Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 31
30 %ðta! LAUGARDAGUR 17. APRIL 1999 DV LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 %ðtal a Þaö er óhjákvæmilegt að gjaldþrot hafi viðtæk áhrif á alla sem manni tengjast, bæði fjárhagsleg og andleg. En ég stóð ósköp vanmáttugur frammi fyrir orðnum hlut. Þá ákvað ég að takast á við málin af hrein- lyndi, í stað þess að spila leiki eins og að stofna nýtt fyrirtæki undir nýrri kennitölu. Ég vildi frekar fara frá þessu slyppur og snauður og með óhreinan skjöld andlega," segir Sigurður Nordal, sem kom óvænt upp í umræðunni hér á landi eftir frétt Ríkissjónvarpsins um páskana. Þar var nafn hans tengt meintu mis- ferli í Grikklandi. Sigurður hafði þá ekki verið hér á landi að neinu ráði síðan 1992, þegar hann fluttist til Spánar í kjölfar gjaldþrots Prent- smiðjunnar Guðjóns Ó. Sigurður hefur þegar svarað Grikklandsfrétt Sjónvarpsins, í DV 6. apríl. Þar segir hann fréttina ranga og hreina aftöku á mannorði sínu. „Ég hef unnið að tryggingavið- skiptum á Spáni undanfarin ár. Fyrirtækið sem ég er að vinna fyr- ir gerði samninga við griskt fyrir- tæki. Síðar varð ágreiningur milli þessara fyrirtækja og það gríska varð gjaldþrota. Þau mál hafa ver- ið í höndum lögfræðinga frá því í fyrravor. Síðan hafa grísku aðil- arnir reynt að verja sína bágbornu stöðu með öllum tiltækum ráðum, reynt að kenna öðrum um hvernig fór. Þannig verður þetta mál sem kom í sjónvarpinu til. Allar tölur sem þar eru nefndar eru tóm vit- leysa. Það er mikið ábyrðgarleysi af hálfu Sjónvarpsins að taka frétt- ir úr grísku slúðurblaði, án þess að gefa mér tækifæri á að tjá mig. En þetta mál er nú í höndum lög- þróa sölubæklinga sem átti að dreifa í hús og hver maður þekkir í dag. Þessi þróunarvinna kostaði gríðarmikla peninga og það var lít- ill skilningur á því sem við vorum að gera þarna á árunum 1987-88. Það er alltaf dýrt að taka fyrstu sporin. Eins og mál þróuðust urð- um við að horfast í augu við þá bitru staðreynd að prentsmiðjan hafði fjárfest of mikið í þessum fyrirtækjum. Á endanum leiddi of- fjárfesting, sem einnig fólst í end- urnýjun vélakosts prentsmiðjunn- ar, til gjaldþrots allra þessara fyr- irtækja. Greiðslubyrðin varð okk- ur inn megn.“ í viðtali þessu ítrekar Sigurður margoft að hann hafi lagt sig allan fram um að halda prentsmiðjunni gangandi og að forðast að starfs- menn misstu vinnuna. Helstu starfsmenn fyrirtækisins keyptu reyndar reksturinn eftir gjaldþrot- ið og héldu flestum þeim viðskipt- um sem Sigurður hafði byggt upp. Illa á sig kominn „Ég lagði mikla áherslu á að skilja þannig við fyrirtækið að það gæti starfað áfram. Fyrirtækið var í fullum gangi þegar ég hætti og þegar ég fór út úr skrifstofunni í síðasta sinn skildi ég við hana eins og ég væri að fara heim eftir venjulegan dag. Ég tók ekkert með mér, ekki einu sinni persónulegar eigur mínar. Mest af þeim hlutum sá ég síðan aldrei aftur.“ - Það er sagt að þú hafir verið lítið við, stjómað fyrirtækinu á ferðcilögum í útlöndum. „Það er Ijóst að með allri þessari þróunarvinnu dreifði ég mínum starfskröftum of mikið og var mik- min og sagði að líklega væri best að ég færi úr landi, tæki mér hvíld og reyndi að ná heilsu. En ég átti enga peninga og sá ekki fram á það. En hann bauðst til aö setja ferðakostnaðinn á Visakortið sitt og gerði það. Síðan kom frænka mín og lánaði mér 15.000 krónur. Fór svo að við fórum til Spánar með eina ferðatösku og 15.000 krónur." kom þó ekki eitt styggðaryrði frá honum.