Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 i> %vikmyndir Bíóborgin - One True Thing í návist dauðans ★★★ Leikstjórinn Carl Franklin, sem á að baki tvær ágætar saka- málamyndir, One False Move og Devil in a Blue Dress, rær á hættu- legri mið í One True Thing þar sem segir frá siðustu ævidögum mið- aldra húsmóður sem greinst hefur með krabbamein. Fyrir hvern kvik- myndaleikstjóra er þetta hættulegt svið og þessum kvikmyndum fylgir yfirleitt vasaklútastimpillinn. Franklin rær samt fram hjá flestum hættunum enda er hann með í höndunum vel skrifað handrit og fær góðan stuðning frá leikurum í hæsta gæðaflokki. One True Thing er fjölskyldu- drama í þess orðs bestu merkingu. Gulden íjölskyldan samanstendur af fóður, George (William Hurt), sem er frægur rithöfundur og háskóla- prófessor. Hann lætur alla snúast í kringum sig og hefur tök á hverjum einstökum fjölskyldumeðlim. Eigin- kona hans, Kate (Meryl Streep), hef- ur alltaf haft að leiðarljósi að hafa eiginmann sinn ánægðan og hún veit það sem dóttirin heldur að hún viti ekki. Dóttirin, Ellen (Renée Zellweger), hefur erft rithæfíleika föður síns og stefnir hátt í hörðum fjöliniðlaheimi í New York á meðan bróðir hennar, Brian (Tom Everett Scott), þorir ekki að segja föður sín- um að hann hafi fallið á enskuprófi. Ellen hefur alltaf dáð föður sinn en hefur aldrei verið í nánu sam- bandi við móður sína sem henni finnst smáborgaraleg. Þegar í ljós kemur að Kate er með krabbamein og þarf að fara í erfiða meðferð skip- ar George dóttur sinni að vera heima og hjúkra móður sinni. Ellen, sem verður að fórna starfi sínu, hlýðir tilneydd föður sínum. I hönd Meryl Streep sem hefur ótrúlega vídd sem leik- kona og hin venjulega hús- móðir sem Kate er verður að stórri manneskju I meðförum henn- ar. William Hurt er annar meistari skapgerðarleiks og má sjá í leik hans þá miklu togstreitu sem á sér stað í sálarlífi Georges. Maður hefur það stund- um á tilfinning- unni að Hurt hægi um of á myndinni en á móti kemur að þeir tilfinninga- erfiðleikar sem hrjá George verða áþreifanlegri. René Zwellegger, sem heillaði alla sem hin unga móðir í Jerry Maguire, hefur ekki þá reynslu sem mótleikarar hennar hafa og á stundum í erfiðleikum með persón- una. Zwellegger á þó sínar góðu stundir, sérstaklega í samleik við Meryl Streep. Leikstjóri: Carl Frankiin. Handrit: Karen Croner eftir skáldsögu Anna Quindlen. Kvikmyndataka: Declan Quinn. Tónlist: Cliff Eidelman. Að- alleikarar: Meryl Streep, Renée Zellweger, William Hurt og Tom Everett Scott. Hilmar Karisson Góðir leikarar í góðu formi. William Hurt og Meryl Streep. fer erfiður tími fyrir alla fjölskyld- una þar sem Ellen kemst að ýmsu óþægilegu um föður sinn. Um leið og hún fjarlægist hann verður henni ljóst hversu móðir hennar hefur fórnað sér fyrir fjölskylduna og verður samband þeirra mæðgna náið þótt alltaf örli á tortryggni. í kvikmyndum þar sem ein aðal- persónan er haldin ólæknandi sjúk- dómi er yfirleitt öll samúðin með þeirri manneskju. Þetta á ekki við um One True Thing. Kate er erfiður sjúklingur heima fyrir og er sem skiljanlegt er ekki sátt við hlut- skipti sitt. Hún hefur stjómað fjöl- skyldunni og vill gera það áfram. Hlutverkið er eins og skapað fyrir T C> p % O í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 9. -11. apríl. Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur Steve Martin og Goldie Hawn í hlutverkum sínum í The Out-of-Towners. Keanu Reeves heldur velli Aðra vikuna I röð er vísindatryllirinn The Matrix í efsta sæti og er hún orðin vinsælasta kvikmyndin sem Keanu Reeves hefur leikið í allt frá því hann lék í Speed. Reeves, sem hefur ekki mikið gert sér far um að leika í kvikmyndum sem öruggum vinsældum er spáö, getur örugglega lifaö á vinsældum The Matrix um nokkurt skeið og því haldiö áfram að leika í þeim kvikmyndum sem hann langar aö leika í eöa leikiö í rokkhljómsveit sinni. Ekki einu sinni hin vinsæla Drew Barrymore í mynd sinni Never Been Kissed hafði neitt að segja í The Matrix og varö að láta sér lynda annað sætið meö helmingi minni aðsókn en The Matrix. Aðrar nýjar kvikmyndir voru ekki að gera neina stóra hluti um þessar mundir, en vert er aö benda á Go sem er í sjötta sæti listans. Þar er á ferðinni vegamynd um ungt fólk sem fengið hefur mjög góða dóma. Tekjur Heildartekjur 1.(1) The Matrix 22.563 73.310 2. (-) Never Been Kissed 11.836 11.836 3. (2) 10 Things 1 Hate about You 5.049 20.431 4. (3) The Out-of-Towners 5.010 16.203 5.(4) Analyze This 4.997 85.848 6. (-) Go 4.706 4.706 7.(5) Forces of Nature 3.537 42.393 8. (-) Twin Dragons 2.829 2.829 9. (8) Doug's lst Movie 2.407 14.018 10. (-) Foolish 2.184 2.184 11. (7) Shakespeare in Love 2.156 87.485 12. (6) Edtv 1.910 18.961 13. (9) Life Is Beautiful 1.910 47.739 14. (11) Baby Geniuses 1.515 21.558 15. (-) Cookie's Fortune 1.009 1.274 16. (12) True Crime 0.941 15.151 17. (10) The Mod Squad 0.818 12.252 18. (15) October Sky 0.680 27.738 19. (14) The King and 1 0.571 10.202 20. (16) Saving Private Ryan 0.455 213.564 Stjörnubíó - Still Crazy Skrýtnir ávextir ★★■i Hljómsveitin Strange Fruit, sem var starfandi um miðjan áttunda áratuginn, sameinast á nýjan leik er einn forsprakki hennar, Tony nokkur Costello (Stephen Rea), hefur sam- band við gamla umboðsmanninn Karen. Sú tekur honum vel og hefjast þau handa við að sameina á nýjan leik hljómsveitina sem hefur ekki hist í tuttugu ár. Það reynist nú allt annað en auðvelt að koma bandinu saman. Fyrir það fyrsta er ennþá stöðugur rígur milli aðalsöngvarans Ray (Bill Nighty) og bassaleikarans Les (Jimmy Nail) og svo hef- ur aðalgítarleikarinn Brian (Bruce Robinson) verið týndur síðan hljómsveitin hætti. En Karen hefúr ráð undir rifi hverju: Hún ræð- ur í bandið bráðefnilegan ungan gítarleikara sem heit- ir Luke (Hans Matheson) og bókar hljómsveitina í tón- leikaferðalag um Evrópu. Þar kemur í ljós hvort tutt- ugu ára gömul hljómsveit sem heldur fast f gamla efn- ið sitt hljóti náð fyrir augum al- mennra áhorfenda. Myndin er tölu- vert vel unnin og ber þar helst að nefha búningahönnuðinn sem tekst með ágætum að endurskapa hið glys- gjama útlit áttunda áratugarins. Lög- in eru einnig afburðavel samin og gætu alveg þess vegna verið jafngöm- ul og þau eiga að vera. Einnig eru nöfh þeirra álika geggjuð og artí: Tequila Mockingbird, Scream Freedom og svo framvegis. Nokkuð er um góða brandara en þegar á heild- ina er litið er eins og myndin viti ekki í hvom fót- inn hún eigi að stíga. Stundum gerir hún óspart grin að viðfangsefninu þannig að öll al- vara virðist útilokuð en verður svo allt í einu hádramatísk ástarsaga. Sérstaklega flækist fyrir manni von- laust hefði-getað-verið-ástarsamband á milli Tonys og Karenar. En án efa er það hinn sjúskaði söngvari Ray sem er tragískasta persóna myndar- innar. Og þó er hann hennar „comic relief'. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi sjúskaði, áfengissjúki en nú þurri gliturpoppari getur gert fyrir mann bara með því að bera sig aum- lega. Eins er trommarinn Beano (Timothy Spall) hlægileg persóna með öll sín skattvandamál. Að öðm leyti era engar persónur sem standa upp úr. Á þetta þó sérstaklega við um Karen, hún jaðrar við að vera ekki- persóna. Sem er þó furðulegt miðað við allt það sem hún fómar fyrir þetta áhættusama verkefni. Jimmy Nail er bitur og með skegg. Að öðra leyti fær hann ekki mikið að gera. Brian Gib- son leikstýrir misvel og er það