Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 19. APRÍL 1999 25 íþróttir NBA-DEILDIN Aðfaranótt laugardags: Washington-Chicago .....87-70 Thorpe 16, Strickland 13, Richmond 12 - Kukoc 17, Larue 13, Brown 9. Toronto-Cleveland.......90-91 Christie 22, Carter 17, WaUace 16 - Kemp 23, Butter 14, Henderson 13. Atlanta-Orlando.........91-79 Blaylock 30, Smith 20, Crawford 15- A. Hardaway 16, Armstrong. 15, Strong 10. Boston-Miami ..........82-81 Walker 29, Potapenko 14, Price 13 - Hardaway 19, Brown 16, Mourning 14. Philadelphia-Indiana.....93-83 Iverson 26, Geiger 22, Ratliff 15 - Rose 28, Miller 21, Smits 13. Detroit-New York........80-71 Hunter 23, HUl 16, Dumars 12 - Houston 23, Thomas 13, Sprewell 10. Minnesota-Vancouver .... 89-75 Smith 26, Mitchell 19, Robinson 15 - Rahim 24, Mashburn 18, Parks 8. Milwaukee-Charlotte.....94-95 Allen 21, Robinson 14, M.Curry 11 - Jones 23, Phills 20, Campbell 19. San Antonio-Portland ____81-80 Duncan 20, Robinson 20, Elliot 15 - Wallace 23, Rider 14, Sabonis 10. Phoenix-Dallas..........92-85 Kidd 24, Robinson 21, Garrity 20 - Nowitzki 29, Pack 17, Trent 15. Golden State-LA Clippers . . 83-S6 Jamison 17, Caffey 14, Starks 13 - Nesby 16, Piatkowski 12, Douglas 10. Seattle-New Jersey......91-121 Payton 29, Hawkins 21, Schrempf 12 - Marbury 18, Burell 18, Van Horn 16. Aðfaranótt sunnudags: New York-Toronto.......90-93 Sprewell 22, Houston 17, Johnson 15 - Carter 21, Willis 17, Christie 15. Cleveland-Charlotte......82-90 Kemp 23, Butler 18, Henderson 12 - Wesley 24, Phills 23, Brown 16. Dallas-Portland ........94-102 Trent 24, Finley 24, Nowitzki 17 - Anthony 23, Sabonis 22, Grant 14. Utah-LA Lakers ........109-93 Malone 27, Hornacek 20, Russell 14 - Shaq.29, Fox 24, Bryant 17. Sacramento-Denver .....119-97 WiUiamson 29, Webber 24, Williams 20 - McDyess 29, Washington 15, Fortson 14. -GH/VS Aron Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern þegar liðiö lagði Kolding, 23-18, í fyrsta úrslitaleik lið- anna um danska meistaratitilinn i handknattleik á laug- ardaginn. Liðin mæt- ast aftur í Kolding næsta laugardag og þá getur Skjern tryggt sér títilinn. Július Jónasson og félagar í St. Ot- mar töpuðu fyrir Suhr, 29-23, i öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn í handbolta í gær. Staðan er 1-1 og liðin mætast i hrein- um úrslitaleik á heimavelli St. Otmar á miðvikudagskvöld. Barcelona varð Evrópumeistari í handknattleik karla á laugardag með því að vinna yfirburðasigur á Badel Zagreb, 29-18, í seinni úrslitaleik lið- anna á Spáni. Fyrri leikurinn í Króa- tíu endaði með jamtefli, 22-22. Þetta er í þriðja skipti sem Barcelona vinn- ur Badel í úrslitum keppninnar. Ademar Leon vann Caja Cantabria, 32-23, i seinni úrslitaleik spænsku liðanna í Evrópukeppni bikarhafa karla. Caja hafði unnið fyrri leikinn, 20-19. Flensburg vann glæsilegan útisigur á Ciudad Real á Spáni, 21-26, í seinni úrslitaleik liðanna i borgakeppni karla. Liðin höfðu áður gert jafntefli í Þýskalandi, 27-27. Danirnir Christ- ian Hjermind og Morten Bjerre skoruðu 7 mörk hvor fyrir Flensburg. Fanney Rúnarsdóttir og stöllur hennar í Tertnes töpuðu, 29-26, fyrir Viborg í Danmörku í seinni undanúr- slitaleik liðanna í EHF-bikarkeppni kvenna. Viborg hafði unnið fyrri leik- inn í Noregi, 36-25. Anja Andersen skoraði 11 mörk fyr- ir Bækkelaget frá Noregi sem vann Metz frá Frakklandi, 28-22, í undan- úrslitum- Evrópukeppni bikarhafa kvenna. Liðin höfðu áður skilið jöfn í Frakklandi, 17-17. yS Hafdís Hinriksdóttir, Þórdís Brynjólfsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Hildur Erlingsdóttir fyrirliði, og Gunnur Sveinsdóttir fagna hér sigrinum á Fram og um leið sæti í úrslitunum um íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni. Fyrsti leikurinn fer fram í Garðabæ á miðvikudaginn. Mynd ÞÖK sæluvímu FH-konur léku sama leik og karlarnir og skelltu Fram „Ég er 1 sæluvímu