Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpY/www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk„ Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Eins áratugar Sundabraut Þótt bæjaryfirvöld á Siglufirði telji hagsmunamál þjóðarinnar alirar, að grafin verði tvenn jarðgöng þaðan til Ólafsíjarðar, hlýtur gerð Sundabrautar í Reykjavík að vera margfalt meira hagsmunamál þjóðarinnar allrar, því að hún styttir vegferð margfalt fleira fólks. Þegar landsfeður uppgötva fyrir kosningar, að til ráð- stöfunar til vegagerðar séu nokkrir milljarðar, sem ekki fundust áður, væri skynsamlegast að nota þá alla í Sundabraut, en ekki eyrnamerkja þá öllum öðrum kjör- dæmum en einmitt Reykjavik og Reykjanesi. Sundabraut er ætlað að liggja frá Sæbraut yfir Klepps- vík, um Gufunes og Geldinganes, yfir Leiruvog, um Álfs- nes og yfir Kollaíjörð upp á Kjalarnes. Álfsnes og Kjalar- nes eru orðin að hluta Reykjavíkurborgar eftir samein- ingu hennar og Kjalarneshrepps. Sundabraut gerir kleift að byggja ný borgarhverfi á Álfsnesi og Kjalarnesi, sem annars mundu valda öng- þveiti á núverandi leiðum inn í bæ. Hún styttir einnig leið allra þeirra af landsbyggðinni, sem þurfa að aka til höfuðborgarinnar til að reka erindi sín. Skynsamlegt er að hafa hóf á kostnaði við gerð Sunda- brautar. Brautin þarf ekki að verða minnisvarði um há- reista brúarhönnun arkitekta. Brúin yfir Kleppsvík þarf að vera innan hafnarsvæðisins, svo að ekki þurfi að gera ráð fyrir umferð skipa undir hana. Flyfja þarf hafnsækin fyrirtæki við Sævarhöfða í ut- anverðum Ártúnshöfða á annan stað, svo að ekki þurfi að hanna brúna með tilliti til þeirra. Göng undir Klepps- vík eru ekki góður kostur, því að reiknað hefur verið, að þau lengi leiðina um einn kílómetra. Einfaldast og ódýrast er að velja innstu leiðina af þeim brúarkostum, sem taldir eru koma til greina, og láta Sundabraut liggja yfir Elliðaárvog um uppfyllingu út af Ártúnshöfða og síðan yfir Grafarvog. Þessi leið felur í sér styttri brúarhöf en aðrar leiðir yfir Kleppsvík. Athyglisvert er, að torsóttasta verkefnið við gerð Sundabrautar er tenging hennar við gatnakerfi borgar- innar. Ekki er hægt að demba umferðinni af Sundabraut yfir á Sæbraut án þess að gera ráðstafanir til að hindra stíflur af völdum aukins umferðarþunga. Með mislægum gatnamótum þarf að tryggja viðstöðu- lausan akstur án umferðarljósa milli Sundabrautar og Sæbrautar. Ennfremur er líklegt, að leggja þurfi fram- hald Sundabrautar í stokk undir Skeiðarvog að brúnni, sem á að tengja saman Skeiðarvog og Miklubraut. Þrengslin á þessu svæði minna á, að borgin hefur stundum ekki getað reist umferðarmannvirki á skyn- samlegan hátt vegna of mikillar þéttingar byggðar. Frægasta dæmið um þetta er Höfðabakkabrúin, sem vegna nýrra húsa liggur í keng yfir Vesturlandsveg. Þétting byggðar hefur valdið ýmsum öðrum ófögnuði í borginni. Skeifan og Fenin slitu í sundur möguleikann á samfefldu útivistarsvæði frá Laugardal upp í Heið- mörk. Og nú er enn verið að klípa af Laugardal með því að úthluta lóðum til ýmiss konar stórhýsa. Gerð brúar yfir Kleppsvík getur hafizt árið 2001 og lok- ið 2003. Sundabraut þaif árið 2007 að vera komin upp á Álfsnes, því að þá má búast við, að lokið verði uppbygg- ingu Grafarholts og Hamrahlíðar. Tveimur árum síðar ætti Sundabraut að vera komin upp á Kjalarnes. Þetta er eins áratugar verkefni, sem ætti að hafa for- gang í vegagerð þjóðarinnar, enda býr það yfir margfalt meiri arðsemi