Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 27
JjV LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Gunnar Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður er með fullt af götum á hausnum. Gunnar Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður: Hjólaði á stöðumæli Ólafur Gunnarsson hefur alls ekkert á móti gagnagrunninum. „Ég er með fuUt af götum á hausnum," segir Gunnar og bætir því við að hann hafi líka handleggs- brotnað. „Svo hef ég handleggs- brotnað og einu sinni hjólaði ég á stöðumæli á Laugaveginum. Það var á einhverju fylliríi og ég axlar- brotnaði og þurfti að fara í upp- skurð og svona.“ En hvað með þessar klassísku flensur eins og rauðu hundana, fékkstu það allt? „Já. Jú, ég held ég hafi fengið það allt,“ segir Gunnar og er því nokkuð eðlilegur meðaltalsmaður hvað sjúkraskýrsluna varðar. Hvað með ættina, eitthvað bita- stætt fyrir Kára þar? „Já, menn í minni ætt hafa fengið hjartaáfóll og alls konar svoleiðis. En ég hef ekki fengið hjartaáfall, enn þá.“ En hvað finnst þér um gagnagrunninn? „Þeir ætla vonandi að Eddu Björgvinsdóttur finnst Kári Stefánsson vera alveg æðislega gáf- aður og soldið mik- ið krútt. vinna þetta vel og þá er ég fylgjandi þessu. En annars hef ég ekki kynnt mér þetta nógu vel og er nokkuð sama. Þeir mega birta sjúkraskýrsl- una mina í Mogganum og hvar sem er.“ „Nei, ég hef aldrei legið á spítala," segir Ólafur Grmnarsson og bætir því við að reynsla hans af læknum ein- skorðist nær eingöngu við þau ár þegar hann keyrði bíl fyrir læknana á Læknavaktinni í gamla daga. En hann kann margar góðar sögur þaðan og ein er á þá leið að ein- hvern tíma var hann með eldri lækni í ónefndu húsi i bænum. Það var veikt barn á staðnum og móðirin alveg búin að fá nóg af grátnum og sagði barninu að þegja. Barnið hlýddi ekki og þá sagði móðirin að hún léti lækninn stinga úr Olafur Gunnarsson rithöfundur: Búinn að gefa IE blóð því augun ef það héldi sér ekki sam- an. „Það eru nú reyndar einhveijir æðahrömunarsjúkdómar í minni fjölskyldu," bætir Ólafur við, „og ég er búinn að fara niður í íslenska erfðagreiningu og gefa blóð í rann- sókn sem þeir em að gera.“ Og fékkstu bol? „Já. Ég fékk rosalega flottan bol. Grænan og það stendur íslensk erfða- greining á honum. Ég brúka hann nær daglega við líkamsæfingar." Þú hefur sem sagt ekkert á móti gagnagranninum? „Nei. Mér finnst sem þessi djöful- gangur sem hefur verið stafi af and- stöðu við að einhver fái góða hug- mynd hér á íslandi. Ég mun alla vega ekki taka mína skýrslu úr grunnin- um. Mér finnst þetta mjög spennandi og það er miklu betra að hafa tekjur af þessu heldur en stóriðju," segir Ólafur og augljóst er að Kári mun hafa gagn af honum og það jafnvel þó hann sé ekki enn kominn með sjúkraskýrsluna. Enda er þar bara að finna eina aftanákeyrslu og Ladan hans Ólafs slasaðist meira en hann í þeim árekstri. Edda Björgvinsdóttir leikkona: I mesta lagi tásveppur „Við emm mjög lít- ið efni fyrir Kára, ég og mín fjölskylda," segir Edda Björg- vinsdóttir og ekki er laust við að það votti fyrir sorg í þessum orðum. „Það er í mesta lagi að það finnist einn og einn tá- sveppur langt aft- ur í ættinni." Svo það er lít- ið á þér að græða í mið- lægum gagna- grunni? „Já. En ég er tengd fjölskyldu sem hefur fengið flesta ef ekki alla sjúk- dóma sem til eru og þá yfirleitt af miklu meiri krafti en aðrir. Þau hafa líka lent í öllum óhöppum sem til eru og ég er viss um að sú fjölskylda muni nýtast Kára mjög vel til rannsókna og erfðagrein- ingar," svarar Edda sem þrátt fyrir hreystina, eða varla þrátt fyrir hana, hefur eignast börn eins og flestar konur og því er sjúkraskýrslan kannski ekki al- veg autt blað. En hvernig líkar þér annars við Kára? „Mér finnst Kári alveg æðis- lega gáfaður og soldið mikið krútt og er mjög stolt af því að tengjast fjölskyldu sem mun nýt- ast honum vel í því sem hann er að gera.“ Og gagnagrunnurinn? „I am all for it,“ eins og Kaninn segir. Mér finnst líka alveg fárán- legt að þjóð sem getur ekki þagað yfir neinu sem hendir náungann fái flog þegar minnst er á gagna- gmnn um upplýsingar sem allir vita. Einn fer í meðferð og öll þjóðin veit það og það er ekki sjaldan að maður heyri sögur af gyllinæð og alls konar sjúkdóm- um sem fólk er að fá. En þetta má ekki heita gagnagrunnur og nýt- ast til að rannsaka gen. í þessu máli held ég að okkur skorti víð- sýni. Mér finnst að við ættum bara að vera stolt af því að vera tilraunamýs hér á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.