Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 20
20 fiéttaljós LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Grunnskólakennarar í Reykjavík horfa til Hólmavíkur og krefjast launahækkunnar: Okkur er nóg boðið! „Við kjósum Ingibjörgu Sólrúnu aldrei aftur," sagði einn fundarmanna á kennarafundinum sem haldin var í Bíóborginni við Snorrabraut á flmmtudaginn þegar 1300 kennarar lögðu niður vinnu og sendu alla grunnskólanemendur í Reykjavík heim. Kennarinn veifaði DV sem þá var nýkomið út en þar sagði borgar- stjóri að kennarar fengju ekki neinar kjarabætur: „Ég geng ekki að kröfum kennara að óbreyttu. Þeir fá ekki neitt... Með aðgerðum sínum eru kennarar að sýna dæmafátt agaleysi. Það er grund- vallaratriði að fólk fari að settum regl- um ef halda á uppi aga.“ Ingibjörg Sólrún var bersýnilega komin í krappan dans því fylgi sitt í reykvískum stjórnmálum hefur hún ekki síst sótt til kennara sem ílestir hafa kosið hana sem einn maður væri. Fréttamyndir dagsins báru þess merki að borgarstjóra var brugðið. Mætingin á fundinn í Bíóborginni var firnagóð og töldu ýmsir að hver og einn einasti grunnskólakennari í Reykjavík hefði mætt. Horft til Hólmavíkur Tilefni vinnustöðvunnar kennara Engar pillur - 90% nýting s Uðavítamín • Blágrænir þörungar: Við síþreytu og psoriasis- vandamálum. • Arthriflex: Við vefja- og liðagigt • Pro Bio Mist: Sterkasta andoxunar- efni náttúrunnar. • Megrunarúði: Slær á hungurtilfinningu, eykur fitubrennslu, inniheldur fitubrennara L-Camitine, chrominum og önnur vítamín. • PMS-gleðiúði: Við fyrirtíðaspennu, kvíða, þreytu, inniheldur öll B-vítamín, steinefni og kvöldvorrósarolíu. 587-7247 og 699-4812 Gunnar 14.764 14.764 8 .Q j/> 5 (D o (fí o c 1- re (0 +7 O (f) og oanægja með kjör kristallast í þeim launa- mun sem orðin er á launum kennara í Reykjavík og á lands- byggðinni. Tafla sem kennarar hafa látið gera sýnir, svo ekki verður um villst, að reykvískir kennarar hafa dregist verulega aft- ur úr starfs- félögum sin- um úti á landi. Mest- ur er launa- munurinn milli Reykjavík- I ur og L Hólmavík- ur en kenn- arar á Hólmavík fá tæplega 23 þúsund krón- um meira á mánuði en kennarar í höf- uðborginni. Af þessu tilefni sagði Ingi- þjörg Sólrún í DV: „Hólmavík tekur ekki við kennurum endalaust. Þetta er spurning um framboð og eftir- spum.“ En kennarar þurfa ekki að fara alla leið til Hólmavíkur til að fá hærri laun. Það er nóg að fara til Hafnar- fjarðar en þar eru kennaralaunin rúmlega 5 þúsund krónum hærri en í Reykavík. í Mosfellsbæ eru þau orðin 15 þúsund krónum hærri og á Sel- tjamamesi munar álíka miklu. Að Hólmavik frátalinni eru bestu kenn- aralaunin í Vestmannaeyjum og á Álftanesi, rúmlega 20 þúsund krónum hærri en i Reykjavík. Síðastliðið haust ákváðu kennarar í Reykjavík að leita eftir samningum yið borgaryfirvöld um leiðréttingu á launum til samræmis við sérkjara- samninga í öðrum sveitarfélögum. Um þessar tilraunir kennara til að rétta hlut sinn segir Helgi Jósteinsson kennari í Vogaskóla: Lakari vinnukraftur „Fljótlega kom í ljós að vilji borgar- stjómar til samninga var lítill og 22.347 22.934 20.882 19.717 17.047 17.572 