Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 14
14 i m z í ÞRIDJUDAGUR 13. APRIL 1999 k#V#mV%i Sporin áfletinum taka smám saman á sig mynd. Þegar upp er staðið er þessi mynd orðin að listaverki. Listamenn- irnir, sem hér er rætt við, segja þetta einungis áhugamál. Út ' ¦,:¦ '\ ¦ v o i • • # # - - ¦^í; 9 Hrafnhildur og riddararnir sex JWti fyrri öldum máttl á mörgum íslenskum heimilum sjá for- 'láta teppi sem skartaði sex riddurum. Eitt slíkt hefur hangið uppi í Þjóðminjasafninu. Teppið er vinsælt enn þann dag í dag og marg- ir sitja og sauma út eftirlíkingar. Hrafnhildur Magnúsdóttir banka- starfsmaður er í þeim hópi. „Ég hef sjaldan gert handavinnu sem mér finnst eins skemmti- leg." Saumaskapurinn tók nokkra mánuði þótt Hrafn- hildur hafl setið og saumað á því tíma- bili en ára- tugur er Iiðinn síð- an mynd komst á teppið. ís- lenskara get- ur teppið varla verið en það er saumað með gamla ís- lenska kross sauminum. „Ég saumaði teppið með vissan vegg í „Eg hef sjaldan gert handavinnu sem mér finnst eins skemmti- leg." einum ganginum á heimili mínu í huga. Þegar það var tilbúið sá ég að það passaði ekkert á vegginn. Það var því hengt upp í stofu." Hrafnhildur seg- ir að það skipti engu máli h v a ð a stíU sé r í k j - andi á heimilum - riddarateppið passi alls staðar. „Þetta er eins og fallegt málverk." Þegar riddarateppið var komið á sinn stað hóf Hrafnhildur að sauma enn stærra teppi sem kallast Ævi Jesú. Það er saumað með sama saumi og riddarateppið og í því eru sömu litir. Hrafnhildur er ekki enn búin með það teppi. Dóttir hennar mun hins vegar hengja það upp hjá sér þegar saumaskapnum lýkur. Fyrir utan Ridd- arateppið eru tveir klukku- strengir eina út- saumaða handa- vinnan sem I hangir uppi á heimili Hrafn- [ hildar. „Það er gaman að sauma út og skemmtilegt að sjá verkið verða að einhverju í höndunum á manni. Mér fínnst svo gaman að skapa eitt- hvað." Hrafnildur á eftir að skapa meira. Hún á þrjú börn. Eitt þeirra fær Ævi Jesú. Hún á eftir að sauma eitthvað fyrir hintvö. -SJ „Eg ætla bara að klára það sem ég á. Eg er ekki viss um að ég kaupi mér neitt þegar ég er búin með þetta." Nálin í stað prjónanna í/k nna Þórarinsdóttir gekk í JH| Húsmæðraskólann á Hall- ^^*ormsstað á fimmta áratugn- um. Eins og aðrar tilvonandi hús- freyjur lærði hún þar listina að sauma út og prjóna - þar lærði hún m.a. gobelinsaum og forníslenskan saum. Áhuginn á hannyrðum kviknaði innan veggja skólans. Hún hafði þó saumað og prjónað fyrir þann tima. Af saumaskapnum finnst henni mest heillandi að telja út. „Það er mest spennandi að sjá hvernig þetta skapast." Hún segist ekki halda að eitthvert listamannseðli í sér brjót- ist þá upp á yfirborðið. „Ég held að þetta sé meira áhugi." Anna var með stórt heimili á árum áður og vann í ræstingum í tæp 40 ár samhliða því að passa barnabörnin. Útsaum- urinn lá því niðri áratugum saman þótt hún hafi bók- staflega haft ýmis- legt á prjónunum í gegnum árin. Hvað prjónaskapinn varðar prjónaði Anna m.a. peysur fyrir ístex á sínum tíma. „í gamla daga prjónaði ég stundum peysur sem ég seldi í Rammagerðina og Álafoss." Hún hætti þvi fyrir um 10 árum. „Það var svo mikið framboð." Nálin tók hins vegar við af prjón- unum fyrir rúmu ári þegar hún hætti að passa barnabörnin. „Þá byrjaði ég að klára púðana mína sem ég er búin að eiga í yfir þrjátíu ár. Þeir voru búnir að liggja niðri í saumaborði." Anna hlær aö þessu framtaksleysi sínu. „Ég er núna að sauma rósamynsturspúða." Púðinn er einn af þeim sem legið höfðu í saumaborðinu. „Ég ætla bara að klára það sem ég á. Ég er ekki viss um að ég kaupi mér neitt þegar ég er búin með þetta." Anna er spurð hvað hún ætli að gera við alla púðana þegar hún verður búin með þá. „Ég veit það ekki. Það hirðir þá einhver þegar maður er horfinn." -SJ Leikur með liti „Það eru ekki mörg ár síðan fólki fannst hálf hallæris- legt að vera að sauma út og prjóna. Núna er það hins vegar svolítið inni á kortinu." ' DV-mynd Teitur Kristín Gylfadóttir var sjö ára þegar móðir hennar kenndi henni að prjóna. „Ég man eft- ir henni alltaf með eitthvað í hönd- unum. Hún var að sauma kjóla á okkur systurnar og að prjóna peys- ur á allan systkinahópinn." Kristín segist hafa verið heppin með handmenntakennara í grunn- skóla. „Áhugi minn á hannyrðum var aldrei drepinn niður, hvorki í skólanum eða heima. Uppeldið var líka þannig að ég sat aldrei aðgerða- laus. Ég var annað hvort að lesa eða með handavinnu." Þótt Kristín hafi verið iðin með prjónana hefur nálin líka heillað. Henni finnst hönnun Kaffe Fassett sérstaklega áhugaverð. Hún hefur saumað mynd og púöa sem er hönn- un hans. Núna er hún með annan púða eftir hann á milii handanna. „Það sem heillar mig við Fassett er hvað hann getur leikið sér með liti í sama mynstrinu. Þegar ég hef prjónað mynstur eftir hann verð ég að halda áfram því mér finnst ég verða að sjá hvernig næsti litur passar við þann lit sem ég er að nota." Kristín vinnur vaktavinnu. Oft þegar hún kemur heim um miðnætti finnist henni gott að setj- ast niður með h a n d a vinnu í u m hálf- tíma. „Það er nóg til að ég fari afslöpp- uð í rúmið." H ú n segir að al- menn- ingur s é fyrst núna farinn að velta fyrir sér vinn- unni á bak við útsaum og prjðna- skap. „Það eru ekki mörg ár síðan fólki fannst hálf hallærislegt að vera að sauma út og prjóna. Núna er það hins vegar svo- lítið inni á kort- inu." -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.