Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 16
16 'l: bíJ^JjJ- ÞRIDJUDAGUR 13. APRIL 1999 motorfaki fráum Þegar sólin hækkar á lofti dusta mótorhjólaáhuga- menn rykið afmótorfák- unum, sem legið hafa í htði yfir vetrarmánuðina. Þetta sama fólk fer þá úr hefðhundnum vinnufötum en fer t staðinn t svarta leðurgalla og setur á sig hjálm. Þá þekkir enginn þingmanninn, kaupmann- inn... Með blómvönd frá þing- flokknum í bakpoka um farið á hjólinu niður í þing og í ráðuneytin á fundi - og auðvitað vakið athygli kollega sinna. „Það sem heillar mig helst við mótor- hjólið er frelsið s e m það Siv Friðleifsdóttir alþingismaður: Það alltaf gott þeg- ar vorið kemur og það styttist í að maður geti notað mótorhjólið. Ég fer af stað þegar það er orðið hlýtt í veðri. Mér finnst ekk- ert gaman í vondu veðri og það er kaldara en margur heldur aö þeysa um á mótorhjóli," sagði þingmað- urinn Siv Friðleifsdóttir þegar Til- veran heimsótti hana á dögunum. orhjólin eru eins konar fjöl- skyldusport hjá Siv, því systkinahópurinn, tveir bræður og tvær systur, eru öll með vélhjóla- próf. „Þetta er sennilega dálítið sér- stakt hjá okkur að vera fjögur systk- ini með mótorhjólapróf, en ég og Ingunn Mai systir min eigum hjólið saman," segir Siv. Mótorhjólið er fyrst og fremst frí- stundagaman hjá Siv, en hún viður- kennir að hún hafi nokkrum sinn- veitir manni og krafturinn sem maður finnur í tækinu. Ég hef gaman af því að ferð- ast á þvi á góðviðrisdögum. Það er allt önnur og skemmtilegri tilfinn- ing að sitja á hjóli miðað við það að vera inni í bíl. Maður sér hlutina í annarri vídd." Vlrtist ekki þekkja mig Siv er glæsileg þegar hún er komin í leðurskrúðann, en hún segir leðrið lífsnauðsynlegt þegar ekið er á mótorhjóli. „Leðrið bjargar miklu; bæði hvað varðar kulda og ekki síst slysahættu. í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hef ég í gegnum tíðina meðhöndlað marga eftir vélhjólaslys. Fólk verður að vera þess meðvitað að það getur verið hættulegt að ferð- ast á vélhjóli og ég reyni alltaf að fara varlega," segir Siv. Þegar Siv er beðin að rifja upp skemmtilega sögu í sambandi við mótorhjólið, segir hún fyrst koma upp í hugann atvik sem átti sér stað í fyrra. „Ögmundur Jónasson var að fagna fimmtugsafmælinu sínu og ég ákvað að fara á hjólinu í veisluna. Ég setti blómvönd frá þingflokki framsóknarmanna í bakpoka og lagði af stað. Það var svolítið fyndið að þegar ég tók af mér hjálminn og heilsaði afmælis- barninu, sem þekkti mig strax, tók ég eftir því að Ólafur G. Einars- son, forseti þingsins, sem stóð við hlið Ögmundar, horfði skringilega á mig. Hann virtist ekki þekkja mig í þessari múnderingu og það var ekki fyrr en ég sagði: Blessað- ur, þetta er Siv, að hann kveikti á perunni og fór að hlæja," segir Siv Friðleifsdóttir. -aþ Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður: Ekkert sem truflar Þorsteinn Hjaltason, fólk- vangsvörður í Bláfjöllum, þeysist um á snjósleðum og skíðum á veturna. Á vorin dustar hann rykið af Suzuki Intruder mót- orhjólinu sínu sem hann keypti í fyrravor. „Draumurinn um að kaupa hjól hafði blundað lengi í mér," segir Þorsteinn. Hjólið, sem er svart og grænt, er 1500 cc. Hann segir að sérstók tilfinning vakni þegar hann þeysist um á vél- knúna mótorfáknum úti á landi. „Þetta er eithvert frjálsræði. Mað- ur er einn í sínum hugarheimi og það er ekkert sem truflar. Ég losna líka við spennu ef hún er fyrir hendi. Ef ég hjóla hins vegar í bænum er ég ákaflega upptekinn við umferðina því það má aldrei af henni líta." Þótt Þorsteinn hafi ekki keypt mðtorhjól fyrr en í fyrravor hefur hann haft próf á slíkan farkost í um 40 ár. „Ég vann til margra ára á bílaverkstæði lögreglunnar og sá mikið um viðhald og viðgerðir á Þá mótorhjólunum í flotanum lærði ég á mótorhjól." Þorsteinn hefur viðrað hjólið tvisvar sinnum á þessu vori. Lok- að var í fjöUunum annan í páskum og þá notaði hann tækifærið og sýndi sig og hjólið í Reykjavík og nágrenni. Ferðirnar eru þó stund- um lengri. í fyrrasumar fór hann hringinn í kringum landið auk þess að fara aðra ferðir á Snæfells- nes og út á Reykjanes. Hann býst við að fara aftur hringinn í sumar. Konan hans situr stundum aftan á og eru þau þá bæði i réttu göllun- um - í leðursamfestingum og með hjálma. „Ég hef afskaplega mikla ánægju af þessu." Þorsteinn kemst á eftirlaun eftir fjögur ár. „Ég vona að ég verði þá svo frískur að ég geti leikið mér meira. Ég á svo mörg áhugamál," segir fjallkóngurinn. Fyrir utan að sitja á mótorfákinum fer hann mikið í ferðalög og stundar fjall- göngur. -SJ „Þetta er eltthvert frjálsræöi. Maður er einn í sínum hugarheimi og það er ekkert sem truflar. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.