“ Áhrif Nordals - Var reynt að bjarga prent- smiðjunni ffá gjaldþroti með út- vegun verkefna vegna persónu- legra tengsla? „Nei. Prentsmiðjan var þegar með fjölbreytt verkefni og öll önn- ur verkefni fékk prentsmiðjan í löng og erfið barátta. En auðvitað hafði áfengið áhrif á það hvemig fór, ég neita því ekki. Og þaö hafði líka sín áhrif á fjölskylduna." - Spilltu þessi mál sambandinu við systur þínar? „Það hafði ekki góð áhrif. Og óregla skapar mörg vandamál I fjöl- skyldum. En við eram í eðlilegu sambandi í dag. Þetta er stór og góð- ur hópur sem hefur gefið mér styrk.“ að vera með í þeirri þróun. Ég fékk brennandi áhuga á öllu sem tengd- ist tölvum og hef síðan notað mögu- leika tölvutækninnar út í ystu æsar.“ - En við hvað ertu í raun að vinna í dag? „Ég vinn við tryggingamiðlun frá Spáni, í samvinnu við tryggingafé- lög víða um heim, auk þess að vinna að ráðgjöf og þjónustu, t.d. á sviði markaðsmála. Ég hef einnig unnið að verkefnum fyrir fyrirtæki í Aust- ur-Evrópu sem hafa haft áhuga á að markaðssetja sína vöru á Vestur- löndum. Á tryggingasviðinu hef ég sérhæft mig í tryggingum sem lúta að útflutningi og vinn þar náið með endurtryggingamarkaðnum í London og víðar í Evrópu. Þá hef ég verið að finna leiðir til að nýta tryggingar og tækni í áhættustjórn- un á öðram sviðum viðskipta. Þessi tækni getur nýst vel, t.d við íjár- mögnun verkefna, og skapað veð- grann fyrir þá sem eru að stofna til atvinnurekstrar eða færa út kvíam- ar.“ Sigurður segir að þegar upp er staðið sé hann stoltur maður og gleðst yfir því ríkidæmi sem er fjöl- skylda hans, eiginkona og böm. „Ég er bjartsýnn og trúi á það sem ég er að gera. Mér hefúr tekist að vinna að mínum áhugamálum og byggja upp nýjan starfsferil." Heim vegna barnanna En nú stefnir hugur Sigurðar og Snæbjargar heim. „Það er komið að því að elsta dóttir okkar, Dóra, 5 ára, eigi að fara í skóla. Við viljum að börnin okkar fái sömu skólagöngu og við. Svo blundar alltaf íslendingurinn í manni. Það er sama hve lengi maður dvelur erlendis, hugurinn leitar alltaf heim.“ Auk Dóru eiga þau Sigurður og Snæbjörg Önnu, 3 ára, og Guðjón Ólaf, sem er eins og hálfs árs. Sig- urður á einn son, Jóhannes, sem nú er 10 ára, úr fyrra hjónbandi. „Við munum halda okkar striki en verðum meira heima en áður vegna barnanna. Ég verð reyndar alltaf eitthvað á ferðinni - það til- heyrir starfinu. Mitt aðalmarkmið er að stunda mín erlendu viðskipti héðan frá íslandi, bæði fyrir inn- lenda og erlenda aðfla. Með tölvu- tækninni og Internetinu hefur ver- öldin minnkað mikið, þannig að ferðalög eru ekki lengur jafn ríkur þáttur í viðskiptum viða um heim. ísland er mjög vel fallið til alþjóða- viðskipta - öll samningagerð og samskipti eru orðin leikur einn og fjarlægðir skipta engu máli. Við getum þvi samræmt okkar lif og framtið barnanna, á sama tíma og við byggjum og störfum að okkar erlendu viðskiptum á þægilegan, hraðan og ódýran hátt. Við íslend- ingar erum engir eyjaskeggjar lengur.