en önnur vegagerð í umræðunni. Jónas Kristjánsson Tekist á um Evrópu Á meðan augu heimsins beinast að Kosovo hafa meinlausari en þó mikilvægar skærur verið háðar um framtíö Evrópu. Leiðtogafundinum í Berlín tókst ekki að ná viðunandi samkomulagi um fjármál Evrópu- sambandsins. Þetta getur orðið til að seinka verulega inngöngu Póllands og fleiri ríkja í sambandið en það gæti haft mikilvægar pólitískar af- leiðingar í allmörgum ríkjum Evr- ópu. Um leið virðist samkomulag um víðtækar umbætur á stjómkerfi Evr- ópusambandsins, sem einnig er for- senda stækkunar þess, eiga langt í land. Kröfur um umbætur á fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins í kjölfar hneykslismála síðustu mán- aða er aðeins lítill hluti þess máls. Þau verk sem bíða Romanos Prodis, fyrram forsætisráðherra Ítalíu og líklegs forseta nýrrar framkvæmda- stjórnar, verða þvi ærin. Niðurstöð- ur þeirra deilna sem nú era innan Evrópusambands- ins um fjármál og skipulagsmál sambandsins munu ásamt með lyktum stríðsins á Balkanskaga ráða miklu um stjórnmál i álfunni um langa hrið. Framkvæmdastjórn á undanhaldi Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf ekki aðeins að glíma við þann vanda sem almennar og réttmætar ásakanir um spillingu og óskilvirkni í starfi sambandsins hafa skapað henni heldur er veg- ið að valdi hennar úr öllum áttum í senn. Bretar og fleiri ríki hafa lagt fram tillögur um stórfeUdar breyt- ingar á starfsháttum framkvæmdastjómarinnar sem vega að sjálfstæði, völdum og launakjörum embættis- manna sambandsins ekki síður en að stöðu hinna pólitískt skipuðu framkvæmdastjóra. Um leið hefur pólitískt vægi framkvæmdastjórnarinnar stórlega minnkað frá því sem var á dögum Delors þegar fram- kvæmdastjórnin hafði sífellt frumkvæði í samrana- þróuninni í Evrópu. Frumkvæðið er nú aftur komið til einstakra ríkisstjórna. Menn rýna í minnstu breytingar á Evrópustefnu stærstu ríkja álfunnar en fáir leggja við hlustirnar þó framkvæmdastjórnin út- tali sig um merkustu mál. Um leið hafa völd og áhrif Evrópuþingsins farið mjög vaxandi í kjölfar Ámsterdam-sáttmál- ans og framkvæmdastjórnin þarf að taka sífellt meira tillit til þingsins. Fyr- ir samrunaþróunina í Evrópu er sá megingalli á þessari þróun að i fram- kvæmdastjórninni býr nú minni drif- kraftur en oft áður. Amsterdam-sáttmál- inn gefur hins vegar forseta fram- kvæmdastjórnarinnar nokkuð aukin völd yfir framkvæmdastjóminni sjálfri og því skiptir enn meira máli að í starf- ið veljist aflmikill maður með sæmilega heildstæða framtíðarsýn. stjórninni vinsamlegt andlit og að hann sé vel til þess fallinn að af- stýra árekstrum á milli Evrópu- þingsins, framkvæmdastjómarinn- ar og stjóma einstakra aðildarríkja. Fáir reikna hins vegar með því að Prodi muni vísa mönnum veginn í samrunaþróun Evrópu á nýrri öld. 111 austurs og suðurs Hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa til aðildar heimalanda sinna að Evrópusambandinu, og um þau efni er eðlilega deilt, þá dylst fáum að Evrópusambandið getur verið lykillinn að friði og framförum, bæði i Evrópu og í næsta nágrenni álfunnar á komandi áram. Ríkin til suðurs og austurs, allt frá norður- Afríku, um Mið-Austurlönd og Tyrkland, til Balkanskaga og fyrr- um kommúnistaríkja Austur Evr- ópu, eiga nánast öll í stórfelldum vandræðum. Mörg líta til aðildar að Evrópusambandinu sem sinnar stærstu vonar um frið, lýðræði og framfarir en í öðr- um ríkjum, sem ekki verður boðin aðild, gæti samst- ill