Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 21 íþróttir I>V DV íþróttir NBA-DEILDIN Urslitin í nótt: Boston-CIeveland.........103-89 Mercer 24, Barros 23, Walker 21 - Kemp 23, Knight 10, Henderson 10. Toronto-Indiana..........99-109 Carter 29, McGrady 21, Willis 15 - D.Davis 21, Smits 18, Miller 17. Detroit-Charlotte.........86-92 Reid 25, Hill 15, Stackhouse 14 - Campbell 27, Brown 14, Jones 12. Minnesota-Houston ........90-95 K.Garnett 21, Mitchell 21, Smith 16 - Olajuwon 22, Mack 17, Barkley 14. San Antonio-Phoenix......94-77 Duncan 26, Johnson 20, Robinson 12 - Robinson 25, Kidd 22, Garrity 7. Utah-Vancouver............98-80 Hornacek 18, Anderson 18, Russell 17 - Rahim 22, Bibby 21, Wheat 11. Karl Malone hjá Utah tók út leikbann. Denver-Golden State .... 96-104 McDyess 36, Billups 22, Williams 17 - Marshall 20, Caífey 16, MUls 15. Úrslitin í fyrrinótt: Washington-Philadelphia . 105-98 Richmond 24, Strickland 19, Thorpe 18 - Iverson 32, Geiger 17, Hill 16. New Jersey-New York .... 78-93 Kittles 16, Van Hom 10, Harris 10 - Johnson 22, Camby 19, Ewing 15. Utah-Houston..............85-76 Russell 19, Malone 16, Hornacek 13 - Olajuwon 23, Mack 14, Pippen 10. LA Lakers-Seattle.......109-113 Shaq 38, Bryant 25, Fisher 12 - Payton 33, Baker 27, Hawkins 20. Minnesota-Detroit ........88-79 K. Garnett 20, Smith 19, Jackson 14 - Hill 27, Dele 14, Hunter 13. Boston-Chicago ...........87-81 Walker 23, Mercer 18, Barros 10 - Kukoc 23, Harper 19, David 10. Miami-Milwaukee ..........95-92 Mashburn 25, Mourning 23, Harda- way 14 - Allen 25, Workman 15, Rob- inson 14. Portland-LA Clippers......83-89 Rider 17, Wallace 16, Sabonis 10 - Taylor 23, Douglas 19, Murray 14. Vancouver-Sacramento . . . 88-91 Rahim 23, Bibby 21, Massenburg 17 - Webber 24, Divac 13, Maxwell 11. Staðan - sigrar/töp Austurdeild: Orlando 28/10, Miami 24/11, Indiana 25/13, Detroit 22/16, Atianta 22/16, Milwaukee 20/16, New York 20/17, Philadelphia 19/17, Cleveland 18/18, Toronto 18/18, Charlotte 16/20, Wash- ington 14/22, Boston 14/23, New Jers- ey 10/26, Chicago 10/27. Vesturdeild: Portland 28/8, Utah 28/8, San Antonio 25/11, LA Lakers 25/14, Houston 24/13, Minnesota 21/17, Seattle 18/18, Phoenix 18/20, Sacramento 17/20, Golden State 16/21, Dallas 11/25, Den- ver 11/27, Vancouver 7/31, LA Clipp- ers 5/31. -VS Stjarnan (10)18 Valur (11) 17 1-0, 2-2, 6-2, 6-4, 7-7, 9-9, (11-10), 12-12, 14-14, 16-15, 17-16, 18-17. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephensen 10/4, Inga Fríða Tryggva- dóttir 4, Inga Steinunn Björgvinsdótt- ir 2, Margrét Theódórsdóttir 1, Nína K. Bjömsdóttir 1. Varin skot: Lijana Sadzon 10/1, Sóley Halldórsdóttir 1/1. Mörk Vals: Gerður Beta Jóhanns- dóttir 6/1, Alla Gokorian 5, Þóra B. Helgadóttir 3, Sonja Jónsdóttir 2, Anna Halldórsdóttir 1, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1. Varin skot: Larissa Zonbar 11. Brottvísanir: Stjarnan 6 mín., Valur 6 min. Dómarar: Einar Sveinsson og Þor- lákur Kjartansson. Áhorfendur: 250 manns. Maður leiksins: Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni. Mikil stemning var í Ásgarði og spennustig í báðum liðum hátt. Bor- is Bjarni Akbachev, aðstoðarþjálfari