Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 2
Brúðkaup '/e&dœt/i' Vilt þú með guós hjálp vera maka þinum trúr, elska hann og virða? Hátíðleikinn er fullkominn, og er brúðhjónin hafa játað þessum orðum frammi fyrir altarinu er hægt að lýsa þau rétt hjón fyrir guði og mönn- um. Brúðhjónin takast svo í hendur fyrir framan altarið. Þau eru bœði aó takast í hendur því þau hafa gert gagn- kvæman lagalegan samning sem presturinn sem embœttis- maður annast og eru svaramenn vottar þess. En það sem meira er, hjónin eru að leggja líf sitt í hendur hvort ann- ars. Þetta er áhætta ástarinnar og taka flestir þessa áhættu, að elska án skilyrða. Bjami Karlsson, sóknar- prestur í Laugameskirkju, hefur gef- ið saman fjölda hjóna og segir hann þá athöfn vera hátið ástarinnar, at- höfn gleði og endurminninga fyrir alla viðstadda. Aukin yfirborðsmennska ? Bjami segir að fólk sækist í aukn- um mæli eftir því að fá blessun kirkj- unnar yfir hjónabandi sínu. „Ég vona að það sé ekki satt að yftrborðs- mennska hafi aukist samfara því að pör velji kirkjuna tO að sjá um hjóna- vígsluna. Ég vona öllu heldur að ástæðan sé sú að vitund fólks sé að breytast og þvi finnist mikUvægt að játa ást sína fyrir guði og hljóta bless- un guðs yfir lífi sinu og heimOi. Hjónavígslan endurspeglar viðhorf okkar tO þess sem við erum að ganga inn í. Um leið og við höfum glæsUega og myndarlega umgjörð á það að vera og ég vona að það sé vegna þess að við eram að tjá þá virðingu sem við berum fyrir hjónabandinu, þeirri mikUvægu stöðu sem við gefum hjónabandinu í lífi okkar.“ Bjami leggur áherslu á mikOvægi einlægn- innar í daglegu lífi og ekki síst á há- tíðarstundum. „Brúðkaup getur aldrei misheppnast nema einlægnina vanti. Það er það eina sem getur eyði- lagt athöfnina, aUt annað má fara úr- skeiðis. Við berum öU grimur og er hjónabandssælan einmitt það að mega feUa þessa grímu í nánu ástar- sambandi þar sem trúmennska og virðing ganga fyrir. Þetta er ham- Séra Bjarni fyrir framan Laugarneskirkju á blíðskapardegi, tilvöldum brúðkaupsdegi. Bjami. „Á frummáli Nýja testament- isins, grískunni, nefnast þessar þrár eros og agape. Eros er gimdin sem viU eigna sér og sölsa undir sig. Eros á rætur í óttanum og er i raun ótti þegar djúpt er skoðað. Agape er umhyggjan sem tæmir sig sjálf, gef- ur skOyrðislaust. Agape á rætur í kærleikanum og táknar kærleika. Það er boðskapur kristninnar að það er þessi sjálftæmandi skOyrðislausi kærleikur sem sigrar heiminn. Yfir því gleðjumst við á páskunum. Það má líta á hjónabandið sem skóla þessarar skOyrðislausu ástar. Skóli sem er oft erfiður en þroskandi og maður má ekki vera hræddur við þann sársauka sem fylgir erfiðleik- unum. Erfiðleikar hjónabandsins eru verkefni en ekki vandræði. Við verðum að vera óhrædd við að leggja öO egg okkar í þessa einu skál og taka áhættu ástarinnar. Leggja líf okkar í hendur makans og treysta honum. Jesús sannaði að það er óhætt að elska án skOyrða. Það kost- aði mann að vísu líflð en maður finnur líka lífið um leið. Þegar hjón- in spyrja hvort fyrir sig, hvemig get ég verið maka mínum sem bestur maki? þá