Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 fréttir_____________________ Samstarfi B og D í Borgarbyggð slitið: Sorpið sprengdi meirihlutann - og bæjarstjórinn fauk - segir boltann hjá Borgarbyggðarlistanum DV, Vesturlandi: „Ástæða þess að upp úr slitnaði var sú að við vorum ekki sammála um hvort ætti að fara útboðsleið í sorphreinsun og meðferð sorps,“ segir Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri Borgarbyggðar, sem sagt var upp störfum í fyrradag með þeim afleiðingum að meirihluti sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna sprakk. Tillaga framsókn- armanna um að segja upp bæjar- stjóranum var samþykkt með 3 at- kvæðum. 4 fulltrúar Borgarbyggð- arlistans sátu hjá en 2 sjálfstæðis- menn greiddu atkvæði á móti til- lögunni. „Framsóknarmenn vildu semja við ákveðinn einstakling en við gátum ekki sætt okkur við það og töldum skynsamlegra að fara út- boðsleiðina sem framsóknarmenn höfnuðu. Þeir komu síðan með til- lögu að segja mér upp og var hún Umferðarljósin á Miklubrautinni. Miklabrautin: Umferðar- Ijós fauk ábíl „Það var mesta mildi að ekki varð þarna stórslys þegar umferðar- ljósið rifnaði allt í einu af rampnum og fauk á bílinn,“ segir Öm Ingólfs- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Fáks, sem átti leið um Miklubrautina seint á fimmtudagskvöldið. Á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitsbrautar háttar svo til að umferðarljós hanga á stöng yfir gatnamótunum - heljar- flykki - rauð, gul og græn eftir at- vikum. Hvasst var í veðri og virðist sem festing á einu umferðarljósinu hafi ekki þolað vindinn: „Umferðarljósið kom fljúgandi og skall á bílnum, sem er af Volvo- gerð. BUlinn var með stiga á topp- grindinni, þannig að hann tók mesta höggið af. Ella hefði umferð- arljósið farið i gegnum framrúðuna og á fólkið sem þar sat,“ segir Örn og prísar sig sælan fyrir að hafa verið nokkram metrum fyrir aftan Volvóinn þegar umferðarljósið kom fljúgandi. Við þetta biluðu öll hin umferðar- Ijósin á gatnamótunum og tók tíma að koma þeim í gagnið á ný. Þau færðust þó ekki úr stað frekar en orðið var. -EIR samþykkt af framsóknar- mönnunum, 2 atkvæði voru á móti en Borgar- byggðarlistinn sat hjá. Samningurinn sem ég gerði við Borgarverk var felldur og það sýndi mér að til lítils var að vinna að uppbygginu hér fyrir byggðarlagið þegar fram- sóknarmenn rifu niður þann ágæta samning," son bæiarsti°rl- sagði Óli Jón. Samstarf meirihlutans hefur ekki gengið átakalaust. Samn- ingur sem bæjarstjóri gerði við Borgarverk um land- fyllingu við Brúartorg var felldur í bæjarráði þrátt fyrir að hann hefði gert samninginn að ákvörðun bæjarráðs. Viðræður Borgarbyggð- arlista og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta höfðu ekki hafist þegar blaðið fór í prent- un í gærkvöld. Óli Jón sagðist halda að Borgarbyggðarlistinn ætl- aði að funda áður en til slíkra við- ræðna kæmi. „Ég á von á því að meirihlutaviðræður fari í gang um helgina en boltinn er hjá Borgar- byggðarlistanum," sagði Óli Jón snemma í gærkvöld. DVÓ Konur nánast troðfylltu húsakynni verslunarmiðstöðvarinnar Hólagarðs í Breiðholti þegar þar var efnt til „konukvölds" á fimmtudagskvöldið. Kynsysturnar kepptust við að fá leiðbeiningar um snyrtivörur, hárgreiðslu og förðun, auk þess sem tískusýning fór fram, m.a. við undirleik hljómsveitar eldri borgara. Konurnar læddu sér svo snyrtilega inn á bar hússins og fengu sér bjór. Rósa Ingólfsdóttir var kynnir og þótti kvöldið takast með eindæmum vel. Á myndinni snyrtir Svea Sigurgeirsdóttir hárgreiðslukona „kúnna" fyrir framan snyrtivöruverslunina Nönu. DV-mynd E.ÓI. Nýja hafrannsóknaskipið: Sjósetning í dag Hið nýja skip Hafrannsókna- stofnunar verður sjósett og gefið nafn í dag, laugardag, í Chile þar sem skipið er smíðað. Viðstaddir athöfnina verða á þriðja tug ís- lendinga. Flestir þeirra fara út á vegum umboðsaðila skipasmíða- stöðvarinnar sem smíðar skipið. Á vegum Hafrannsóknastofnunar fara hins vegar aðeins Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra og kona hans, Ingibjörg Rafnar, en Ingibjörg gef- ur skipinu nafn. Þá verða eftirlits- menn Hafrannsóknastofnunar með smíðinni einnig viðstaddir sjósetninguna. Jóhann Sigurjónsson sagði í samtali við DV í gær að skipið yrði afhent í september og kæmi til landsins í septemberlok. Hér á landi yrðu sett í það ýmis tæki, en gert væri ráð fyrir því að það yrði komið í fulla notkun strax að því loknu. Jóhann vildi í gær ekki upplýsa hvert nafn skipsins yrði, en sagði að það kæmi í ljós á morgun. -SÁ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Kosningavefur