Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 6
Brúðkaup 6 I MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Elsa B. Valsdóttir lœknir og Höröur H. Helgason hér- aösdómslögmaöur kynntust fyrst árið 1985 þegar þau voru bœöi í Menntaskólanum en þau voru í saman í bekk fyrstu tvö árin. Þau voru góðir vinir frá fyrstu kynn- um en sambandið varö ekki náiö fyrr en á haustmánuöum 1993 og hefur nú brúðkaupsdagurinn verið settur. „Það er óhætt að segja að Hörður hafi komið mér á óvart með bónorð- inu,“ segir Elsa. „Ég hafði nokkrum sinnum nefnt við hann möguleikann á brúðkaupi en hann tók alltaf fá- lega undir. Kvöldið sem við héldum upp á fimm ára sambúðarafmæli okkar biðu mín hins vegar hundrað rauðar rósir í svefnherberginu. Áður en ég náði að átta mig á hvað væri á seyði kraup hann á kné og bar upp bónorðið. Ég sagði já.“ kaupsdagurinn var endanlega ákveðinn í febrúar. Þau hafa því ekki verið trúlofuð svo ýkja lengi eins og nú er oft venj- an. Þau eru sammála um að trúlof- unin sé staðfesting á þvi að fólk ætli að fara að gifta sig. „Okkur finnst trúlofunin vera undanfari hjóna- bandsins en hafi ekki sjálfstæða þýðingu" útskýrir Elsa. Hörður segist hafa séð Elsu fyrst í Dómkirkjunni, á skólasetningu Menntaskólans. „Ég tók strax eftir þessari sætu stelpu, en hún byrjaði ekki almennilega að taka eftir mér fyrr en átta árum síðar. Það kom því ekki til greina að kvænast henni Beið í átta ár Elsa og Hörður trúlofuðu sig 1. nóvember síðastliðinn en brúð- á óskalista brúðhjónanna! Hin heitbundnu undir rósunum hundrað, sem hanga uppi f svefnherberginu boðskorta.. í þeim efnum nutum við hins vegar ómetanlegrar aðstoðar PÁS prentsmiðju í Mjóstræti, þar sem ekkert virðist ómögulegt I prentmálum." „Það er systir Harðar, Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræöingur, sem ber hitann og þungann af veisl- unni, en við báðum hana um að vera veislustjóri. Að öðru leyti hef- ur mest mætt á nánustu fjölskyldu í annarri kirkju." Þau segjast fyrst hafa verið að hugsa um að gifta sig í maí en 17. apríl var hins vegar síðasti dagur- inn sem Dómkirkjan var laus fyrir hjónavígslu þetta vorið og það réði ferðinni. „Okkur langaði ekki að gifta okkur í vetrarkulda og vildum ekki bíða fram á haust. Þar sem Dómkirkjan var eina kirkjan sem kom til greina var þetta eina not- stakar hefðir ríki i þeirra fjölskyld- um varðandi brúðkaup en bæta við að tónlistin í kirkjunni verði af ýmsu tagi og því megi kannski ljóstra upp að orgelleikurinn verði að hluta til afar frumlegur. Að lokinni athöfninni í Dómkirkj- unni er boðið til veislu á Hótel Borg. Veislan hefst með fordrykk strax eftir vigsluna. Síðan tekur við kvöldverður og að honum loknum KitchenAid mest selda heimilisvélin í 50 ár! 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu eða gráu Fjöldi aukahluta íslensk handbók með uppskriftum fylgir Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi. Þú gefur ekki gagnlegri gjöf! KitchenAíd einkaumboð á íslandi Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901 hæfa dagsetningin." Það kom líka aðeins einn prestur til greina, Siguður Amarsson, prest- ur í Grafarvogi. „Við vorum öll í MR á sama tíma og tókum þar dug- legan þátt í félagslífmu, m.a. var Siggi í stjóm Framtíðarinnar með Elsu“, segir Hörður. „Okkur finnst svolítið fyndið að við, þessir krakk- ar sem tókum mismikinn þátt í hefðbundnu skólastarfl í MR, skul- um nú vera oröin fulltrúar gömlu embættismannastéttanna: Læknir, lögfræðingur og prestur." Kjóllinn hernaðar- leyndarmál Ef vel á til aö takast er nauðsyn- legt að leggja mikið upp úr undir- búningnum sem býr að baki brúð- kaupi og Elsa segir að hann hafi gegnið mjög vel. „Okkur kom á óvart hversu mikinn tíma þarf að ætla í ýmsan undirbúning, t.d. gerð varðandi undirbúninginn, auk okk- ar“, segir Elsa. Um kjólinn segir Elsa að hann sé hannaður af Lindu Árnadóttur fata- hönnuði og eiganda Crylab. Meira vill hún ekki segja því það er að sjálfsögðu hemaðarleyndarmál hvemig hann lítur út. „Það mega hins vegar allir vita að Hörður verð- ur smóking eins og pabbi hans, sem verður svaramaður." Hörður segir að valið á hringun- um hafl ekki reynst svo erfitt. „Okk- ur fannst trúlofunarhringurinn hennar EIsu takast einstaklega vel, en hann er úr hvítagulli með safír- steini. Þess vegna eru giftingar- hringarnir einfaldir baugar úr hvítagulli." Stóri dagurinn Sjálf vígslan verður um eftirmið- daginn í Dómkirkjunni þann 17. apr- íl þar sem séra Sigurður mun gefa þau saman. Þau segja að engar sér- verður slegið upp dansleik við und- irleik hljómsveitar sem segja má að hafi verið sérstaklega sett saman af þessu tilefni samkvæmt upplýsing- um þeirra skötuhjúa. Það stefnir í nokkuð stóra veislu en síðustu tölur benda til þess að um 115 manns muni skemmta sér með þeim nýgiftu á Borginni þetta kvöld. En ætla hjónin í brúðkaups- ferð? „Já, við ætlum til Hawaii í brúð- kaupsferð, nánar tiltekið til Maui. Við vorum búin að pæla í Karíba- hafinu og fleiri stöðum en öllum bar saman um að Hawaii væri pottþétt- ur áfangastaður í brúðkaupsferð, sérstaklega rómantískur og falleg- ur“, segir Elsa. Að lokum segja Elsa og Hörður að á gullbrúðkaupsafmælinu ætli þau að sitja saman á sólarströnd. „Þar sem ekkert er að sjá svo langt sem augað eygir nema hafið, sandinn og forin eftir göngugrindumar." SKÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.