fara hjól hamingjunnar að snúast." Prestar sitja báðum megin borðs- ins og hitta þeir oft fólk sem ákveð- ið hefur að slíta samvistum. Bjami segir að aOt of oft séu ástæður skiln- aðar augljósar. „Hjónabandið er þá gjaman upphaflega reist á röngum granni. Fólk hóf kannski samband sitt í ótrúmennsku, rauf eitt heit tO að ganga inn í annað eða nýtti ástar- sambandið sem leið til sjálfstæðis af einhverjum toga. Ég tel það mjög al- geng mistök hjá okkur að við notum ástarsambönd líkt og kúbein á vera- leikann til að opna okkur viður- kennda leið út úr aðstæðum sem við ráðum ekki við. En sambúð og hjónaband er samband tveggja ein- staklinga sem eiga ekki að nota hvort annað í ótta heldur þjóna hvort cðru í kærleika. Þegar það viðhorf rikir milli hjóna er langoft- ast hægt að finna leið út úr erfiðleik- unum. Ég tek ofan fyrir hjónum sem ratað hafa í miklar raunir í sam- skiptum sínum en síðan náð að auð- mýkja sig hvort fyrir öðra og upp- götvað einlægnina og hamingjun á ný.“ Gleymdi nöfnunum Helgiathafnir era kjörlendi fyrir vandræðalegar en þó oftast fyndnar uppákomur. Bjarni segir að eitt það versta sem hann hafi lent í var við hjónavígslu í Vestmannaeyjum þar sem hann var prestur í sjö ár. „AOt var tObúið, brúðurin átti bara eftir að ganga inn kirkjugólfið. En það leið og beið og ekki birtist nein brúð- ur. Spennan í loftinu var mikO þeg- ar brúðurin birtist loksins en þá hafði brúðarvöndurinn týnst og þurft að redda öðrum á seinustu stundu. AOir önduðu léttar og at- höfnin gat hafist. Ég gekk fyrir altar- ið og opnaði bók mina og sá þá mér tO mikidar skelfingar að mig vantaði nöfn brúðhjónanna. Mér sortnaði fyrir augum. Minn mesti veikleiki er einmitt að ég man ekki nöfn. Nú vora góð ráð dýr og ákvað ég að búa tO nýjan helgisið. Setti upp mjög andaktugan svip og gekk mjög virðu- lega td svaramanns brúðguma, fékk mér sæti og hvíslaði með samanbitn- ar varir: hvað heita brúðhjónin? Ég hripaði það niður og gekk eins og ekkert hefði ískorist td brúðhjón- anna og gaf þau saman. Ég tók svo loforð af svaramanninum að þetta yrði bara okkar á midi. Taldi ég mig bara hafa bjargað mér nokkuð vel. Ég hitti svo brúðhjónin nokkuð síð- ar og gaf mig á tal við þau, spyr svona hvemig gangi. Hjónakomin létu vel af sér en segjast endOega vOja bjóða mér heim td að horfa á upptöku af athöfninni. Þá hafði adur glæpurinn verið festur á filrnu og svaramaðurinn hafði neyðst td segja ada sólarsöguna og var þetta atvik því á vitorði allra.“ Bjarni segir að lokum að hann hlakki adtaf td að gefa hjón saman meðan hann kvíði öðram athöfnum. „Athöfnin er þrangin tilfmningum og nær hún til allra, pör á ödum aldri ganga út úr kirkjunni hönd í hönd glöð og sæl. Gömul heit hafa verið endumýjuð og efld á þessari miklu hátíð ástarinnar." SS ingja hjónabandsins og þessa ein- lægni verður sjálf athöfnin að endur- spegla. Ef hún gerir það er hún vel heppnuð. Öd hjón þurfa svo stöðugt að varðveita einlægnina í samskipt- um sínum.“ Tvenns konar ást „Það er td tvenns konar ástarþrá í hverju mannlegu hjarta,“ segir MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.