Vísis.is: Kjósendur ráða úrslitum - reiknivél til að skoða stöðu frambjóðenda opnuð á Netinu I gær var gangsett reiknivél á Kosn- ingavef Vísis.is þar sem gestum net- miðilsins er gefínn kostur á hreyfa til fylgi flokkanna í hverju kjördæmi og skoða út frá því breytingar á skipan þingsæta. Gögnin sem reiknivélin vinnur með era úrslit kosninganna 1991 og 1995 og niðurstöður skoðana- kannana DV, Vísis og Gallup, sem birtar hafa verið frá því í febrúar á þessu ári. Úrvinnslugögn reiknivélar- innar verða uppfærð í hvert sinn sem niðurstöður skoðanakönnunar verða opinberaðar fram að kosningum. Reiknivél þessi hefur legið til grand- vallar kosningaspá Vísis, sem vakið hefur mikla athygli. Á síðustu dögum hefúr ritstjóm Vísis nýtt sér reiknivélina og skoðað stöðu einstakra frambjóðenda í ljósi vísir.is skoðanakannana. Þar hefur t.d. kom- ið fram að Vilhjálmur Egilsson á tals- vert langt í land með að tryggja sér þingsæti, og komist hann að sem uppbótarþingmaður þá fellir hann út flokkssystur sína, Ástu Möller, í Reykjavík. Eins sýnir reiknivélin að í Reykjaneskjördæmi stendur barátt- an á milli Ágústs Einarssonar í 5. sæti S-lista og Hjálmars Ámasonar í 2. sæti B-lista. Á Kosningavef Vísis era birtar á aðgengilegan hátt, kosningaspár sem byggja á nýjustu niðurstöðum skoð- anakannana. Nú er því spáð að D- listi fái 26 þingmenn, S-listi 21, B-listi 12 og U-listi 4. Dreifmg þessara þing- manna á kjördæmin er sýnd og auk þess era birtir allir framboðslistar. Þá era á Kosningavef Visis einnig birtar fréttir af stjómmálum, leiðar- ar þeirra miðla sem að vefnum standa, þ.e. DV, Dags, Viðskipta- blaðsins og Vísis, lesendabréf og að- sendar greinar. Slóðin er www.visir.is Lyfti settinu Bretinn blakki, Kio Alexander Briggs, sem dæmdur var á dögunum fyrir að smygla E-töflum til landsins, átti ekki sjö dagana sæla á Litla- Hrauni. Fór svo að hann var færður í fangelsið norður á Akureyri. Eins og sést hefur á mynd- um er maður þessi tröMega vaxinn og lítt árennilegur, hrikalegur eins og lyftingamenn mundu segja. En þegar Briggs kom norður brá honum illilega, sá fram á að vistin yrði heldur daufleg. Ástæðan var lítið og ræfilslegt lyftingasett í fangelsinu. Hann var ekkert að tosa í eitt og eitt lóð heldur lyfti öllu settinu eins og það lagði sig. Hefúr því verið pantað nýtt sett fyrir nefndan fanga og sér hann nú fram á góðar stundir innan j rimlanna... Fyrr má nú... Mikill hiti er kominn í deilu kenn- ara og borgaryfirvalda vegna samn- ingamála giunnskólakennara. Þeir telja laun sín lág, sendu börnin heim fyrir hádegi á fimmtudag og heimta síðan kjarabætm- upp á 250 þúsund krónur. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borg- arstjóri brást ókvæða við, skammaði kenn- ara fyrir að hætta kennslu og sagði þá ekki fá neitt. Kenn- arar, með Eirík Jónsson í farar- broddi, brugðust síðan reiðir við þessum ummælum borgar- stjórans. Fundir voru haldnir í mál- inu og töluverður hiti í mönnum. En Sandkom óraði ekki fyri að hitinn yrði þvílikur í deilu þessari að hann gæfi tilefni til fyrirsagnar eins og þeirrar sem mátti lesa efst á skjá Textavarps Ríkisútvarpsins. Þar stóð: Kennaraforystan reið borgar- stjóra... Evrópusinnar Sandkorn hefur fregnir af því aust- an úr sveitum að merki Samfylking- arinnar þyki hvorki frumlegt né ris- mikið og veita furðuleg hugrenninga- tengsl tengdum teiknimyndahetjunni - Súpermanni. Hesta- menn nokkrir þar um slóðir telja merkið raunar afar j ófrumlegt, það sé næstum eins og merki þýska fyrir- tækisins Sagimex sem selur teygjur í fax á hestum. Það er því óhætt að segja að Samfylkingin hennar Mar- grétar Frímannsdóttur sé í raun mun Evrópusinnaðri en hún og menn þar á bæ vilja viðurkenna. Hún notar Evrópuóðinn sem ein- kennislag og virðist leita á náðir ; þýsks teygjufyrirtækis um merki... Tungan liðug Eftir að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hafði tjáð sig um það safn hagfræðisnill- inga sem sameinast hefði í einum flokki kom Hannes Hólm- steinn Gissurar- son á skjáinn og sagði að fræði- menn í Háskólan- um hlytu, eðlilega, að geta tjáð sig um ýmis" mál að vild án þess að verða teknir á teppið af deildarforseta eins og Guð- mundur. Þannig sagðist Hannes sjálf- ur oft hafa tjáð sig um pólitík án at- hugasemda af hálfu síns deildarfor- seta. Þessi uppákoma öll varð manni austur í sveitum, sem er kannski ekki í fremstu röð aðdáendasveitar Hannesar, tilefni til visusmíða. Hannesar mun tal ei tregt tungan liöugt hreyfist. Enda líka ýmislegt sem óvitanum leyfist. §§ Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.