Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 17 íþróttir íþróttir Sigurður Ingimundarson stýrði sínum mönnum til sigurs. Fjorið byrjar a sunnudaginn Fyrsti úrslitaleikur Aftureldingar og FHum íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður leikinn í Mosfellsbæ á sunnudagskvöldið og hefst hann klukkan 20.30. Annar leikurinn verður í Kaplakrika klukkan 20.30 á þriðjudagskvöldið og þriðji leikurinn í Mosfellsbæ á funmtudagskvöldið klukkan 20.30. Þar getur annað liðið tryggt sér titilinn því þrjá sigurleiki þarf til að hampa titlinum. Blcmd í Jakob Hallgeirsson, knattspymumaður úr Borgamesi, er genginn til liðs við Skailagrím á nýjan leik. Jakob gekk í raðir Víkinga í vet- ur og hugðist leika með þeim í úrvalsdeild- inni í sumar en er nú kominn aftur á heima- slóðimar. Jakob hefur verið lykihnaður í vöm Skallagrims sem styrkist við þetta á ný fyrir slaginn í 1. deildinni. Ryan Giggs, hetja Manchester United í bikar- leiknum magnaða við Arsenal í fyrrakvöld, meiddist á ökkla og staulaðist heim á hækjum eftir leikinn. Óvíst er að hann geti spilað með United gegn Juventus í meistaradeild Evrópu næsta miðvikudag og það yrði skarð fyrir skildi og mikið áfall fyrir United að missa Giggs í langan tíma. Ryan Giggs. KR-klúbburinn sótti í gær um leyfi til út- varpsreksturs til útvarpsréttamefhdar. Að sögn Höskulds Höskuldssonar, varafor- manns klúbbsins, er stefnt að því að vera með um sex klukkutíma útsendingar í kringum heimaleiki KR í knattspymunni í sumar. For- maður útvarpsráðs KR er Sigurjón Magnús Egilsson. Skagamenn mæta liði frá Albaníu í 1. umferð Intertoto-keppninnar i knattspymu í sumar. Leikið er á Akranesi 19. júní og í Albaníu 26. júní. Ekki er ljóst hvaða lið er um að ræða fyrr en deildakeppninni í Albaníu lýkur 22. maí en líklegustu liðin em Bylis Ballsh, Tomori Berat og Lushnja. Vinni Skagamenn, mæta þeir belgísku liði í 2. umferð í júll og þar gæti orðið um að ræða Lokeren, iið Arn- ars Þórs Viðarssonar. KR-ingar hafa lengi beðið eftir íslands- meistaratitlinum í knattspymunni. Tveir leikmanna þeirra tóku á dögun- um forskot á sæl- una því þeir Guð- mundur Benedikts- son og Kristján Finnbogason urðu þá Islandsmeistarar í Kristján. 3. deildinni í keilu með C-liði KR-inga. Þróttur sigraði Leikni, 1-0, í A-deild Reykja- víkurmótsins í knattspymu í gær. Davíó L. Gunnarsson skoraði sigurmarkið. Þá léku einnig KR og lR og náðu ÍR-ingar að knýja fram sigur, 1-2. í deildabikarkeppninni voru tveir leikir. iBV sigraði Skallagrím, 3-0. Þá vann Vík- ingur stóran sigur á Fjölni, 5-0. 8-liða úrslitin í sænsku bikarkeppninni í knattspymu vom í gær. Úrslitin: Ludvika-Malmö 0-5, Helsingborg-Örgryte 2-1, Norrköping-Gautaborg 0-3, AIK-Trelle- borg 1-0. Brynjar Björn Gunnarsson lék með Örgryte og Þórður Þóröarson stóð í marki Norrköping og varði vítaspymu. Aðr- ir íslendingar léku ekki. Júlíus Jónasson og félagar hans í St. Otmar lögðu Suhr, 21-20, í fyrsta úrslitaleik liðanna um sviss- neska meistaratit- ilinn í handknatt- leik í gær. Júlíus og félagar hafa því góða stöðu 1 ein- vígi liðanna en Júlíus kemur sem Júlíus Jónasson. kunnugt er heim í Val þegar tímabilinu 1 Sviss lýkur. -GH Sudurnesjastyrjöld - allt jafnt „Sóknarleikurinn fleytti