. Frelsi, sem nú þykir sjálfsagt, þótti áður fyrr vera öfgar, til dæmis þegar nú- verandi forystumenn Sjálfstæðis- flokksins voru að boða frelsi í versl- un og viðskiptum á sínum yngri árum. Árni vill samt sennilega meina að hægriróttæknin sé mein- laus vegna þess að hægriróttækling- ar muni aldrei hafa nein áhrif. Það held ég að hafi verið afsannað. Að lokum langar mig að spyrja Árna hvort hann vilji ekki senda mér eintak af sáttmála sem hann talaði um i greininni sinni og nefndi samfélagssáttmála. Vinstri menn nota gjarnan svona orð til að réttlæta margvisleg mannrétt- indabrot. Þeir telja þá væntanlega að borgararnir nafi skuldbundið sig til þess að þola alls kyns frels- isskerðingu. Ég veit ekki hvenær undirritunin fór fram. Hún hefur alveg farið fram hjá mér. Kannski hef ég ekki verið fæddur. Gunnlaugur Jónsson Eölileg útgjöld DV slær því fram í leiðara sl. föstudag að heilbrigðiskeríið sé í ógöngum, þar stjórni menn með smáskammta- lækningum að eigin geð- þótta, jafnvel eftir ábend- ingum fjölmiðla. Þessum vangaveltum ritstjóra er eðlilegt að svara. Framkvæmd og frasar Fyrst skal tekið fram að grundvallarbreyting- ar hafa verið gerðar á ís- lenskri heilbrigðisþjón- ustu á kjörtímabilinu. í fyrsta lagi hefur grunn- þjónustan, heilsugæslan, verið byggð enn frekar upp. í öðru lagi hefur ^^.^^^ forstjóri verið skipaður til að stjórna sjúkrahúsunum í Reykjavík, með það að markmiði að einfalda stjórnun og auka samvinnu þessara mikilvægu stofnana, sem taka til sín drjúgan hluta heilbrigðis- útgjalda. í þriðja lagi hefur verið horf- ið frá stefnu fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra að „auka kostnaðarvitund" sjúkra með þjónustugjöldum. í fjórða lagi hefur verið ráðist í að byggja barnaspítala og í fimmta lagi hafa heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verið sameinaðar undir eina stjórn til einfóldunar, til að tryggja þjónustu og öryggi við íbúana á viðkomandi svæðum og til að skapa starfsmönn- um viðunandi faglegt umhverfi. Hér eru aðeins talin upp fimm atriði af stefnu framsóknarmanna í heilbrigð- ismálum. Einföldun Ritstjóri DV setur fram í löngu máli einfaldan boðskap: „Mara sam- keppnisleysis" hrjáir íslenskt heil- brigðiskerfi. Þessar aðstæður „hækka Kjallarinn Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og fyrsti þingmaöur Vestur- lands kostnað og draga úr framleiðni", segir rit- stjórinn, og lausnarorð hans er „lögmál sam- keppninnar". Samkeppni er vissu- lega ríkjandi í heil- brigðisþjónustunni. Starfsfólk ber sig stöðugt og sína stofnun saman við aðrar, en einkum þó við útlönd. Ritstjóri áttar sig hins vegar ekki á að lögmál samkeppni þurfa ekki að skila sömu hag- kvæmni og í ýmsum öðrum greinum. Sam- keppni getur nefnilega hækkað kostnað í heil- brigðisþjónustunni. ^^_^^_ Til dæmis ef við réð- umst í að byggja upp aðra vökudeild - eða annan Barna- spitala. Hlutfall heilbrigðisútgjalda af þjóð- arframleiðslu í Bandaríkjunum var 8,9% árið 1980. Árið 1998 var þetta hlutfall komið í 13,7%, eða rúmlega 4000 dollara á hvem Bandaríkja- mann. Jafnframt þessu hafa 15% Bandaríkjamanna litlar heilbrigðis- tryggingar og njóta lélegrar þjónustu. I bullandi