Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 Fréttir Háskóli íslands: Stúdentarnir flykkj- ast út úr skápnum - fimmföld fjölgun í stúdentafélagi samkynhneigöra Fjöldi meðlima í Félagi samkyn- hneigðra stúdenta hefur meira en fimmfaldast á nokkrum mánuð- um. Stofnfélagar voru 25, en nú telur félagsskapurinn 130 manns. „Það hefur orðið sprenging í gegnum Internetið. Það eru marg- ir tvístígandi í þessum efnum og þá getur verið gott að hafa sam- band á Netinu," segir Alfreð Hauksson, formaður FSS - Félags samkynhneigðra stúdenta. „Við ákváðum að opna félagið fyrir framhalds- og grunnskólanemend- um og þaðan hafa komið um 40 fé- lagar. Háskólastúdentarnir í félg- inu eru nú 90 talsins." Alfreð leggur stund á rafmagns- og tölvuverkfræði og útskrifast sem slíkur á næstunni. Hann er 24 ára. „Við erum með líflegt félagsstarf og reynum að hittast tvisvar í mánuði á kafíihúsi. Það eru ekki allir sem þora að mæta og kjósa Alfreö Hauksson, formaöur samkynhneigöra stúdenta. frekar að vera í sambandi við okk- ur á tölvunni, en flestir skila sér að lokum. Það tekur mann um það bil eitt ár að koma út úr skápnum. Það eru sífellt fleiri að taka þetta stóra spor,“ segir Alfreð. FSS var umsagnaraðili um ætt- leiðingarfrumvarp þegar það var tekið fyrir í allsherjarnefnd Al- þingis. Þá sendi félagið öllum þingmönnum bréf, þar sem lögð var áhersla á þau mannréttindi að hommum og lesbíum yrði treyst fyrir barnauppeldi og fengju að ættleiða börn líkt og aðrir. „Fjölgunin hjá okkur hefur sýnt og sannað þörfina fyrir félagsskap sem þennan. Sérstaklega virðist þörfln brýn í framhaldsskólunum. Yngsti félaginn hjá okkur er fimmtán ára,“ segir Alfreð Hauks- son og minnir á heimasíðu FSS: http: // ww w.hi. is/pub/gay -EIR Sjómannafélag Eyjafjaröar: Sjómenn ÚA beittir þrýstingi DV, Akureyri: „Útgerðarfélag Akureyringa hef- ur náð fram viö sjómenn sína enn lægra fiskveröi aö úrskurðartíma- bilinu loknu og má öllum vera ljóst að slíkt getur ekki gerst nema sjó- menn hafi verið beittir verulegum þrýstingi til undirskriftar," segir í ályktun stjórnar Sjómannafélags Eyjafjarðar um nýgert samkomulag Útgerðarfélags Akureyringa hf. og sjómanna á þremur ísfisktogurum fyrirtækisins. Sjómannafélagið segir að deilu um verðmyndun á fiski milli út- vegsmanna og heildarsamtaka sjó- manna fyrir hönd skipverja á ein- um af ísfisktogurum ÚA hafi lokið í úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna í byrjun febrúar og hafi það fiskverð sem þá var ákveðið átt að gilda til 13. febrúar. ÚA hafi nú náð fram lægra fiskverði við áhafn- ir ísfisktogaranna með þrýstingi. Stjóm Sjómannafélagsins minnir á að fiskverð á isfisktoguram á Norður- og Austurlandi sé hið lægsta á landinu. Því sé allt annaö en sjálfsagt að fyrirtæki á þessu svæði nái fram lækkun á fiskverði og um leið kjaraskerðingu fyrir sjó- menn, sér í lagi þegar haft sé í huga að afurðaverð í frystingu sé mjög hátt um þessar mundir og hafi hækkað um 20-25% síðan 1995. „Stöndug útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki, eins og Útgerðarfélag Ak- ureyringa er, ætti því allra síst að taka að sér forustuhlutverk í því að lækka fiskverð og skeröa í leiðinni launakjör sjómanna," segir í álykt- un Sjómannafélagsins. -gk Fékk stuðningsbréf frá íslandi Susan McDougal, sem var ákærð fyrir að vilja ekki bera vitni í Kenneth Starr réttarhöldunum um hlutverk Bills Clintons í Whitewa- ter-málinu, var fundin saklaus. Faðir McDougals, James Henley, sagði að fjölskyldunni hefðu borist ótal stuðningsbréf meðan á réttar- höldunum stóð, þar á meðal frá ís- landi. McDougal sagði sér til varnar að hún hefði óttast að Starr hefði neytt hana með útur- snúningum til að vitna á móti Clint- on og konu hans, Hillary. -hvs mitsubishi Háannatími viö þrengingarnar. Framkvæmdir á