Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 23 DV Eddie Gray elur upp ungu kynslóðina á Elland Road: Strákarnir sjálfstraustið geislar af táningunum hjá Leeds Það lið sem einna mest hefur komið á óvart í ensku knattspyrnunni í vetur er Leeds United. Allt bendir til þess að fjórða sætið verði hlut- skipti liðsins í vor og ef sú verður niðurstaðan er það frábær útkoma hjá yngsta liði deildarinnar en þar hefur hver táningurinn á fætur öðrum skotist fram í sviðsljósið í vetur. Leeds hefur oft státað af ungum og efnilegum leikmönnum. Fyrir sex árum vann félagið bikar- keppni ensku unglingaliðanna og sigraði þá Manchester United, 4-1, í úrslitum. í liði United voru piltar á borð við Paul Scholes, David Beck- ham, Neville-bræður, Keith Gillespie og Robbie Savage, sem allir eru að gera það gott í ensku A- deildinni í dag, með United og fleiri liðum. En af hinu sigursæla liði Leeds er aðeins einn eftir, Noel Whelan, og hann var seldur frá félaginu til Coventry tveimur árum eftir þennan frækilega sigur. .......\ J % sagði hann mér að hann myndi spila með Leeds til 26 ára aldurs, fara þá til Ítalíu og enda síðan ferilinn heima í Ástralíu. Hann efaðist ekki augnablik um eigin hæfileika. Hann getur gengið inn á Wembley á morgun og spilað af öryggi. Woodgate er alveg eins. Þegar hann mætir Fowler eða Shearer hugsar hann bara um eitt: Þeir skulu ekki fá að komast upp með neitt,“ seg- ir Gray. Spyrðu Smith hvort einhver sé betri Og um markaskorarann Alan Smith segir Gray: „Spyrðu Smith Gömul hetja birtist á ný Heil kynslóð hvarf sem sagt spor- laust frá félaginu. En um það leyti sem sá síðasti, Whelan, yfirgaf Elland Road gekk gömul hetja þar inn um dyrnar. Það var Eddie Gray, lykilmaður í hinu öfluga liði Leeds í byrjun áttunda áratugarins og fram- kvæmdastjóri félagsins á erfiðum tíma, 1982-1985. Hann tók við þjálfun unglingaliðs og varaliðs Leeds og starf hans þar er heldur betur byrjað að bera ávöxt. Eddie Gray þurfti á sínum tíma að treysta á unga stráka vegna þess að engir peningar voru til í leikmannakaup. Hann skellti inn í liöið þremur 18 og 19 ára gömlum táningum, John Sheridan, Scott Sellars og Denis Irwin. Meira en það, Gray kenndi þessum strákum að trúa á sjáifa sig og eigin getu og lagði alla áherslu á að þeir næðu sem mestri leikni með knöttinn. Þetta uppeldi mótaði feril þeirra og Gray var fljótur að gefa Irwin sín bestu meðmæli þegar Alex nokkur Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, spurði hann ráða varðandi möguleika þess pilts á að ná langt. Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall Gray hefúr unnið á svipaðan hátt með ungu kynslóðina sem er að slá í gegn á Elland Road um þessar mundir, og hann hefur tröllatrú á strákun- um sínum. Hann fúllyrðir að í það minnsta sex þeirra verði innan skamms toppmenn í ensku knattspyrnunni. „Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall," segir Gray. Hann ætti að þekkja það af eigin reynslu því 17 ára gamall var hann farinn að leika listir sínar með boltann á vinstri kantinum hjá