Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Qupperneq 32
32 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍWI 581-4515 • FflX 581-4510 Cage og Smith í hnapphelduna Ofurkarlmennin Will Smith og Nicolas Cage ætla að bregða aðeins út af vananum á næstunni og leika gagn- kynhneigða slökkviliðs- menn, þá Joe og Benny, sem giftast. Kvikmynd þessi á að vera gamanmynd. Cage leikur ekkjumann sem hef- ur áhyggjur af framtíð barna sinna ef hann deyr. Hann sér þá ekki betri lausn en að ganga að eiga starfsbróður sinn sem Will Smith leikur. Leikstjóri herlegheitanna verður Tony Shaydac sem gerði Patch Adams. Cage og Smith eru alla jafna pottþéttir gæjar en hvort það dugar hér skal ósagt látið. Villi prins lætur gera að fingri Vilhjálmur prins, eldri sonur þeirra Díönu heitinnar prinsessu og Karls rikis- arfa á Bret- landi, gekkst undir skurð- aðgerð á fingri um helgina, að því er breska útvarpið BBC hefur greint frá. Pilturinn hafði meitt sig í visifmgri vinstri handar þegar hann var að leika rúgbý og þurfti að setja víra og annars konar stoðtæki á fingurinn. Prinsinn var staðdeyfður og gat því farið samdægurs heim af sjúkrahúsinu. Vilhjálmur meiddi sig einhvern tíma fyrir jól á íþróttavelii Eton-skólans, þar sem hann stundar nám, og hafði puttinn verðið að angra hann allar götur síðan. Eins og nærri má geta mun prinsinn ekki leika rúgbý í bráð. Kryddpían fyrrverandi, Geri Halliwell, heillaði Kanadamenn upp úr skónum með framkomu sinni í kanadískum sjón- varpsþætti um helgina. Hún lá ekkert á skoðunum sínum um fjölda mála og gerði sér lítið fyrir og stóð á haus í lok þáttarins. Um var að ræða jógastellingu sem hún sagði að hefði mjög góð áhrif á kynlífið. Bresku kvikmyndaverðlaunin afhent um helgina: Gwyneth undir Bretar og Cate Blanchett hin ástr- alska áttu harma að hefna og stund hefndarinnar rann upp á sunnu- dagskvöld. Þá voru afhent bresku kvikmyndaverðlaunin, eða BAFTA eins og þau heita hjá þarlendum. Cate fékk verðlaunin fyrir bestan kvenleik í myndinni um Elísabetu drottningu hina fyrstu. Cate var til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir af- rekið en Gwyneth stal senunni og óskarnum og tárfelldi svo mikið að það hálfa hefði verið nóg. En ósigur Gwyneth á BAFTA- kvöldinu í Lundúnum var ekki al- gjör því óskarskvikmynd hennar um Ástfanginn Shakespeare var val- in besta kvikmyndin. Sá ítalski spéfugl Roberto Benigni reið feitum hesti frá þessari verð- launaafhendingu, eins og frá óskars- athöfninni. Benigni var valinn besti leikarinn í karlhlutverki fyrir leik í eigin kvikmynd, Liflð er dásamlegt sem verið er að sýna í Reykjavík um þessar mundir. „Þetta eru fyrstu verðlaunin sem ég fæ i Englandi. Ég er glaður eins og vatnsmelóna, það er eins og eitt- hvað sé við það að springa innan í mér. Ég ræð mér bara ekki fyrir gleði,“ sagði Roberto af þessu til- efni. Sú gamalreynda Elizbeth Taylor fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt. Hún var bara hálffeim- in blessunin þegar hún tók við þeim. Og hún kunni líka að gera að gamni sinu. „Ég hef eiginlega aldrei litið á sjálfa mig sem leikkonu. Ég hef ekki reynt að leika í guð má vita hvað mörg ár,“ sagði Taylor þegar annað stórmenni, Michael Caine, afhenti henni viðurkenninguna. Viðstaddir létu ekki segja sér það tvisvar heldur skelltu upp úr og klöppuðu vel og lengi. Cate Blanchett náði fram hefndum á Gwyneth um helgina. Duchovny vill smátilbreytingu David Duchovny flnnst timi til kominn að reyna eitthvað nýtt eftir að hafa leikið FBI-útsendar- ann Fox Mulder í sjónvarpsþátt- unum Ráðgátum. Pilt langar til að reyna sig við handritaskrif og leikstjórn. Ekki ætlar hann þó langt því hann hefur fengið það hlutverk að skrifa handrit fyrir þessa vinsælu þætti og leikstýra. „Ég stend alveg klár með hand- ritsskriftimar en hvað leik- stjómina varðar veit ég ekki al- mennilega hvaða aðferð ég á að beita,“ segir leikarinn ástsæli 1 viðtali við bandarískt nettíma- rit. Hann ætti þó að klóra sig fram úr því eins og öðru. Astin deyr ekki á hvíta tjaldinu Þótt þau Gwyneth Paltrow og Ben Affleck séu ekki lengur kærustupar í alvömnni er ekki þar með sagt að þau geti ekki verið það í þykjustunni, það er að segja á hvíta tjaldinu. Enda er Gwyneth alltaf að lýsa því yf- ir að Ben sé góður vinur. Svo era þau líka leikarar og geta gert nánast allt. Skötuhjúin ku víst vera að íhuga að leika í kvikmynd sem á að heita því frumlega nafni Bounce, rómantísku drama um ungt fólk sem hittist fyrir marg- háttaðar tilviljanir. Sá sem skrifar handritið og leikstýrir er Don nokkur Roos sem gerði handritið að þeirri ágætu og eftirtektarverðu The Opposite of Sex. Blanchett hafði Brúðkaup 16 síðna aukablað um brúðkaup fylgir DV á morgun. Lögð verður áhersla á nýtilegt blað, þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og skemmtilegir fróðleiksmolar skipa veglegan sess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.