og finn ekki fyrir þreytu. Ég var sannfærð um það allan tímann að við myndum taka þetta ef við myndum spila góða vörn," sagði Þórdis Brynjólfsdóttir eftir að lið hennar, FH, hafði slegið bikarmeistara Fram út í undanúr- slitum íslandsmótsins á laugardag, 24-26. Leikurinn var frábær skemmtun. FH-stúlkur, sem unnu annan leik- inn með 10 marka mun, komu gríð- arlega einbeittar til leiks, léku vörn- ina framarlega og tóku fast á móti Framstúlkum sem virtust ekki eiga von á þessari miklu mótspyrnu. Sóknarleikur FH var hraður og það var skemmtilegt að sjá þessa ungu leikmenn leika af jafnmiklum aga og skynsemi og þær gerðu gegn jafnreynslumiklu liði. Sjálfstraustið í lagi Framarar gerðu alltof mikið af sóknarmistökum i fyrri hálfleik sem FH-ingar voru fljótar að refsa þeim fyrir. En Framarar bitu í skjaldarrendur í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-20, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Flestir töldu að nú væri reynsla og seigla Fram að skila sér en Þórdls Brynjólfsdóttir var á öðru máli, skoraði þá tvö gríðarlega mik- ilvæg mörk og efldi sjálfstraustið i FH-liðinu sem tryggði sér sann- gjarnan sigur. „Það var eins og við værum ekki tilbúnar í þennan leik, þetta var bara lélegt. Við klikkuðum á vörn- inni og fáum alltof mikið af mörk- um á okkur. Við kláruðum ekki varnarleikinn og það er þar sem skilur á milli í dag. Við getum því aðeins sjálfum okkur um kennt. Lið sem klikkar á svona rosalega mörg- um hraðaupphlaupum og klúðrar boltanum, það á ekki að vinna leik. FH-liðið er á mikilli uppleið og ég tel að Stjarnan geti átt von á hörku- leikjum," sagði Arna Steinsen, leik- maður Fram. Gerum okkar besta „Við vissum að við gætum þetta og höfðum trú á okkur. Við vissum að þessi leikur yrði erfiðari heldur en annar leikurinn en viö erum með yngra og sprækara lið heldur en þær og erum sneggri. Við höfum aldrei leikið úrslitaleik. Stjarnan hefur reynsluna fram yfir okkur. Þær eru stóra liðið en við litla liðið, en við munum gera okkar besta," sagði Drífa Skúladóttir sem átti frá- bæran leik í liði FH ásamt Þórdisi og Björk Ægisdóttur. Framkonur voru of seinar í gang og náðu ekki að gera FH skráveifu, þrátt fyrir að Marina Zoueva léki. Hún var með slitin liðbönd en stóð sig vel ásamt Jónu Björgu Pálma- dóttur. -ih yfs' <h) Bestir í taekwondo Þessir þrír piltar sigruðu í þremur elstu flokk- unum á íslandsmótinu 1 taekwondo sem fram fór í Fjölnishúsinu um helgina. Frá vinstri: Ragnar Gunrtarsson, Ármanni, Einar Karl Axelsson, Fjölni, og Gauti Már Guðjónsson, Fjölni. Alls tóku um 100 manns þátt í mótinu en þessi bardagaíþrótt á vax- andi vinsældum að fagna hér á landi. -VS f o t |Oi L "*~ !wft ..¦pi9 m\: /"^js ^M' fl - tw^&Éfl H W l -Jj B'/ Best i pilukasti Guðjón Hauksson og Anna Kristín Bjarnadóttir urðu íslandsmeistarar í einmenningskeppni karla og kvenna í pílukasti um helgina. Guðjón vann Jóhannes Harðarson, 5-0, í úrslitaleik i karlaflokki og Anna ICristín varð efst í kvennaflokki og Jóna Hólm í öðru sæti. Á myndinni eru Guðjón og Anna með sigurlaunin. -VS Fram FH (7)24 (12) 26 1-0,2-1, 2-7, 5-7, 6-8, 6-10, (7-12), 8-13, 11-16, 17-19, 19-20, 19-22, 21-26, 24-26. Mörk Fram: Marina Zoueva 10/2, Jóna Björg Pálmadóttir 6, Díana Guð- jónsdóttir 3, Arna Steinsen 2, Guðríð- ur Guðjónsdóttir 2. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdótt- ir 15/1. Mörk FH: Drlfa Skúladóttir 9, Þór- dís Brynjólfsdóttir 9/2, Björk Ægis- dóttir 6, Gunnur Sveinsdóttir 2. Varin skot: Jolanta Slapikiene 12. Brottvísanir: Fram 6 og FH 6. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson, góðir. Áhorfendur: 220 Maður leiksins: Þórdís Brynj- ólfsdöttir, leikstjórnandi FH, árti frábæran leik og sýndi ótrúlega mikinn kjark þegar hún skoraði tvö mikUvæg mörk á örlaga- stundu. ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG V INTER Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.