þeim í gegnum þennan leik þar sem þeir voru heppnari með sín skot. Við eigum að spila mikið betri vöm en við gerð- um að þessu sinni en ég lofa að við mætum tilbúnir í næsta leik og ætlum okkur sigur og ekkert annað,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjáifari Njarð- víkur, eftir tap liðsins gegn í einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur eftir sigur Keflavíkur í framlengdum Keflavík í öðrum úrslitaleik Það var allt annað að sjá ur voru liðnar af leiknum og háifleikinn í svæðisvörn og ir meiðsli en Njarðvíkingar Falur Harðarso liðanna í úrvalsdeildinni í leikmenn Keflgvíkur i byrjun fékk Hjörtur Haröarson sína 3 hægðistþarafleiðandiáleikn- sýndu enn og aftur frábæran besti maður og ái körfuknattleik. þessa leiks en í þeim fyrri og viilur eftir aðeins 2 mínútur. um eftir aö fyrri hálfleikur karakter í svona stöðu og seinni hálfleik þa leik í Njarðvík Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Það var mikil spenna og dramatik þegar liðin mættust i Njarðvík. Eftir mikinn hama- gang og framlengingu var það Keflavík sem hafði betur, 98-90, eftir aö staöan hafði ver- ið 87-87 eftir venjulegan leik- tíma. Það var allt annað að sjá leikmenn Keflgvíkur i bytjun þessa leiks en í þeim fyrri og greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt, enda þýddi tap nánast endalokin á tímabilinu. Keflvikingar lögðu áherslu á stífan varnarleik og kostaöi það margar viilur. Þar af leið- andi var Njarðvík komin í skotrétt þegar aðeins 6 mínút- ur voru liðnar af leiknum og fékk Hjörtur Haröarson sína 3 villur eftir aðeins 2 mínútur. Hjá Njarðvikingum fór Friðrik Ragnarsson á kostum í fyrri hluta fyrri hálfleiks og skoraði 15 stig af fyrstu 26 stigum liös- ins. Þegar flautað var til leik- hlés skildu aðeins 2 stig liðin að, 52-54, Keflavík i vil. Bæði lið byrjuðu seinni hálfleikinn i svæðisvörn og hægöist þar af leiðandi á leikn- um eftir aö fyrri hálfleikur hafði verið í hraðari kantin- um. Þá tók Faiur Harðarson sig til og skoraði hverja glæsi- körfuna á fætur annarri og skyndilega voru gestimir komnir með 13 stiga forskot, 67-80, og aðeins 8 mínútur eft- ir. Damon kom inn á aftur eft- ir meiðsli en Njarðvikingar sýndu enn og aftur frábæran karakter í svona stöðu og minnkuðu muninn í aðeins 2 stig, 84-86. Friðrik Ragnarsson náði síðan að jafna, með 3ja stiga körfu, í blálokin. Grípa þurfti til framlengingar og voru Keflvíkingar mikið sterk- ari aðilinn og innbyrtu nauð- synlegan sigur. Falur Harðarson var þeirra besti maður og átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann skoraði 21 stig og tók rækilega af skarið þegar Damon sat út af meiddur. Damon átti góðan fyrri hálfleik en stóran þátt i þessum sigri átti ungur og efnilegur strákur, Sæmundur Oddsson, og kom með mikil- vægar körfur ásamt því að spila fma vörn. Hjörtur Harð- arson skilaði mikilvægu hlut- verki og spilar vel fyrir liðið. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingaham bestur og Frið- rik Ragnarsson átti frábæra spretti. Hermann Hauksson átti mjög góðan fyrri hálfleik en sást lítið i þeim seinni. -BG Friðrik. „Vorum alltof værukærir" „Þeir mættu virkilega tilbúnir í þennan leik á meðan við vorum afltof værukærir,“ sagði Friðrik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, eftir ósigurinn gegn Keflavík. „Við getum spilað miklu betri vöm en við gerðum að þessu sinni og það gengur ekki að vera linir í vöm þegar komið er í úrslit. Ég átti nú ekki von á að vinna þessa rimmu 3-0 en menn verða að fara i sjálfsskoðun ef við ætlum að fara alla leið.“ -BG Birgir Orn. „Mjög sáttur við að vinna" „Ég er mjög sáttur við aö vinna þennan leik enda hefði verið hræðilegt að lenda 2-0 undir í þessu einvígi við Njarðvík," sagði Birgir Öm Birgisson, Keflavík. „Við komum virkilega tilbúnir til leiks og ætluðum að selja okkur dýrt og það skilaði sér í góðum sigri. Þeir pressuðu vel á bakverðina okkar og reyndu að stoppa 3ja stiga skotin okkar en við stóra mennimir nutum góðs af því og náðum að skora þó nokkuö inn i i staöinn." -BG Sæmundur. „Þá sigrar okkur enginn" „Það var að duga eða drepast fyrir okkur því við máttum alls ekki lenda 2-0 undir,“ sagði Sæmundur Oddsson, en hann átti mjög góðan leik fyrir Keflavík gegn Njarðvík. „Við spiluðum eins og lagt var upp fyrir leikinn og það var það sem skilaði okkur þessum sigri, ásamt því að við spiluðum með hjartanu. Þegar við spilum með hjartanu þá sigrar okkur enginn, svo einfalt er það.“ -BG FH (16) 27 Fram (9) 17 l-O, 4-1, 7-2, 10-4, 11-8, (16-9), 17-12, 20-14, 25-15, 27-17. Mörk FH: Þórdís Brynjólfs- dóttir 7/4, Drifa Skúladóttir 4, Björk Ægisdóttir 4, Hafdís Hin- riksdóttir 4/3, Guðrún Hólm- geirsdóttir 3, Gunnur Sveinsdótt- ir 3, Hildur Pálsdóttir 2. Varin skot: Jolanta Slapiki- ene 21. Mörk Fram: Jóna Björg Pálmadóttir 5, Guðríður Guð- jónsdóttir 4/2, Svanhildur Þeng- ilsdóttir 2, Diana Guðjónsdóttir 2, Olga Prohorova 2, Sara Smart 1, Marina Zoueva 1. Varin skot: Hugrún Þor- steinsdóttir 13, Erna Eiríksdóttir 4. Brottrekstrar: FH 8 mín., Fram 2 mín. Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Pálsson, slakir. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Jolanta Slapikiene, markvörður FH. Oddaleikurinn fer fram á morgun kl. 16.15 í Framhúsinu. „Glimrandi goð vorn“ - FH-stúlkur tóku Fram í bakaríið, unnu 10 marka sigur og jöfnuðu metin „Við vorum að spila alveg glimr- andi góða vöm og náðum að keyra á þær í hraðaupphlaupi og svo var markvarslan alveg frábær. Ég er mjög ánægð með okkar leik, við náðum mjög vel saman. Leikurinn á laugar- daginn verður ekki svona, hann verð- ur mikið jafnari og ætli hann fari ekki bara í framlengingu," sagði Þórdís Brynjólfsdóttir, leikmarðu FH, eftir sigur á Fram, 27-17, í Kaplakrika í gær. Með sigrinum jaíhaði FH metin, 1-1, og liðin þurfa að eigast við í odda- leik í Framheimilinu í Safamýri á laugardag. Sigurvilji FH-inga Það verður seint sagt að leikur FH og Fram hafi verið skemmtilegur á að horfa. FH-ingar voru þó staðráðnir í að selja sig dýrt í þessum leik og það geislaði af liðinu viljinn til að vinna. Það verður ekki sagt um lið Fram sem byrjaði leikinn afar iila og ekki bætti það stöðuna að Marina Zoueva, Svan- hildur Þengilsdóttir og Díana Guð- jónsdóttir meiddust í fyrri hálfleikn- um og náðu Framarar ekki að vinna sig út úr þeim vandræðum sem sköp- uðust við það, bæði í vöm og sókn. FH-liðið lék eins og það gerir best allt frá upphafi leiks og þrátt fyrir að