Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. APRIL 1999 11 1990 1994 Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra er ekki sátt við undir- ritaðan og skoðanir sem settar voru fram um heilbrigðiskerfið í leiðara hér í liðinni viku. Gagn- rýni vísar hún á bug - allt er sagt í góðu standi enda hafa verið gerðar „grundvallarbreytingar" á íslenskri heilbrigðisþjónustu und- ir hennar forystu síðustu íjögur ár. Fátt er ánægjulegra en að geta litið yfir farinn veg með stolti og bent á það sem áorkað hefur ver- ið. Ingibjörg Pálmadóttir er ekki aðeins sátt með þróun heilbrigðis- kerfisins heldur hreykin af þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá því hún tók við stjórnum í ráðuneyti heilbrigðismála. „Fyrst skal tekið fram að grundvallar- breytingar hafa verið gerðar á ís- lenskri heilbrigðisþjónustu á kjör- tímabilinu,“ segir ráðherrann í kjallaragrein hér í DV síðastlið- inn þriðjudag. Það skal játast af hreinskilni að þessi orð valda mér áhyggjum, því annað hvort er ráð- herrann að blekkja sjálfan sig og kjósendur eða skilningur okkar á því hvað telst „grundvallarbreyt- ing“ og hvað ekki er ekki sá sami. Ég vona að síðarnefnda skýringin eigi við. Grundvallar- breytingar? Ingibjörg Pálmadóttir dregur fram fimm atriði til að sannfæra mig og aðra um að grundvallar- breytingar hafi verið gerðar á heilbrigðiskerfinu undir hennar stjórn. Við skulum lita betur á rök ráðherrans. Grundvallarbreyting 1: Grunnþjónustan, heilsugæslan, hefur verið byggð enn frekar upp. Skilningsleysi mitt kann að hamla þvi að ég fái séð að sérstök breyting sé fólgin í því að halda einhverju áfram sem þegar var hafið - hvað þá að um grundvall- arbreytingu sé að ræða. Borgar- stjórinn í Reykjavík gæti með svipuðum rökum haldið því fram að miklar breytingar hefðu orðið í samgöngumálum borgarinnar vegna þess að nýjar götur í Graf- arvogi hefðu verið malbikaðar á síðustu 118 4 árum. ’ Grund vallar- breyting 2: Skipaður hefur ver- ið forstjóri til að stjórna sjúkra- húsunum í Reykjavík. Ekki skal dregið í efa að skipan for- stjóra er skref í rétta átt, enda hæfur maður valinn til starfans. Breyting? Vissu'- lega. Grundvallarbreyting? Tæplega, nema sameining tveggja sjávarútvegsfyrir- tækja teljist bylting í sjáv- arútvegi. Grundvallarbreyting 3: Horfið hefur verið frá stefnu fyrr- 105,1 v e r a n d i heilbrigðisráð- herra „að auka kostnað- Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjóri und“ óþörf. Auðvitað hafa þjón- ustugjöld ekki verið felld niður og ég vona að ráðherranum detti ekki í hug að gera slíkt, þó auðvit- að megi gera á þeim breytingar. Það sem eftir stendur er að heil- brigðisráðherra telur það sér til tekna að minnka kostnaðarvitund sjúk- ^39 7 linga og er það hluti ’ af grundvallarbreytingu. Tek- ið skal undir að hér eru breytingar á ferðinni en dregið er í efa að þær séu af hinu góða. Grund- 133,7 hrifinn af hugmyndum um að inn- leiða aukna samkeppni i heil- brigðisþjónustu, eins og bent var á í umræddum leiðara þar sem sagði að það væri ekki „fjársvelti sem hrjáir íslenskt heilbrigðis- kerfi, heldur sú mara samkeppn- isleysis sem yfir því hvílir". Máli sínu til stuðnings leitar Ingibjörg Pálmadóttir til Bandaríkjanna. Annað hvort veit ráðherrann ekki betur eða klaufaskapur ræð- ur því að hann grípur til þess ráðs að bera saman epli og appelsínur. Það er rétt að hlutfall heilbrigðis- útgjalda af landsframleiðslu er mun hærra i Bandaríkjunum en hér á landi. Ráðherrann dettur hins vegar í þá gryfju að bera saman annars vegar heildarút- gjöld Bandaríkjanna og opin- 148,6 145,7, heilbrigðismálum og segist ekki vilja „þessa amerísku martröð, þar sem óheft samkeppni ræður fór“. Að vísu viðurkennir hún að lögmál „viðskiptalífsins og mark- aðslausnir hafa skilað okkur mjög langt, en reynslan kennir mér hins vegar að heilbrigðisþjónust- an lýtur öðrum en umfram allt flóknari lögmálum". Ég hef aldrei skilið þá sem leggjast á móti samkeppni um þjónustu sem rikið veitir og af hverju þeir þurfa sí og æ að leita eftir hryllingssögum frá