17.572 17.717 17.752 18093 <fí 'O 3 •o C •O 00 'O X (fí (fí o > W) hm o Q «o o Wl 03 >_ <D > X 03 >> O ■o c 03 3 4-* (fí c Yfirborganir grunnskólakennara á landsbyggðinni - tölur í þús. kr. samningaumleitunum var tekið fá- lega. Borgarstjóri hefur í raun lítið viljað hlusta á mál okkar. Hann hefur þess í stað gert kröfur um breytt og betra skólastarf sem forsendu allra kjarabóta. Þetta hljótum við kennarar að túlka sem svo að borgarstjóri telji kennara í Reykjavík lakari vinnu- kraft en starfsfélaga okkar á lands- byggðinni. Þessu áliti una kennarar illa,“ sagði Helgi Jósteinsson sem mjög hefur beitt sér í þessari ófyrirséðu kjarabaráttu grunn- skólakennara í Reykjavík. Innlent fréttaljós Virðing og viðurkenning Eiríkur Jónsson Eftir fundinn og uppákomuna í skólastarfinu i Reykjavík á fimmtu- daginn eru ýmis teikn á lofti um að borgarstjóri gangi til samninga við kennara og þeir hafi sitt fram. Borgar- stjóri sagði þó í samtali við DV í gær að umrædd eingreiðsla til kennara fyrir yfirstandandi skólaár yrði aldrei 250 þúsund krónur. Það væri of mik- ið. Kennarar þurfa líklega að sætta sig við upphæð sem er hundrað þúsund krónum lægri. „Þetta snýst ekki einvörðungu um peninga. Þetta er lika og ekki síður barátta fyrir virðingu og viðurkenn- ingu á mikilvægi kennarastarfsins," sagði kennari eftir fundinn í Bíóborg- inni. „Okkur er treyst fyrir börnum, menntun þeirra og jafnvel uppeldi. Þess vegna getur verið sárt að heyra bergmál af umræð- um foreldra í heima- húsum hjá nemend- um þegar þeir koma i skólann. Það er al- veg ljóst að það er ekki alltaf talað vel um kennara yfir - kvöldverðarborðinu á íslenskum heimil- um.“ Það er ljóst að aðgerðir kennara á fimmtudaginn tókust vel. Þeim tókst að vekja verulega athygli á kjörum sínum og þeim mismun sem er á laun- um kennara í Reykjavík og á lands- byggðinni. Þeir náðu óskertri athygli fjölmiðla og tókst að stilla borgar- stjóra upp við vegg. Þessi aðgerð eins og ser þýtt að laun grunnskólakennara í Reykjavík hækkuðu um hátt í 40 prósent og það hlýtur að teljast góður árangur af hálfs dags verkfalli. Að- gerðirnar gætu kostað borgarsjóð rúmlega 300 milljónir til að byija með og er þá eingöngu átt við títtnefnda eingreiðslu. Ef samningar við borgar- stjóra takast fá grunnskólabörn vafa- lítið ánægðari kennara sem allt í einu hafa hækkað í launum úr 115 þúsund krónum í 170 þúsund krónur á mán- uði. „Ég elska starf mitt en ég verð að hafa efni á að vinna það. Ég ætlaði mér aldrei að verða annað en kennari en ef þessi aðgerð skilar ekki neinu verð ég að hætta. Það væri eins og að kæfa vísvitandi hluta af sjálfum sér. Við fórum ekki fram á mikið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hag- kvæmt að koma til móts við okkur,“ sagði einn kennaranna á fimmtudag- inn, kona á sextugsaldri sem hefur kennt þúsundum reykvískra bama og komið mörgum þeirra til manns. „Ég hef aldrei kvartað fyrr en núna. Okkur er nóg boðið.“ -EIR Kostaöi áður kr.^Jðífpr. kg. Kostar nú kr. 636 pr. kg. af sérmerktum Skólaosti í kílóapakkningum á tilboði í næstu verslun. afsláttur þú 5PAP^P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.