Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 33
L>V LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 mmé 9 Framundan... Apríl: ; 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó n Hefst kl. 13 viö Ráðhús Reykja- I víkur. Vegalengd 5 km með tíma- töku. Flokkaskipting, bæði kyn: | 12 ára og yngri. 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40 49 ára, 50-59 | ára, 60 ára og eldri. Keppnisílokk- ar í sveitakeppni eru íþróttafélög, | skokkklúbbar og opinn flokkur. ; Allir sem ljúka keppni fá verð- launapenmg. Verðlaun fyrir 1. | sæti í hverjum aldursflokki. Boð- I ið verður upp á kaflihlaðborð eft- ; ir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá kl. 11. Upplýsingar gefa Kjart- I an Árnason í síma 587 2361 og ! Gunnar Páll Jóakimsson í síma 1 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar n Hefst kl. 13 á Víðistaðatúni í Hafnarfiröi. Vegalengdir: 1 km, I 1,4 km og 2 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn: 5 ára fj og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 1 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), | 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 | km). Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- j ingar: Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku n Upplýsingar: Fanney Ólafs- dóttir í síma 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiðamanna n Upplýsingar: Valgerður Auð- unsdóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA n Hefst við íþróttahúsið að ; Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og I búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 11.30. Vegalengdir. 3 km án tímatöku hefst kl. 13 og 8 km með tímatöku og sveitakeppni hefst kl. 12.45. Sveitakeppni. Op- inn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. Aliir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Útdráttarverðlaun. | Upplýsingar: Kristín Egilsdóttir í . síma 566 7261. Maí. 1.1. maíhaup UFA n Hefst kl. 13 við Sportver. Vega- ( lengdir. 4 km og 10 km með tíma- töku og flokkaskiptingu, bæði kyn. 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 1 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun 1 fyrir þijá fyrstu í öllum flokkum og allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Útdráttarverðlaun. I Skólakeppni. Upplýsingar: UFA, | pósthólf 385, 602 Akureyri. 1.1. maíhlaup Fjölnis og Olísn Hefst kl. 14 viö íþróttamið- stöðina Dalhúsum. Skráning í frá kl. 12-13.45. Vegalengdir: 1,6 km og 10 km með tímatöku. I Flokkaskipting, bæði kyn. 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 | ára, 15-18 ára, 19 ára og eldri hlaupa (1,6 km), 18 ára og yngri, , 19-39 ára, 40 ára og eldri (10 | km). Upplýsingar: Jónína Ómarsdóttir í síma 899 2726 og Hreinn Ólafsson í síma 587 1 8152. 1. Vímuvarnahlaup Lions I í Hafnarfirði n Hlaupið hefst kl. 11 á Víði- staðatúni í Hafharfirði. Skrán- ing hefst kl. 9 í skátaheimilinu við Víðistaðatún. Vegalengdir eru 2,2 km og 4,5 km án tíma- töku. Allir sem ljúka keppni fá I verðlaunapening. Útdráttar- | verðlaun. AUir þátttakendur fá frítt í sund daginn eftir hlaup í Suðurbæjarlaug. Þátttökugjald | er 500 kr. Upplýsingar gefur Bryndís Svavarsdóttir í síma I 555 3880. Sigurður Pátur Sigmundsson á íslandsmetið í maraþoni: Vinna og aftur vinna - er lykillinn að góðum árangri, segir hann Um þessa helgi fer fram Lundúna- maraþon og verður fjöldi íslendinga þar meðal þátttakenda. Nú eru liðin 15 ár síðan fyrstu íslendingarnir tóku þátt í Lundúnamaraþoni. Þá voru hin- ir þekktu hlauparar Sigurður Pétur Sigmundsson og Sighvatur Dýri Guð- mundsson meðal þátttakenda. „Ég var við nám i Englandi árin 1978-82 og varð vitni að þvi í beinni útsendingu þegar fyrsta Lund- únamaraþonið fór fram árið 1981. Ég hreifst mjög af því hlaupi og allri um- gjörð þess. Þegar tækifæri gafst ákvað ég að stefna að þátttöku sumarið 1984,“ segir Sigurður Pétur. Umsjón ísak Örn Sigurðsson „Á þeim tíma var lágmark fyrir komandi ólympíuleika 2:18 klst. sem var langt innan við íslandsmetið. Ég ákvað að reyna við þann tíma og jafn- framt við íslandsmetið í greininni. Við Sighvatur Dýri æfðum saman og lögðum mikið á okkur við æfingamar. Veturinn 1983-84 var reyndar mjög snjóþungur og leiðinlegur og af þeim sökum ákvað ég að fara í þriggja vikna ferð til Kanaríeyja í febrúar- mánuði 1984 tii að koma mér 1 góða æfingu. Þar stundaði ég stífar æfingar í finu hitastigi (20-23° Celsíus) og lagði að baki 465 km á þessum þrem- ur vikum.