Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 2 Ifréttir Aðalmaðurinn í máli Nigeríumannanna og tékkafjársvikaranna í íslandsbanka: Eg fekk fyrri tekk- ann sendan í pósti „Mér var sagt aö þessir tékkar gætu ekki að skaðað neinn nema þá þann sem gaf þá út. Þess vegna fór ég með þá í Islandsbanka með svo miklu sjálfstrausti og raun bar vitni,“ sagði 24ra ára Nígeríumaður úr Njarövík þegar sækjandi frá rík- islögreglustjóra spurði hann spjör- unum úr í réttarhaldi þar sem hon- um og félaga hans, 28 ára landa hans búsettum í Hafnarfirði, eru gefin aö sök skjalafals og fjársvik upp á rúmar 11 milljónir króna gagnvart íslandsbanka í febrúar síð- astliðnum. Þeir hafi útvegað tvo tékka hjá erlendum samverkamönn- um til að blekkja fólk til viðskipta hér á landi. Verjandi annars mannanna fór frarn á það við Jónas Jóhannsson héraðsdómara við upphaf réttar- haldanna að þau færu fram fyrir luktum dyrum. Raunar var blaða- maður DV sá eini sem var staddur inni í salnum. Dómarinn hafnaði beiðninni en setti ákveðin skilyrði. Veit ekki nákvæmlega hver senditékkann „Tékkinn kom frá Englandi," sagði maðurinn, aðspurður hvaðan fyrri tékkinn barst honum, að upp- hæð rúmar 4 milljónir króna. „Ég veit ekki nákvæmlega hver sendi hann,“ sagði Nígeríumaðurinn. Hann sagði síðan að maður að nafni Sakborningar í réttinum í gær þegar máliö var tekiö fyrir. Patrick hefði sagt sér að kanna póst- inn hjá sér - hann ætti von á tékka- ■ sendingu. Síðari tékkann, að and- virði um 6 milljón- ir króna, sagðist maðurinn hafa fengið afhentan hér á landi. Eftir þetta Ottar Sveinsson spurði sækjandinn út í ýmis sam- skipti Nígeriumannanna beggja við menn sem komu frá Bretlandi. Höf- uðpaurinn rakti sög- una sem ýmist gerð- ist í Hafnarfirði, Keflavík eða Reykja- vík. Maðurinn talaði og talaði án þess að ákæruvaldið truflaði hann á nokkum hátt með spurningum. Reyndar hafði dóm- arinn ákveðið aö dómtúlkurinn þyrfti ekki að túlka allt sem ákærði segði nema að nauðsyn krefði til að málið gengi betur fyrir sig. Eg er ekki sér- fræðingur Nígeríumaðurinn lét fyllilega í það skína að það sem hann er ákærður fyrir, að svíkja rúmar 11 millj- ónir króna út úr ís- landsbanka, væri nokkuð sem hann ætti ekki sök á. Hann hefði í góðri trú skipt tékk- unum. Aðspurður um fyrri viðskipti sín sagði hann: „Ég er ekki sérfræðingur en ég er að læra.“ Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa komið hluta af and- virði tékkanna - sem fengust greiddar í Is- landsbanka - undan um greiðslu- miðlun til manns að nafni Timi Fuf- eyin í London. Framangreindur maður reyndi að fá Landsbankann m.a. til að millifæra á aðra milljón króna á reikning bróður síns í London. Lögregla lagði hald á eða stöðvaði peningafærslur upp á tæpar 3 millj- ónir króna. Hvorki sú upphæð né rúmar 8 milljónir króna hafa kom- ist til skila til íslandsbanka. Bank- inn leggur fram bótakröfu upp á 11,2 milljónir króna á hendur Níger- íumönnunum. DV-mynd xx Vandræði utanríkisráðuneytisins með sérlegan sendiherra í Kanada: Skipun Svavars sem aðalræð- ismanns var mjög eðlileg - segir utanríkisráðuneytið Forsíðulrétt DV af vandræðum ut- anríkisráðuneytisins með Svavar Gestsson, nýskipaðan sendiherra landsins, sem nú hefur verið skipaður aðalræðismaður íslands í Winnipeg, hefúr vakið athygli. Utanríkisráðu- neytið sendi írá sér fréttatilkynningu á miðvikudag, 14. apríl, vegna fréttar blaðsins, sama dag og fréttin birtist. í tilkynningunni er engin tilraun gerð til að skýra hvers vegna gripið var til þess ráðs að skipa Svavar aðalræðis- mann í Winnipeg og færa aðalræðis- mann landsins til margra ára, Neil Bardal, til og gera hann að aðalræðis- manni í heimabæ hans, Gimli. Þeirri skýringu sem fram kom í frétt DV er hins vegar ekki mótmælt. Hún er í stuttu máli sú að kanadísk stjómvöld taka ekki á móti sendifulltrúum til langdvalar nema þeir hafi starfsstöðu í sendiráði eða aðalræðismannsskrif- stofu. Formleg