Vals, hafði sig mikið í frammi, var óspar á að leiðbeina dómumm leiks- ins. Hann uppskar þó aðeins áminn- ingu fyrir þá kennslustund. Fram og FH mætast í Safamýrinni klukkan 20 í kvöld í hinni undan- úrslitaviðureigninni. Slagurinn um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik hefst í kvöld: Einvígi sóknar og varnar Körfuknattleiksunnendur geta tekið gleði sína á ný í kvöld en þá verður flautað til leiks í einvigi Keflvíkinga og Njarðvíkinga um íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik karla. Fátt hefur verið rætt um annað en þetta einvígi í Reykjanesbæ undanfama daga og hef- ur hlaðist upp mikil spenna á meðal stuðningsmanna félaganna. Fyrsti leikurinn fer fram í Keflavík klukkan 20 í kvöld og ef að líkum lætur verður hart tekist á. Besta sóknin og besta vörnin Þegar litið er á tölfræði vetrarins í körfunni kemur I ljós að Keflavík og Njarðvík sérhæfa sig á sitt hvorum væng körfuboltans. Keflvikingar leiddu þannig 5 tölfræðiþætti sóknar- leiks en Njarðvíkingar í fjórum af töl- fræðiþáttum vamarleiks. Keflvíking- ar skomðu flest stig (97,7), hittu best (51,0%), gerðu flestar 3ja stiga körfur í leik (12,5) og hittu best fyrir utan 3- ja stiga línuna (43,6%) auk þess að skora oftast 100 stig í leik eða 10 sinn- um. Njarðvíkingar fengu aftur á móti fæst stig á sig (75,4), andstæðingar þeirra hittu verst (44,5%), þeir þving- uðu flesta tapaða bolta (20,0) auk þess að halda mótherjum sinum oftast undir 80 stigum eða 16 sinnum og verja næstflest skot í leik (3,77). Mætast f sjöunda skipti í sögu úrslitakeppninnar Njarðvík og Keflavík hafa 6 sinn- um mæst í úrslitakeppninni og hafa Njarðvíkingar unnið fjögur einvígi gegn tveimur en þó aðeins 12 leiki af 22. Bæði hafa liðin nokkra yflrburði á heimvöllum sínum. Njarðvikingar hafa unnið 9 af 11 í Njarðvík (81,8%) og Keflvíkingar 8 af sínum 11 heima- leikjum (72,7%). Einu sinni áður hafa liðin mæst i úrslitaleik en það var árið 1991 er Njarðvík vann 3-2 í eftirminn- ilegu einvígi tveggja sterkra liða. 4 af þessum 6 einvígum hafa farið aila leið í oddaleik og miklar líkur era á því að svo verði einnig nú en liðin unnu bæði sína heimaleiki í innbyrðis viðureignum í deildinni i vetur. Heimaleikjamet í hættu Njarðvíkingcir era nú komnir í hóp 3ja liða sem náö hafa að vinna flesta heimaleiki í röð í úrslitakeppni. Þeg- ar Grindvikingar unnu Keflvíkinga í fyrsta leik undanúrslitanna hafði Keflavíkurliðið unnið níu heimaleiki í röð og alla heimaleiki sína undir stjóm Sigurðar Ingimundarsonar. Þeir vora þá búnir að jafha árangur Njarðvíkinga frá 1994-95 en líkt og hjá Keflavík vora það Grindvíkingar sem bundu þá enda á sigurgönguna. Nú hefur Njarðvíkurliðið unnið níu heimaleiki í röð og gæti því orðið fyrsta félagið í sögu úrslitakeppninn- ar til að vinna 10 heimaleiki í röð, vinni þeir annan leikinn í Njarðvík á fimmstudaginn. Þess má geta að Njarðvíkurliðið tapaði síðast á heimavelli einmitt fyrir Keflavík 8. janúar 1998 og hefur síðan unnið 28 leiki í röð í deildinni (16), bikar- keppninni (3), deildabikamum (2) og úrslitakeppninni (9). Örlögin tippa á Keflavík I þriðja sinn í sögunni mætast sömu tvö lið í úrslitaleik um íslands- meistarabikarinn og í bikarúrslita- leiknum. í bæði skiptin sem þetta hef- ur áður gerst hafa viðkomandi lið skipt á milli sín titlunum. 