Miklubraut: Hættuiegar þrengingar Þrengingar sem hafa verið settar upp á gatnamótum Skeiöarvogs og Miklubrautar hafa verið bílstjórum til mikillar mæðu upp á síðkastið. Blað- inu hafa borist ábendingar frá reiðum bílstjórum um slysahættuna sem skapast af því að viðvaranir komi allt of seint. Þrengingar þessar, sem sjást hér á mynd, gera það að verkum að þama myndast umferðarteppur á há- annatímum og lenda bílstjórar oft í vandræðum þegar þeir taka eftir veg- tálmanum, sem staðsettur er rétt við gatnamótin. Þurfa þeir þá að troða sér á milli bíla til þess að halda fór sinni áfram vestur. Þrengingamar eru hluti af stór- framkvæmdmn sem nú standa yfir við gatnamótin og standa þær þar til í ágúst. Áætlað er að framkvæmdunum sjálfum ljúki í byrjun september. „Þetta eru náttúrlega framkvæmdir tU bóta fyrir umferðina og alla í henni. Það er ekki aUtaf hægt að ljúka svona löguðu óþægindalaust. Þetta er eins og að athafna sig úti í miðju stór- fljóti. Menn verða að sýna þolinmæði á meðan á þessu stendur," segir Har- ald B. Alfreðsson hjá Gatnamála- stjóra. -hvs Guðni sjálfur Hinn nýfimmtugi þingmaður Framsóknar, Guðni Agústsson, kom einu sinni í heimsókn til Hall- björns Hjartarson- ar í Kántrýbæ. Guðni er mikið eft- irlæti Jóhannesar Kristjánssonar eft- irhermu og bregð- ur Jóhannes oftar en ekki fyrir sig fornu málfari þeg- ar hann er í essinu sínu. Nú, Hallbjöm tók vel á móti Guðna eins og hans er von og vísa. En þegar hann heUsaði þingmannin- um sagði hann: Nei, er ekki Jó- hannes Kristjánsson mættur hér í eigin persónu... Eitraðar kveðjur í fyrsta tölublaöi SjúRraliðans, tímairiti sjúkraliða, má sjá litla grein og myndir frá skemmti- og jólafundi Lífeyrisdeildar sjúlu-aliða sem hald- in var í BSRB hús- inu við Grettisgötu í nóvember. Gerðu sjúkraliðar ýmis- legt sér tU skemmt- unar þetta kvöld. Auk'tónlistar var upplestur á dagskránni. Þar var mætt Gerður Kristný og las hún úr smásagnasafni sínu, Eitruð epli. Eitthvað hafa eplin farið vit- laust í sjúkraliðana því í texta undir mynd af Gerði og í meginmáli grein- arinnar er hún kynnt tU sögunnar sem Guðný Kristrún.... í Vesturbænum íbúar Seltjamarness og stjómend- ur sundlaugarinnar þar kættust eðli- lega yfir umfjöUun Fókuss um sund- laugar. Reyndar em Kópavogsmenn, sem eiga eina bestu sundlaug lands- ins, eitthvað súrir og fannst óréttlátt að vera skildir út undan meðan Seltjamames- ið, sem er inni í Reykjaneskjördæmi, fékk að vera með. Skýringin er hins vegar ofureinfóld að áliti margra Reykvíkinga. Þeim finnst Seljtamamesið lítið og lágt eins og skáfdinu og einfaldlega vera hluti af Vesturbænum. Við þetta er að bæta að sundlaugarmenn á nesinu leggjast ekki svo lágt að taka að sjáifsögðu ekki niður leið- beiningar um hjálp í viölögum til að rýma fyrir innrammaðri opnuum- Ööllun Fókuss. Heldur fékk mynd af þessum hluta Vesturbæjarins að Úúka. Einblínt á gæði Stjórnunarvandi Iðnskólans í Reykjavík hefur nokkuð verið í frétt- um í DV undanfarnar vikur. Ekki er langt síðan menntamálaráöherra tók af skarið og skipaði sérstakan stýrihóp til að stjóma skólanum. Er Jón Gauti Jóns- son formaðuf hans. Jón Gauti er alvan- ur að stjórna á hamfarasvæðum og var sendur til Súðavíkur eftir snjóflóðin hörmu- legu til að koma sveitarfelaginu ur á réttan kjöl. Guðni Kolbeinsson kennari á sæti í stýrihópnum og orti þetta þegar Jón Gauti var skipaður: Nú einblínt skal ákaft á gœöi og okkur skal kenna þau frœöi maöur nafnkenndur sem margoft er sendur á hœttuleg hamfarasvœöi. Stýrihóp á hann aö stýra og stefna þar aö því aó skýra hvaö betur má fara. Því brýnt er aó svara ef lœkna skal lifur og nýra. Öölingur er vist hann Gauti, vió alla hann kemur vist tauti. Brátt verður því sem búum viö í blómguöu dalanna skauti. Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.