Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 25 DV r Iþróttir unglinga Islandsmeistararnir Efri röð frá vinstri: Ólafur Már Þórisson, Baldvin Þor- steinsson, Einar Logi Frið- jónsson, Egill Ó. Thorodd- sen, Arnar Sæþórsson, Birkir Baldvinsson, Jó- hannes Bjamason þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Bjami Þórisson, Haukur Stein- dórsson, Egill Daði Angan- týsson, Ingólfur Ragnar Axelsson, Gísli Grétars- son, Helgi Jónasson og Jóhann Valdimarsson. Islandsmeistarar KA i 4. flokki 1999 Kristinn Jónataní Varði 23 skol Kristinn átti frábæran leik f úrslitaleiknum gegn KA en það dugði þó ekki til sigurs í þetta skiptið. Það var mikil dramatík i Mosfellsbænum á laugardaginn þegar úrslitaleikur 4. flokks karla í handbolta fór fram. Leik- urinn, milli KA og ÍBV, fór í framlengingu og á endanum vann KA 18-17 með sigurmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði allt til að bera; bæði liðin spiluðu mjög vel og sýndu góð tilþrif. KA byrjaði leikinn mun betur, var yfir, 8-5, í hálfleik og 13-10 yfir þegar lítið var eftir. Kristinn Jónatansson, markvörður ÍBV, sem hafði varið frábærlega í leiknum, lokaði þá markinu, varði 5 síðustu skot KA og Eyjamenn jöfn- uðu leikinn og tryggðu sér framlengingu. í framlengingunni voru Eyjamenn komnir í lykil- stöðu en KA gerði þá tvö síðustu mörkin og tryggði sér sigurinn. Egill Ó. Thoroddsen gerði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi á síðustu sekúndu leiksins. Egill byrj- aði á bekknum en kom sterkur inn, sannkallað leynivopn, skoraði 5 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Hann átti því þátt í 10 af 14 mörk- um sem liðið skoraði þegar hann var inni. Að ofan Haukar sem tryggðu sér 3. sætið á dramatískan hátt Ifkt og KA með sigurmarki gegn HK á síðustu sekúndu leiksins. Að neðan Eyjamenn sem stóðu sig frábærlega í úrslitaleiknum og voru hreinlega óheppnir að missa af titlinum í þetta skiptið. Hungraðir í titil Þeir Egill og Ingólfur Ragnar Axelsson, fyrirliði KA, voru ánægðir í leikslok. Þeir voru að verða íslandsmeistarar í 3. sinn en rétt misstu af titlinum í úrslitaleik 4. flokks í fyrra. Þeir segjast vera með frábæran þjálfara og góðan og breiðan hóp þannig að framtíð- in er björt. Þetta var kveðjuleikur Ingólfs með liðinu því hann er að fara suður en hann var tek- inn úr umferð mestallan tímann. Mörk KA: Egill Thoroddsen 5, Ingólfur elsson 4/3, Baldvin Þorsteinsson 4, Einar Friðjónsson 3, Ólaftir Þórisson 1 og Amar Sæþórsson 1. Mörk ÍBV: Bjami Einarsson 5, Davið Ósk- arsson 4, Magni Jóhannsson 3, Einar H. Sigurðsson 2, Kári Kristjánsson 1, Sigþór Friðriksson 1, Sindri Ólafsson 1. Islandsmót 4. flokks karla í handbolta Egill Ó. Thorodd- sen, hetja KA, og Ingólfur Ragnar Axelsson, fyrir- liði KA. Egill skoraði sigur- markið f blálok leiksins og sam- tals skoruðu þeir félagar 9 af 18 mörkum liðsins. Sigurmarkið á lokasekúndunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.