samkeppni og einkareknu heilbrigðiskeríi er kostnaðurinn á mann um 300 þúsund krónur á ári. Á Íslandi er er kostnaðurinn á mann 150 þúsund á ári, eins og ritstjóri bendir réttilega á í leiðara sínum. Á íslandi vilja menn ekki þessa 'amer- ísku martröð, þar sem óheft sam- keppni ræður fór. Okkar frammistaða er enn betri þegar haft er í huga fá- mennið og hin dýra tækni sem íslend- ingar eru manna fljótastir að tileinka sér. Trúboð „...1980 námu útgjöldin á hvern mann 93 þúsund krónum á verðlagi siðasta árs. Keríið kostar því 56 þús- und krónum meira á mann á síðasta ári en fyrir tæpum tuttugu árum." Þetta eru óbreytt orð ritstjóra DV og þetta lítur svo sannarlega illa út. Ef ég vissi ekki betur hefði ég hrokkið illa við „ábendingu fjölmiðilsins". Ritstjórinn lætur þess ekki getið að heilbrigðisútgjöld á mann eru jafh mikil nú og fyrir áratug, eða 1989. Heilbrigðisútgjöld á mann eru nú svipuð og þau voru árið 1991, en hafa hækkað nokkuð frá 1995, mestan part fyrir þá sök að hlut- ur launa i sam- neyslu heilbrigðis- þjónustunnar hefur hækkað umtalsvert frá 1995 og gríðar- lega frá 1989. Út- gjöldin á mann hafa með öðrum orðum fram undir það síðasta ekki hækkað í 14 ár. Þvi er hins vegar ekki að leyna að aðlögun- arkjarasamningarnir sem gerðir voru á síðasta ári, hafa reynst miklum mun kostnaðarsamari en samninga- menn sáu fyrir. Kostnaður og þjónusta íslendingar hafa almennari, greið- ari og auðveldari aðgang að heilbrigð- iskerfinu en þeir sem njóta svipaðra lífsskilyrða í nálægum löndum. Þjón- ustan er hér fyrir alla aldurs- og þjóð- félagshópa. Þetta er aðalsmerki ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu. Kostn- aður er hér ekki hærri en annars staðar, þjónustan er fyllilega sam- bærileg við það sem best gerist meðal muljónaþjóða og þrátt fyrir „sam- keppnisleysið" hefur gríðarleg fram- þróun orðið innan heilbrigðisþjónust- unnar. Þetta sýnir ekki hvað síst að heilbrigðisstarfsmenn eru hér vak- andi fyrir nýjungum og um leið gæta þeir fyllstu hagkvæmni í störíum sín- um. Sú stefnumótun í heilbrigðsmálum sem drepið var á í upphafi miðast við að halda kostnaði svipuðum og hann er í dag, án þess að skerða þjónustuna - eða láta sjuklinga greiða fyrir hana meira en þeir gera nú. Þetta hefur í stórum dráttum tekist frá 1995. Flókn- ari aðgerðir, dýrari lyf, uppbygging heilsugæslunnar og betri þjónusta hefur ekki leitt til aukinna útgjalda, „Ritstjórinn [Óli Björn Kárason] lætur hess ekki getið að heilbrigðisútgjóld á mann eru jafn mikil nú og fyrir ára- tug, eða 1989... Útgjöldin á mann hafa með öðrum orðum fram undir það síðasta ekki hækkað í 14 ár." umfram það sem eðlilegt getur talist Þessi stefna sem rikisstjórnin hefur fylgt á kjörtímabilinu og ég er sátt við, gengur að sumu leyti gegn hug- myndunum sem sjálfstæðismenn sumir halda nú fast fram með löngum greinum í Morgunblaðinu. Stefnan gengur í fiestum atriðum gegn hug- myndafræði fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra um „kostnaðarvitund sjúk- linga". Lögmál viðskiptalífsins og mark- aðslausnir hafa skilað okkur mjög langt, en reynslan kennir mér hins vegar að heilbrigðisþjónustan lýtur öðrum en umfram allt flóknari