Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 11
Handunnir íslenskír íistmunír. Falleg g/öf sem gleður.^. ír ■■ 1 v#*- * rr, —— jíslBBskif Itsmumif ■ Æ Opið 12-18, laugard. 11-15. Grettisgötu 7, v/Klapparstig, sími 562 0426^ Gunnar Gunnarsson, orgelleikari og djasspíanisti, veit allt um brúðkaupstónlistina, bæði kirkju- og veislutónlistina. Við smíðum hringana. Sendum trúlofunarhringa- litmyndalistann um allt land. apí||Í|ggSg*g|giiiM éull&i.ilfurlj/£ Laugavegi 35 - sími 552 0620 ert er eins leiðinlegt og falskt píanó eða vont rafmagnspíanó þegar gjöra skal góða veislu. Þá er píanóið eins og viðbrennd súpa eða ónýtt rauð- vín. Mitt uppáhald í svona veislum er léttur djass með píanói, kontra- bassa og ef til vill blásturshljóð- færi.“ Slys og ófarir gera aldrei boð á undan sér hvorki í brúðkaupum né annars staðar. Gunnar hefur upplif- að mörg minnisstæð brúðkaup en þau vilja gjaman verða minnisstæð- ari þegar allt gengur ekki að óskum. „Ég man eftir einu sérstaklega minnisstæðu brúðkaupi norður á Akureyri. Allt var tilbúið. Brúð- guminn sat óþreyjufullur og beið þess er verða vildi, brúðurin eins og hvítt freyðibað, tilbúin í slaginn, söngvarinn á kirkjuloftinu og ið- andi kirkja af frænkum og öðru venslaliði. Þegar presturinn gekk fyrir altarið hljóp ég upp á loftið til að hefja Wagner-kórinn. En í stigan- um rak ég litla fingur svo harkalega í að hann varð alblóðugur en eng- inn tími var til að gera að sárunum. Ég varð að hefja leikinn strax og áður en lagið var á enda voru nótna- borðin þrjú ein blóði drifin slóð. Milli laga hjálpaði söngvarinn mér að þurrka af nótunum. Parið sem gifti sig vissi ekkert af þessu og veit ekki enn. En það sem mestu máli skipir er að þau eru hamingjusam- lega gift þrátt fyrir ófarir organist- ans.“ SS Fœstir geta hugsað sér stœrstu stund lífs síns án tón- listar enda hefur tónlist mikla þýöingu í daglegu lífi fólks. Brúöarkór Wagners hljómar er athöfnin hefst og brúöhjónin leiöast nýgift út úr kirkjunni undir tónum brúöarmars Mendelssohns. Tónlistin er ómissandi þáttur bœöi viö kirkjuathöfnina og viö veisluhöldin. færa lögin þannig að þau komi vel út með orgeli,“ segir Gunnar. Gunnar segir að á síðustu árum hafi kirkjum með góðum orgelum fjölgað. „En stundum koma óskir um lög sem eru betur til þess fallin að spila á píanó og þarf þá að ganga úr skugga um að það sé til staðar í kirkjunni. Stundum eru líka fengn- ir aðrir hljóðfæraleikarar og sem dæmi má nefna að fiðlur, flautur og saxófónar hljóma mjög fallega með orgeli.“ Gunnar segir að það komi af og til fyrir að brúðhjón tali við sig hvort í sínu lagi og komi með óskir um lög sem eigi að koma verðandi maka á óvart. „Þetta er oft mjög skemmtilegt og ég man sérstaklega eftir einu tilviki þar sem brúðhjón- in báðu nánast um sömu lög og sömu söngvara án þess þó að vita hvort af öðru. Ég er sjálfur að fara að gifta mig í sumar og fól mín til- vonandi mér að sjá um tónlistina og fær hún því ekkert að vita fyrr en þetta dynur yfír. Ég ætla að koma henni verulega á óvart.“ Sérkapítuli Tónlistin í veislunni er svo sér- kafli. Þar er leitast við að ná fram annars konar stemningu og þar er kannski meiri tími til að koma að lögum sem ekki pössuðu í kirkjuat- höfnina eða komust hreinlega ekki fyrir í henni. „Ef lögin verða of mörg í kirkjunni fer athöfnin að verða eins og tónleikar eða óska- lagaþáttur og aðalatriðið feliur í skuggann, hjónavígslan sjálf. Við erum nokkrir organistar sem tökum líka að okkur veisluspil. Það þarf samt alls ekki að hanga saman á spýtunni. Það skiptir hins vegar miklu máli að píanó sé til staðar í veislusalnum. Það þarf líka að gera þá kröfu til húsráðenda að píanóið sé í góðu ástandi og vel stillt. Ekk- Gunnar Gunnarsson er djasspí- anisti auk þess að vera organisti í Laugameskirkju og þekkir hann því vel til bæði kirkju- og veislutón- listar í brúðkaupum. Kirkjuhljómur Að sögn Gunnars er það útbreidd- ur misskilningur að nóg sé að tala við prestinn. „Það þarf líka að tala við organista með góðum fyrirvara. Best er að brúðhjónin tali beint við hann milliliðalaust til að forðast misskilning og rugling. Það er al- gengt að fólk haldi að presturinn muni útvega tónlistarfólkið og í mörgum tilvikum getur hann bent á þann organista sem hann er vanur að vinna með eða þann sem vinnur við þá kirkju sem valin hefur verið. í rauninni er það þannig að fólk vel- ur kirkjuna, prestinn og organist- ann eftir því sem það sjálft vill. Það er mikilvægt að fólk sitji ekki uppi með organista sem vill ekki spila tónlistina sem brúðhjónunum er kæmst. Organistinn. verður þó að gefa ráð um hvað sé mögulegt að gera og hvað ekki.“ Einsöngur er algengur í brúð- kaupsathöfnum og er þá gjarnan flutt uppáhaldslag brúðhjónanna. Stundum em það vinir eða kunn- ingjar sem syngja en oftast eru þó atvinnusöngvarar ráðnir til verks- ins. „Gott er að brúðhjónin velji lög- in í samráði við söngvarann eða söngkonuna. Það er líka mikilvægt að náið samband sé með organista og söngvara því oftar en ekki vant- ar nótur af laginu og þarf þá að setj- ast niður og útsetja lagið eftir geisladiski eða plötu. Annað sem hafa þarf í huga er að mörg popplög breytast þegar þau era flutt á orgel og verður að meta það í hvert skipti hvort þetta er mögulegt. Sjálfur hef ég unnið mikið með Bjama Ara og eyðum við oft miklum tíma í að út- MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Brúbkaup

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.