Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 4
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1999 Þegar búiö er að ákveöa stóra daginn fara vœntanleg brúöhjón fljótlega aö huga aö brúöarklœöunum. Fólk fer misjafnar leiöir í þeim efnum eins og öðrum. Til eru þau pör sem gifta sig í reiðklœöum á hest- baki úti í náttúrunni meðan önnur fara í fataskápinn og finna þar sitt finasta púss. Flest pör vilja þó standa frammi fyrir altarinu í glæsilegum brúðar- kjól og kjólfotum þegar þau heita hvort öðru eilífri ást. Umbúnaður brúðkaupsins hefur þó vísast engin áhrif á gæði né endingu hjóna- bandsins en mörg hjón nota þetta kærkomna tækifæri til að vera sem drottning og konungur í einn dag. Nú til dags tíðkast það varla að verðandi brúður festi kaup á kjól enda reiknað með að brúðarkjóllinn verði bara notaður í þetta eina sinn. Flest brúðhjón leita því á brúðar- kjólaleigur þar sem blasa við þeim tugir ef ekki hundruð kjóla og kjólfata af öllum stærðum og gerðum og þar hljóta allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Katrín Óskarsdóttir hefur leið- beint fjölda verðandi brúðhjóna við val á brúðarklæðum í brúð- arkjólaleigu sinni í Mjóddinni. Ákveðnar konur Að sögn Katrínar leggja konur mikla áherslu á að velja rétta kjólinn og gefa sér góðan tíma til þess. „Verðandi brúðir koma allt að ári fyrir brúðkaupið til að velja kjólinn, enda oft erfitt að velja. Herrarnir eru aftur á móti fljótir að ákveða sinn fatnað. Flest- ar konur hafa mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig kjóllinn á að vera meðan aðrar eru tilbúnar í hvað sem er. En ég er svo vel sett héma að það er yfirleitt alltaf hægt að flnna eitthvað við hæfi.“ Brúðarkjólar hafa í raun breyst ósköp lít- ið í gegnum tíð- ina og eru sveiflur í Vertu þá velkomin/n Brúðkaupsskreytinga www.islandia.is/~brudkaup Leigjum þér allar skreytingar í salinn.ú bílinn og íkirkjuna. Gerum brúðarvendi. um Hverfisgötu 63,101 Reykjavík. Sími 562 6006, fax 562 6003. GSM-sími 893 7866. Bílasími 853 7866. þéirri tísku bæði hægari og minni en almennt gerist í tískuheiminum. Að sögn Katrínar vilja þó flestar brúðir í dag einfaldari og kvenlegri kjóla en setja frekar upp kórónu eða slör. „Pífur og púffermar hafa verið á undanhaldi síðustu Fimm til sex árin þó að alltaf séu einhverjar kon- ur sem sækjast eftir þeim,“ segir Katrin. „Nýjustu kjólarnir eru margir hverjir í anda sjötta áratug- arins, einfaldir og teknir saman fyr- ir neðan barm og oft með slóða sem hægt er að taka af.“ Að sögn Katrín- ar er perluhvíti liturinn vinsælast- ur og klæðast brúðir á öllum aldri honum en hvíti líturinn fer einfald- Skemmtilegar og öðruvísi brúðkaupsmyndir, svarthvítar og litmyndir. Sigrtdur Bachmann Ijósmyndari, Gardastrcvti 17, stmi 562 3131 vortex. is/siggabach Katrin segir að kjólarnir séu bæði að verða einfaldari og látlausari en séu engu að síður glæsiiegir. lega sumum betur og velja þær þá að sjálfsögðu hann. Brúðurin í sjóinn Katrín er búin að reka brúðar- kjólaleigu í fjöldamörg ár og segist alltaf hafa fengið fötin til baka í góðu ásigkomulagi. „Að vísu hafa orðið smávægileg slys,“ segir Katrín, en engin óbætanleg. „Það kom einu sinni brúður með kjólinn allan útataðan í salti og sjó. Skýring- in var sú að hjónakornin höföu ætlað að festa atbm’ðinn á sem eftirminni- legastan hátt á filmu. Þau höfðu kom- ið sér fyrir á litlu skeri úti í sjó, til- búin til myndatöku, en þá hafði ekki viljað betur til en svo að brúðurin hrasaði og datt i sjóinn. Dagurinn hefur sennilega orðið enn eftirminni- legri fyrir bragðið," segir Katrín og brosir. Að sögn hennar koma brúð- hjónin verðandi yfn'leitt mjög tíman- lega til að huga að fötum. „Stundum þarf að breyta fótunum, víkka, þrengja, stytta eða síkka og er því nauðsynlegt að tíminn sé nægur," segir Katrín. Foreldrar brúðhjðn- anna leigja sér einnig oft klæðnað í tilefni dagsins. „Svo koma hingað litlar brúðarmeyjar og brúðarsveinar til að máta þannig að það er oft mik- il spenna og eftirvænting í loftinu héma og er alltaf jafngaman að fá að taka þátt í þessum stóra degi,“ segir Katrín. SS Morgungjöf: Um langa hríð hefur það tiðkast að brúðgumi færir brúði sinni morgungjöf. Morgungjöfm gat verið frá dálitlu fingurgulli upp í heilt höfuðból en það fór eftir efnahag og oft hafði verið samið um hana i fyr- ir fram skriflegum kaupmála. Gjöf- in var séreign konunnar og mátti bóndinn ekki skerða hana heldur einungis ávaxta hana líkt og heim- anfylgjuna. Ekki er ljóst hvenær morgungjafir hófust og hvers vegna. Þær virðast oft hafa verið hluti af kaupmálanum. Margir telja þó að með morgungjöfinni hafi brúðgum- inn verið að borga brúði sinni fyrir meydóm hennar þar sem meydóm- urinn hafði efnahagslegt gildi að því leyti að bóndinn gat verið viss um að hún bæri ekki barn annars manns undir belti. Tilgangur morgungjafa hefur vissulega breyst en enn færa brúð- gumar brúðum sínum slíkar gjafir og eru þá yfirleitt hringur eða nær- fót látin nægja. SS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.