Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 19 Frá Neskaupstað. Þar hafði alþýðubandalagsmaðurinn Hjörleifur Guttormsson mikið fylgi. Spenna ríkir um hvort þau atkvæði fari tii Samfylkingar- innar eða annað. DV-mynd Ari Þar erum við kannski komin að kjarna málsins; hvort íhaldið nái jafnvel að bæta við fylgi og halda tveimur mönnum - eða hvort græn- ir nái ekki að klípa svo mikið af Samfylkingunni að henni takist að vinna jöfnunarþingmanninn af Sjálfstæðisflokknum. Nær allir sammála en ... Fyrir aðkomumenn kann að virð- ast svo fyrir frarn að kosningarnar í ár komi til með að snúast um stjór- iðju og álver í Reyðarfirði. Gríðar- mikilvægt verkefni fyrir fiórðung- inn. Svo er þó ekki þegar málið er skoðað. Austfirðingar eru einfald- lega langflestir svo innilega sam- mála um að slíkt eigi að framkvæma að þar er ekkert álitamál á ferðinni. Þegar DV ræddi við forystumenn listanna minntist enginn á stóriðju sem fyrsta mál. Frambjóðendumir virðast vita að þeir munu ekkert slá sig til riddara fyrir framan kjósend- ur í kosningabaráttunni með því að fara að tala um álver. Þeir vinna bara saman að því leynt og ljóst á öO- um vígstöðvum að bjarga byggðinni sinni. „Þetta skýrist allt í júní. Ég er sannfærður um að álverið kemur,“ sagði einn Austfirðingur. Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð er eini listinn sem er á móti ál- bræðslu. Miðað við ferð DV í fiórð- unginn í vikunni hefur listinn ekki teljandi fylgi. Hins vegar sýna laus- legar spár að fylgið gæti náð allt að 14 prósentum, hvort sem það er marktækt eða ekki. Það verða vænt- anlega þessi óvissuprósent sem frem- ur öðru munu skera úr um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylk- ingin á Austurlandi fá tvo menn á þing, eins og Framsóknarflokkurinn, á næsta kjörtímabili. Hvað segja efstu menn? Halldór Ásgrímsson: Byggðamál í öndvegi „Stefna okkar framsóknar- manna í Austurlandskjördæmi tengist fyrst og fremst byggðamál- um. Við höfum unnið að því hörðum höndum á kjörtímabilinu að auka fiöl- breytni í at- vinnulífinu. Sér- staklega höfum viö beitt okkur fyrir undirbún- ingi stóriðju á Reyðarfirði. Slíkt teljum við skipta gífurlegu máli fyrir framtíð Austurlands. Þáð mál hefur gengið samkvæmt áætlun. Jafnframt höfum við unnið að því að auka jöfhunaraðgerðir, eins og í húshitunarmálum og skólamálum. Síðan hefur áhersla verið lögð á framlög til atvinnuþróunar og styrkingu Atvinnuþróunarfélags Austurlands. Samgöngumálin eru jafnframt mjög mikilvæg. Við munum vinna að því að áætlun verði gerð um jarðgangagerð fyrir landið og höldum fast við að næstu göng verði á Austurlandi. Við leggjum mikið upp úr því að skapa sem mesta sátt að því er varðar nýtingu landsins og hafsins. Sjáv- arútvegsstefnan snertir hagsmuni Austurlands." Arnbjörg Sveinsdóttir: Margþættar „Við sjálfstæðismenn leggjum aðaláherslu á byggða-, mennta- og samgöngumál. Grípa verður til margþættra að- gerða til að bregðast við byggðaþróuninni eins og við upp- lifum hana núna. í atvinnumálum er horft til þróun- ar og nýsköpunar. Við treystum á framtak einstaklinga í þeim efn- um. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á hlutverk stjórnvalda til að efla og treysta starfsumhverfi einstaklinga og þeirra sem halda uppi atvinnulífinu. Jafnframt leggjum við mikið upp úr almenn- um lífskjörum einstaklinga og fiöl- skyldna á lansbyggðinni - kjör þeirra verði bætt og jöfnuð miöað við höfuðborgarsvæðið. Þar er mest horft til jöfnunar húshitunar- kostnaðar og námskostnaðar fram- haldsskólanema. Við vitum að nú er hægt að grípa til aðgerða vegna þess hve efnahagsástandið og rík- isfiármálin eru í góðu ástandi eftir setu sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjóm í átta ár. Nauðsynlegt er að efla enn frekar fiarkennslu á fram- halds- og háskólastigi þar sem mik- il tækifæri eru fyrir landsbyggð- ina.