1986 vann Njarðvík Hauka 2-0 í úrslitaleikjun- um um íslandsmeistaratitilinn en Haukar unnu aftur á móti bikarúr- slitaleikinn, 93-92. Eins var það 1995 er Njarðvíkingar unnu Grindvíkinga 4-2 í úrslitum íslandsmótsins en Grindvíkingar höfðu þá unnið bikar- úrslitaleikinn fyrr um veturinn, 105-93. Það má því segja að örlögin tippi á Keflvíkinga í þessari Reykja- nesbæjarrimmu en Njarðvík vann bikarúrshtaleik félaganna fyrr í vetur, 102-96, í ótrúlegum, framlengdum leik. 5. árið í röð hjá Friðriki Inga Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, er kominn með lið sitt í úrslitaeinvígið um íslandsmeistara- titilinn fimmta árið í röð og alls í sjötta skiptið. Friðrik Ingi varð fyrst íslandsmeistari með Njarðvík- urliðið 1991 og kom síðan Grindavík í úrslitin 1995, 96 og 97, gerði þá að íslandsmeisturum 1996 og svo Njarðvík að íslandsmeisturum í fyrra. Friðrik Ingi hefur nú unnið 12 leiki i úrslitaeinvígi eöa jafn- marga og Jón Kr. Gíslason og næsti sigur tryggir honum það met auk þess sem hann hefur nú unnið 40 leiki í úrslitakeppni sem þjálfari. Vinnur Teitur sinn níunda ís- landsmeistaratitil? Teitur Örlygsson er öragglega einn sigrusælasti körfuboltamaður landsins fyrr og síðar. Hann var kominn í meistaraflokk Njarðvíkur er liðið varð meistari 1984, þá að- eins 17 ára gamall. Síðan þá hefur hann unnið alla 8 íslandsmeist- aratitla Njarðvíkur á 15 árum (1984, 85, 86, 87, 91, 94, 95, 98) og auk þess þrisvar verið kosinn leikmaður árs- ins en Teitur er nú 32 ára gamall. -ÓÓJ/GH Sigurlaug Rúnarsdóttir brýst hér fram hjá Margréti Theodórsdóttur og Hrund Grétarsdóttur í leik Stjörnunnar og Vals í Ásgaröi í gær þar sem meistarar Stjörnunnar mörðu sigur. DV-mynd ÞÖK “ Gunnar Beinteinsson. ein af hetiuhuin í liöi FH. er hér i fanginu a Pétri Sigurgunnarssyni. eldheitum stuöiiingsmanni FH. eftir sigur FH a Fram i Safamýrinni i gærkvöldi. A innfelldu niyndinni er foringinn, Kristián Arason. meö sigurmerkiö a lofti. Undir hans stjórn eru FH- ingar komnir í úrslitin þar sem þeir mæta liði Aftureldingar i fyrsta leikntun í Mosfellshæ á sunnudaginn. DV-mvndm ÞÖK - fleytti liðinu i úrslitin gegn Aftureldingu „Við eram ekki tilbúnir að hætta og í svona leikjum verðum við ekki þreytt- ir. Það era kaflaskipti í liðinu og þeh' sem era að hætta vilja skilja vel við. Nú reynir áfram á FH-hjartað gegn Aftur- eldingu," saéði Gunnar Beinteinsson FH-ingur eftir 18-22 sigur á Fram. FH-hjartað er greinlega engu líkt. Liðið sem menn vora famir að spá falli í slæmri stöðu í haust hefur kom- iö öllum á óvart og farið alla leið í úr- slitaleikina. Leikmenn vinna allir saman að sama markmiðinu, baráttan og stemningin í liðinu er það mikil að liðið er búið að slá út liðin sem lentu í 2. og 3. sæti í deildinni og nú er að sjá hvað FH-hjartað skilar gegn deildar- og bikarmeisturam Aftureldingar í komandi úrslitaleikjum. Leikurinn var jafn og spenanndi og algjör draumaleikur fyrir áhorfendur. Ekkert var gefið eftir og menn börðust upp á líf eða dauða. Fram byrjaði bet- ur, komst í 6-3 eftir tæpar 