helst tilhneiging hans til að beita mynd- blöndun oft í stað hefðbundinnar klippingar sem getur farið að vera þreytandi. Annars er myndin bara með þetta venjulega iðnaöarútlit og ekkert sláandi sjónrænt stykki. Eftir standa nokkrar góðar stundir og þó helst með Ray, hann er burða- rás þessarar myndar og sá langfyndnasti. Leikstjóri Brian Gibson. Handrit: Dick Clement og lan La Frenais. Kvikmyndataka: Ashlay Rowe. Aðalleikarar: Tony Costello, Billy Connolly, Jimmy Nail og Timothy Spall. Ari Eldjárn Kvikmyi^da John Travolta leikur lögfræðing- inn Jan Schlictmann sem fórnar öllu fyrir málstaöinn. Háskólabíó - A Civil Action Dýrkeypt vörn 1 ★* Steven Zaillian er enn einn góð- ur handritshöfundur sem finnur sig ekki í leikstjórnarhlutverkinu. Zaillian, sem meðal armars skrifaði handritið að Schindler’s List, Awa- kenings og Searching For Bobby Fisher, skrifar handritið að Civil Action eftir þekktri bók um eitt þekktasta sakamál í sögu Banda- ríkjanna þar sem umhverfismál eru í brennideplinum. Zaillian skrifar ágætt handrit en hefur gert betur en leikstjóm hans er flöt og þrátt fyrir góða tilburði hjá flestum leikuram nær myndin aldrei flugi. John Travolta leikur skaðabóta- lögfræðinginn Jan Schlichtmann sem er á hraðferð upp metorðastig- ann. Þegar myndin hefst hefur hann unnið stóran sigur í réttar- salnum og er í kjölfarið sagður einn af tíu eftirsóttustu piparsvein- unum. Schlichtmann velur verk- e&i eftir því hver gróðavonin er mikil. Hann er alveg með á hreinu hvaða mál gefa mest af sér og einnig hvaða mál það era sem gefa minnst og þar er á botninum að heimta skaðabætur fyrir böm sem dáið hafa. Aðstæður gera það þó að verkum að hann sér gróðavon í að fara í skaðabótamál viö tvö stór iðnfyrirtæki sem aðstandendur átta bama telja að hafi með kæra- leysisvinnubrögðum orðið bömun- um átta að bana. í fyrstu er Schlichtmann með dollarmerki í augunum en eftir því sem málið verður umfangsmeira og erfiðara tekur hann málið meira og meira inn á sig. Það sem helst veikir myndina fyrir utan flata atburðarás er ótrú- verðugleiki persónananna sem er frekar óþægilegt þar sem myndin er byggð á sönnum atburðum. Það er tO að mynda erfitt að átta sig á Schlictmann. Þegar hann heimsæk- ir foreldra hinna látnu bama og heyrir sorglega sögu þeirra haggast hann ekki, er fyrst og fremst að hugsa um hvernig hann getur losn- að við málið og komið sér heim. Umskiptin era aldrei ljós og þar er um að kenna John Travolta sem nær góðum tökum á persónunni í fyrstu þegar peningamir ráða en nær aldrei að losna úr því gervinu og er sjálfsagt ástæðan sú að við fáum ekkert innsýn inn í lif hans fyrir utan vinnuna og því fær hann aldrei tækifæri til að tjá sig um málið við aðra en þá sem hafa sömu hagsmuni og hann eða era mótherjar eins og lögffæðingurinn Jerome Facher (Robert Duvall), garnall refúr í lögmannastéttinni sem er alltaf einu skrefl fyrir fram- an Schlichtmann. Þrátt fýrir góðan leik Duvalls í hlutverkinu er Facher enn ótrúverðugri en Schlichtmann. Merkilegast við A Civil Action er sjáJft málið sem fær farsælan endi þótt Schlichtmann fari snauð- ur af lífisins gæðum út úr því. Um- hverfísmálin era í brennideplinum og það að stór og voldug iðnfyrir- tæki skuli geta hagað sér eins og raunin var með þau tvö fyrirtæki sem fjailað er um í myndinni er ekki einsdæmi, hvað eftir annað era aö koma upp á yfirborðið sams konar mál sem ekki fá alltaf jafn- farsælan endi. Leikstjóri og handritshöfundur Steven Zaillian. Kvikmyndataka Conrad L. Hall. Tónlist Danny Elfman. Aðallleikarar: John Tra- volta, Robert Duvall, William H. Macy, Kathleen Quinlan og John Lithgow. Hilmar Karlsson Kvikmynda GAGNRÝNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.