staða Svavars i Kanada var sú að hann var sérlegur sendifull- trúi frá sendiráði íslands í Washington sem jafnframt er sendiráð íslands í Kanada. Sem slíkur gat hann sam- kvæmt reglum Kanadastjómar ekki dvalist í Winnipeg nema i tvær vikur í senn. í fyrmefhdri tilkynningu frá ut- anrikisráðuneytinu er engin tilraun gerð til að skýra hvort eða hvers vegna utanríkisráðuneytinu yfirsást þessar reglur Kanadastjómar og skipaði hann þess vegna aðalræðismann. Þann 12. febrúar 1999 sendi utanrík- isráðuneytið frá sér frétt þess efnis að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefði ákveðið að skipa Svavar Gests- son, alþingismann og fyrrverandi ráð- herra, sendiherra í utanríkisþjónust- unni frá 1. mars að telja og fela honum daglega yfirumsjón með þeim verkefh- um landafundanefndar á vettvangi sem rikisstjómin hefur ákveðið að standa fyrir í Kanada um árþúsunda- mót. Um þetta segir orðrétt í tilkynn- ingunni: „Er þetta bæði gert til þess að Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar: Ekki byggt á íþróttavellinum DV, Akuxeyri Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar hafnaði á fúndi sínum í gær umsókn Kaupfélags Eyfirðinga og Rúmfatala- gersins um að fá að byggja stórmark- að á knattspymuvelli bæjarins. Nefndin þess í stað á nokkra val- kosti fyrir slíka byggingu og er fyrst og fremst horft til svæðsins fyrir neð- an Samkomuhúsið í því sambandi en það er Leikfélag Akureyrar til húsa. Bygging stórmarkaöar þar hefði óhjá- kvæmilega i fór með sér að færa yrði Drottningarbraut í austur á nýja upp- fyllingu og ef það yrði gert frá gatna- mótum Drottningarbrautar og Kaupangsstrætis myndi um leið verða til svæði sem nýst gæti sem bílastæði. Talið er að kostnaður við að gera lóðina fyrir neðan Samkomuhúsið byggingarhæfa muni kosta um 170 milljónir króna en ríkið kæmið sennílega að kostnaði viö að færa Drottningarbrautina enda um þjóð- veg að ræða. -gk Svavar Gestsson. tryggja að mynd- arlega verði staðið að því að minnast landafunda ís- lenskra manna vestanhafs fyrir þúsund árum og að 125 ár verða lið- in árið 2000 frá því fyrstu Vestur-ís- lendingamir sett- ust að i Kanada.“ í tilkynningunni segir ennfremur að í tengslum við þessa ákvörðun hafl verið ákveðið að opna sérstaka skrifstofu í Winnipeg sem Svavar veiti daglega for- stöðu. Skrifstofan muni heyra stjóm- sýslulega undir sendiráð islands í Was- hington sem jafnframt er sendiráð ís- lands í Kanada. Síðan segir orðrétt: „Stofnun embættisins og skrifstof- unnar er gerð í náinni samvinnu við stjómvöld í Kanada og forsvarsmenn fólks af íslensku bergi brotið þar í landi og þær vinnunefndir sem það hefur skipað víða um landið í tilefni þessara merku tímamóta." Svör Sverris Hauks í ljósi hins staðhæfða nána sam- starfs við stjómvöld í Kanada um stofhun embættis Svavars í Kanada vom Halldóri Ásgrimssyni utanríkis- ráðherra sendar í gærmorgun eftirfar- andi spumingar. Svar barst frá Sverri Hauki Gunnlaugssyni ráðuneytisstjóra og fara spumingamar hér á eftir ásamt svörum ráðuneytisins. 1. Hvers vegna var Svavar Gests- son sendiherra skipaður aðalræðis- maður íslands eftir að hann var kominn til Kanada? Svar: „Utanríkisráðherra skipaði Svavar Gestsson sendiherra aðalræðis- mann íslands í Winnipeg hinn 31. mars sl. Svavar fór síðan til starfa u.þ.b. viku síðar, eða hinn 5. apríl.“ 2. Var utanríkisráðuneyti íslands ekki kxmnugt um reglur kanadískra stjómvalda um aðsetur og starfs- stöðvar sendifulltrúa áður en Svav- ar hélt til starfa í Winnipeg? Svar: „Utanríkisráðuneyti íslands var að sjálfsögðu kunnugt um kanadískar reglur að því er varðar að- setur og starfsstöðvar erlendra sendi- fulltrúa og aðalræðismanna í Kanada, enda grundvallast þær á Vínarsamn- ingnum um stjómmálasamband sem flest ríki byggja formreglur sínar á varðandi diplómatísk samskipti. Málið var að sjálfsögðu allt unnið í nánu og góðu samstarfi við kanadísk stjómvöld ein's og eðlilegt er og sjálfsagt milli frænd- og vinaþjóða." 