Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 Torfi Hjálmarsson gullsmiður: Rosaleg útrás g byrjaði ung- ur að aka mót- orhjólum en ég tók próf á stórt hjól þegar ég var rúm- lega tvítugur. Ég keypti mér síðan 20 ára gamalt Tri- umph-hjól sern mig hafði lengi dreymt um,“ segir Torfi Hjálmarsson gull- smiður. t dag á hann nýlegra Tri- umph-hjól, sem hann kallar götu- hjól, auk þess sem hann á Husaberg- torfærumótorhjól. Hann hefur keppt á hjólinu en segist ekki berjast um toppsætin. „Ég hef gaman af að lagfæra og gera upp mótorhjólin mín og á margar stundimar úti í bíl- skúr þar sem ég geymi þau. Skemmtilegast finnst mér þó að keyra þau.“ Torfi notar hjólin allt árið og 8 ára sonur hans, Freyr, á lítið Suzuki-hjól. Á veturna aka þeir á ísi lögðum tjörn- um og á harðfenni. Á sumrin aka þeir á lokuðum brautum og svæðum. Torfi segist löngu hætt- ur að rúnta í bænum. „Ef ég fer eitt- hvað á götuhjólinu þá fer ég út úr ánægju.“ Torfi fer alltaf með félaga sínum hring- inn í kringum land- ið einu sinni á ári á gamla hjólinu. Ferð- in tekur um viku. „Við hjónin reynum síðan að fara tvö saman út á land og situr konan þá aftan á.“ Torfi gefur ekki bensínið í botn á göt- unum. Útrásina fær hann þegar hann er á torfærumótorhjól- inu. „Þetta er svaka- lega mikil útrás. Ég elska að finna mig frjálsan á stöðum þar sem hvergi sjást umferðarmerki og ég set engan í hættu nema sjálfan mig. Þessu fylgir oft mik- ill hraði og gífurleg átök. Á torfærumót- orhjólinu er ég alltaf að reyna að sigra sjálfan mig og þegar vel gengur líður mér ótrúlega vel. Það er eflaust á við langar setur hjá sálfræðing- um að sitja gott mót- orhjól. Þegar ég kem heim úr góðum túr er ég afslappaður og tilbúinn að takast á við umhverfið og þær kröfur sem hvundagurinn gerir.“ -SJ „Á torfæruhjólinu er ég alltaf að reyna að sigra sjálfan mig og þegar vel gengur líður mér ótrúlega vel.“ DV-mynd Teitur bænum og þá helst í lengri ferðir, eins og norður á Akureyri. Torfæru- hjólið veitir mér þó meiri útrás og 17 Harley Davidson hjólið er búið að liggja í híði í vetur. DV-mynd Teitur Bolli Kristinsson kaupmaður: Skipt um jakka „Það er ekkert mál að skipta um jakka," segir Bolli Krist- insson, kaupmaður í tísku- versluninni Sautján. í vinnunni er hann klæddur í jakka samkvæmt nýjustu tísku en þegar hann situr á rauða Harley Davidson-mótorhjól- inu er hann í grófum, svörtum leð- urjakka. „Mér finnst að karlmenn eigi að kunna að keyra mótorhjól. Mér finnst líka gaman að sjá konur á mótorhjólum. Sumar eru svakalegir ökumenn." Bolli var 15 ára þegar hann fékk skellinöðru. „Ég eignaðist mótor- hjól þegar ég var 17 ára. Þetta blundaði alltaf í mér. Svo sá ég þetta fallega Harley Davidson hjól til sölu fyrir tíu árum. Eg gat ekki staðist freistinguna að eignast það. Ég hef verið mjög ánægður með það. Það er skemmtilegt að eiga svona hjól sem er mikill gripur.“ Hann hefur farið styttri ferðir á hjólinu: til Selfoss, austur í sveitir og upp í Kjós. „Stundum fer ég einn en stundum situr einhver aftan á.