Banda- ríkjunum. Enginn er að leggja til að bandarískt heilbrigðiskerfi verði tekið upp hér á landi, að minnsta kosti hefur undirritaður ekki rætt um slíkt, enda þótt 149,4 ýmislegt megi læra af Bandaríkjunum, enda koma þaðan flestar nýj- ungar og framfarir í læknavísindum. Samfé- lag sem býr til jarðveg ^1991«at fyrir framfarir getur ekki verið 142,6 1,4 141,4 alslæmt, þó yfirmaður heilbrigðis- mála á Islandi teldi annað. Verst fmnst mér að ráðherrann skuli ekki geta gert skýran grein- armun á því hver greiðir fyrir þjónustuna og hver veitir hana. Langflestir íslendingar vilja standa þannig að málum að sam- eiginlegur sjóður landsmanna greiði fyrir stærsta hluta heil- brigðiskerflsins, eins og nú er. Ágreiningurinn snýst ekki um það, heldur hvemig þessir fjár- munir eru best nýttir. Og þar kemur spurningin um hver veitir þjónustuna. Jafnvel þó ríkissjóð- ur - sameiginlegur sjóður okkar - greiði fyrir heilbrigðisþjónustu þurfa opinberir aðilar alls ekki að stunda rekstur á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Það sem rik- ið þarf að tryggja er 143 7 aðgangur ’ ® almennings að þessari þjón- ustu og að vel 1998 1997 1996 1993 v a 11 a r breyting 4: Ráðist hefur verið í að byggja barnaspítala. Nei. Ætlar Ingi- björg Pálmadóttir í fullri alvöm að halda því fram að bygging (sem hefur reyndar ekki enn risið) sé hluti af grundvallar- brey t- 1986 Heilbrigðisútgjöld - í þús. kr. á verðlagi 1998 mann 121,6 1985 vit- 100,9| 1981 und“ sjúkra með þjón- ustugjöldum. Skilja má orð ráðherrans þannig að þjón- ustugjöld hafi ver- ið felld niður „kostn- aðarvit- Heimild: Þjóöhagsstofnun mgum í ís- lensku heil- brigðiskerfi? Þetta er svipað og halda því fram að grund- vallarbreyt- 1984 ing hafi orðið á Landssímanum vegna þess að fyrirtækið hefur fengið nýja lóð, en á eftir að byggja. Grundvallarbreyting 5: Heil- brigðisstofnanir á landsbyggð- inni hafa verið sameinaðar undir eina stjórn. Að líkum er þetta stærsta breytingin og sú eina sem í raun er hægt að kalla grundvall- arbreytingu, jafnvel þó hún sé smá í sniðum. 1982 Þetta er afrekaskrá heilbrigð- isráðherra á kjörtímabilinu og þetta em verkin sem hún legg- ur í dóm kjósenda. Mér segir svo hugur um að fleiri en ég séu á því að í besta falli hafi litlu verið breytt og engu sem máli skiptir. Fullyrðing um að ekki hafi verið tekist á við vanda heilbrigðiskerf- isins í heild sinni heldur fremur stundaðar smáskammtalækning- ar eftir geðþótta stendur óhögguð. 92,6| Villandi samanburður Heilbrigðisráðherra er ekki ber útgjöld hér á landi til heil- brigðismála. Slíkur samanburður er ekki bara villandi heldur rang- ur. Árið 1996 námu opinber út- gjöld í Bandaríkjunum til heilbrigðismála 6,3% af vergri landsframleiðslu. Þetta sama hlutfall var þá 6,8% á íslandi og sam- kvæmt bráðabirgðatölum var hlutfallið komið upp í 6,9% á síðasta ári. í heild verja Bandaríkjamenn hins vegar mun meiru til heil- brigðismála en við íslend- ingar, þar sem stór hluti út- gjaldanna eru einkaneysla. Fyrir þremur árum námu út- gjöld einkaaðila í Bandaríkjun- um til heilbrigðismála 7,3% af landsframleiðslu. í heild eru út- gjöldin því hærri en hér á landi, sem skýrist að nokkru af því að mun meira fjármagn fer í rann- sóknir í Bandaríkjunum en hér á landi. Ég skal fúslega viðurkenna að ég fylgi ráðherranum ekki alveg þegar hann heldur því fram að útgjöldin „á mann hafa með öðrum orðum ekki hækkað í 14 ár“ eða frá 1985. Línan hér til hliðar sýnir annað. Sam- keppnin Ingibjörg Pálmadóttir virðist vera andstæðing- ur sam- keppni í sé far- ið með almannafé. Og þess vegna á að innleiða samkeppni í heilbrigðismálin - sam- keppni sem mun laða fram það besta í þeim y gífurlega mannauði V sem íslenskar heil- I brigðisstéttir búa || yfir. Vísirinn er þeg- ar til staðar, enda |! liggur hæstaréttar- * dómur fyrir um að v heilbrigðisþjónusta falli undir sam- keppnislög. Hægt og bítandi mun sam- keppnin því halda frekari innreið og það er af hinu góða. Heilbrigðisráðherra getur barið höfðinu við steininn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.