Leeds. Núverandi yfirmaður hans hjá Leeds, David O’Leary, er á nákvæmlega sömu línu. O’Leary byrjaði nefnilega að spila í vöm Arsenal 17 ára gamall og á tveggja áratuga gifturíkan fer- il sem leikmaður að baki. Það er einmitt sjálfstraustið sem geislar af ungu strákunum hjá Leeds. Alan Smith er 18 ára, Stephen McPhail er 19 ára, Jonathan Woodgate er 19 ára og Harry Kewell er 20 ára. Þeir em allir lykilmenn í liði Leeds og bera ekki virðingu fyr- ir neinum. Sextán ára með allt á hreinu „Ég talaði við Kewell þegar hann var 16 ára. Þá Stephen McPhail, til vinstri, er efnilegur miðjumaður hjá Leeds og frábærar sendingar hans hafa þegar vakið athygli. Reuter hver leikmaður sé betri en hann og hann mun svara neitandi. Þegar hann var valinn í hópinn til að spila gegn Liverpool á Anfield var hann ekki að hugsa um hve frábært það væri að fá að vera á bekknum. Hann hugsaði um það eitt að skora mark, og það gerði hann þegar honum var skipt inn á sem varamanni." Byrjaði á 50 metra sendingu Miðjumaðurinn McPhail fær líka hrós en hann lagði upp mark með 50 metra sendingu í fyrsta skipti sem hann snerti boltann í deildaleik með Leeds. „Hann á sendingar sem enginn í liðinu getur leikið eftir. Þegar maður stjórnar unglinga- liði skynjar maður alltcif hvað leikmönnum finnst hverjum um aðra. Ungu strákunum finnst flest- um að McPhail sé snillingur. Strákarnir eiga það síðan sameiginlegt að þeir eru hungraðir i baráttuna sjálfa og geta hlaupið endalaust. Þeir ganga inn á völlinn og vita að þeir þurfa ekki að óttast að neinn slái þeim við. Þeir eru mjög líkamlega sterkir. Allir geta þeir spilað næstu fimm árin með Leeds og átt þá enn eftir að ná hátindinum á sínum ferli. Þeir eru hins vegar aðeins búnir með auðveldasta hlutann. Það er eitt að komast í lið sem ungur leik- maður og annað og meira að halda sér þar. Þá er það andlega hliðin sem ræður úrslitum," segir Gray. é- Margir fleiri á leiðinni Þeir _______ górir sem hér hef- ur verið fjallað um eru þeir sem mest hafa verið í sviðsljósinu til þessa. En þvi er spáð að margir fylgi í kjölfarið mjög fljótlega. Þar eru helst taldir til sögunnar miðjumennimir Matthew Jones (18 ára) og Wesley Boyle (19), vamarmennim- ir Alan Maybury (20) og Lee Mathews (20) og markvörð- urinn Paul Robinson (19). Allir hafa þeir þegar fengið tækifæri með aðalliði Leeds á þessu keppnistímabili. Gray segir að lykillinn að því að byggja upp unga leikmenn og gott knattspyrnulið sé að leggja áherslu á boltatæknina, sjálfs- traustið og einfalt spil þar sem boltinn gangi hratt á milli manna. „Spilaðu boltanum, fáðu hann aftur og haltu honum innan liðsins, og andstæð- ingurinn gerh- engar rósir á meðan,“ eru hin einfoldu skilaboð þjálfarans. David O’Leary hefur sýnt geysi- legt hugrekki Hann er líka afar ánægður með samstarfið við David O’Leary framkvæmdastjóra. „David hefur sýnt geysilegt hugrekki og tekið strákana inn í liðið hvern á fætur öðrum. Þegar ég var fram- kvæmdastjóri Leeds neyddist ég til að nota ungu strákana vegna manneklu. Þegar David tók við af George