Dagný Skúladóttir hafi þurft að yfir- gefa leikvöllinn vegna meiðsla strax á 3ju mínútu hafði það ekki teljandi áhrif á liðið, sem lék sem ein heild allti til enda. FH gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum og hafði 7 marka forskot í hálfleik og þrátt fyrir góðan sprett Framara í upphafi seinni hálf- leiks þá dugði það ekki til og FH vann sanngjaman sigur. „Við missum tvær lykilmanneskjur, en við gefum tóninn og byrjun leikinn alveg hræðilega. Dómaramir voru al- veg glataðir, ég hef aldrei fengið jafn lélega dómgæslu. Það er að duga eða drepast á laugardaginn," sagð Guðrið- ur Guðjónsdóttir, leikmaður Fram. Jolanta Slapikiene fór á kostum í liði FH og var þeirra best. Þórdís Brynjólfsdóttir lék einnig vel, eins og reyndar FH-liðið í heild sinni, og var markahæst. Framarar voru allar langt frá sínu besta enda erfitt að missa svo sterka leikmenn sem Marinu, Svanhildi og Díönu af velli í fyrri háifleik. -ih Immiiiipiip 1S| ifSlf Rodman rekinn Dennis Rodman, körfu- boltakappinn skrautlegi, var í nótt rekinn frá liði sínu, Los Angeles Lakers, eftir 7 vikna dvöl og 23 leiki í NBA-deildinni. Rodman mætti þá einu sinni enn of seint á æf- ingu og var að auki búinn að týna bæði sokkum og skóm. Kurt Rambis, þjálfari Lakers, var þá búinn að fá nóg og rak Rodman heim. Jerry West, eigandi Lakers, tilkynnti síðan í nótt að Rodman hefði ver- ið sagt upp störfúm hjá fé- laginu. -VS 7 NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Dallas-Minnesota..........101-95 Finley 34, Trent 22, Davis 13 - Smith 21, Scott 18, Mitchell 14. Houston-Portland...........86-76 Pippen 31, Barkley 20, Mack 8 - Stoudamire 19, Sabonis 14, Grant 12. Golden State-Denver .......85-79 Starks 16, Cummings 16, Mills 11 - McDyess 29, Fortson 20, Alexander 12. LA Clippers-Utah..........89-103 Douglas 17, Taylor 16, Wright 15 - Malone 25, Russell 19, Stockton 19. Sacramento-Seattle . . (frl.) 98-99 Webber 26, Williamson 17, Maxwell 16 - Schrempf 19, Hawkins 15, Crotty 15. -VS Einar og Eiður í landsliðið - sem mætir Möltu 1 óvæntum vináttuleik í knattspyrnu 28. apríl íslenska landsliðið í knattspyrnu fær óvænt verkefni í lok þessa mánaðar en búið er aö semja um tvo vináttuleiki gegn Möltu. Fyrri leikurinn verður ytra 28. apríl og sá síðari hér á landi þann 18. ágúst. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tiikynnti í gær 16 manna hóp fyrir leikinn gegn Möltu og er hann þannig skipaður: Birkir Kristinsson, Bolton.....................58 Ámi Gautur Arason, Rosenborg....................2 Rúnar Kristinsson, Lifleström..................73 Sigurður Jónsson, Dundee United................61 Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín.............48 Arnar Gunnlaugsson, Leicester..................29 Þórður Guðjónsson, Genk........................28 Helgi Sigurðsson, Stabæk ......................25 Hermann Hreiðarsson, Brentford ..............20 Ríkharður Daðason, Viking Stavanger .........20 Brynjar B. Gunnarsson, Örgryte...............15 Einar Þór Daníelsson, OFI ...................14 Steinar Adolfsson, Kongsvinger ..............12 Auðun Helgason, Viking Stavanger .............7 Pétur Marteinsson, Stabæk.....................7 Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton ...............1 „Það er mjög gott aö fá þennan leik gegn Möltu því þama gefst mér tækifæri á að skoða fleiri leik- menn. Við höfum átt í vandræðum með þessar minni þjóðir eins og kom í ljós í leikjunum gegn Lúxemborg og Andorra á dögunum og Malta er á svipuðum styrkleika,“ sagði Guðjón Þórðarson þegar hann tilkynnti lið sitt. Ríkharður Daðason og Pétur Marteinsson koma aö nýju í hópinn eftir meiðsli og þá fá Einar Þór Daníelsson og Eiður Smári Guðjohnsen tækifæri eftir nokkurt hlé. „Mig langar að sjá Einar í þess- um leik en hann gæti nýst okkur vel í svona leikj- um og enginn efast um hæfileika Eiös Smára. Hann er framtíðarmaöur í landsliðinu," sagði Guðjón að auki. „Ekki að setja menn út“ Leikmennimir sem fá „frí“ að þessu sinni, sem vom í hópnum í leikjunum gegn Andorra og Úkra- ínu, era:Láras Orri Sigurðsson, Amar Grétars- son, Helgi Kolviðsson, Sverrir Sverrisson, Stefán Þóröarson og Tryggvi Guðmundsson. „Ég er ekki að setja þessa menn út fyrir að hafa ekki staðiö sig heldur. vil ég lita á leikmenn sem hafa verið viðloðandi liðið,“ sagði Guðjón. -GH Marina Zoueva, Fram, og Dagný Skúladóttir, FH. Báðar slitu liðbönd í gærkvöld og leika ekki meira með liðum sínum í úrslitunum. DV-mynd ÞÖK Njarövík (52)(87) (90) Keflavík (54)(87) (98) 0-6, 9-14,16-23, 21-27, 30-31, 34-36, 37-38, 43-38, 43-47, (52-54), 59-61, 65-65, 67-71, 67-80, 74-82, 77-85, 84-87, (87-87), 87-92, 88-94, 90-98. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 37, Friðrik Ragnars- son 22, Hermann Hauksson 12, Teitur Örlygsson 10, Páll Kristins- son 6, Friðrik Stefánsson 5. Stig Keflavíkur: Falur Harðar- son 26, Damon Johnson 22, Gunn- ar Einarsson 12, Sæmundur Odds- son 10, Hjörtur Harðarson 9, Birg- ir Birgisson 8, Guðjón Skúlason 7, Fannar Ólafsson 4. Vítanýting: Njarðvík 29/35, Keflavík 19/26. 3ja stiga körfur: Njarðvík 11/30, Keflavik 10/30. Fráköst: Njarðvík 42, Keflavik 33. Dómarar: Jón Bender og Leif- ur Garðarsson. Áhorfendur: Um 800. Maður leiksins: Falur Harðar- son, Keflavík. Nœsti leikur Keflavíkur og Njarð- víkur í úrslitunum fer fram í íþróttahúsinu í Keflavik á sunnu- dagskvöld og hefst hann klukkan átta. Friðrik Ingi Rúnarsson tapaði slagnum gegn Keflavík í gærkvöld. Þrjú alvarleg slys Bikarmeistarar Fram urðu fyrir miklu áfalli í leiknum gegn FH í gær þegar Marina Zoueva, sem hefur stjómað sóknarleik liðsins i vetur, varð fyrir því að slíta liðbönd í ökkla. Þá meiddist Svanhildur Þengilsdóttir líka á ökkla í leiknum gegn FH og er talið ólíklegt að hún verði með í oddaleiknum á morgun. Svanhildur hefur verið lykilmaður í vamarleik Fram í vetur. Dagný Skúladóttir, FH, varð líka fyrir þvi óhappi að slíta liðbönd í ökkla í leiknum i gær. Þessi meiðslaalda er alveg með ólíkindum og hafði mikil áhrif á leikmenn og áhorfendur í Kaplakrika í gær enda dæmalaust að þrjú alvarleg slys sem þessii eigi sér stað i einum og sama handboltaleiknum. -ih Hópleikur er þegar tippari, einn eða fleiri hafa sérstakt hópnúmer. Getraunir skrá árangur hópa í viku hverri og veita þeim hópum sem standa sig best vegleg verðlaun. Þú færð hópnúmer frítt hjá Islenskum getraunum. ALLT AÐ VINNA ENGU AÐ TAPA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.