11 mínútur. Þá kom slæmur kafli hjá liðinu og á næstu 16 mínútum gerði liðið aðeins tvö mörk en tapaði 4 boltum og misnot- aði 9 sóknir. Þetta nýttu FH-ingar sér og komust yfir í 8-9. Seinni hálfleikur hélst síðan jafn allt þar til í lokin er sóknarleikur Framara fraus á ný, liðið gerði aðeins 1 mark í síðustu 10 sókn- um á síðustu 13 mínútunum leiksins og á meðan gerðu FH-ingar 6 mörk og tryggðu sér sæti i úrslitaleikjunum. Aldrei hægt að vanmeta FH „Þegar baunað var á okkur sem fallandi stórveldi og sem gömlu karl- ana þá vorum við sannfærðir um að við værum með miklu betra lið en staðan gaf til kynna. Við erum búnir að sýna það nú að fólk getur aldrei vanmetið félag eins og FH með mikla hefð. Við ætlum að skilja vel við, sigur- viljinn fleytir okkur yfir torfærumar og það má aldrei vanmeta styrk þess að menn era að spila fyrir sitt félag með sitt félagshjarta," sagði fyrirliði FH, Guðjón Ámason, eftir leik. „Það vantaði eitt og annað. Menn flýttu sér of mikiö og misstu boltann þegar við náðum forastunni í fyrri hálfleik. Það vantaði yfirvegun í liðið í seinni hálfleik og við missum boltann alltof oft. Það gengur ekki í svona jöfn- um leik. Það er sárt að kveðja Fram svona en ég óska FH-ingum til ham- ingju og vona að úrslitaleikimir verði skemmtilegir," sagði þjálfari Framara, Guðmundur Guðmundsson, sem þama stjómaði sínum síðasta leik með liðið. Hjá Fram lék Njörður best en hann var líka eina ógnunin í sókninni og virtist sem menn eins og Gunnar Berg Viktorsson og Guðmund Helga Pálsson skorti það sjálfstraust sem þarf til í leik sem þessum. Hjá FH er erfitt að taka menn út, Magnús varði vel fyrir aftan frábæra vöm, Guðjón skoraði mikilvæg mörk líkt og Gunn- ar og uppkoma Lárusar Long í úr- slitakeppninni er einn af lyklunum að góðu gengi liðsins. -ÓÓJ eistararnir möröu sigur Deildarmeistarar Stjömunnar máttu hafa sig alla við að hala inn sig- ur í fyrsta leik undanúrslita 1. deildar kvenna þegar liðið mætti Val í Ás- garði í Garðabæ og sigraði, 18-17. Fyrstu 10 mínútur leiksins réð Stjaman lögum og lofum inni á vellin- um, náði þá fjögurra marka forskoti, 6-2. En Vcdsstelpur tóku sig á, hnýttu saman vömina, Gerður Beta Jóhanns- dóttir fann fjölina sína og þær jöfnuðu leikinn, 7-7, á næstu 8 mínútum. Eftir þetta var jafnræði með liðunum en Valur leiddi í hálfleik, 10-11. Baráttan var í fyrirrúmi i seinni hálfleiknum. Jafnt var á öllum tölum en Stjaman náði að snúa leiknum sér í vil eftir 10 mínútur, var á undan að skora, og tryggði sér nauman sigur. Valsarar óhressir með dómar- ana Valsarar voru langt í frá ánægðir með dómgæslu þeirra Einars Sveins- sonar og Þorláks Kjartanssonar á lokakafla leiksins en það hafði ekkert upp á sig nema refsingu frá þeim svartklæddu. Þurfum að hafa fyrir þessu „Svona eiga fjögurra liða úrslit að vera, þetta era tvö jöfn lið. Við erum búnar að stefna að þessu í allan vetur og við búumst ekki við öðru en því að þeir leikir sem eftir eru verði ná- kvæmlega svona. Heppnin var með okkur í restina en við erum með reynslumikið lið sem hefur lent í þessu áður, við vitum hvað við erum að fara í og vitum að við þurfum að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrand Grét- arsdóttir, fyrirliði Stjömunnar. Bæði lið hafa oft leikið betri hand- knattleik heldur en þann sem leikinn var í Garðabæ í gær, en þau verða ör- ugglega búin að bæta sig fyrir næsta leik, sem verður í Valsheimilinu ann- að kvöld. Ragnheiður Stephensen var best í liði Stjömunnar en hjá Val lék Larissa Zonbar markvörður best. -ih Kláruðum ekki Sebastian Alexandersson, markvörður Fram, setti met með því að verja 16 viti i 5 leikjum úr- slitakeppninnar en varð samt að sætta sig ásamt öðrum Frömur- um að detta út. Vítabaninn átti ekki mörg orð í lok leiksins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Markvarslan var hrika- lega léleg í seinni hálfleik. Þetta hefur ekkert með fyrsta leikinn að gera. Við kláraðum ekki leik- inn í dag og því náum við ekki lengra.“ Alls varði Sebastian 40 víti í 27 leikjum í vetur sem er frábær árangur -ÓÓJ Hver heföi trúað... FH-ingar byrjuðu veturinn ekki vel. Þeir léku 4 fyrstu leik- ina án sigurs og unnu aðeins einn leik af fyrstu sjö. Síðan þá hefur FH unnið 15 af 25 leikjum, liðið fór alla leið í bikarúrslitin og er nú komið í úrslit íslands- mótsins. Til að það gengi eftir þurfti liðið að vinna 3 af 4 úti- leikjum en í einvígunum við Stjömuna og Fram voru þeir ekki með heimavallarrétt. FH- ingar enduðu í 7. sæti í deildinni og settu met, því aldrei hefur lið svo neðarlega í deildinni farið alla leið í úrslitaleikina. -ÓÓJ Hræðilegt „Þetta er alveg hræðilegt og það gerist ekki verra. Sóknar- leikurinn var ekki góður hjá okkur, við vorum búnir að und- irbúa okkur fyrir þessar vamir sem þeir voru að spila en þetta gekk ekki upp. Við spiluðum líka miklu betri vöm í Kaplakrika. Við jöfnuðum málin í síöasta leik og andinn í liðinu var mjög góður fyrir þennan leik en við klúðruðum honurn," sagði besti maður Fram, Njörður Árnason sem skoraði 6 mörk og gaf 5 stoðsendingar. -ÓÓJ Elja og þrjóska „Við komum geysilega sterkir inn í úrslitakeppnina og erum uppi á réttum tíma. Við erum búnir að æfa vel, það gekk ekki vel fyrir jól en við þjöppuðum okkur saman allir FH-ingar með FH-hjarta og við vitum hvað þarf til að vinna. Það gaf okkur byr að vinna Stjörnuna og við erum ekki hræddir við neitt. Elja og þrjóska heldur okkur gangandi þegar þolið þrýtur og nú er bara að sigra Aftureldingu. Við erum ekki með slakara lið en þeir, þó þeir séu með sterkara lið á pappírnum, þvi við erum með hjartað á réttum stað,“ sagði Lárus Long, sem hefur blómstrað í úrslitakeppninni. -ÓÓJ Bland i Helgi Kolviösson átti mjög góðan leik 1 með Mainz þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, við Ulm í þýsku B-deildinni í knattspymu á sunnudag. Helgi lék aU- an leikinn á miðjunni og fékk 2,5 í ein- kunn hjá Kicker. Tveir aðrir leikmenn Mainz fengu þá einkunn, fyrirliði liðs- ins og markvörðurinn, og fyrirliðinn var valinn í lið vikunnar hjá Kicker. Mainz er i 8. sæti deildarinnar. Tertnes steinlá á heimavelli í Bergen, 25-36, fyrir Viborg frá Danmörku í fyrri leik liðanna í undanúrslitum EHF-bikarsins í handknattleik kvenna á sunnudaginn. Fanney Rúnarsdóttir náði sér ekki á strik i marki Tertnes frekar en aðrir í liöinu. KR og Leiknir skildu jöfn, 1-1, á Reykja- víkurmótinu í