Graham, gat hann haldið áfram á sömu braut og fyrirrennari hans, byggt á eldri leik- mönnum og barist um Evrópusæti. David þurfti ekki að fara þessa leið en hann var nógu djarfur til að taka áhættuna. Hann vill skapa sigurlið og ná eins langt og hægt er,“ segir maðurinn á bak við ungu kynslóðina hjá Leeds, Eddie Gray. -VS íþróttir ENGLAND A-deiid Manch.Utd 31 18 10 3 69-32 64 Arsenal 32 17 12 3 43-13 63 Chelsea 31 17 11 3 47-23 62 Leeds 31 16 9 6 52-28 57 Aston Villa 33 13 10 10 44-39 49 West Ham 33 13 9 11 34rA0 48 Derby 32 12 11 9 36-36 47 Middlesbro 32 11 13 8 44-41 46 Liverpool 30 12 7 11 57-41 43 Newcastle 32 11 9 12 43-45 42 Wimbledon 33 10 11 12 36-50 41 Tottenham 31 9 13 9 35-37 40 Leicester 31 9 12 10 32-39 39 Sheff.Wed. 32 11 5 16 38-36 38 Coventry 33 10 7 16 34-45 37 Everton 33 8 10 15 28-40 34 Charlton 32 7 10 15 34-43 31 Blackburn 32 7 10 15 32-43 31 Southampt. 33 8 6 19 28-60 30 Nott.For. 33 4 9 20 30-65 21 (Vantar Leeds-Liverpool sem fram fór 1 gærkvöld, sjá opnu.) Markahæstir: Michael Owen, Liverpool........18 Dwight Yorke, Manch.Utd........16 Hamilton Ricard, Middiesbro .... 15 Jimmy F. Hasselbaink, Leeds ... 15 Andy Cole, Manch.Utd...........15 Robbie Fowler, Liverpool ......14 Dion Dublin, A.Villa/Coventry . . 14 Nicolas Anelka, Arsenal .......13 Miðvikudagnr 14. april Middlesbrough-Chelsea Laugardagur 17. apríl Charlton-Leeds Coventry-Middlesbrough Liverpool-Aston Villa Manchester Utd-Sheffield Wed. Newcastle-Everton Nottingham Forest-Tottenham Southampton-Blackburn West Ham-Derby Sunnudagur 18. apríl Chelsea-Leicester Mánudagur 19. apríl Arsenal-Wimbledon B-deild Sunderland 40 26 11 3 78-24 89 Ipswich 40 24 7 9 63-26 79 Bradford 40 23 7 10 71-39 76 Birmingh. 40 19 12 9 60-33 69 Wolves 40 18 12 10 59-38 66 Bolton 39 17 14 8 69-52 65 Watford 40 16 13 11 55-52 61 Sheff.Utd 40 15 12 13 63-59 57 Huddersf. 41 14 14 13 57-64 56 Cr.Palace 41 14 14 13 55-60 56 WBA 40 15 8 17 62-67 53 Norwich 40 13 14 13 52-53 53 Grimsby 38 15 8 15 36-43 53 Barnsley 41 12 15 14 51-49 51 Tranmere 41 11 17 13 56-55 50 Stockport 40 11 16 13 45-48 49 Swindon 40 11 10 19 53-74 43 Portsmouth 41 10 13 18 50-63 43 QPR 39 10 11 18 43-51 41 Oxford 41 9 13 19 41-65 40 Port Vale 39 11 5 23 39-70 38 Crewe 40 9 10 21 48-75 37 Bury 40 7 16 17 29-53 37 Bristol C. 39 7 14 18 48-70 35 Markahæstir: Markahæstir: Lee Hughes, WBA.................30 Lee Mills, Bradford............22 Marcus Stewart, Huddersfield ... 20 John Aloisi, Portsmouth.........17 Ade Akinbiyi, Bristol City.....17 Dean Windass, Oxford/Bradford . 17 Brett Angell, Stockport .......17 Iffy Onuora, Swindon ..........17 Þriðjudagur 13. april Bolton-Bristol City Bury-Sunderland Grimsby-QPR Port Vale-Bradford WBA-Swindon Föstudagur 16. april Bamsley-Sunderland Laugardagur 17. apríl Birmingham-Wolves Bolton-Ipswich Bradford-Huddersfield Crewe-Watford Crystal Palace-Swindon Grimsby-Bury Norwich-Tranmere Port Vale-Oxford Sheffield United-QPR Stockport-Bristol City WBA-Portsmouth

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.