“ Guðmundur Wium Stefánsson: Réttlætið nái fram að ganga „Min aðkoma ao þessu framboði er fyrst og fremst fyrir það - fyrir utan að vera inn- fæddur Austfirö- ingur - að ég hef séð á síðustu 17 árum hvemig kvótakerfið er að leika landsbyggð- ina - að ungu fólki skuli vera boðið upp á að hafa ekki eina einustu aökomu að undirstöðuatvinnuvegi þeirrar byggðar sem það elst upp í. Einnig misbýður það minni réttlætis- kennd að íslenskir sjómenn af guðs náð, og með þetta allt í fing- urgómunum, skuli ekki hafa rétt til að veiða eina einustu bröndu á eigin forsendum. Þetta em fráleitir hlutir og ég vil leggja mitt af mörk- um til að breyta því. Það hefur ekki gengið allt of vel hvað skoð- anakannanir varðar en við höfum ekki haft þá aðstöðu að vera í sjón- varpi á hverjum degi og tala frá vígstöðvunum eins og sitjandi þingmenn og ráðherrar. Það er eins og ekki hafi mátt minnast á kvótakerfið þrátt fyrir augljósar af- leiðingar þess. Allt hefur verið kveðið niður jafnóðum." Methúsalem Þórisson: Afnám fátæktar „Á Austurlandi, eins og annars staðar á landinu, hugsa húmanist- ar fyrst og fremst um afnám fá- tæktar. Það em ekki fréttir að á íslandi búa 30 þúsund manns undir fátæktar- mörkum - 5. rík- asta þjóð í heimi. Við leggjum fram raunhæfar tillög- ur til að leysa þetta mál. Við leggj- um til að ellilífeyris- og örorku- og atvinnuleysisbætur verði hækkað- ar upp í 90 þúsund krónur og skatt- leysismörk færð upp í 100 þúsund krónur á mánuði. Við leggjum til að útgjöldin verði fiármögnuð gegnum lífeyrissjóðakerfið. Þannig verði róttæk uppstokkun og einn lifeyrissjóður allra landsmanna verði myndaður. 1 dag renna lið- lega 30 milljarðar til lífeyrissjóða- kerfisins árlega. í gegnum Trygg- ingastofnun fara hins vegar um 16 milljarðar til þessara málaflokka. Samtals eru þetta því tæplega 50 milljarðar - upphæð sem er ríflega fyrir þessum útgjöldum.“ Einar Már Sigurðarson: Byggt á frumkvæði heimamanna „Stefnunni sem snýr að hinum dreifðu byggðum verður aö gjör- breyta. Samfylkingin á Austur- landi leggur megináherslu á þetta. Við segjum að við viljum skapa byggðastefhu sem á að tryggja jöfnuð og rétt- læti. Síðustu ár sýna fram á mið- stýrða stefnu frá höfuðborgar- svæöinu sem hef- ur viðgengist allt of lengi og skilar ekki árangri - Hagstofan sýnir met í fækkun fólks á landsbyggðinni. Við viljum í meginatriðum breyta forsendunum í byggðastefnunni og byggja á frumkvæði heimamanna. Þeir séu með í ráðum - ekki ein- ungis ríkið sem ráði þó svo að margs konar opinber störf þurfi vissulega aö vera skipulega fyrir hendi um dreifðar byggðir. Þannig eiga höfuðstöðvar Rarik t.d. að vera á Austurlandi. Við þurfum meiri fiölbreytni í atvinnulífið og styrkari stoðir. Ferðaþjónusta hef- ur verið að dafna og möguleikar skapast í tölvugeiranum. En hið eina stóra er þó stóriðjan. Við lít- um mjög til þess með hliðsjón af fiölbreytni, þó svo að hún ein og sér leysi ekki allan vanda.“ Þuríður Backman: Þróunin á að vera sjálfbær „Við á Austurlandi hljótum að leggja megináherslu á almenna uppbyggingu á landsbyggöinni - snúa viö þeiiTÍ þróun sem hefur verið í gangi, stöðva fólksflótt- ann og hefia upp- byggingu. Þar komi til almenn- ar aðgerðir til þess að gera stöðu lands- byggöarinnar sem jafnasta stöðu suðvesturhomsins. Þannig á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu. Það má gera í gegnum skattkerfið, með breyttum áhersl- um í menntamálum, breyttri sjáv- arútvegsstefnu og ríkum áherslum í umhverfismálum. Það þarft að styrkja grunnþjónustuna eins og heilbrigðisþjónustu og aðra opin- bera þjónustu. Einstaka aðgerðir, eins og stóriðjuframkvæmdir ein- ar sér, verða ekki til að breyta þró- uninni til lengri tima litið. Undir- staða allrar framþróunar á að vera byggð á sjálfbærri þróun. Með þeim hætti getum við byggt upp til framtíðar.“ -Ótt Mikilvægustu málin í kjör- dæminu Halldór Ásgrímsson: | 1. Byggða- i mál eru langmikil- Ivægasti málaflokk- urinn í kjör- dæminu. I A. Unnið verði að því að koma á fiöl- breytileika í atvinnulífinu. B. Jöfhunaraðgerðir í byggöar- % laginu. Arnbjörg Sveinsdóttir: 1. Byggða- mál þar sem aðalá- herslan verður lögð á ný- sköpun í atvinnulíf- inu . 2. Menntamál. 3. Samgöngumál. Guðmundur Wium Stefánsson: 1. Kvóta- mál. Ein- staklingar fái frelsi til þess að taka þátt í undirstöðu- atvinnu- vegi landsmanna. 2. Byggðamál þar sem hliðsjón verði höfð af kvótamálum. 3. Afnám tekjutengingar af op- inberum bótum. Methúsalem Þórisson: 1. Afnám fá- tæktar. A. Lágmarks- bætur fyrir örorku- og ellilífeyris- þega verði 90 þúsund krónur á mánuði. B. Skattleysismörkin verði 100 þúsund krónur á mánuði. C. Lágmarksbæturnar og hækkun á skattleysismörkun- um verði fiármagnað með rót- tækri uppstokkun í lífeyris- sjóðakerfinu. Einar Már Sigurðarson: II. Ný og kraftmikil byggða- stefna. | 2. Almenn ; jöfnunlífs- kjara. 3. Fjöl- breytileiki í atvinnulífi jafnt sem mannlífi. Þuríður Backman: II. Umhverf- isvemd. 2. Sjálfbær í þróun landsbyggð- I arinnar verði rækt- uð (ekki verði gengið óeðlilega á auö- lindir landsins). ; 3. Staða landsbyggðarinnar verði rétt eins og kostur er. meira w a vísir.i is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.