Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 Spurningin Er vorið komið á Vestfjörðum? (Spurt á ísafirði) Torfi Einarsson, starfsmaður Sjó- vár-Almennra: Já, það er ekki spurning. Rósa Magnúsdóttir, starfsmaður Básafells hf.: Já, vorið er komið. Bernharð Hjaltalín matreiðslu- maður: Það er alveg öruggt því þingmennirnir eru farnir að koma. Edda Marine Einarsdóttir nemi: Já, örugglega. Ólafur Sverrisson nemi: Já, ég er alveg ákveðinn í því. Sveinn Ingvi Valgeirsson nemi: Nei, ekki alveg. Lesendur Til kvenna með silíkonpúða Sigrún G. Sigurðar- dóttir, Krummahól- um 4, Reykjavík skrifar: Það hefur komið í ljós að gleymst hefur að upplýsa okkur á ís- landi um kosningar sem standa nú yfir í Bandaríkjunum varð- andi það hvort eigi að greiða bætur til þeirra sem lent hafa í erfiðleikum með silí- kon í brjóstum. Komi upp vandamál seinna meir þá geti þær leit- að i tiltekinn sjóð, svo framarlega sem þær hafa skráð sig og kos- ið. Því miður er eng- inn hér á landi sem sér um að fræða kon- ur um þessar kosning- ar en ég hef leitað eft- ir svörum i Banda- ríkjunum og er þetta alþjóðleg kosning. Allar þær konur sem eru með silíkon eiga rétt á að kjósa um áframhaldið, hvort þær vilji vera með eða ekki. Er því mjög mik- ilvægt að hafa sam- band sem fyrst og láta skrá sig og fá kosn- ingaseðil sendan með upplýsingum. Við erum eina landið á Norðurlöndum sem ekki hefur tals- Komi upp vandamál með silíkon í brjóstum kvenna geta þær leitað í sérstakan sjóð erlendis segir í bréfi Sigrúnar. mann sem er ekki nóg og gott. En við getum leitað til Bandaríkjanna. Þangað er hægt að hringja frítt með því að panta símtal og þar er mjög almennilegt starfsfólk. Við eigum einnig kost á að hringja í lögfræðing í Noregi sem er tilbúinn að aðstoða íslenskar konur. Hún heitir Karoline Henrikssen. Einnig er lögræðingur í Þýskalandi sem sér um þessi mál fyrir konur í Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Bret- landi og fleiri löndum og heitir hún Melissa Ferrari. Það er von mín að þetta geti hjálpað eitt- hvað ef þið hafið áhuga á að vera með en þetta er undir ein- staklingnum sjálfum komið hvemig hann lítur á þessi mál. Kjör- seðillinn verður að berast í síðasta lagi 14. maí 1999 til Bandaríkj- anna fyrir þá sem ætla að vera með. Ég vil gjaman nota tækifær- ið og koma því á fram- færi að það hefur ekki tekist að sanna eða af- sanna að silíkon sé hættulaust. Því tel ég að þama sé tækifæri fyrir okkur til að vera með. og friðarboðskapur Varnarlið Guðmundur Sigurðsson skrifar: Þeir menn sem aö eigin áliti hafa barist mest fyrir friði hafa haft ýmis viðhorf og viðmið í þeim efn- um. Er Persaflóastríðið brauzt út sögðu þeir að öll börn væru hrædd við stríð (hver er það ekki?) og stofnuðu rétt eina friðarhreyfing- una. En sú friðarhreyftng varð mjög snögglega andvana, bráðkvödd, er Gylfi Svansson skrifar: Það var hér á árum áður að mað- ur reyndi hvað maður gat til að þurfa ekki að taka víxil. Bæði vegna þess að lántökugjaldiö var mikið og vextirnir voru háir, allt að 10 pró- sentum. Greiðslubyrðin var þung og það var betra að láta eitthvað bíða betri tíma en að hafa eilífar áhyggj- ur af fjármálunum. Það er reyndar alltaf best að eiga fyrir því sem maður kaupir. Það er ódýrasta leið- in. En því miður er ekki alltaf svo að hægt sé að bíða með að kaupa eitthvað eða láta það eftir sér. En lausnin er fundin. Einhver lánastofnun hyggst nú bjóða viðskiptavinum sínum að velta skuld sinni við stofhunina endalaust á undan sér. Ekkert mál, engin fyrir- höfn. Og er þetta ekki ókeypis þjón- usta af því að það ríkir svo mikil samkeppni milli bankanna og það er keppst um að bjóða viðskiptavinun- um lán? Nei, aldeilis ekki. Vextirnir eru upp á 16 prósent, hvorki meira ráðamenn í Moskvu snerust skyndi- lega gegn Saddam Hússein. Svo fór um sjóferð þá. Nú er það svo að þeir friðarpost- ular hérlendir, sem fjálglegast hafa tcdað um brottfór varnarliðsins, hafa hvað eftir annað átt sæti í rík- isstjórnum á síðustu áratugum. En þá hefur jafnan brugðið svo við að þeir hafa setið sem fastast þótt varn- né minna. Svo fær maður sér kort og maður bara veltir skuldinni á undan sér. Fer upp í hálfa milljón og greið- ir 80.000 krónur í vexti. Er fólki al- vara sem fær sér svona kort? Mér reiknast sem svo að það sé bæði ódýrara að taka víxil og að fá yfir- dráttarlán hjá bönkunum. Með yfir- dráttarheimild eru greiddir nokkuð háir vextir en lántökukostnaðurinn er enginn. Vextirnir eru a.m.k. lægri en 16 prósent. Hvers vegna rís almenningur ekki upp og mótmælir? Ætlar