Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 DV nn Ummæli Ráðherra situr á tímasprengju „Geir H. Haarde situr á gríðarlegum viðskiptahalla. Þessi halli er sann- kölluð tima- sprengja sem ógn- ar stöðugleikan- um. Spumingin er hvort hún springur fyrir kosningar." Össur Skarphéðins- son alþingismaður, í Degi. Er komið nóg af ljóðum? „Þegar maður veltir fyrir sér viðtökum ljóðabóka hér á landi, útbreiðslu þeirra, sölu og lestri á nýjum ljóðabókum þá hvarflar að manni að þjóð- inni fmnist þetta orðiö ágætt. Það sé búið að yrkja nóg.“ Guðmundur Andri Thors- son, á málþingi á Kaffi Reykjavík. Dýrðin ein „Þetta var dýrðin ein.“ Ómar Ragnars- son, eftir að hafa lýst hnefaleika- keppni á Sýn. Elskið friðinn......... „Elskið friðinn, sú'júkið á ykkur kviðinn." Bubbi Morthens, eftir að hafa lýst hnefaleikakeppni á Sýn. Afl almennings „Samfylkingin er afl al- mennings til breytinga á gömlum og slitn- um úrræðum, sem hafa aukið tekjumun í þjóð- félaginu og við- haldið völdum örfárra." Guðmundur Ámi Stefánsson alþing- ismaður, í DV. Gamlir pólitíkusar í valdabrölti „ ... kosningabandalag gam- alla pólitíkusa úr Alþýöu- flokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Kosningabanda- lag sem snýst um völd og vald einstaklinga en ekki mál- eftii.“ Ámi Gunnarsson, formað- I ur ungra framsóknarmanna, í f DV. Silja Allansdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Vesturlands: Þurfa að geta gengið þokkalega á 10 sm hælum DV, Akranesi: „Ég byrjaði að starfa við Fegurðar- samkeppni Vesturlands árið 1992. Keppnin lá niðri frá 1989 og fannst mér alveg fáranlegt að ekki skyldi vera fegurðarsamkeppni á Vestur- landi eins og í öðrum landshlutum," segir Silja Allansdóttir frá Akranesi, framkvæmdastjóri Fegurðar- samkeppni Vesturlands. Eins og undanfarin ár fór keppnin fram í Félagsheimil- inu á Klifl í Ólafsvík síðastliðið sunnudagskvöld og þá var Ungfrú Vesturland 1999 valinn. Silja hefur verið í forsvari fyrir keppnina frá 1996 og einnig hefur hún staðið fyrir keppninni Herra Vesturland síðan 1996. Silja er ekki ókunn fegurðarsam- keppnum því að hún varð Ungfrú Vesturland árið 1978 og í þriðja sæti í Ungfrú ísland það sama ár. „Stúlkurnar eru valdar þannig að ef ég sé fallega stelpu þá hreinlega geng ég að henni og spyr hvaðan hún sé, ef ég þurfl að ná í hana, og svo hef ég líka sambönd úti á landi, ég hringi í fyrrverandi fegurðardrottningar og þær benda mér á og ég fer á staðinn, eða þá að þær koma hingað og ég skoða þær og tek þá ákvörðun hvort ég tek þær í keppnina. Undirbúning- urinn felst fyrst og fremst i gönguæf- ingum og líkamsrækt. Þetta er aðal- lega spurning um að stúlkumar geti gengið þokkalega á 10 cm hælum." Að þessu sinni tóku 13 stúlkur víðs vegar af Vesturlandi þátt í keppninni, en Silja segir að þær hafi verið þetta frá 12 og upp í 16 síðan hún byrjaði með þetta. „Ég byijaði með keppnina Herra Vesturland árið 1996 og strákunum hefur gengið rosalega vel, það er fullt af flottum strákum á Vesturlandi. Við fengum 3 sætið í Herra ísland árið 1996 og í fyrra fóru fimm af strákun- um mínum í Herra ísland og tveir þeirra lentu í sætum, annar var í öðru sæti og var líka kosinn ljós- myndafyrirsæta og hinn lenti í íjórða sæti. Sá sem lenti í öðru sæti, Sigþór Ægisson frá Hellisandi, var um daginn valinn til þess að sitja fyrir hjá Calvin Klein þannig að þetta er alveg frábært." Silja segist myndi skoða það vel ef hún væri ung og falleg stúlka og beðin um að taka þátt í fegurðar- samkeppni. „Ég myndi til dæmis spekúlera í því hvað þetta myndi kosta mig, eins og stelpumar gera í dag, og ég myndi hiklaust svara já þvi að þetta býður upp á ansi marga möguleika fyrir stelp- urnar og gefur þeim mikið. Það er misjafnt hvað það kostar að taka þátt í svona keppni enda