“ -hlh „Eg vildi frekar fara frá þessu slyppur og snauður og með óhreinan skjöld andlega,“ segir Sigurður Nor- dal, sem kom óvænt upp í um- ræðunni hér á landi eftir frétt Ríkissjón- varpsins um pásk- ana. Þar var nafn hans tengt meintu misferli í Grikklandi. Sigurður hafði þá ekki verið hér á landi að neinu ráði síðan 1992 þegar Sigurður Nordal fór til Spánar eftir gjaldþrot Prentsmiðjunnar Guðjóns Ó og byrjaði upp á nýtt: Ena var nýtt fræðinga og ekkert meira um það að segja að sinni." Offjárfesting Eftir frétt Sjónvarpsins hafði DV samband við Sigurð og ræddi við hann um gjaldþrot Prentsmiðj- unnar Guðjóns Ó og systurfyrir- tækja þess, snemma á árinu 1992, og það sem á daga hans hefur drif- ið. Þessi fyrirtæki voru að mestu í eigu Sigurðar. Sigurður er eini sonur Jóhann- esar Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóra, og konu hans, Dóru Guðjónsdóttur. Hann er næstelst- ur barna þeirra, fæddur 1956. Jó- hannes og Dóra eiga fimm dætur, þ.á m. Beru, fyrrverandi forstöðu- mann Listasafns íslands, sem er elst þeirra systkinanna. - Það er stundum talað um þig sem pabbadrenginn sem fékk prentsmiðju á siflurfati. Hvers vegna varð Guðjón Ó gjaldþrota? „Þegar ég kom heim frá námi í rekstrar- og markaðsfræðum í Kanada 1984 keypti ég prentsmiðj- una af móðurafa mínum, Guðjóni Ó. Guðjónssyni, og Hrafnkeli Ár- sælssyni. Hún var þá ekki í góðri rekstrarstöðu. En það tókst fljótt að gera fyrirtækið arðbært. Ég rak síðan prentsmiðjuna og önnur fyr- irtæki sem ég setti á stofn sam- hliða. Þá vorum við fara inn á nýj- ar brautir - eins og útgáfu sjón- varpsdagskrár, markpóst eða direct-mail, og sölu og hönnun markpóstbæklinga, auk þess að stofna Umslag og Pökkun með sér- hæfðum vélakosti til ípökkunar efnis til dreifingar. Við vorum að ið á ferðinni. Hugmyndirnar voru svo margar og tíminn nýttist þar af leiðandi illa.“ Þegar prentsmiðjan fór í gjald- þrot hafði hún verið í greiðslu- stöðvun í sex mánuði. „Ég varð fyrir þrýstingi og kröf- um úr öllum áttum og var undir gríðarlegu álagi og hafði engar leið- ir til úrlausnar. Ég var illa á mig kominn andlega og líkamlega, var orðinn 140 kíló og þjáðist af bjúg- söfnun. Ég var hálfgert flak. Þegar ég fór með gjaldþrotapappírana til sýslumannsins í Skógarhlíð leið mér afar illa. Þegar ég kom þaðan út runnu tárin niður kinnarnar. Fyrirtækin voru farin og ég vissi að húsið færi á nauðungaruppboð. Ég var fullur af skömm, fannst ég ekki aðeins hafa bragðist sjálfum mér, heldur einnig fjölskyldu minni og kröfuhöfunum." Svartnætti blasti við Eftir gjaldþrotið var Sigurður alveg peningalaus. Allir persónu- legir banakreikningar höfðu verið frystir og svartnættið blasti við. - Hvemig tilflnnig var það að tapa prentsmiðju móðurafa þins og sjá á eftir húsi föðurafa þíns á nauðungaruppboð? Og var það þín eigin ákvörðun að fara til Spánar? „Þetta var búið að vera mjög erfitt - mikil sálarkvöl. Ég hafði misst allt, stóð uppi auralaus og allslaus. Ég sat á Baldursgötunni með konu minni eitt kvöld og leið hreint ekki vel. Við ræddum hvað við ættum til bragðs að taka og sáum ekki marga möguleika í stöðunni. Þá kom vinur minn til Byrjað upp á nýtt Þegar Sigurður kom til Spánar, til Marbella, hitti hann fljótt þýsk- an mann sem starfaði við hótel- rekstur og tengdist tryggingavið- skiptum. Sigurður fékk vinnu við almenn skrifstofustörf, frítt hús- næði og 20 þúsund peseta á viku. „Við komuna út kunni ég ekki stakt orði í spænsku og vissi satt að segja ekki hvað ég væri að gera þarna. En mér tókst hægt og bít- andi að koma undir mig fótunum. Mér líkaði vinnan prýðilega og komst í kynni við tryggingastörf og ákvað að sérhæfa mig i trygg- ingaviðskiptum. Ég var ákveðinn í að slíta tengslin við prentiðnað- inn og byrja nýtt líf. Síðan hef ég unnið að tryggingamiðlun ásamt eiginkonu minni, Snæbjörgu Jónsdóttur, auk starfa við sölu- mennsku og rekstrarráðgjöf og gengur prýðilega. Það má segja að þessi ágæti Þjóðverji hafi bjargað lífi mínu. Það er hrikalegt að standa slyppur og snauður og þurfa að byggja allt sitt líf upp á nýtt.