stefna Evrópuríkja breytt miklu til hins betra. Enn um sinn virðist hins vegar óraunsætt að reikna með slíku. Leiðtogafundurinn í Berlín var mikið áfall fyr- ir austurstefnu bandalagsins þó þetta hafi eðlilega fallið í skugga stríðsins í Kosovo. Evrópumenn hafa heldur ekki forustu í Kosovo nú frekar en í endatafl- inu um Bosníu, Evrópuríki eru nánast útilokuð frá áhrifum í Mið-Austurlöndum og að því er virðist áhugalaus um vandræði norður-Afríku. Enn um sinn virðast leiðtogar stórvelda Evrópu ætla að einbeita sér meira að hagsmunagæslu fyrir þrýstihópa í eigin heimalöndum en að friði og framforam um álfuna alla. Um leið er þó Evrópa smám saman að verða að einum stað. En ekki nægilega friðsömum stað til að þurfa ekki leiðtoga. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Prodi Það era engar líkur á því að Romano Prodi veiti framkvæmdastjórninni eins öfluga forustu og Delors gerði á sinni tíð. Menn benda á það afrek Prodis aö koma efnahagsmálum Ítalíu í það lag að ríkið fær að vera með frá byrjun í sam- eiginlegri mynt Evrópu, evrunni. Aðrir telja að forveri Prodis í starfi hafi lagt granninn að þessum árangri og að póli- tískur styrkur Prodis felist frekar í þol- inmæði en í skýrri sýn á framtiðina. „Hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa tll aðildar heimalanda Margir stjórnmálaskýrendur virðast sinna að Evrópusambandinu, og um þau efni er eðlilega deilt, þá helst binda vonir við að Prodi muni gefa dylst fáum að Evrópusambandið getur verið lykillinn að friði og fram- Evrópusambandinu og framkvæmda- förum, bæði í Evrópu og í næsta nágrenni álfunnar á komandi árum.“ Milosevic er morðinginn „Fyrir íjórum mánuðum heimsótti hugrakkur serbneskur blaðaútgefandi, að nafni Slavko Curuvija, Washington Post. Slobodan Milosevic hafði hrakið blað Curuvija frá Serbíu en Curuvija lét ekki kúga sig. Hann var að reyna að fá það gefið út annars staðar og talaði opinskátt um um lýðræði og frjálsa fjölmiðla. Curuvija sagði að Milosevic hefði á undangengnum tiu árum eyðilagt allt sem Serbar höfðu áorkað á næstu hundrað árum þar á undan. Síöastliðinn sunnudag varð Curuvija eitt fyrsta fórnarlamb þessa stríðs sem hann hafði spáð fyrir um. Morðingjamir hafa ekki náðst og ólíkegt er að svo verði því Milosevic er hinn raunverulegi morðingi Curuvija." Úr forystugrein Washington Post 14. apríl. Halda fast í alræðið „Stjómvöld í Alsír hafa ekki verið ófær um að skapa umbótasinna (sumir buðu sig fram gegn þeim) heldur hafa þau reynst gjörsamlega vanmegnuö að gera brag- arbót á sjálfum sér. Hryðjuverk íslamstrúarmanna vora í þeim efnum fyrirtaks átylla. Og þótt alsírskt þjóðfélag hafi verið farið að ganga dálítið beto vegna minnkandi hættu á hryðjuverkum sátu stjórnvöld enn fast við sinn alræðiskeip.“ Úr forystugrein Libération 15. apríl. Meiri umræður „Þrýstingurinn á Bili Clinton forseta að senda land- hennenn til Júgóslavíu eykst stöðugt nú, þegar tæpar fjórar vikur eru frá því loftárásirnar hófust. Þeir sem gagnrýna lofthemað NATO gera rétt í að hefja umræð- ur um hernaðarlega og pólitíska valkosti og menn skyldu búa sig undir allt. Menn ættu þó ekki að gera sér neinar grillur um erfiðleika og hugsanlegan kostn- að landhernaðar. Áður en Bandarikin taka þá örlaga- ríku ákvörðun að senda landhermenn verður að gera enn fleiri loftárásir og reyna samningaleiðina enn frekar." Úr forystugrein New York Times 15. apríl. wkoðanir annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.