Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 . DV Brúartorg, Borgarnesi: Fréttir Baugur og KB berjast um lóð DV, Vesturlandi: Þessa dagana er verið að fylla upp sund við Borgarfjarðarbrú en með því móti stækkar Brúartorg um nærri helming. Á þessu svæði eru þrjú olíufélög og þjónustumið- stöðvar þeim tilheyrandi, þ.e Esso með Hyrnuna, Shellstöðin með Skógarbökuna og Olís með ÓB auk Framköllunarþjónustunnar, tvær bílasölur og fleira. Lóðin þykir mjög fýsileg fyrir allan almennan rekstur og eru margir aðilar sem líta svæðið hýru auga þar sem það er á góðum stað alveg við þjóðveg 1. Enn sem komið er hefur lóðinni ekki verið úthlutað en samkvæmt heimildum DV hefur Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi áhuga á að flytja aðal- stöðvar sínar þangað því núver- andi húsnæði þess er niðri í bæn- um og nýtur því síður verslunar þeirra er um þjóðveginn fara. Þá hefur Baugur einnig áhuga á lóðinni. Hraðkaup í Borgarnesi er eitt af fyrirtækjum Baugs og hefur sprengt af sér allt húsnæði og vill fá þessa lóð. Þar er ætlunin að byggja verslunar- og þjónustuhús sem býður upp á fjölbreytta vöru og þjónustu. Skeljungur hf. ætlar að taka þátt í byggingunni en fyr- irtækið er með bensínafgreiðslu og veitingastað á lóðinni við hlið- ina. Verið er að vinna að deiliskipu- lagi fyrir svæðið og enn sem kom- ið er hefur engin ákvörðun verið tekin um úthlutun á lóðinni þó svo að KB hafi fyrst sótt um hana. Skipulagsferlinu verður hraðað eins fljótt og hægt er. Dæmi um það hve KB leggur mikla áherslu á að fá lóðina er að félagið hefur auglýst til sölu verslunar- og skrif- stofuhúsnæði sitt inni í bænum væntanlega til að flytjast á Brúar- torg. -DVÓ Rauð fjöður Lions til styrktar öldruðum: Viljum alla landsmenn með - segir Þórunn Gestsdóttir Þessa dagana stendur íslenska Lionshreyfingin fyrir sjöundu rauðr- ar flaðrar landssöfnuninni. Þessi landssöfnun Lionsmanna verður um- fangsmeiri en áður þvi Lionsmenn á Norðurlöndum munu allir sem einn standa samtímis að verkinu. Meg- inmarkmið samnorrænu söfnunarinnar er að leggja öldruðum íbú- rnn á Norður- löndum lið. En árið 1999 er al- þjóðlegt ár aldr- aðra, sam- kvæmt útnefn- ingu Samein- uðu þjóðanna. Féð mim renna til vísindarann- sókna á öldrun- arsjúkdómum og til að bæta aðstæður aldr- aðra og auðga líf þeirra. Lionsmenn fagna einnig þeim áfanga í ár að Lionshreyfingin hefur starfað- á Norðurlöndunum 1 fimmtíu ár. Verndarar norrænu söfhunarinnar eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Haraldur Noregskommgur, Karl Gústaf konungur Svíþjóðar, Hen- rik prins, eiginmaðm Margrétar Danadrottningar, og Matti Athisari, forseti Finnlands. Margir samstarfsaðOar koma að þessari söfnun. Undirritaðm var samningur i Norræna húsinu 17. apr- íl sl., þegar eitt ár var til stefhu, við eftirtalda aðila: Heilbrigðisráðuneyt- ið, Félag öldrunarlækna, Félag að- standenda alzheimersjúklinga, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Landssamband eldri borgara. Verkefnið hófst með því að leitað var til fyr- irtækja eftir stuðningi og bæklingur með upplýsingum um söfmmina ásamt rauðri fjöðm var send- m inn á hvert heimili landsins. I bæklingnum er einnig að finna happdrættis- miða. Söfnunin nær hámarki fóstudaginn 16. apríl með út- varps- og sjón- varpssöfnun á rás 2 og í ríkis- sjónvarpinu þar sem landsmenn eru hvattir til að hringja inn í síma 7505050 og leggja sitt af mörkum til söfhunarinnar. i fyrri rauðu fjaðr- ar söfnunum Lionshreyfingingarinn- ar hafa landsmenn ávallt sýnt mjög já- kvæð viðbrögð og stutt þær vel. „Landssöfhunin verðm umfangs- mikil og markmiðið er að okkm takist ásamt samstarfsaðilum hreyfmgarinn- ar að fá hvem einasta landsmann til að leggja öldruðum lið og að ná góðum samhljómi," segir Þórunn Gestsdóttir, félagi í Lionshreyfmgunni og skipu- leggjandi átaksins. hvs Þórunn Gestsdóttir, félagi i Lions- hreyfingunni, með rauða fjöður. Geirmundur á Nausfkránni Ótakmarkaður krana .. og matur alla föstudaga frá kl. 19- 22 aðeins kr. 2,000,- Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur á fösfudags- og laugardagskvöld Vesturgötu 6 - 8 • sími 552 3030 Brúartorg stækkað - fyllt upp í sund við Brúartorg. DV-mynd DVÓ BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 Grafarholt í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Breytingin felst í því að hluti íbúðarsvæðis, almenns útivistarsvæðis og helgunarsvæðis stofnbrautar í Grafarholti sunnan Vesturlandsvegar verður breytt í athafnasvæði. Skeiðarvogur, undirgöng í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Breytingin felst í gerð undirganga undir Skeiðarvog sunnan hringtorgs á mótum Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar. Vesturiandsvegur, Grafargil í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Breytt er mörkum borgarverndaðs svæðis austast í Grafargili,, breytt er staðsetningu undirganga undir Vesturlandsveg við Laxalón og stígakerfi breytist beggja vegna Vesturlandsvegar. Ofangreindar tillögur eru til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:15 frá 16. apríl til 14. maí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 28. maf 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Ártúnsbrekka, jarðhýsi í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Landnotkun ióðar jarðhýsis í Ártúnsbrekku breytist úr almennu útivistarsvæði í athafnasvæði. / Tillagan er til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:15 frá 16. apríl til 7. maí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi sfðar en 7. maf 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.