“ Tvisvar íslandsmet „Fyrstu vikuna hljóp ég 130 km, þá næstu 150 km og síðustu vikuna 185 km. Ég var svo samviskusamur að sama dag og ég flaug heim til íslands, hljóp ég 30 km um morguninn. Með þessum þrotlausu æfingum tókst mér að komast í ágætisform og náði ágæt- isárangri í Lundúnamaraþoni 13. maí 1984, á tímanum 2:21:20. Það var ís- landsmet, þó ekki dygði það til að ná lágmarki fyrir ólympíuleikana. Við Sighvatur hlupum í sérmerktum bol- um sem merktir voru Reykjavíkur- maraþoni 24. ágúst 1984. Flestir héldu að bolimir væru með vitlausu ártali, en við vorum einfaldlega að auglýsa fyrsta Reykjavíkurmaraþonið á þess- um bolum. Sigurður Pétur Sigmundsson kemur í mark í Lundúnamaraþoninu 1984 á nýju íslandsmeti. (1984). Næsta ár á eftir hljóp ég maraþon í Berlín á mínum besta tíma til þessa, 2:19:46, sem er íslandsmet sem stend- ur enn. Ég held að sá tími sem ég náði i þessum hlaupum hafi fyrst og fremst verið afrakstur mikillar vinnu. Það vita það allir að þeir sem ná árangri í víðavangshlaupum eru allir fæddir með ákveðna eiginleika, eru smábeinóttir og með létta líkamsbyggingu. Ég er svo heppinn að hafa þessa eigin- leika en ég held að ég hafi ekki verið með meiri hæfileika en aðrir. Góður árangur byggist að mínu viti fyrst og fremst á vinnu og aftur vinnu. Ég hef reyndar alla tíð verið nokkuð heppinn hvað varðar meiðsli, ef þannig má að orði komast. Ég hef aldrei lent á skurðarborðinu og engin af þeim meiðslmn sem ég hef þurft að glíma við hafa verið stór- vægileg," segir Sigurður Pétur. Sigurður reynir að halda sér í formi og hleypur um 60 km á viku. „Mig langar til að taka þátt í mara- þonhlaupi á árinu. Sennilega stefni ég að þátttöku í Mývatnsmaraþoni en ég hef heyrt að umgjörðin i kringum það hlaup sé mjög skemmtileg.” \jW4AV,,. " MAR/.tHOí, *■ , Sigurður Pétur Sigmundsson og Sighvatur Dýri Guðmundsson voru fyrstu íslending- arnir sem tóku þátt f Lundúnamaraþoni 1 Víðavangshlaup ÍR: Elsti reglulegi íþróttaviðburður landsins Elsta hlaup landsins er Víða- vangshlaup ÍR sem haldið er á Ihverju ári á sumardaginn fyrsta. Þann dag ber nú upp fimmtudag- inn 22. apríl og verður Víða- vangshlaupið það 83. í röðinni. Hlaupið hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í hugum Reykvík- inga sem hluti af hátíðarhöldum dagsins. Hlaupaleiðina (5 km) má sjá á kortinu hér tfl hliðar á,, síðunni og er lagt af stað og end- I að við Ráðhús Reykjavíkur. Að I hlaupi loknu fer fram verðlauna- ; afhending í Tjarnarsal Ráðhúss- | ins, þar sem jafnframt verða í I boði kaffi og kökur. Hlaupið hefst klukkan 13.00 og j allir þátttakendur fá verðlauna- | pening þegar þeir koma í mark | sem viðurkenningu fyrir þátt- | töku sína í hlaupinu. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í hverjum aldursfiokki karla og I kvenna og verðlaun fyrir sveita- ; keppni. Aldursflokkaskipting er Íþannig: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. t ^ sveitakeppni er keppt í þremur “ flokkum; íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Einungis er hægt að taka þátt í einni sveit. Sigmar Gunnarsson hefur unnið sigur i Víðavangshlaupi ÍR síðastliðin 6 ár en Martha Emtsdóttir er sigurvegari síð- asta árs í kvennaflokki. Martha vann einnig sigur árin 1986,1988, 1989, 1990 og 1991. Ákveöið hefur verið að fara af stað með stigakeppni í almenn- ingshlaupum ÍR sem eru 5 tals- ins á árinu. Þeir sem taka þátt í hlaupunum verða sjálfkrafa þátt- takendur í stigakeppninni. Sam- anlagöur