knattspymu í gær. Gunnar Jóhannesson skoraði mark Leiknis en Þórhalidur Hinriksson fyr- ir KR. Tveir leikir vom í deildabikar- keppni kvenna. Valur burstaði Hauka, 14-0, þar sem Ásgeróur Ingibergsdótt- ir skoraði 5 af mörkum Vals, og þá vann Stjaman stórsigur á FH, 13-1. AIK og Örebro gerðu jafntefli, 1-1, í sænsku A-deildinni i gær. Einar Brekkan lék allan tímann fyrir Örebro og átti besta færi liðsins á lokamínútunum en markvörður AIK varði skot Einars. Elfsborg sigraöi Kalmar, 3-0. Haraldur Ingóifsson lék síðustu 10 mín. fyrir Elfsborg. Þá lagði Frölunda lið Malmö, 2-1. Olaf- ur Örn Bjarnason lék allan tímann fyrir Malmö en Sverrir Sverrisson , gat ekki leikið vegna meiðsla. -VS/GH/EH ENGLAND Hermann Hreiöarsson og félagar í Brentford fengu dýrmætt stig á útivelli þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Scun- thorpe í D-deildinni um helgina. Þessi hð berjast um að komast upp og Brent- ford stendur betur að vígi. Cambridge er með 74 stig, Cardiff 72, Brentford 68 og Scunthorpe 66 en þrjú efstu hðin komast upp. Hermann lék allan leikinn. Lárus Orri Sigurósson og félagar í Stoke eiga nær enga möguleika á sæti í B-deildinni eftir skeh gegn Bristol Rovers á heimavehi, 1-4. Stoke er í 8. sæti C-deildar með 61 stig en er níu stigmn á eftir liðinu í 6. sæti. Láms Orri lék allan leikinn. Bjarnólfur Lárusson lék fyrri hálf- leikinn með Walsah sem tapaði, 1-0, fyrir Colchester í C-deildinni. Siguró- ur Ragnar Eyjólfsson var ekki í hópn- um hjá Walsall. Walsall stendur samt enn best að vígi með að fylgja Fulham upp í B-deildina. Fulham er með 90 stig, Walsah 74, Preston 73, Manchester City 72, Gihing- ham 71 og Boumemouth 70 stig. Tvö hð fara fara beint upp en fjögur næstu fara í aukakeppni um þriðja sætið. Oldham er komið í enn meiri fah- hættu eftir 1-1 jafntefli við Bumley. Oldham er nú þriðja neðst í C-deildinni með 39 stig en flögur neðstu falla. Þor- valdur Örlygsson lék ekki meö Old- ham vegna meiðsla. Leeds og Liverpool gerðu marka- laust jafntefli í A-deildinni í gær. Leeds komst næst þvt að skora þegar Dominic Matteo, varnarmaður Liv- erpool, bjargaði skoti Jimmy Floyd Hasselbaink á marklínunni. Mich- ael Owen hjá Liverpool meiddist og óvíst er aö hann spili meira á þessu tímabili. Leeds er í 4. sæti deildarinn- ar, sex stigum á eftir toppliði Man- chester United. -VS/GH Fram (10) 18 FH (10) 22 0-1, 2-1, 3-3, 6-3, 6-5, 8-7, 8-9, 9-10, (10-10), 10-11, 12-11, 12-12, 14-12, 15-13, 15-16, 17-16, 17-20, 18-20, 18-22. Mörk Fram: Njörður Árnason 6, Björgvin Þór Björgvinsson 3, Kristján Þorsteinsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Oleg Titov 2, Gunnar Berg Viktors- son 1/1, Guðmundur Helgi Pálsson 1, Magnús Amar Arngrímsson 1. Varin skot: Sebastian Alexanders- son 14/2. Mörk FH: Guðjón Ámason 5, Gunnar Beinteinsson 4, Knútur Sig- urösson 4/1, Lárus Long 3, Guðmund- ur Pedersen 2, Hálfdán Þórðarson 2, Valur Arnarson 1, Kristján Arason 1. Varin skot: Magnús Árnason 15/1. Brottvisanir: Fram 10 mín., FH 10 mín. Dömarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Góðir. Áhorfendur: Fuht hús, um 800. Maður leiksins: FH-hjartað. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.