al- menningur að sætta sig við að arliðið hafi ekki sýnt á sér neitt far- arsnið. Ráðherrastólar virðast hafa mikið aðdráttarafl. Sérstök ástæða er til að minna á að við næstu kosningar eru í fram- boði menn úr þeim hópi sem hér var minnst á. Þar á ég við þá Stein- grím J. Sigfússon og Hjörleif Gutt- ormsson. Vitið þér enn - eða hvað? borga bara hvaða vexti sem er? Það kæmi mér ekki á óvart þótt hinar lánastofnanimar fylgdu í kjölfarið. Þær hugsa sem svo að fyrst þessi stofnun kemst upp með að bjóða þessa vexti, af hverju þá ekki við? Hvers vegna auglýsa ekki aðrir bankar að þeir bjóði upp á lægri vexti en þetta? Ég bara skil ekki að samfélagið skuli ekki taka á svona hlut. Það er dýrt að vera fátækur og að taka lán. Auðvitað þarf það að kosta peninga. En það þarf ekki aö kosta 16 prósent í vexti. Það er á hreinu. DV Frábært hjá Ossuri Valgeir G. skrifar: Það var frábært að sjá hvemig Öss- ur Skarphéðinsson gerði Geir H. Haarde ijármálaráðherra algjörlega kjaftstopp í umræðuþætti á Stöð 2 um fjármál ríkisins. Ríkisstjórnin hefur verið að monta sig af stöðugleika en Össur sýndi fram á hvað innstæðan fyrir því er lítil. Það yrði skelfilegt ef verðbólgan færi aftur af stað út af mistökum hjá ríkisstjórninni. Geir ferst annars ekki að vera að ráðast á Samfylkinguna fyrir óábyrgar tillög- ur. Það var kominn tími til að ein- hver úr Samfylkingunni tæki af sér silkihanskana og léti Sjálfstæðisflokk- inn finna fyrir því. Það gerði Össur svo um munaði. Hækkun barnabóta Hafliði Helgason skrifar: Halldór Ásgrímsson blæs nú í her- lúðra. Fyrir nokkru kom hann í við- tali í fréttatíma sjónvarps vegna hækkunar á barnabótum. Ég spyr: Hefur Halldór ekkert rætt þetta mál á ríkisstjórnarfundum? Af hverju er verið að taka þetta mál upp núna, nokkrum vikum fyrir kosningar? Er kominn kosningaskjálfti í framsókn- armenn og telja menn þetta snjallt bragð i augu og eyru kjósenda. Við kjósendur erum engin börn. Enda þarf að breyta skattalögum til að hækka barnabætur þar sem þær eru tekju- tengdar. I nútímaþjóðfélagi þurfa báð- ir foreldrar að vinna úti alla daga vik- unnar til að lifa. Engin vinnulöggjöf er fyrir hendi - því miður. Egill góður á Skjá einum Friðrik hringdi: Landsmenn hafa í gegnum árin og tárin fylgst með döprum umræðuþátt- um Ríkissjónvarpsins þegar líður að kosningum. Þeir virðast alltaf vera eins. Sama fólkið, sömu frambjóðend- urnir og sama uppstillingin. Það var því skemmtileg tilbreyting að fylgjast með þætti um framboðsmál á sjón- varpsstöðinni Skjá einum um daginn. Þar stjómaði Egill Helgason umræð- um nokkurra valinkunnra manna. Egill fær mína hæstu einkunn fyrir frábæra stjórnun á þættinum. Spum- ingar hans og stjórnun á umræðun- um var til mikillar fyrirmyndar. Það er á hreinu hvar maður fylgist með umræðunum í ár. Áburðarverksmiðj- an og Marshall- aðstoðin G.G. skrifar: Ef ég man rétt þá var Áburðarverk- smiðja ríkisins sáluga keypt fyrir að- stoð sem kennd var við Marshall. Er þá hreinlega löglegt að selja hana? Verksmiðju sem var keypt með opin- berri aðstoð Bandarikjanna. Það er svo auðvitað með ólíkindum að selj- endur verksmiðjunnar skuli ekki hafa tekið það fram þegar tilkynnt var um söluna hversu mikið magn af áburði var í birgðageymslum. Eftir því sem ég kemst næst hefur það verið rúmlega þriðjungur af kaupverðinu. Var þessa getið í útboðsgögnum eða hvemig var sölu verksmiðjunnar háttað? Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort með Marshall-aðstoðinni hafi engin skilyrði verið sett fyrir sölu eigna sem keyptar vom fyrir aðstoðina. Titringur slakur Guðrún skrifar: Áhorfendur og skylduáskrifendur Ríkissjónvarpsins hafa verið slegnir enn einu rothögginu. Innlend dag- skrárgerð þessarar stofnunar er með því slakasta sem ég hef séð um árabil. Sama er hvaða nafni þessir þættir eru nefndir. Reyndar hefur ekki einn ein- asti þáttur með viti verið sýndur síð- an Á tali hjá Hemma Gunn hætti. Þá langar mig sérstaklega að taka fram að þátturinn Titringur er ömurlegur. Hver er tilgangur þáttarins? Útsend- ing og auglýsing fýrir eitthvert bað- hús úti í bæ. Hver nennir að horfa á svona vitleysu? Maður hættir sjálf- krafa að skipta yfir á Ríkissjónvarpið eftir að maður fékk sér Stöð 2. Hvert á maður að leita til að vekja athygli á innlendri dagskrárgerð Sjónvarpsins? Dýrt að vera fátækur „Það er dýrt að vera fátækur og að taka lán. Auðvitað þarf það að kosta pen- inga. En það þarf ekki að kosta 16 prósent í vexti. Það er á hreinu," segir bréfritari m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.