árangur í 3 bestu af eft- irtöldum hlaupum gfldir: Víöa- vangshlaup ÍR og ELKO, Fjalla- hlaup ÍR, Orkuboðhlaupið í El- liðaárdalnum, Öskjuhliðarhlaup ÍR og Gamlárshlaup ÍR. Tflgang- urinn með þessu er að auka enn á fjölbreytni hlaupaflórunnar og bjóða hlaupurum og skokkurum nýja möguleika. Einnig hefur ; verið ákveðið að bjóða hlaupur- um að kaupa skráningu í öll 6 al- menningshlaup ÍR í einu lagi og I að sjálfsögðu þá á lægra verði. Pakkaverð fyrir öll 6 hlaupin er I 2500 krónur sem samsvarar 25% 1 afslætti. Aldurinn er engin fyrirstaða - segir Steinar Jens Friðgeirsson sem stefnir að því að bæta sig Einn af þekktari víðavangshlaup- urum landsins er Steinar Jens Frið- geirsson. Nokkuð er um liðið síðan hann hljóp Reykjavíkurmaraþon á tímanum 2:30.44, sem þá var þriðji besti tími sem íslendingur hafði náð í greininni (1986). Á sama ári hljóp hann hálft maraþon (Haag í Hollandi) á tímanum rúmlega einni klukkustund og 12 mínútum sem hjó þá nærri íslandsmeti. Steinar Jens er fæddur árið 1957 og verður þvi 42 ára á þessu ári. Það þykir ekki hár aldur fyrir þá sem taka þátt í víðavangshlaupum og víst er að enginn uppgjafartónn er í Stein- ari. Tfl marks um það má nefha að hann gerði sér lítið fyrir og vann sigur í Laugavegshlaupinu 1998 á tímanum 5:27.29, sem var aðeins um 8 mínútum frá óformlegu íslands- meti Rögnvalds Ingþórssonar á þessari vegalengd og þriðji besti tími sem náðst hefur. „Segja má að ég hafi verið orðinn nokkuð gamall þegar ég hóf að æfa hlaup, eða um tvítugt (1977). Það var bróðir minn, Stefán Friðgeirsson, sem dró mig út í þetta," segir Stein- Steinar Jens Friðgeirsson, sem sigr- aði í Laugavegshlaupinu í fyrra (í miðið), stefnir að því að bæta per- sónulegan árangur sinn í Lauga- vegshlaupinu í sumar. ar Jens. „Ég hafði ekki fengist neitt að ráði við íþróttir en hóf fljótlega að keppa i nokkrum vegalengdum, 5 og 10 km aðeins um ári eftir að ég byrj- aði að æfa. Ég held að stysta vega- legndin sem ég hef keppt í hafi ver- ið 1500 metra hlaup. Vettvangur minn hefur samt sem áður verið í lengri vegalengdum svo sem hálfu og heilu maraþoni. Ég var búinn að æfa í 9 ár þegar ég náði mínum besta árangri í heilu maraþoni. Þrátt fyrir að 13 ár séu liðin frá þeim tíma, er ég alls ekki búinn að útiloka að ég geti bætt persónulegan árangur minn. Vinnan tekur frá mér mikinn tíma og ég hef ekki get- að sinnt hlaupum af krafti. Það er samt ekkert uppgjafarhljóð í mér og ég ætla að æfa áfram af krafti eins og kostur er,“ segir Steinar. Tím- arnir sem Steinar hefur náð í Laugavegshlaupinu benda tfl þess að hann eigi mikið inni og eigi auð- velt með að bæta sig (5:41.08 árið 1997, 5:27.29 árið 1998). Hlá á æfingum „Þegar ég náði mínum besta ár- angri í heilu maraþoni (í Reykjavík 1986) var veörið ekki upp á það besta og því væri vel hægt að hugsa sér að ég gæti náð betri árangri við hagstæðari aðstæður. Ég gæli alltaf við að gera betur. Það kom nokkurt hlé hjá mér frá árinu 1986 en ég hef verið að ná mér á strik aftur á ný. Ég trúi því að ég geti gert betur. Ég hef undanfarið verið að hlaupa hálft maraþon á tímanum 1:17, sem er 5 mínútum frá mínuny- besta tíma. Ég á nokkuð í land meff heila maraþonið, hljóp vormaraþon- ið í fyrra á rúmum 2:50 klst. Með góðri ástundun er enginn vafi á því í mínum huga að ég get aftur náð mínu besta formi. Ég ætla að vera með í Laugavegshlaupinu í sumar og gæti vel bætt tíma minn þar ef ég hef tíma tfl æfinga. Ég hugsa mest um það að bæta minn eigin tíma frekar en að slá einhver met á vega- lengdinni." Ofurmaraþon er íþróttagrein sem nýtur æ meiri vinsælda. „Ég tel að vel mætti selja þá hugmynd að í%- land sé heppilegur staður fyrir ofur- maraþon. Fallegt landslag spillir ekki fyrir en gæta verður að því að veðrið verður alltaf áhættuþáttur hér á landi. Kosturinn við Lauga- vegshlaupið er margbreytilegt und- irlendi sem eflaust virkar sem að- dráttarafl á suma,“ segir Steinar Jens. —'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.