“ En Sigurður segir stuðning eig- inkonu sinnar og foreldra þó hafa ráðið úrslitum um framhaldið. „Konan min hefur verið mér ómetanleg allan þennan tíma og foreldrar mínir veittu mér ómet- anlegan stuðning. Þau hafa verið eins og klettar í þessum þrenging- um öllum. Þá fékk ég mikinn stuðning frá Guðjóni afa mínum þegar slagsíða kom á fyrirtækin. Hann fylgdist með rekstrinum og ég ráðfærði mig oft við hann. Þeg- ar prenstmiðjan fór í gjaldþrot gegn um sölumennsku. Það var ekki kippt í neina spotta til að redda málurn." - Naustu aldrei þess í viðskipt- um að bera ættarnafniö Nordal? „Hugsanlega eru jákvæðar hlið- ar við að bera þetta nafn en hins vegar hafa oft verið gerðar óraun- hæfar kröfur til mín vegna þess. Sannleikurinn er sá að ég starfaði í sama viðskiptaumhverfi og allir aðrir á þessum tíma og varð að lúta sömu lögmálum. Á þessum tíma gekk mikil gjaldþrotaalda yfir í atvinnulifinu vegna yfirfiár- festinga. En forráðamen margra annarra gjaldþrota fyrirtækja fengu ekki sömu útreið og ég.“ - En Nordal-nafninu hafa vænt- anlega fylgt ákveðnar væntingar? „Já, en ég get ekki lifað lífi mínu til þess eins að uppfylla slík- ar væntingar. En ég hef gert eins vel og ég hef getað og verið heið- arlegur. Mitt grundvallarmottó hefur alltaf verið að vanda til verka og koma heiðarlega fram. Mér urðu vissulega á mistök en lagði áherslu á að skilja við fyrir- tækið eins vel og ég gat, tók ekki eina einustu krónu með mér. Það vill hins vegar gleymast." Barist við Bakkus - Það ganga margar sögur um óreglu þína og veisluhöld meðan þú áttir prentsmiðjuna. „Ég átti við óreglu að stríða en náði blessunarlega tökum á henni 1991. En þetta með veisluhöldin á ekki við nein rök að styðjast. Ég var meiri einfari. Ég byrjaði að berjast við áfengisvandann 1986 og það varð Þegar Sigurður kom út, 1992, voru Spánverjar frekar aftar- lega á merinni í tölvumálum. „Það má því segja að ég hafi komi á réttum tíma. Spánverj- ar nýttu fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu mjög vel og tölvubyltingin var að fara af stað. Það var mjög gaman hann fluttist til Spánar í kjölfar gjaldþrots Prent- smiðjunnar Guð- jóns Ó. Kaffihús og kvöldrölt Sigurður og Snæbjörg hafa búið á Spáni lengst af síðastliðin sjö ár. „Okkur hefur liðið afskaplega vel allan þennan tíma. Spánverjar eru hlýlegt og afskaplega næmt fólk og við náðum mjög góðu sam- bandi við þá. Við eignuðumst þrjú börn ytra og nutum þess hve barngóðir Spán- verjar eru. Börnin voru velkomin hvert sem við fórum. Lífsmáti Spán- verja átti mjög vel við okkur. Viö nutum þess að vera úti á kvöldin, fara á kaffishúsin, taka þátt í „fiestum" og njóta þessa sérstaka andrúms- lofts sem þar ríkir. Við drukkum í okkur spænska menningu." Fjölskyldan bjó í húsi við stóra appelsínuakra og naut ávax- anna af Spáni i orðsins fyllstu merkingu. „Bændurnir leyfðu okkur að tína appelsínur og féll það mjög í kramið hjá börmmum." að byrja ráðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.