Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 Afmæli Sigurður Magnússon Sigurður Magnússon, fyrrv. verk- stjóri og fræðimaður, til heimilis að Dröfn, Austurvegi 34, Seyðisfírði, er níræður í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Þórarinsstaða- eyrum í Seyðisfirði. Hann var miss- erisgamall er hann fór í fóstur til Sigurðar Jónssonar, útvegsb. og hreppstjóra á Þórarinsstöðum, og k.h., Þórunnar Sigurðardóttur hús- freyju. Foreldrar hans fluttu hins vegar til Vestmannaeyja árið 1915. Sigurður stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum 1928-30 og nám við Lýðháskólann í Askov 1930-31. Þá fór hann á námskeið í útvarpsvirkjun 1934 og öðlaðist rétt- indi til útvarpsviðgerða. Sigurður hélt unglingaskóla í skólahúsi Seyðisfjarðarhrepps 1932 og á Þórarinsstöðum 1933-34, var skólastjóri Barnaskóla Seyðisfjarð- arhrepps 1938-39 og hafði unglinga í timakennslu í Garði 1943 og í Vest- mannaeyjum 1950. Þá var Sigurður ráðsmaður á Þórarinsstöðum 1924-42. Hann flutti síðan suður í Garð þar sem hann vann hjá setuliðinu og víðar við smíðar og múrverk. Hann flutti til Vestmannaeyja 1944 og var starfsmaður Vestmannaeyja- bæjar í þrjátíu ár, lengst af verk- stjóri, en flutti síðan aftur til Seyð- isfjarðar 1974 þar sem hann hefur síðan búið. Sigurður hefur safnað miklu af þjóðlegum fróð- leik, einkum síðari árin. Hann hefur samið fjölda ritgerða um sögulegt efni sem einkum hefur birst í Múlaþingi. í síðasta hefti ritsins er m.a. að finna ítarlega grein eftir hann um Inga T. Lárusson tón- skáld. Það var einkum fyrir ábendingar og athuga- semdir Sigurðar að hin forna staf- kirkja að Þórarinsstöðum fannst en þar hafa nú staðið yfir umfangs- miklar fomleifarannsóknir. Sigurður var ritari Verkstjórafé- lags Vestmannaeyja um árabil. Hann söng með Karlakór Vest- mannaeyja, hefur verið virkur sjálfstæðismaður alla tíð, setið landsfundi og starfað í ýmsum nefndum bæjarfélagsins. Fjölskylda Sigurður kvæntist 27.11. 1937 Guðrúnu Jóhönnu Magnúsdóttur, f. 1.3. 1917, húsmóður. Hún er dóttir Magnúsar Arngrímssonar og Helgu Jóhannesdóttur er lengst af bjuggu í Másseli í Jökulsárhlíð. Börn Sigurðar og Jóhönnu em Þómnn, f. 22.1.1938, hjúkrunarfræð- ingur í Garðabæ, gift Finni Jónssyni verkfræð- ingi og eiga þau íjögur börn; Magnús Helgi, f. 29.6. 1947, bifvélavirki og vélsmíðameistari á Borg í Grímsnesi, var kvæntur Sigríði Stefánsdóttur, símritara á Seyðisfirði, og eiga þau tvö böm; Ás- dís, f. 27.1. 1950, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Sveini Valgeirssyni, verkstjóra hjá Vífilfelli, og eiga þau fimm börn; Ólafur Már, f. 29.11. 1953, deildar- stjóri hjá Bræðranum Ormsson, bú- settur á Seltjamamesi, var kvæntur Maríu Ólafsdóttur og eignuðust þau þrjú böm og eru tvö þeirra á lífi en hann er nú kvæntur Sigrúnu Krist- ínu Ægisdóttur hárgreiðslumeist- ara og eiga þau saman tvö böm auk þess sem hún á fyrir tvö böm sem era fósturbörn Ólafs. Systkini Sigurðar: Ólafur, f. 3.5. 1903, d. 4.11. 1930, læknanemi og rit- stjóri í Vestmannaeyjum; Jón, f. 13.8. 1904, d. 17.4. 