3. Hvað breyttist frá því að til- kynnt var utn skipun Svavars Gests- sonar þann 12. febrúar sl. sem sendiherra utanríkisþjónustunnar í sérverkefnum í Winnipeg og þar til hann var skipaður þar ræðismaður? Svar: „Það felst engin mótsögn í því að vera skipaður sendiherra í utanríkis- þjónustu ríkis, eins og Svavar er, og að verða síðan falið að verða launaður, út- sendur aðalræðismaður með sérstakri skipun. Launaðir aðalræðismenn ríkja hafa oft á tíðum sendiherratitil í sinni utanríkisþjónustu. Skipun Svavars Gestssonar sendiherra sem aðalræðis- manns íslands í Winnipeg er mjög eðli- leg miðað við þau verkefhi sem honum hafa verið falin og í samræmi við efni þeirrar ákvörðunar sem tekin var og til- kynnt um hinn 12. febrúar sl. Verkefni aðalræðismanna eru einmitt menning- arsamskipti, landkynningar og við- skiptamál." -SÁ I stuttar fréttir Aðalverktakar hækka enn Hlutabréf í ís- lenskum aðal- verktökum héldu áfram að | hækka í verði í gær eða um 16,8% og var gengið komið í 3,00 við lokun í Igær. Frá upphafi til loka vikunnar hækkuðu hlutabréf félagsins um 23%. Annars var rólegt á Verðbréfa- þingi í gær og námu viðskipti alls 328 milljónum króna. Mest viðskipti Ij voru með hlutabréf fyrir 188 millj- I ónir og með húsbréf fyrir 98 millj- ónir. Mest viðskipti með hlutabréf | einstakra félaga voru með bréf | Flugleiða 29 m.kr., Eimskipaíelags- ins 17 m.kr. og Þorbjöms og Skýrr 16 m.kr. Heildarvísitala Vaxtarlista | hækkaði um 2,02%. ;; Slökkviliðið kallað út Skömmu fyrir klukkan fjögur í I gær kom upp eldur í bíl við Lækjar- götu 12 í Reykjavík, hús íslands- banka við Tjömina. Brotist inn Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gær. Brotist var inn í » Múlakafíi í gærmorgun og þar brot- inn upp spilakassi. Þjófurinn hafði á brott með tugi þúsunda. Þá var I brotist inn í Skautahöllina hafði sá þjófur á brott með sér sælgæti og ; eitthvað af peningum. Frumkvöðlamenntun Um þessar mundir era staddir hér á landi tæplega 50 kennarar og | stjómendur norrænna grunn- og í framhaldsskóla sem ásamt um 10 ís- lenskum starfssystkinum taka þátt J í námsstefnu um frumkvöðlamennt. J Námsstefnan er liður í fjögurra ára I samstarfsverkefni á vegum Nor- f rænu ráðherranefndarinnar sem ,s hófst árið 1997 og lýkur árið 2000. I Vísir.is greindi frá Páll Kr. Páll Kr. Páls- son, fram- kvæmdastjóri | Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífs- | ins, hefur sagt starfl sínu lausu. Ástæða þess er ; aö honum hefur boðist að gerast meðeigandi og fram- f kvæmdastjóri áhættufjármögnunar- | fyrirtækis, sem ásamt honum er í eigu eignarhaldsfélagsins Hofs hf. I Viðskiptablaðið sagði frá á Vísi.is Margir nýir notendur Frá því að NET-síminn kynnti j lækkun á símgjöldum hafa yfir 1000 ? aðilar tryggt sér aðgang að ódýrari I simgjöldum í gegnum 1100. Síðast- I liðinn fimmtudag tilkynnti 1100 | lækkun á símgjöldum milli landa | og hafa viðbrögðin verið framar | björtustu vonum, að sögn Njarðar Tómassonar, rekstrarstjóra 1100. í gær bauð NET-síminn aftt að 50 % i ódýrari símtöl til útlanda ef hringt j er í gegnum 1100 í stað 00. Vi«a strikamerki s Mál og menning, Penninn hf., 3 Bókabúðakeðjan ehf. og söludeild i Odda hf. hafa bundist samtökum , um að taka ekki viö óstrikamerkt- um vörum frá og með 1. mai nk. | Ástæðan er sögð nauðsyn þess að j geta fylgst vel með birgðum og sölu- jj upplýsingum í verslunum. Bifreiðastyrkir hækkaðir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hefur undirritað reglu- gerð þar sem p ijölgaö er bif- reiðastyrkjum til f hreyfihamiaðra og styrkirnir jafn- framt hækkaðir. Dæmdur fyrir VSK-brot Eigandi veitingastaðarins Tveir | vinir og annar í fríi hefur verið 3 dæmdur fyrir virðisaukaskattsbrot. j Barþjónn sem plataður var tO að j verða stjómarfbrmaður, samkvæmt j frétt RÚV, var einnig dæmdur. -HLH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.