lög- málum. Þótt lögmálin séu flókin þá veit ég mætavel hvað það þýðir þegar menn segja: Það þarf að ná meira fé inn í heilbrigðisþjónustuna. Það þýð- ir einfaldlega það sama og „að auka kostnaðarvitundina", það þýðir að sjúklingarnir eigi að greiða meira úr eigin vasa. Því er ég andvíg. Ofri Hauksson, ao- stooarmaour for- sætisráohcrra. Með og á móti Er fjármálastjórnun rikis- stjórnarinnar eölileg? Kosningabrella Samfylkingar „Erlendar lánastofnanir veita ís- lenska ríkinu sífellt betri lánskjör. Matsfyrirtæki gefa íslandi sífellt hærri einkunn- ir fyrir efna- hags- og að- haldsstefnu sína. Verðlag hefur verið afar stöðugt um ára- bil. Kaupmátt- araukningin í landinu er sú mesta í íslands- sögunni og at- vinnuleysi er svo gott sem horfið. Skattar fara lækkandi og skuldir ríkisins eru greiddar niður um 35 milljarða á tveimur árum. Þá reynir Össur Skarphéðinsson að draga upp sér- lega dökka mynd af stöðu mála! Vissulega hefur verið viðskipta- halli eins og jafhan gerist eftir að kreppu lýkur. Fjárfestingar og við- hald höfðu setið lengi á hakannm. Fólk treystir því að stöðugleikinn verði ekki eyðilagður og byrjar að búa í haginn sem getur verið kostnaðarsamt í ákveðinn tíma. Ríkissrjórnin hefur gætt vel að. Skuldir ríkisins lækka hratt, einkavæðingu hefur verið hraðað sem slær á peningamagn í umferð og hvatar til hlutabréfakaupa og lífeyrissparnaðar hafa verið aukn- ir. Enda fer viðskiptahallinn nú hratt minnkandi þótt áfram verði að hafa vakandi auga. Hins vegar eru sveitarfélögin áhyggjuefni, sér- staklega það stærsta, sem hækkar skatta og safnar skuldum í miðri uppsveiflunni. Reykjavíkurborg takmarkar jafnframt svo framboð lóða að fasteignaverð á höfuðborg- arsvæðinu pressast upp og ýtir undir lántökur. Össur ætti frekar að líta þangað en að fylla fólk óör- yggi og þyrla upp kosningaryki." Viðskiptahallinn er tímasprengja „Ríkisstjórnin hefur misst tökin á viðskiptahallanum. Gagnstætt því sem Geir Haarde segir fer hann vaxandi. Hallinn grefur undan genginu og í framhaldi getur verðbólg- an farið úr böndum. í þessu efni hefur stjórninni orðið á röð mistaka. Ég get í fljótu bragði nefnt fernt: Aðferðin sem notuð var til að einkavæða bankana var útlána- hvetjandi og jók því þensluna. Skattalækkun yfir línuna þegar hagkerfið er að ofhitna er einfald- lega heimskuleg og vegur að rótum stöðugleikans. Ríkisstjórnin náði ekki afgangi á fjárlögum nema með því að seVja eignir ríkisins, sem er afar slök frammistaða í góð- æri og ekki likleg til að draga úr þenslu. Síðast en ekki síst hafa yf- irlýsingar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar fyrr í vetur vakið væntingar um miklu lengra góðæri en innstæða er fyrir eins og nú er komið i ljós. Þær leiddu hins vegar til mikillar bjartsýni al- mennings og ýttu undir lántökur og neyslu sem örvar viðskiptahall- ann. í þessu efni hefur ríkissrjórn- in fallið á prófinu. Tökin á ríkisfjármálunum má svo meta út frá þeirri staðreynd að fjármálaráðherrann veit ekki einu sinni hve mikill halli var á ríkis- sjóði í fyrra. Varla er það til marks um traust tök, eða hvað?" -KJA Ossur Skarphéðins- son alþinglsmaour.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.