1961, skrifstofu- maður í Vestmannaeyjum; Rebekka, f. 20.7. 1905, d. 29.9. 1980, hárgreiðslumeistari í Vestmanna- eyjum og síðan í Reykjavík; Gísli, f. 4.11.1906, d. 8.3.1908; Kristinn, f. 5.5. 1908, d. 5.10. 1984, skipstjóri í Vest- manneyjum; Ingólfur, f. 31.3.1910, d. 9.1. 1911; Unnur, f. 7.6. 1913, sýslu- mannsfrú og skrifstofumaður í Stykkishólmi, síðar í Reykjavík; Guðbjörg, f. 7.5. 1915, d. 13.11. 1915; tvíburi við hana, f. 7.5. 1915, d. s.d.; Sigurbjörg, f. 19.9. 1916, kaupkona í Vestmannaeyjum og síðan í Reykja- vík. Foreldrar Sigurðar voru Magnús Jónsson, f. 1.9. 1875, d. 6.2. 1946, kennari, formaður, ritstjóri og skáld á Sólvangi í Vestmannaeyjum, írá Geldingaá í Leirársveit, og k.h., Hildur Ólafsdóttir, f. 20.7. 1882, d. 18.5. 1917, húsmóðir, frá Landamót- um í Seyðisfirði. Ætt Magnús var sonur Jóns, b. á Ind- riðastöðum, Jónssonar, b. í Deildar- tungu, Jónssonar, ættfóður Deildcir- tunguættar, Þorvaldssonar. Móðir Jóns á Indriðastöðum var Guðrún Böðvarsdóttir, b. í Skáney, Sigurðs- sonar og Þuríðar Bjarnadóttur. Móðir Magnúsar var Kristín Jón- asdóttir, b. og söðlasmiðs í Steins- holti, Benediktssonar, pr. á Melum, Jónassonar. Móðir Kristínar var Helga Sveinsdóttir. Hildur var dóttir Ólafs, útvegsb. í Landamótum í Seyðisfirði, Péturs- sonar, og Rebekku Eiríksdóttur frá Sörlastöðum. Sigurður Magnússon. Tómas Agnar Tómasson Tómas Agnar Tómasson iðnrek- andi, Markarflöt 30, Garðabæ, er sextugur í dag. Starfsferill Tómas Agnar er fæddur í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann hóf iðn- nám í ölgerð en hvarf frá því námi og var í verslunar- og tungumála- námi í Bretlandi og Þýskalandi 1955-58. Tómas hefur unnið hjá Ölgerð- inni Agli Skallagrimssyni hf. frá 1958 utan stuttra hléa er hann var fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Gmndfirðinga, 1962-63, og fyrsti framkvæmdastjóri SÁÁ um sex mánaða skeið 1978. Hann varð ann- ar aðaleigandi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. 1974 ásamt bróður sínum, Jóhannesi, og í stjórn þess fyrirtækis frá 1975. Hann var mikill djassáhugamaður á yngri áram, var í stjóm Jassklúbbs Reykjavíkur nr. 2 1958-60, þar af for- maður og framkvæmdastjóri 1959-60 og sá um jassþátt Ríkisút- varpsins 1959-60 ásamt Guðbjörgu Jónsdóttur. Tómas var JC-maður, sat í stjórn JC-Reykjavik 1969. Hann hefur verið áhugamaður um áfeng- ismál á seinni árum, var í Freeport- hópnum, einn af stofnendum Freeportklúbbsins og var í fyrstu stjóm hans 1976, formaður 1978-79, meðstjórnarmaður 1982-83. Tómas var í aðalstjórn SÁÁ 1982-88, fram- kvæmdastjórn 1985-88 og varafor- maður 1986-88 og aftur í stjórn SÁÁ frá 1996. Fjölskylda Tómas kvæntist 5.8. 1966 Þóranni Ámadóttur, f. 11.6. 1941, ljósmóður. Foreldrar Þórunnar: Árni Guð- mundsson, f. 3.12.1899, d. 10.10.1971, læknir á Akureyri og síðar í Reykja- vík, og k.h., Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. 2.4. 1907, húsmóðir í Reykjavík. Böm Tómasar og Þórannar eru Agnes Vala, f. 5.1. 