“ Harley Davidson-hjólið hefur rödd sem Bolli segir að sé engu lík. „Framleiðendur hjólanna reyndu aö fá einkaleyfi á þessu sérstaka hljóði þar sem japönsku hjólaverksmiðj- umar voru famar að reyna að gera eftirlíkingar." Bolli vonast til að eiga rauða Harley Davidson-hjólið alla ævi. „Ég hætti þessu aldrei. -SJ Guðni Guðmundsson, organisti í Bústaðakirkju: Hendur píanókennarans dýrasti farmurínn „Það er gríðarlega skemmtilegt að ferðast um á fallegu hjóli," segir Guðni Guðmundsson, org- anisti og forfallinn vél- hjólaáhugamaður. DV-mynd GVA Eg þarf ekki annað en að sjá mótorhjól á götu til þess að verða spenntur eins og lítið barn. Ætli ég teljist ekki forfall- inn mótorhjólamaður," segir org- anistinn Guðni Guð- mundsson, sem hefur síðstliðin átta ár ekið um borgina á forláta af- mælisútgáfu af Hondu Shadow. Vetrartímann segist Guðni nota til að dytta að hjólinu og láta betrumbæta það. Hann hefur meðal annars látið brenna myndir af músíkhörpu og friðardúfum á frambrettið. „Það er gríðarlega skemmtilegt að ferðast um á fallegu hjóli og nú- orðið nota ég hjólið meira og minna allt árið. Maður er stundum andlega lúinn eftir langan vinnudag og þá er fátt meira hressandi en fá sér góðan hjólatúr. Ég er lítið gefinn fyrir göngutúra og nota hjólið i staðinn," segir Guðni. Frestaði hjólakaupum í mörg ár Áhugi Guðna á mótorhjólum er ekki nýr af nálinni og nær allt aftur til námsáranna í Kaupmannahöfn fyr- ir aldarfjórðungi. „Þá vorum við hjón- in bæði á hjóli en hún hefúr lagt þetta sport á hilluna. Þegar ég kom heim úr námi sögðu menn hér að það væri svo hættulegt að vera á mótorhjóli að ég frestaði því í mörg ár að fá mér hjól. Það var svo fyrir átta árum að ég ákvað að láta slag standa og festi kaup á Hondunni." Guðni segist ekki kunna margar vélhjólasögur en eitt atvik standi þó upp úr í þeim efnum. „Það var ein- hverju sinni þegar ég var ungur námsmaöur í Kaupmannahöfn, að ég hitti Rögnvald Sigurjónsson píanó- kennara á jámbrautarstöðinni. Hann var á leið út á flugvöll en hafði misst af rútunni. Það var auðvitað ekkert annað að gera en að bjóða manninum far og hann settist aftan á hjólið með heljarstóra feröatösku fyrir ffaman sig. Mér er enn fyrirmunað að skilja hvemig við komumst klakklaust út á völl, því Rögnvaldur hafði aldrei áður setið á mótorhjóli. Ég hugsaði bara um hversu dýrar hendumar væra á Rögnvaldi og sennilega á ég aldrei fyrr eða síðar eftir að ferðast með jafn dýran farm og í þetta skipti,“ segir Guðni Guðmundsson organisti. -aþ Sumarhús Miðvikudaginn 21. apríl mun aukablað um sumarhús fylgja DV. Blaðið verður eins og undanfarin ár fjölbreytt og efnismikið. Meðal efnis veröur: Viðtöl við sumarhúsaeigendur.garðarkitekt gefur góð ráð og hugmyndir um skipulag lóðar,öryggisbúnaöur og tryggingar, val á plöntum,heitir pottar, sólpallar, merkingar á sumarhús o. fl. Umsjón efnis: Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sími 554 5552 og 550 5000. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson, sími 550 5731, fax 550 5727,netfang gk@ff.is Auglýsendur athugið! Síöasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudagurinn 15. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.