misjafnt hvað þær leggja í þetta, en það er margur annar kostn- aður sem þarf að spekúlera í eins og sundbolur, kjóll, ljós og ferðir fram og til baka, en þetta er töluverður pen- ingur." Eins og gefur að skilja þá hefur Silja áhuga á Fegurðarsamkeppninni, auk þess finnst henni gott að vera í friði heima hjá fjölskyldunni. Silja er gift Sigurbimi Hafsteinssyni pípu- lagningarmeistara og eiga þau þrjú börn, Hrafnkel Allan sem verður 10 ára í sumar, Villimey sem verður 12 ára i sumar og Hafstein Mar 18 ára. -DVÓ Maður dagsins Gunnar Kvaran leikur á selló í Ólafsfjarðarkirkju. Tónlist fyrir alla - Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari hafa ver- ið að heimsækja skóla á Snæfellsnesi og í Dölum undanfama daga. Þessi ferð er í tónleikaröðinni Tónlist fyrir alla og á skólatónleik- unum segja þau frá hljóð- færum sínum, sögu þeirra og gerð, fræða þau um tón- skáld og leika verk sem ekki eru nemendunum erf- ið. í tengslum við skólatón- leikana eru almennir tón- leikar og eru þeir næstu í Ólafsvikurkirkju í kvöld, Tónleikar kl. 20.30. Á efnisskrá kvöld- tónleikanna era sónötur fyrir selló og píanó eftir Vivaldi, Brahms og Schumann, auk vel þekktra smáverka fyrir þessi hljóð- færi. Karlakórinn heldur þriðju tónleik- ana í Langholtskirkju í kvöld. Vortónleikar Þriðju tónleikarnir í Vortón- leikaröð Karlakórs Reykjavíkur verða í kvöld í Langholtskirkju, kl. 20. Þeir flórðu verða síðan á sama staö á fimmtudag og síðustu tónleikarnir verða á laugardag. Einsöngvari á tónleikunum er Loftur Erlingsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir annast undir- leik. í söng munkanna, In Tabema quando sumus, úr Carm- ina Burana eftir Carl Orff, leika þær Anna Guðný og Krystyna Cortes á tvo flygla og með þeim þrír slagverksleikarar. Tónleikar Á efnisskránni kennir að venju margra grasa og fara saman þekkt íslensk og erlend kórlög, óp- erukórar og þjóðlög, og þar sem með kómum syngur að þessu sinni baríton af bestu gerð syngur kórinn nokkur þeirra laga sem haldið hafa nafni Karlakórs Reykjavíkur og karlakórasöng al- mennt mjög á lofti undanfarna áratugi. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á flutningi lagsins Þér landnemar úr Alþingishátíð- arkantötunni 1930 eftir Pál ísólfs- son sem sjaldan er nú flutt, auk tveggja kóra úr Carmina Burana. Söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson en ásamt honum annaðist Signý Sæmunds- dóttir raddþjálfun. Bridge Sveit íslandsmeistara Samvinnu- ferða Landsýna tapaði einum leik illilega á Mastercardmótinu í sveita- keppni. Sveit Landsbréfa vann 22-8 sigur á sveit S/L í þriðju umferð keppninnar. Landsbréf græddu 12 impa á þessu spili í fyrri hálfleik. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafari og AV á hættu: * 853 ** D42 * ÁD2 * K987 * G1076 M Á -f 109 * DG10532 * K4 •* G10975 •f G85 * Á64 Norður Austur Suður Vestur Þorlákur Jón B. G.P.A. Magnús pass lf 2«* * dobl 3 * 4 * p/h Guðmundur Páll Arnarson ákvað að koma inn á veikur tveimur hjört- um sem alla jafna lofa 6 spilum í litnum á hagstæðum hættum. Ef til vill hefur það hjálpað Jóni og Magn- úsi að ná 4 spöð- um. En það var eitt að ná samn- ingnum og ann- að að landa hon- um heim. Vöm- in hefði hins vegar getað ver- ið beittari. Guð- mundur spilaði út hjartagosa í upphafi og Jón Baldursson spilaði strax tígli úr blindum. Þorlákur drap á ás, spilaði spaða sem Guðmundur fékk að eiga á kónginn. Hann lagðist nú undir feld og ákvað að spila lágu laufl frá ásnum. Jón Baldursson setti drottn- inguna í blindum og sér til furðu fékk hann að eig þann slag. Spilið var nú orðið auðvelt til vinnings, rauðu kóngarnir vora nú teknir og síðan var hægt að víxltrompa upp i 10 slagi. ísak Örn Sigurðsson Jón Baldursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.