1967, rekstrar- fræðingur, búsett I Garðabæ og á hún eina dóttur; Árni Haukur, f. 21.9.1968, ölgerðarmaður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Paola Mangoni Tómasson húsmóður og eiga þau tvö böm; Helga Brynja, f. 10.7. 1972, skólastarfsmaður, búsett í Garðabæ en maður hennar Vilhjálmur Karl Gissurarson flugmaður; Herdís Rún, f. 20.8. 1979, menntaskólanemi í foreldrahúsum; Óskar Bergmann, f. 6.7. 1982, menntaskólanemi í for- eldrahúsum. Sonur Tómasar er Tómas Heimir, f. 29.1. 1961, bifreiðarstjóri í Kaup- mannahöfn, kvæntur Asta Tómas- son, húsmóður og tónlistarkennara. Dóttir Þórunnar er Ingihjörg Erna, f. 16.7. 1962, húsmóðir í Reykjavík, gift Helga Ólafi Ólafs- syni lífefnafræðingi og eiga þau þrjú böm. Hálfsystkini Tómasar, samfeðra, vora Valgerður, f. 22.1. 1913, d. 11.3. 1936, húsmóðir í Reykja- vík, var gift Bjama Bene- diktssyni forsætisráð- herra; Margrét, f. 4.9. 1915, d. 30.12. 1915; Tómas, f. 22.1. 1917, d. 31. 5. 1930 Alsystkini Tómasar: Guðrún Vala, f. 23.6. 1937, d. 30.6. 1937: Jóhannes Heimir, f. 24.9. 1945, for- stjóri, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Rósu Sveinsdóttur og eiga þau tvö böm. Foreldrar Tómasar vora Tómas Tómasson, f. 10.10.1888, d. 9.11.1978, ölgerðarmaður í Reykjavík, og k.h., Agnes Bryndal, f. 20.9. 1907, d. 21.3. 1989, húsmóðir. Ætt Tómas var sonur Tómasar, b. i Miðhúsum í Hvolhreppi í Rangár- vallasýslu, bróður Jóns, langafa Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips. Tómas var sonur Jóns, b. á Ormsvelli, bróður Þorvarðar, afa Jóns, afa Jóns Gíslasonar fræði- manns og langafa Kristins Frið- finnssonar dómkirkjuprests og Jóns Vals Jenssonar ættfræðings. Jón var sonur Erlends, b. í Þúfu, Jóns- sonar, b. i Klofa, Oddssonar, b. í Ketilshúsahaga, Guðmundssonar, b. í Vatnsdal, Jónssonar, b. á Þorleifs- stöðum, Oddssonar, b. í Næfurholti, Jónssonar, pr. í Fellsmúla, Jónsson- ar. Móðir Erlends var Halldóra Halldórsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum, bróður Brands, langafa Margrétar, langafa Guðríðar, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Halldór var sonur Bjarna, ættföður Víkingslækjarættar, Hall- dórssonar. Móðir Tómas- ar Tómassonar var Sigur- laug Sigurðardóttir, b. í Móakoti í Garði, Jónsson- ar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, b. í Syðri-Gróf í Flóa, Magnús- sonar, föður Árna, langafa Sigurðar Einarssonar, pr. og skálds í Holti undir Eyjafjöllum. Agnes var dóttir Jóns, verslunar- manns á ísafirði, Hafliðasonar hreppstjóra á Hópi í Grindavík, Jónssonar, b. á Hópi, Hafliðasonar, b. í Kirkjuvogi í Höfnum, Sigurðs- sonar, b. í Bjálmholti í Holtum, Þórðarsonar, foður Þórðar, langafa Magnúsar Dalhoffs gullsmiðs. Móð- ir Agnesar var Guðrún Bryndal Jó- hannesdóttir, kaupmanns og fiskút- flytjanda, síðast á ísafirði, Péturs- sonar, lóðs í Reykjavík, Þórðarson- ar af Borgarabæjarætt í Reykjavík. Tómas og Þórunn munu fagna þessum tímamótum með vinum sín- um á Randisson-SAS, Hótel Sögu, Sunnusal, milli kl. 17.00 og 19.30 á afmælisdaginn. Tómas Agnar Tómasson. