Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 íþróttir lZi: iiatia A-deild Lazio 28 16 8 4 55-26 56 AC Milan 28 14 10 4 41-30 52 Fiorentina 28 15 6 7 45-30 51 Parma 28 13 9 6 49-30 48 Roma 28 12 9 7 55-37 45 Udinese 28 13 6 9 41-38 45 Bologna 28 10 10 8 37-32 40 Juventus 28 10 10 8 32-29 40 Inter 28 11 6 11 47-39 39 Cagliari 28 9 6 13 39-41 33 Bari 28 6 14 8 33-41 32 Venezia 28 8 8 12 27-36 32 Perugia 28 9 5 14 33-48 32 Piacenza 28 8 7 13 41-43 31 Sampdoria 28 7 9 12 29-45 30 Vicenza 28 7 8 13 20-34 29 Salernitana 28 7 6 15 28-46 27 Empoli 28 4 9 15 22-49 19 Markahæstir: Gabriel Batistuta, Fiorentina .... 19 Hernan Crespo, Parma ............16 Marco Delvecchio, Roma...........16 Roberto Muzzi, Cagliari..........15 Giuseppe Signori, Bologna.......14 Simone Inzaghi, Piacenza ........14 Marcelo Salas, Lazio.............13 Oliver Bierhoff, AC Milan.......13 Marcio Amoroso, Udinese.........13 Filippo Inzaghi, Juventus .......11 Roberto Sosa, Udinese............11 Sunnudagur 18. apríl: Bari-Salernitana Bologna-Fiorentina Empoli-Piacenza Inter Milano-Vicenza Lazio-Juventus Parma-Sampdoria Perugia-Roma Udinese-AC Milan Venezia-Cagliari B-deild Verona 29 16 9 4 54-26 57 Torino 29 15 6 8 45-27 51 Lecce 29 14 7 8 34-28 49 Treviso 29 12 12 5 42-29 48 Reggina 29 12 12 5 34-23 48 Atalanta 29 11 13 5 35-24 46 Brescia 29 11 12 6 31-23 45 Napoli 29 11 11 7 30-24 44 Pescara 29 12 8 9 39-35 44 Ravenna 29 10 9 10 3541 39 Monza 29 9 10 10 27-30 37 Genoa 29 9 9 11 42-42 36 F.Andria 29 9 7 13 23-35 34 Chievo 29 8 10 11 28-36 34 Cosenza 29 8 8 13 31-41 32 Cesena 29 6 11 12 23-32 29 Ternana 29 5 14 10 26-39 29 Lucchese 29 5 10 14 24-32 25 Reggiana 29 4 12 13 26-36 24 Cremonese 29 3 10 16 27-54 19 I>V ítalska knattspyrnan: Milan komið í myndina - Lazio í vanda eftir fyrsta tapið í 18 leikjum Lazio tapaði í fyrrakvöld fyrir ná- grönnum sínum í Roma, 3-1, og beið þar með sinn fyrsta ósigur í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu síðan 22. nóvember. Þá sótti liðið AC Milan heim og tapaði, 1-0, þegar Leonardo skoraði eftir að venjulegum leik- tíma var lokið. í kjölfarið fylgdu 17 leikir í röð án taps en í borgarslagnum við Roma var loksins komið að því. Lazio hefði með sigri náð sjö stiga forystu í deildinni og þar með hefði liðið verið komið með aðra höndina á sinn annan meistaratitil í sögunni. Ósigurinn þýðir hins vegar að enn er allt opið og AC Milan og Fiorent- ina eiga raunhæfa möguleika á titl- inum þegar sex umferðum er ólok- ið. Fiorentina fór reyndar mjög illa að ráði sínu með því að gera jafn- tefli, 2-2, á heimavelli við Bari, en með sigri hefði Fiorentina aðeins verið þremur stigum á eftir Lazio. Öll vörn Lazio er komin í leikbann Tapið gegn Roma gæti líka reynst mjög £ifdrifaríkt því eftir þann leik er vöm Lazio komin í leikbann, eins og hún leggur sig. Sinisa Mih- ajlovic var rekinn af velli ásamt Pa- olo Sergio hjá Roma, þegar þeim lenti sam- an 20 mínútum fyrir leikslok og undir lokin fékk fyrirliðinn Aless- andro Nesta líka að líta rauða spjaldið. Þeir Mihajlovic og Nesta verða því báðir í banni þegar Lazio mætir Juv- entus næsta sunn- udag. Ekki nóg með það, því hinir /J tveir varnarmenn- imir, Paolo Negro og Giuseppe Panc- aro, fylltu sinn kvóta af gulum