Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Síða 27
Fréttir * 27 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 DV Patreksfjarðarhöfn. DV-mynd Hörður PatreksQöröur: Steinbítsvertið- in lítt spennandi - lágt verð og frekar dræm veiði Steinbítsvertíðirj á Patreksfirði hefur verið lítið spennandi það sem af er, að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar hafnarvarðar. Það hefur ekki verið neinn kraftur í veiðinni og þá hefur verðið á mörkuðum verið lágt og því ekki hvatt menn til mikillar sóknar. Stærri bátamir hafa verið að fá mest um 10 tonn af steinbít í róðri og verðið er um 57 krónur og allt niður í 35 krónur á kílóið. Þá hefur verð á beitu verið hátt og því vart gerandi, að sögn Guðmundar, að eltast við þetta - nema aflinn sé þeim mun meiri. -HKr. Biskupstungur: Hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Laugarási? DV, Suðurlandi: Sveitarstjórn Biskupstungna- hrepps samþykkti nýlega að beita sér fyrir því eins og unnt er að haf- in verði bygging hjúkrunarheimilis fyrir aldraða við Heilsugæslustöð- ina í Laugarási. í Laugaráslæknis- héraði eru yfir 2500 íbúar og í því ljósi telur sveitarstjórn Biskups- tungna að þörfm á hjúkrunarheim- ili sé mikil. Fólk eigi rétt á að eldast í sínu heimahéraði og fá þar þá að- hlynningu sem það þarfnast á síð- ustu árum ævi sinnar. Þá segir í greinargerð hrepps- nefndar að þar sem læknishéraðið sjái um rekstur heilsugæslustöðvar- innar geti sveitarfélagið best lagt þessu lið með því að minna stöðugt á þörfma fyrir slíka stofnun og leggja þurfi að oddvitanefnd upp- sveita Ámessýslu að sameinast um málið og kynna heilbrigöisráðherra og fjárlaganefnd sem allra fyrst. -NH Leikhópurinn Máni á Hornafirði hefur verið að sýna leikritið Með vífið í lúk- unum - gamanleik í tveimur þáttum eftir Ray Cooney. Leikendur eru, fremri röð: Magnhildur Björk Gísladóttir, Hólmgrímur Elís Bragason og Anna Jóna Guðmundsdóttir. Efri röð: Eiríkur Hansson, Sigurður Kr. Sigurðsson, Sævar Þór Hilmarsson. Jón Garðar Sigurðsson og Sigurgeir Guðjónsson. Leik- stjóri er Magnús J. Magnússon og leikmyndina gerði hann ásamt Ágústu Baldursdóttur. Leikritið hefur verið sýnt í Mánagarði við góða aðsókn. DV-mynd Júlía Imsland Barnaskólakór Hveragerðis fyrir utan Örkina. DV-mynd Eva Sparidagar á Örkinni DV Hveragerði: Það var létt yflr mannskapnum á Hótel Örk á dögunum. Forsvars- menn hótelsins bjóða árlega til svo- kallaðra sparidaga fyrir eldri borg- ara. Þar er boðið upp á ýmsar upp- ákomur með kaffl og meðlæti á vægu verði. Að þessu sinni söng bamakór Hveragerðis nokkur lög fyrir gesti og var kórinn klappaður upp og tekin voru aukalög. Eftir söng inni komu krakkarnir út og sungu þar enn eitt aukalag fyrir fréttaritara DV og þá sem leið áttu hjá. -eh RfnU'iic eskimo model management Hver uerdur QLf/~). o cr -1 <D Q vr s^msii ’ www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.