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar ncesta dag Ath. / o\\t mil/i hirm^ Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag Smáauglýsingar 550 5000 Tilkynningar Tapað fundið Artemis, kisan mín, er týnd! Fjög- urra mánaða grábröndóttur kett- lingur hvarf frá Kúrlandi 6. apríl sl. Ef einhver hefur séð til hennar er hann vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 553-9484 eða GSM 862- 4713. Hennar er sárt saknað. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Handavinna í umsjón Kristínar Hjaltadóttur, perlusaumur og fl., kl. 9. Kaffistofa, dagbl., spjall. Matur kl. 10-13, allir velkomnir. Skák kl. 13, allir velkomnir. Ferð á Snæfellsnes kl. 14 16. maí, upplýsingar á skrif- stofu. Félag eldri borgara í Reykjavík, Þorraseli Opið í Þorraseli, Þorragötu 3, í dag. Leikfimi kl. 12.20. Handavinna, perlusaumur o.fl. kl. 13.30. Spilað al- kort kl. 13.30. Kaffi og pönnukökur með rjóma kl. 15-16. Allir velkomn- ir. Ferðafélag íslands Miðvikudagur 14. apríl kl. 20.30. Myndakvöld Ferðafélagsins er í F.Í.- salnum að Mörkinni 6. Staðfestið bókanir í sumarleyfisferðir sem fyrst, margar ferðir eru að fyllast. Færeyjaferð F.í. og Vestjarðaleiðar er 26/5-3/6. Sunnudagsferðir 18. apríl kl. 10.30: Kalmanstjöm - Stað- arhverfi, gömul þjóðleið, kl. 13: gengið í Fornasel. Tll hamingju með afmælið 13. apríl 90 ára Sigurbjörg Kristín Elíasdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 85 ára Fjóla Sigurðardóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Matthildur Þórðardóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Fjóla Elíasdóttir, Syðra-Seli I, Hrunamannahreppi. 70 ára Þorkell Grímsson, Hátúni 12, Reykjavík. Margrét Þórðardóttir, Austurbergi 2, Reykjavik. Hörður Jóhannsson, Víðimýri 6, Akureyri. 60 ára Einar Guðnason, Hávallagötu 25, Reykjavík. Jón H. Bjömsson, Sævargörðum 1, Seltjarnamesi. Sigríður Guðmundsdóttir, Nesbala 108, Seltjamarnesi. Sigurður Antonsson, Þemunesi 1, Garðabæ. Hans Pauli Djurhuus, Miðtúni 4, Tálknafirði. Hólmfríður Júlía Pálmadóttir, Tjamarlundi 18 I, Akureyri. Egill Ingvi Ragnarsson, Sólgarði, Amameshreppi. 50 ára Rúnar Sigurbjömsson húsasmiður, Kjarrhólma 18, Kópavogi. Eiginkona hans er Pálína Þorvaldsdóttir. Þau hjónin era stödd á Gran Canaria á afmælisdaginn. Lena M. Hreinsdóttir, Grófarseli 5, Reykjavík. Sigurvln Ármannsson, Fannafold 150, Reykjavík. Jón Aðalsteinn Jóhannsson, Trönuhjalla 5, Kópavogi. Jón Ellert Jónsson, Hjallabraut 37, Hafnarfirði. Torfi Kristinn Kristinsson, Hólabraut 2, Hafnarfirði. 40 ára Einar Rúnar Axelsson, Barmahlið 30, Reykjavík. Kristján Ingi Bragason, Dalseli 17, Reykjavík. Þórann Björg Guðmundsdóttir, Bollatanga 20, Mosfellsbæ. Hjördis Fríða Jónsdóttir, Sæbóli 27, Grundarfirði. Hafþór Hafsteinsson, Sjávarslóð, Flatey. Álfhildur R. Halldórsdóttir, Hvanneyrarbraut 65, Siglufirði. Páll Birgir Óskarsson, Skuggabjörgum, Hofsósi. Hermann Jón Tómasson, Helgamagrastræti 20, Akureyri. Sighvatur Friðriksson, Kotárgerði 19, Akureyri. Árni Konráð Bjarnason, Laugartúni 11, Akureyri. Gunnar Sigurþórsson, Birkiflöt, Biskupstungnahreppi. •v-T.n ítiiivT íTrgKitítiOT'Ll?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.