spjöldum i leikn- um og verða því einnig i banni á sunnudag- j inn kemur. Tveir varnarmenn eftir Ekki bætir úr skák að portúgalski vam- armaðurínn Fern- ando Couto er íjarver- andi vegna meiðsla og Sven Göran Eriksson þjálfari á aðeins tvo varnarmenn eftir í leikmannahópi sínum. Það era Guiseppe Fa- valli og Stefano Lomm- bardi, sem báðir sátu á vara- manna- bekknum á sunnu- daginn. „Vörnin er alvarlegt vandamál þessa stundina en ég geri mér vonir um að Couto verði búinn að ná sér. Ég hef sex daga til að finna lausn, og svo kann að fara að við verðum að láta okkur nægja að leika með þriggja manna vörn, því það kann að reynast erfitt að búa til fjóröa varnarmanninn,“ sagði Ériksson í gær. AC Milan í annað sætið en Parma er úr leik Það hefur ekki farið mikið fyrir AC Milan í vetur en gamla stórveld- ið hefur læðst hægt og hljótt upp töfluna. Á sunnudag bar Milan sig- urorð af Parma, 2-1, en það var nán- ast hreinn úrslitaleikur um hvort liðið ætti möguleika á að halda áfram í baráttunni um meistaratitil- inn. Parma virtist á réttri braut eft- ir mark frá Abel Balbo, en þegar Lilian Thuram var skipt útaf í seinni hálfleik galopnaðist vömin hjá Parma. Paolo Maldini skor- aði glæsilegt mark af 20 metra færi - ekki á hverju ári sem hann kemst á blað - og Maurizio Ganz tryggði sigur AC Milan. Alberto Zaccheroni, þjálfari AC Milan, sagði, þegar hann var spurður um titilvonir liðsins eftir leikinn, að í fótbolta væri farsælast að halda sig á jörðinni. í fyrsta sinn í hálfa öld Nágrannar Milan, Inter, voru ekki jafn kampakátir. Inter heim- sótti borgina Salerno á Suður-Ítalíu í fyrsta skipti í hálfa öld og leikmenn liðsins fóru þaðan sneypt- ir eftir 2-0 ósigur gegn Salernitana, sem þar með á enn von um að halda sér í deildinni. Ekki bætti úr skák að Ivan Zamorano fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli á lokamínút- unni. Leikmenn Inter vonast eflaust eftir því að þeir þurfi ekki að skreppa aftur til Salerno næstu hálfa öldina eða svo. Níu lið eru í bullandi fallbaráttu Auk Salemitana unnu Sampdoria og Vicenza sína leiki, en þessi þrjú lið sitja í falisætunum ásamt Empoli, sem virðist ekki eiga sér viðreisnar von. Þar með er fallbaráttan orðin heldur betur spenn- andi því nú era níu af 18 liðum deildarinnar á hættusvæðinu. Cagliari, sem er í 10. sætinu, er að- eins þremur stigum á undan Samp- doria. Juventus og Sampdoria miklir örlagavaldar Segja má að Juventus og Samp- doria komi til með að ráða mestu um hvar meistaratitililinn endar í ár. Bæði félög eiga eftir að mæta öll- um toppliðunum þremur í sex síð- ustu umferðunum. Þá eiga Fiorent- ina og Lazio eftir að mætast í Flór- ens í næstsíðustu umferðinni, og mögulegt er að þar verði háð lokarimman um titilinn. Toppliðin eiga eftir þessa leiki í lokaumferð- unum: Lazio: Juventus (h), Sampdoria (ú), Udinese (ú), Bologna (h), Fior- entina (ú), Parma (h). AC Milan: Udinese (ú), Vicenza (ú), Sampdoria (h), Juventus (ú), Empoli (h), Perugia (ú). Fiorentina: Bologna (ú), Juvent- us (ú), Perugia (h), Sampdoria (ú), Lazio (h), Cagliari <ú>- VS Klas Ingesson hja Bologna í baráttu við Juventus- mennina Didier Deschamps og Edgar Davids þegar liðin skildu jöfn, 2-2, á sunnudaginn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.