Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 40
LATra I l^F t§l)ÍH yrirkh 16 á jiiorgun FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Þ.RIÐJUDAGUR 13. APRIL 1999 Smuguveiðar: Tekist er á um gólf ***Búist er við að samningum ís- lendinga við Norðmenn og Rússa um veiðar í Smugunni í Barentshafi ljúki í dag. íslenska viðræðunemdin kom til Moskvu í gær. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneyt- inu hefur samningsgerðin gengið treglega. Meðal þess sem tafið hefur eru ákvæði um gólf í samningun- um, sem þýða að ef veiðiheimildir í Barentshafi fari niður fyrir ákveðið mark falli veiðiheimildir íslendinga niður. -hlh Breiðholt: Kona rænd * fýrir hádegi Kona á áttræðisaldri var rænd fyrir hádegi í Breiðholtinu í gær. Nokkrir drengir undu sér að kon- unni og kóstuðu henni í götuna um leið og þeir hrifsuðu af henni hlið- artösku. Gamla konan var að fara út í búð og voru þrjú þúsund krón- ur í töskunni. Taskan fannst tóm um kvöldmatarleytið í gær. -EIR Rannsóknarlögreglan skoðar pott- inn. DV-mynd S. Kveikt í heit- um potti Kveikt var í potti á sólpalli við hús í vesturbænum í Reykjavik síð- degis í gær. Brotist var inn í kjall- ara hússins og þaðan stolið bensíni á brúsa. Innbrotsþjófarnir helltu síðan bensíninu í heitan pott á sól- pallinum og kveiktu í. Varð af mik- iU eldur og stórskemmdist pottur- 'flm. Brennuvargarnir eru ekki fundnir. -EIR \>NO KRAUMAR í HEITA POTTINUM! Ófærð á Norðurlandi: Tugir árekstra á Akureyri DV, Akureyri; Vonskuveður með snjókomu, skafrenningi og tilheyrandi ófærð hefur verið á Norðurlandi síðasta sólarhringinn og voru snjóruðn- ingsmenn á þönum í morgun við að opna samgönguleiðir. Holtavörðuheiði var þá ófær, en verið að opna aðrar leiðir í Húna- vatnssýslum. Ófært var til Siglu- fjarðar en verið að reyna að opna þar í kolvitlausu veðri. Ófært var milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, en búið að opna aðr- ar leiðir í Eyjafirði. Ófært var um Köldukinn og sömuleiðis var leið- in frá Húsavík, með ströndinni til Vopnafjarðar, ófær. Vonskuveður var á öllu Norðurlandi og lítið ferðaveður þótt verið væri að opna leiðir. Á Akureyri hefur lögreglan haft í ýmsu að snúast. Þannig urðu 23 árekstrar sl. sólarhring og mikið eignatjón. Þrír slösuðust og í einu tilfelli var ekið á gangandi vegfar- anda. -gk Það var mikiö um að vera á dekkjaverkstæðum í Reykjavík í gær. Um morguninn var allt vitlaust að gera, þar til snjó- aði örlítið í höfuðborginni. Þá duttu öll viðskipti niður um stund, en voru svo komin á fullt aftur seinni part dags. Ekki er nema von að mikið sé að gera á verkstæðunum, þar sem nær allir bifreiðaeigendur eru að skipta yfir á sumar- dekkin um þessar mundir. DV-mynd s íslendingur kom að landamærum Frakklands og Spánar á sænskum númerum: Með 50 kg af hassi - situr nú í fangelsi og sætir rannsókn franskra yfirvalda í Perpignan 38 ára Islendingur situr í gæslu- varðhaldi í Centre Penitentiaire fang- elsinu i Perpignan í Suður-Frakklandi eftir að hafa verið handtekinn við landamæri Spánar með 50 kiló af hassi í bil sem hann var á. Þetta er eitt mesta magn af fíkniefnum sem ís- lendingur hefur verið tekinn með í einu lagi. Maðurinn ók eftir Perthus hrað- brautinni og var að koma frá Spáni á Audi-bifreið með sænskum skrásetn- ingarnúmerum þann 3. mars þegar landamæraeftirlitsmenn með leitar- hund létu hundinn skoða bílinn. Hundurinn fór fijótlega að farangurs- geymslunni. Þar var farangur en und- ir honum var teppf og þar fyrir neðan málmplata. Þegar hún var fjarlægð komu fimmtiu eins kílóa pakkar með hassi i ljós. íslendingurinn var hand- tekinn, færður á lögreglustöð og hann yfirheyrður þar. Samkvæmt upplýs- ingum DV viðurkenndi maðurinn fljótlega við yfirheyrslur að hafa átt hassið. Hvort aðrir áttu hlutdeild að íslendingurínn er í haldi í Perpignan Frakkland wNice Cannes Spánn • Perpignan FST*3 eru samningar mDli íslands og Frakk- um að lands með því móti að hann getur sótt heima. fá að afplána dóminn hér -Ótt/GB málinu eða hvert efnin áttu að fara - til íslands eða annað, liggur ekki fyr- ir. Eftir því sem DV kemst næst hefur umræddur íslendingur verið búsettur í Danmörku undanfarin ár. Fulltrúi saksóknara hjá saksókn- araembættinu í Perpignan sagði í samtali við DV í gær að hann vildi ekkert segja um málið á þessu stigi - það væri í rannsókn og Islendingur- inn sæti inni. Sendiráð íslands i Par- ís hefur vitneskju um manninn svo og utanríkisráðuneytið hér heima. Ljóst er að íslendingurinn biður nú dóms- meðferðar og síðan dóms í Frakk- landi. Samkvæmt upplýsingum DV Uppreisn um borð Uppreisn var gerð um borð í Vesturborginni GK 195 þar sem skipið var að veiðum austur af Vest- mannaeyjum um síðustu helgi. Fjór- ir Norðmenn sem voru í áhófninni settust á þilfarið og neituðu að vinna og hlýða skipstjóra eftir um- ræður um kaup og kjör. Töldu Norðmenn sig vera að vinna eftir norskum reglum en skipstjórinn sagði þær íslenskar. Vesturborgin er gerð út frá Vog- um á Vatnsleysuströnd og var ný- keypt til landsins frá Noregi. í áhöfninni voru sex Norðmenn sem voru að vinna uppsagnarfrestinn hjá fyrrverandi útgerðarfyrirtæki skipsins. Tveir þeirra höfðust ekki að í uppreisninni. Eftir samráð við útgerð skipsins ákvað skipsrjðrinn að sigla til lands og skila af sér upp- reisnarmönnunum. Þeir fóru síöan flugleiðis til síns heima. Alls voru fjórtán manns í áhófn Vesturborgar- hmar sem var á blönduðum veið- um, aðallega í keilu og löngu. Skip- ið hafði verið að veiðum í viku þeg- ar uppreisnin var gerð en að sögn skipstjórnarmanna er slíkt dauðans alvara og með því alvarlegasta sem gerist um borð í skipi á sjó. Ekki er ljóst hvernig brugðist verður við uppreisn Norðmannanna. -Em Veðrið á morgun: Kalt fýrir austan Á morgun verður vestlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Slydduél og hiti um eða yfir frostmarki vestan til en víða létt- skýjað og frost á bilinu 0 til 7 stig á austanverðu landinu. Veðrið í dag er á bls. 37. Ný, öflugri og öruggari SUBARU Ingvar Helgason hf. Sævarhd/oa 2 Simi 515 8000 wvmih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.