Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 9
Fyrir brúðhjónin Brúökaup Það er mikil og stór ákvörðun að ganga í hjónaband. Fólk virð- ist taka þessa ákvörðun seinna á lífsleiðinni en það gerði fyrir þrjátíu til fjörutíu árum. Á ár- unum 1966 til 1970 var meðalald- ur brúðguma 26,2 ár og brúðar 23,9 ár en á árunum 1996 til 1997 var meðalaldur brúðguma 34,5 ár og brúða 31,9 ár. Algengasti aldur brúðguma á árunum 1966 til 1970 var 21 ár en brúða 19 ár. Á árunum 1996 til 1997 var hann aftur á móti 27 ár hjá brúðgum- um en 28 ár hjá brúðum. Sam- tímis því að aldur brúðhjóna hefur hækkað hefur hjónavígsl- um fækkað jafnt og þétt á þess- um árum. Á árunum 1971 til 1975 voru gefin saman 8649 pör en á árunum 1991 til 1995 gengu 6244 pör í hjónaband. SS Allt tilbúið - nú vantar einungis brúðhjónin. MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1999 Ikvikmyndum sjáum viö oft skreytta bíla meö dósir í eftir- dragi og á bílnum er gjarnan skilti sem á stendur „just married“. Slíkt er sjaldséð á íslandi. íslensk brúöhjón leggja þó í auknum mœli áherslu á aö veröa sér úti um sér- stakan brúðarbíl. Skreyttir eðalvagnar eru þá fengnir til aö koma brúðhjónunum á milli staöa. Bílaleigan Hasso hefur til dæmis komið sér upp sérstökum brúðarbíl. Það er Rolls Royce Silverspirit og gegnir hann einungis því hlutverki að vera brúðarbíll. Að sögn Sigurð- ar Bjarnasonar, annars eiganda bilsins, er hann þó einnig til taks ef mikil fyrirmenni eru á landinu. „Þetta er eini bíllinn sinnar tegund- ar á landinu og án efa flottasti brúð- arbillinn," segir Sigurður. „Þetta er rúmlega 38 milljóna króna bíll, fimm metra langur, en þó bara fimm sæta og er því mjög rúmgóð- ur. Hann er með viðarinnréttingu og með hágæðaleðri á sætum sem unnið er úr ellefu nautshúðum. Framendinn er prýddur gegnheilli silfurgrind, auk handsmíðaðrar siif- urstyttu." Sérmenntaður „chauffeur" Glæsikerruna keyrir einungis sér- menntaður einkennisklæddur bíl- stjóri. Hjalti Garðarsson hefur gengið í „chauffeurskóla" í Bandaríkjunum og segir hann brúðarakstur nokkuð frábrugðinn öðrum akstri. „Þetta er til dæmis í eina skiptið sem konan á að sitja hægra megin í bílnum og er sagt að hún sé hægri hönd manns síns þennan dag. Hin almenna regla er sú að æðri aðilinn sitji hægra meg- in.“ Að sögn Hjalta veitir ekkert af hinum breiðu dyrum á Rolls Roycin- um því kjólar brúðanna eru yfirleitt fyrirferðarmiklir. Hjalti segist alltaf hafa aukasokkabuxur meðferðis. „Þær geta alltaf komið að góðum not- um. Auk þess er kampavín alltaf til taks ef þess er óskað.“ Að sögn Hjalta er brúðaraksturinn sá þáttur sem er einna mest vanmet- inn á brúðkaupsdeginum. „I raun ætti fólki að þykja jafnsjálfsagt að kaupa sér brúðarakstur eins og að fá kokk til að sjá um matinn. Með því að kaupa brúðaraksturinn vinnst margt. Állir vinir og vandamenn geta til dæmis tekið þátt í athöfninni, bíll- inn sem er notaður er 1. flokks, með stórum hurðum, og síðast en ekki síst er þjónustan „professional". Það er ekki sama hvernig dyr eru opnað- ar, hvar hver situr í bílnum né hvernig bíllinn snýr við kirkjuna," ítrekar Hjalti að lokum. SS Séríslenskar brúðkaupshefðir eru fátíðar en tíðkast það þó einungis hér- lendis að konur sitji vinstra megin í kirkjunni en karlar hægra megin við hjónavígslur. Það var venja hér áður fyrr að fólk kysstist í lok messu og þótti sumum sem að tilgangi messnanna væri ekki þjónað sem skyldi er sóknarbömin huguðu mest að því að velja sér álitlegan sessunaut. Því var brugðið á það ráð að kynja- skipta kirkjunni. Það er einnig gömul hefð að brúð- guminn taki brúði sína í fangið og beri hana yfir þröskuldinn. Táknar það að hann hyggist verða stoð henn- ar og stytta í lífinu og hjálpa henni í gegnum alla erfiðleika. Gömul munnmæli segja að brúður- in eigi að bera eitthvað gamalt, eitt- hvað lánað og eitthvað blátt og þá helst blá sokkabönd á brúðkaupsdag- inn og muni hjónabandið þá verða hamingjusamt. Siðir og venjur þjóna nú til dags fyrst og fremst skemmtanagildi og erum við ötul að taka upp siði og venj- ur erlendis frá til að auka enn á fjöl- breytileikann. SS Þegar brúðhjónin nýgift stíga óör- ugg en hýr á brá út um kirkjudym- ar rignir yfir þau hrísgrjónum þar sem allir nærstaddir virðast hafa fyflt vasa sína af tilteknum vamingi. Þetta kann að þykja frekar köld kveðja til hjónakomanna nýgiftu ef maður veit ekki betur. Hrísgrjónin eru nefnilega tákn frjósemi og er því í raun verið að óska brúðhjónunum barnaláns. í rás tímans hafa margir siðir og venjur myndast í kringum brúðkaup og þó að upphaflegur til- gangur þeirra sé gleymdur haldast hefðirnar óbreyttar. Ofástleitnir og koddinn íHcEncjurfatagerðiti Baldursgötu 36, sími 551 6738. BORÐSKREYTINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.